Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1996, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1996, Blaðsíða 26
34 ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 1996 H>V LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR SÍMI 568-8000 STÓRA SVIÐ: ÍSLENSKA MAFÍAN eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson Sýning, fid. 4/1, fáein sæti laus, rauð kort gilda, laud . 6/1 blá kort gilda. LÍNA LANGSOKKUR eftir Astrid Lindgren Sun. 7/1 kl. 14, lau. 13/1 kl. 14, sun. 14/1 kl. 14. LITLA SVIÐ KL. 20: HVAÐ DREYMDI ÞIG, VALENTÍNA? eftir Ljúdmílu Razumovskaju Lau. 6/1, föst. 12/1, lau. 13/1. STÓRA SVIÐ KL. 20: VIÐ BORGUM EKKI, VIÐ BORGUM EKKI eftir Dario Fo Föstud. 5/1. Þú kaupir einn miöa, færð tvol Samstarfsverkefni við Leikfélag Reykjavíkur: Barflugurnar sýna á Leynibarnum kl. 20.30: BAR PAR eftir Jim Cartwright Fös. 5/1, sun. 7/1, föst. 12/1. Fyrir börnin: Línu-ópal, Línu-bolir og Línu-púsluspil. Miðasalan er opin alla daga frá kl. 13-20. auk þess er tekið á móti miðapöntunum í sima 568-8000 alla virka daga. Greiðslukortaþjónusta. Gjafakortin okkar - frábær tækifærisgjöf. Leikfélag Reykjavíkur - Borgarleikhús Faxnúmer 568-0383. ÍSLENSKA ÓPERAN 1 y1111 Sími 551-1475 ORMim 01/RANA Laugard. 6. jan. kl. 21.00. Síðasta sýn. BUTTERFLY Föstud. 19/1 kl. 20. HANS OG GRÉTA Frumsýning laugard. 13/1 kl. 15. Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 15-19, sýningardaga er opið þar til sýning hefst. SÍMI 551-1475, bréfasími 552-7384. GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA nýtt íslenskt ldkrit eftir Kristínu Ómarsdóttur_* mikla hræðilegur ærslaleikur forsýning fim. 4/1, kl. 20.00 frumsýning fös. 5/1, kl. 20.00 2 sýn. lau. 6/1 kl. 20.30 3 sýn. sun. 7/1 kl. 20.30 miðaverð kr.1000 - 1500 miðasalan er opin frá kl. 18 sýningardaea lllllll pöntunarsími: 5610280 ||||||||||||| II allan sólarhringinn iillllliilllll GREIÐSLUKORTAÞJONUSTA Leikhús ÞJÓDLEIKHÚSID STÓRA SVIÐIÐ KL. 20.00: DONJUAN eftir Moliére 4. sýn. fid. 4/1, nokkur sæti laus, 5. sýn. mvd. 10/1, 6. sýn. Id. 13/1. ÞREK OG TÁR eftir Ólaf Hauk Símonarson Ld. 6. jan., örfá sæti laus, föd. 12/1, örfá sæti laus, Id. 20/1. GLERBROT eftlr Arthur Miller 8. sýn. föd. 5. jan., 9. sýn. fid. 11. jan. KARDEMOMMUBÆRINN eftir Thorbjörn Egner Ld. 6/1 kl. 14.00, uppselt, sud. 7/1, kl. 14.00, uppselt, sud. 7/1 kl. 17.00, uppselt, sud. 14/1 kl. 14.00, nokkur sæti laus, sud. 14/1 kl. 17.00. LITLA SVIÐIÐ KL. 20.30: KIRKJUGARÐSKLÚBBURNN Menning Ur Aramótaskaupi Sjónvarpsins a gamlárskvöld. Þingforseti og þingmenn i kjarabarattu. eftir Ivan Mencheil Frumsýning föd. 5/1, uppselt, 2. sýn. sud. 7/1, 3. sýn. fid. 11/1, 4. sýn. Id. 13/1, 5. sýn. sud. 14/1. Gjafakort í leikhús - sígila og skemmtileg gjöf! Að Skaupi loknu... Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13.00-18.00 og fram að sýningu sýningardaga. Einnig símaþjónusta frá kl. 10.00 virka daga. Greiðslukortaþjónusta. Fax: 561 1200 SÍMI MIDASÖLU: 551 1200 SÍMI SKRIFSTOFU: 551 1204 VELKOMIN í ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ! Safnaðarstarf Miðvikudagur 3. janúar Dóm- kirkjan: Hádegisbænir kl. 12.10. Leikið á orgelið frá kl. 12.00. Léttur hádegisverður á kirkjuloftinu á eft- ir. Háteigskirkja: Kvöldbænir og fyrirbænir í dag ki. 18. Langftolts- kirkja: Aftansöngur kl. 18. Seltjarn- arneskirkjá: Kyrrðarstund kl. 12. Söngur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverður í safnaðar- heimilinu. Fimmtudagur 4. janúar Áskirkja: Opið hús fyrir alla aldurs- hópa kl. 14-17. Hallgrímskirkja: Kyrrðarstund kl. 12.00. Léttur há- degisveður á eftir. Iláteigskirkja: Kvöldsöngur með taizé tónlist kl. 21.00. Kyrrð, íhugun, endumæring. Allir hjartanlega velkomnir. Laug- ameskirkja: Kyrrðarstund kl. 12.00. Orgelleikur, altarisganga, fyrirbæn- ir. Léttur málsverður í safnaðar- heimilinu að stundinni lokinni. Föstudagur 5. janúar Langholts- kirkja: Aftansöngur kl. 18. Laugar- neskirkja: Mömmumorgnar kl. 10-12. Hiónaband Þann 3. júní voru gefin saman í hjónaband