Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1995, Page 10
10
MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 1995
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVIK, SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aörar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sfmi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: l'SAFOLDARPRENTSMIÐJA HF.
Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftan/erð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblaö 200 kr. m. vsk.
Ótraustar flugbrautir
Rökstudd hefur verið sú skoðun, að ástand Reykjavík-
urflugvallar sé orðið svo slæmt, að ekki sé hægt að gera
við flugbrautimar, heldur verði að taka þær upp, skipta
um jarðveg í Vatnsmýrinni og leggja alveg nýjar flug-
brautir til þess að tryggja öryggi vaharins.
Ef þetta er rétt, breytast forsendur fyrir framtíð
Reykjavíkurvallar. Álitlegra en áður verður að flytja inn-
anlandsflugið annað hvort á nýjan flugvöll í KapeHu-
hrauni eða sameina það miUHandafluginu á Keflavíkur-
veUi, sem hingað tH hafa verið taldir lakari kostir.
Líklega er ódýrara að ýta upp flugveUi í þurru
KapeUuhrauni heldur en að taka upp afar djúpa og
blauta Vatnsmýri. Og fæst mannvirki við Reykjavíkur-
vöU eru svo varanleg, að mikU eftirsjá sé í þeim. Þar þarf
hvort sem er að reisa ný, ef vöUurinn á að nýtast áfram.
Enn ódýrara er að fjölga mannvirkjum á Keflavíkur-
veUi, svo að þar megi reka innanlandsUug við hlið miUi-
landaflugsins. Sjálfur vöUurinn getur afkastað miklu
meiru en sem nemur fyrirsjáanlegu miUUanda- og innan-
landsflugi. Sá kostur er því orðinn álitlegri en áður.
Hingað tU hefur verið talið, að flutningur innanlands-
flugs tU KeflavíkurvaUar mundi draga úr gUdi og notkun
Uugs í samgöngum innanlands. Þetta sjónarmið er ríkt
hjá ráðamönnum á landsbyggðinni, sem þurfa oft að leita
tU stofnana og fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu.
Ferðatími fólks mundi lengjast í innanlandsflugi, bæði
sjálfar flugleiðimar og ekki síður á landleiðinni tU og frá
flugveUinum, ef flugið flyttist út á Miðnesheiði. Það yrði
líka dýrara í eldsneytisnotkun og sliti flugvéla og bUa og
í vinnutíma starfsfólks á þessum sviðum samgöngumála.
Draga má úr óhagræðinu af brottflutningi innanlands-
flugs frá ReykjavíkurveUi með því að leggja aðra akbraut
tU Suðumesja, svo að leiðin verði að 30 mínútna hrað-
braut í alþjóðlegum skilningi. En það kostar líka pen-
inga, sem verður að taka inn í heUdardæmi málsins.
Svo ber líka að hafa í huga, að brottflutningur mundi
færa Reykjavík nýtt byggingaland íbúða, sem mundi
gera heUdarkostnað íbúa höfuðborgarsvæðisins af ferð-
um innan svæðisins minni en hann væri, ef jafnmikU
byggð yrði þanin út um nálæg holt og nes og dali.
Einnig mundi brottflutningur nánast eyða hættu, sem
fólki stafar af aðflugi yfir fjölmennum svæðum og
minnka hljóðmengun frá flugvélum. Það er raunar afar
óvenjulegt, að flugvöUur skuli vera rekinn nánast í borg-
armiðju og hlýtur að teljast fremur óeðlUegt.
Ef málið er skoðað í heUd, er auðvelt að sjá, að tog-
streita er miUi margs konar raka og hagsmuna. Hingað
tU hefur heUdarniðurstaðan verið sú, að ekki væri skyn-
samlegt að hrófla við núverandi ástandi. En það breytist,
ef hvort sem er þarf að rífa upp ReykjavíkurvöU.
Gott er að hafa þetta í huga, þegar verið er að reikna
út kostnað við stækkun flugstöðvarinnar á Keflavíkur-
veUi vegna hugsanlegrar aðUdar okkar að sameiginleg-
um ytri landamærum Evrópusambandsins. Hugsanlegt
er, að samnýta megi mannvirki tU ýmissa flugþarfa.
