Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1995, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1995, Page 9
MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 1995 9 Utlönd OJ. Simpson að semja um viðtal við CNN O.J. Simp- son stendur í samningavið- ræðum við sjónvarps- stöðina CNN um fyrsta meiri háttar viðtalið frá því hann var sýknaður af ákæru um að hafa myrt fyrrum eigin- konu sina og vin hennar. Talsmaður CNN staðfesti frétt blaðsins Atlanta Joumal- Constitution um að viðræður færu fram. Endanleg ákvörðun um viðtalið liggur hins vegar ekki fyrir. Blaðið skýrði einnig frá því að O.J. væri jafnframt að undir- búa myndbandsspólu þar sem hann segir sögu sína og á aö selja hana milliliðalaust til áhugasamra. Eyrnabítur lætur til skarar skríða í Londonderry Eyrnabítur gengur laus í jólaösinni í Londonderry, næst- stærstu borg Norður-írlands, og gerir íbúunum lífið leitt. Lögreglan sagði í gær að árás- armaðurinn hefði látið þrisvar sinnum til skarar skríða gegn nætursvöllurum í miðborginni undir lok nóvember. Ódæðismaðurinn beit stykki úr eyrum tveggja fórnar- lambanna og gátu læknar ekki saumað hin afbitnu stykki aftur á. Þriðja fórnarlambið slapp óskaddað frá hildarleiknum. „Við teljum að sami maður- inn hafi verið að verki í öll skiptin. Við höfum þungar áhyggjur af þessu og gerum allt sem hægt er til að handsama hann,“ sagði lögreglan. Framkvæmda- stjóri Sony í Ameríku hættur Michael Schulhof, fram- kvæmdastjóri Sony í Ameríku, sagði starfi sínu skyndilega lausu í gær og er jafnvel talið að þetta sé aðeins fyrsta stóra breytingin af mörgum í yfir- stjóm fyrirtækisins. Orðrómur um afsögn Schul- hofs hafði verið á kreiki í nokkr- ar vikur en hann hefur verið ósammála stjórn fyrirtækisins. Sumir heimildarmenn segja að hann hafi verið óánægður með að þurfa að heyra undir fram- kvæmdastjóra móðurfyrirtækis Sony í Ameríku, Nobuyuki Idei. Norömenn fá leyfi til að taka veiöiþjófa Úthafsveiðisáttmáli Samein- uðu þjóðanna, sem íslendingar og fleiri ríki undirrituðu á mánudag, gefur Norðmönnum leyfi til að færa til hafnar skip sem veiða ólöglega í Smugunni í Barentshafi og Síldarsmugunni. Togstreitan um reglugerðarsetn- ingu heldur hins vegar áfram. Sáttmálinn setur reglur sem eiga að koma í veg fyrir rányrkju á úthöfunum og sömu- leiðis að koma í veg fyrir deilur af því tagi sem hafa verið um Smuguna, Síldarsmuguna og hafsvæðið undan austurströnd Kanada. Samkvæmt sáttmálan- um fá strandríki leyfi til að framfylgja veiðistjómun utan efnahagslögsögu sinnar. Tuttugu og sex riki hafa þegar undirritað sáttmálann en hann tekur þó ekki gildi fyrr en 30 ríki hafa staðfest hann. Það mun taka um tvö ár. Reuter, NTB Óeiröir eftir mótmælagöngur í Frakklandi í gær: Eldsprengjunum varpað á lögguna Ekki sér enn fyrir endann á verk- fóllunum sem hafa lamað almenn- ingssamgöngur í Frakklandi í tsepar tvær vikur. Hundruð þúsunda manna gengu um götur borga lands- ins til að mótmæla fyrirhuguðum niðurskurði á velferðarkerfinu en ríkisstjórnin sagði að hún mundi hvergi hvika. Um fimm hundruð ungmenni veltu bílum í París í gær og tuttugu lögregluþjónar slösuðust í átökum við námsmenn í borginni Nantes í vesturhluta landsins. Sveitir óeirðalögreglu reyndu að dreifa hópi ungmenna sem höfðu velt tuttugu bílum í höfuðborginni, flestum fyrir utan Saint-Lazare járnbrautarstöðina þar sem mót- mælagöngu, sem á annað hundrað þúsund manns tóku þátt í, lauk fyrr um daginn. Lögreglan handtók tæp- lega þrjátíu manns. í Nantes átti lögreglan í höggi við nokkur hundruð stúdenta eftir að þeir eyðilögðu strætisvagnamiðstöð að lokinni mótmælagöngu sem í tóku þátt sextán þúsund manns. Stúdentarnir vörpuðu bensín- sprengjum að lögreglunni sem svar- aði með því að skjóta á þá táragasi. Alain. Juppé, forsætisráðherra Frakklands, sagði í þinginu í gær að stjóm sín mundi ekki falla frá fyrir- huguðum niðurskurði á velferðar- kerfinu. „Frakkland getur valið milli breytinga og afturfarar," sagði Juppé við þingheim. Hann sagði að umbótunum á velferðarkerfinu hefði verið slegið á frest of lengi og þær væru nauðsynlegar ef Frakk- land ætlaði að vera áfram í fyrstu deild Evrópuríkja, eins og hann orð- aði það. Vinsældir Chiracs forseta hafa aldrei verið minni