í Laugarneskirkju af séra Árna Bergi Sigurbjörnssyni Vigdís Marteinsdóttir og Svavar Jóhann Ei- ríksson. Heimili þeirra er að Kirkju- teigi 18, Reykjavík. Ljósm. Lára Long. Það er mál manna að vel hafi tekist til með Áramótaskaupið að þessu sinni. Þáttarins er alltaf beðið með jafn mikilli eftirvænt- ingu og varla sést köttur á ferli á meðan útsendingin stendur yfir. Skaupið var saman sett úr fjöl- mörgum atriðum að venju og víða komið við, enda er uppsetningin nánast hefðbundin og allt að því helgispjöll að hrófla við henni. Efni sjónvarpsins reyndist fyrir- ferðarmikið eins og fyrri daginn, fréttir, auglýsingar og sjónvarps- starfsmenn, og við því er svo sem ekkert nema gott eitt að segja, því að þetta er nú einu sinni áramóta- þáttur sjónvarpsstöðvar. Leik og söng var blandað saman í kabarettformi og það vakti aðdá- un (ekki 1 fyrsta sinn) hvað förð- unarmeistarar og góðir leikarar geta gert ótrúlega hluti þegar kem- ur að því að herma eftir þekktum einstaklingum. í þessu Skaupi sáust nokkur ný andlit, bæði leikara og viðfangs- efna og nýliðarnir gáfu þeim reyndari ekkert eftir. Þetta gaf þættinum ferskan svip og það var gaman að sjá „stjörn- una“ úr Hafnarfjarðarleikhúsinu, Guðlaugu Elísabetu Ólafsdóttur, fara á kostum í lögum Bjarkar Guðmundsdóttur (lokalagið var al- veg frábært) og Halldóru Geir- harðsdóttur hregða sér i hlutverk Jóhönnu Sigurðardóttur. Krata- dúettinn með Jóni Baldvin tókst einkar vel. Og auðvitað vantaði ekki Ladda, Pálma, Gísla Rúnar eða Magnús Ólafsson, sem brugðust ekki aðdáendum sínum og tóku góðar rispur í gamalkunnum gerv- um. Þröstur Leó Gunnarsson, Helga Braga Jónsdóttir, Bergur Ingólfsson og Steinunn Ólína Þor- steinsdóttir reyndust líka liðtæk í ýmsum hlutverkum. Margt var hent á lofti úr frétt- um og atburðir skoðaðir i spé- spegli. Pólitíkusar fengu sinn skammt að venju enda er það nán- ast í þeirra verkahring að leggja Áramótaskaupinu til efni. Fræga fólkið úr skemmtanabransanum slapp ekki heldur. Á nokkrum stöðum var skemmtilega prjónað út frá þekkt- um auglýsingum, t.d. um eðalvagn á Austurvelli, símanúmerabreyt- ingu og stefnumót á síðkvöldi. Sumt af fréttatengda efninu náði sér þó einhvern veginn ekki á flug en það er eins og gengur, ekki get- ur aiit verið jáfn fyndið. Það sem skipti sköpum í þessu Skaupi var að undir öllu saman stóð vel unnið handrit, gaman- samt og ekki alveg innihaldslaust. Söngtextar voru margir hverj- irskemmtilegir. Hraðinn í prógramminu hélst jafn með því að hafa atriðin stutt og draga það ekki á langinn að smella slaufu á þau. Leiklist Auður Eydai Kvikmyndataka var vönduð og öll tæknivinna áberandi fín. Mér sýndist reynt að hafa gam- anið græskulaust aö mestu og vonandi hafa allir getað hlegið með þvl að það er jú tilgangurinn. Áramótaskaup Sjónvarpsins: Leikstjóri: Ágúst Guðmundsson Handrit og söngtextar: Karl Ágúst Úlfsson Tónlist: Óskar Einarson Kvikmyndataka: Páll Reynisson Stjórn upptöku og eftirvinnslu: Hákon Már Oddsson Iðnskólinn í Reykjavík Innritun í kvöldnám Innritað verður í eftirtalið nám 3. og 4. janúar kl. 12.00- 13.00 og 16.00-19.00 á skrifstofu skólans. I. Meistaranám: Boðið er upp á meistaranám í öllum löggiltum iðngreinum. Staðfest afrit af sveinsbréfi fylgi umsókn. II. Öldungadeild: 1. Almenntnám: Bókfærsla Danska Enska Eðlisfræði Efnafræði Félagsfræði Fríhendisteikning Grunnteikning íslenska Ritvinnsla Stærðfræði Tölvufræði Þýska BOK102/173 DAN102/202 ENS102/202/212/303 EÐL103/203 EFN103/203 FÉL102 FHT102 GRT103/203 ÍSL102/202-212/313 VÉL102 — STÆ102/112/122/202/303/323 TÖL102 ÞÝS103 2. Rekstrar- og stjórnunargreinar: Opus Alt Fjármál Markaðsfræði Rekstrarhagfræði Skattaskil Tölvubókhald Lögfræði Verslunarréttur Verkstjórn Stjórnun 3. Grunndeild rafiðna 2. önn 4. Rafeindavirkjun 5. Iðnhönnun 6. Tölvufræðibraut Innritað er gegn gjaldi sem er kr. 2.700 á hverja náms- einingu, þó aldrei hærri upphæð en kr. 21.000. Innritun í einstaka áfanga er með fyrirvara um þátttöku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.