Brýnasta verkefnið er að finna, hvort unnt sé að halda
áfram að leysa mál tU bráðabirgða á ReykjavíkurveUi, tU
dæmis með því að leggja slitlag ofan á þær brautir, sem
fyrir eru, eða hvort brautimar séu orðnar svo lélegar, að
ekki sé lengur verjandi að fara þá leið.
Röksemdir hafa hingað tU vegið salt í máli Reykjavík-
urvaUar. Ef nýjar upplýsingar breyta tUvistarforsendum
vaUarins, er nauðsynlegt að taka afleiðingunum.
Jónas Kristjánsson
.
■■
Éfci
wk
Hver er sá að hann geti ekki keypt sér fyrir slikk aðgöngumiða að Vonarsalnum sem er næsti bær við Himna
ríki?
Trú, von og kærleikur
I tímans rás rísa nokkur orð
upp yflr önnur. Þau verða mikil og
voldug af því að á bak við þau er
það sem menn vilja helst hafa sér
til trausts og halds í viðsjálum
heimi. I þeim er ákall og ósk og
bæn, þau eru eins konar hvítigald-
ur.
Ríkjandi viðhorf á hverri
stundu breyta þessum hvítagaldri.
Stundum er blátt áfram skipt um
orð. Enn oftar er skipt um inntak
þeirra, þau verða önnur en þau
voru fyrir skemmstu. Og reiðir
misvel af eftir þvi hvemig tíðar-
andinn blæs.
Hvernig skyldi til dæmis mátt-
ugri þrenningu eins og trú, von og
kærleika vegna á þessum hryss-
ingslegu aldamótaárum? Hvar eru
þau niður komin?
Auglýsingar og lottó
Kærleikann skal fyrst nefna.
Hann er að finna í auglýsingun-
um. Auglýsingar eru hugljúfar
orðsendingar um það að enn eru
þeir til sem vilja gera mennskri
kind gott og frelsa hana undan
illu. Þær eru barmafullar af ails-
endis ófeiminni umhyggju. Um-
hyggju fyrir injúkum bamsrössum
sem aldrei skulu blotna, fyrir kon-
um sem fljúga á mjúkum innleggs-
vængjum yfir tíðahringinn, fyrir
þjónustusælum veitingamönnum
sem gleðja matargesti með
skjannahvítum dúkum, þvegnum í
undursamlegu þvottaefni. Að ekki
sé talað um þá sem munu svala
sinni frelsisþrá í dásamlega lipr-
um, sætismjúkum og drifsterkum
bíl sem kostar svo sem ekki neitt
nú til dags frekar en annað það
sem auglýsingar færa okkur til
yndis.
Vonin er líka auðfundin á líð-
andi stund. Hún er í lottóinu. Það
getur verið að allt annað hafi
brugðist sem mátti bæta þinn hag:
starfsmenntunin og eftirvinnan,
fjárfestingin og markaðsátakið,
húsasölur og pólitísk hrossakaup,
spariféð og eftirlaunin og við blas-
ir atvinnuleysi, auraleysi og allar
aðrar hremmingar. En þá eru góð
ráð hræódýr. Því hver er sá að
Kjallarinn
Árni Bermann
rithöfundur
hann geti ekki keypt sér fyrir
slikk aðgöngumiða að Vonarsaln-
um sem er næsti bær við Himna-
ríki?
Þar sitja þrjú hundruð íslenskir
happdrættismilljónerar, syngjandi
af gleði, lausir úr hverri þreng-
ingu, og hver og einn mun sannar-
lega inn til þeirra ganga ef hann
kaupir miða nógu oft og títt. Enda
sjá þeir kærleiksríku til þess að
ríki vonarinnar stækki og stækki,
það sé dregið á hverjum degi,
tvisvar á dag - og oftar ef menn
eru duglegir við að skafa miða,
hver í sinni sjoppu eða í beinni út-
sendingu hjá Hemma.
Samkeppnin
Það er svo ekki eins auðvelt að
finna trúnni stað í okkar næsta
nágrenni. Ég fór að leita fyrir mér
og hugsaði sem svo: Trú snýst um
þann fasta punkt i tilveranni sem
um verður sagt að hafir þú fundið
hann þá muni þér allt annað veit-
ast. Og ég fæ ekki betur séð en að
sá punktur sem nú verður þyngst-
ur á metum sé niðurkominn hjá
Samkeppnisráði.