en einmitt nú, samkvæmt skoðanakönnun sem birt var í gær. Forsetinn nýtin1 að- eins stuðnings 28 prósenta kjós- enda. Sósíalistar á þingi lögðu fram vantrauststillögu á stjórnina en hún var felld með miklum meirihluta at- kvæða í gærkvöldi. Reuter Tii snarpra átaka kom milli lögreglu og ungmenna eftir mótmælagöngur í Frakklandi í gær þar sem verið var að for- dæma fyrirhugaðan niðurskurð á velferðarkerfi landsins. símamynd Reuter Ekki allir hrifnir af hugmyndum Díönu um framtíðarstarf: Ekki nóg aö geta brosað til að verða sendiherra John Major, forsætisráðherra Bretlands, og Elísabet drottning ræddu framtíð Díönu prinsessu í gærkvöldi en prinsessan hefur lýst áhuga sínum á því að gerast eins konar farandsendiherra Bretlands. „Við skýrum aldrei frá því sem fram fer í áheyrn hjá drottning- unni,“ sagði talsmaður Majors eftir fundinn i gærkvöldi. Konungsfjölskyldan og ríkis- stjórnin verða að finna leið til að verða við óskum Díönu um ákveðn- ara hlutverk en hún hefur haft að undanfömu svo binda megi enda á deilur hennar og Karls opinberlega. Nokkrir stjórnmálamenn hafa hins vegar lýst yfir efasemdum um að Díana geti staðið undir þeirri ábyrgð sem fylgir þvi að vera sendi- herra. „Það er furðulegt að hugmyndin hafi verið tekin alvarlega," sagði David Howell, formaður utanríkis- málanefndar þingsins, í viðtali sem Díana prinsessa og framtíðarhlut- verk hennar eru ofarlega á baugi. Símamynd Reuter birtist í blaðinu Times í dag. Sir Anthony Parsons, fyrrum sendiherra Bretlands hjá SÞ, sagði ekki leika vafa á að Díana ætti að hfa einhverju hlutverki að gegna en ekki hlutverki sendiherra. „Það er einfaldlega ekkert vit í því og það mundi ekki ganga,“ sagði Parsons. Díana fór nýlega til Argentínu þar sem hún þótti standa sig vel en samskipti landanna hafa verið erfið frá því i Falklandseyjastríðinu 1982. Jill Knight, þingmaður Ihalds- flokksins og varaformaður áhrifa- mikillar þingmannanefndar, efast um hæfileika prinsessunnar til að gegna sendiherrahlutverki. „Það er ekki nóg að brosa til fólks og klappa því á bakið. Ég er viss um að hún hefur hæfileika til að hugga fólk en til að verða sendiherra þarf margra ára reynslu," sagði Jill Knight við fréttamenn. Reuter Stuttar fréttir Koma undirbúin Hersveitir NATO eru komnar til Bosníu og undirbúa komu 60 þúsund manna herliðs sem enda á það sem utanríkisráðherrar NATO kalla eitt myrkasta tíma- bil í sögu Evrópu nútímans. Mikilvægt skref Breska rík- isstjórnin, sem er langt á eftir stjórn- arandstöð- unni í skoð- anakönnun- um, fékk stuðning við fjárlagafrumvarp sitt í þinginu. Person næstur Goran Person, fjánnálaráð- herra Svía, skipti um skoðun í gær og verður því forsætisráð- herra í mars. Óttast ofbeldi Egyptar undirbúa aðra um- ferð þingkosninga sem óttast er að einkennist af ofbeldi og kosn- ingasvikum. Skartgripum stolið Skartgrip- um, sem El- ísabet drottn- ing gaf Fergie, tengdadóttur sinni, var stolið er sú síðamefnda var á leið frá Bandaríkjunum. Dularfull sprenging Eftir sprengingu á skrifstofu þjóðernissinna í Moskvu er ótt- ast að kosningar til neðri deild- ar rússneska þingsins muni ein- kennast af ofbeldi. 49 farast 49 fórust og 33 slösuðust i flug- slysi í Aserbaídsjan. Reuter • • * • • LJOMA VINNIN GSH AFAR 5. DESEMBER 1995 KITCHENAID HRÆRIVÉL Ester Jónsdóttir, Miöengi 23, Selfossi EI.DHÚSVOGIR Sigrún Ásta Gunnarsdóttir, Háhæð 15, Garðabæ Elín Harðardóttir, Klappholti 5, Hafnarfirði SODASTREAM TÆKI Lillý Guðmundsdóttir, Möðrufelli 15, Reykjavík Ingibjörg Snorradóttir, Silfurgötu 9, ísafirði Ástríður Erlendsdóttir, Hraunvegi 8, Ytri-Njarðvík 24 I. AE SAEA AÐ EIGIN VAI.I Guðbjörg Marteinsdóttir, Klapparstíg 4, Njarðvík Hrafnhildur Brynjarsdóttir, Sólvallagötu 46, Keflavík Erla Ragnarsdóttir, Kambaseli 40, Reykjavík Hreiðar Ársælsson, Haukanesi 19, Garðabæ Sóley Sævarsdóttir, Jörundarholti 212, Akranesi Sigurbjörg Sigurjónsdóttir, Stórateigi 29, Mosfellsbær Gyða Ólafsdóttir, Hjarðarhaga 58, Reykjavík Hulda Gunnarsdóttir, Reykjabraut 21, Þorlákshöfn Guðrún Brynjólfsdóttir, Tjarnarmýri 15, Seltjarnarnesi Sigurborg Jónsdóttir, Þorsteinsgötu 9, Borgarnesi VINNINGA MÁ VITJA í SÓL HF., ÞVERHOLTI 19-21, SÍMl 562 6300 « • • • •

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.