Formúla samkeppninnar er
nefnilega hin sanna töfraþula tím-
ans. Fjölmiðlarar og aðrar kjaft-
andi stéttir segja okkur það hund-
rað sinnum á dag að samkeppnin
sé það afl sem leysir vanda og
hnúta og bætir úr böli. Það er hún
sem sker niður útgjöldin og vöru-
verðið og eykur hugvitið og skap-
ar tækifærin og tryggir framfar-
irnar.
Segi einhver að samkeppnin
hafi um leið í for með sér hörku í
samskiptum manna og þrengingar
á vinnumarkaði, hún dæmi menn
„óþarfa“ í stórum stíl, leggi i rúst
borgir og héruð, þá skal hann
heita volaður lúser, sem skilur
ekki að þegar smáleiðindi verða
þá er barasta verið að bæta sam-
keppnisstöðuna. - Og allt gott mun
yður veitast síðar.
Samkeppnistrúin neitar að vita
annað en að í samkeppni græði all-
ir og sigri, auk þess sem hún muni
sýna að íslendingar séu sem þjóð i
A-flokki eins og Björk og Magnús
Ver. Trúin er nú síðast svo mögn-
uð að ráðherrar keppast við að
lofa nýjar sjónvarpsrásir fyrir það
eitt að þær magni samkeppni -
eins þótt þær verði ekki til annars
eri að margfalda framboð á sömu
amerísku lögguþáttunum, sálar-
hnútamyndunum, sömu heilaslett-
unum og apaspilinu sem áður varð
hvort eð var ekki þverfótað fyrir á
okkar enskumælandi tómstunda-
skjá. Árni Bergmann
„Þar sitja þrjú hundruð íslenskir happ-
drættismilljónerar, syngjandi af gleði,
lausir úr hverri þrengingu, og hver og
einn mun sannarlega inn til þeirra ganga
ef hann kaupir miða nógu oft og títt.“
Skoðanir annarra
Ahyggjur af áfengisneyslu
„Áfriengisneysla unglinga er viðvarandi áhyggju-
efni í íslensku samfélagi. Þó hlýtur mönnum að
bregða við þegar sífellt sígur á ógæfuhliðina. Nú era
nýafstaðnar breytingar í skipan áfengismálanna,
þannig að heildsala á áfengi hefur færst út úr
ÁTVR. Þessu frjálsræði fylgja ýmsir viðskiptalegir
kostir umfram gamla kerfið.Frelsi i viðskiptum
með vöra og þjónustu er einfaldlega dagskipun nú-
tímans og óráðlegt að setja traust sitt á að slíkt frelsi
nái ekki til áfengis."
Úr forsytugrein Tímans 5. des.
Orö skulu standa
„Það getur meira en vel veriö að skriflegar for-
sendur skorti til að segja samningum lausum. En er
það virkilega liðin tíð á íslandi, að orð standi og
handsal skipti máli, eða getur það verið að taka eigi
orð stjórnmálamanna af meiri varkárni en annarra
manna og túlka þau í eins víðu samhengi og frekast
er unnt? Félagar okkar í Verkamannasambandinu
eiga hrós skilið fyrir að standa á sínu og hunsa álit
launanefndar. Við hinir eigum að skammast okkar
fyrir ölmusugjöfina."
Reinhold Richter járnsmiður í Alþ.bl. 5. des.
Kynorkumenn Ríkisútvarpsins?
„Helgi Hjörvar spurði eitt sinn í tímaritsgrein
hvort Ríkisútvarpið ætlaði að enda ferO sinn á
„skrípatorgi fíflanna". Leiðin þangað virðist greið.
Þar steyta menn ekki fót sinn við steini. Jafnframt
því er vanrækt að efna heitstrengingu, er útvarps-
ráð samþykkti einróma fyrir rösklega hálfri öld. Að
koma um bókasafni Ríkisútvarpsins. Klámfenginn
þeytingur um landið látinn sitja í fyrirrúmi. Eru
forráðamenn stofnunarinnar svona gífurlegir kyn-
orkumenn, að þeir gefi allt annað upp á bátinn en
rúmfarir? Halda þeir máske að „Heims um ból“ sé
söngur um bólfarir?"
Pétur Pétursson þulur í Mbl. 5. des.