Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1996, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1996, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 1996 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVIK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafraen útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Þrífótur utanríkisvidskipta Evrópusambandið og Evrópska efnahagssvæðið eru eindregið okkar mestu og beztu viðskiptasvæði. Tveir þriðju útflutnings okkar fara þangað og rúmlega tveir þriðju innflutningsins koma þaðan. Þessi sambönd hafa styrkzt við aukna aðild okkar að evrópsku samstarfi. Þegar Vestur-Evrópu sleppir, eru Bandaríkin og Japan okkar beztu viðskiptasvæði. Japan er raimar komið upp fyrir Bandaríkin. 13% útflutnings okkar fara til Japans og 12% til Bandaríkjanna. Aðeins 10% útflutnings okkar fara til annara svæða, en hér hafa verið nefnd. Þetta þýðir, að utanríkisviðskipti okkar eru fyrst og fremst við auðþjóðir heimsins. Það er eðlilegt og gott, því að þær einar hafa ráð á að greiða það verð fyrir afurðir okkar, sem við teljum okkur þurfa að fá. Skynsamlegt er fyrir okkur að rækta ríku samböndin sem bezt. Japan hefur reynzt okkur góður markaður. Þangað fer einkum vara, sem aðrir markaðir vilja ekki eða vilja ekki greiða nógu háu verði. Útflutningurinn til Japan dregur því ekki frá öðrum markaði, heldur er að miklu leyti hrein viðbót við annan útflutning okkar. Japönum líkar ýmis sérhæfð vara, sem er ný í útflutn- ingi. Einkum er það sjávarfang, svo sem loðnuhrogn og ígulker. En svo sérstakur er japanski markaðurinn, að þangað er hægt að selja án útflutningsstyrkja allt það feita hrossakjöt, sem við getum aflað í landinu. Vestur-Evrópa er sjálfvirkur segull, sem dregur til sín utanríkisviðskipti okkar. Við þurfum að hafa fleiri stoð- ir undir útflutningsverzlun okkar. Bandaríkin og Japan eru augljós markaðssvæði okkar utan Evrópu. Við þurf- um að halda áfram að rækta viðskipti við bæði löndin. í því skyni væri gagnlegt að leggja niður fáránlegt sendiráð í Kína og verja peningunum til sendiráðs í Jap- an. Kínverjar eru siðlausir í viðskiptum og beita aflsmun ríkisvaldsins í samskiptum við erlend fyrirtæki, en Jap- anir fara eftir leikreglum viðskiptalífsins. Um Kína gildir í meira mæli en um önnur svæði þriðja heimsins, að þangað er hægt að selja þekkingu á ýmsum sviðum, þar sem við höfum sérhæfingu, svo framarlega sem því fylgir engin áhætta í fjárfestingum, svo sem sýnir dæmið um íslenzku lakkrísverksmiðjuna í Kina. Við eigum ekki að vera að eyða opinberu fé og opinber- um tíma í að magna viðskipti við ríki, sem hvorki geta né vilja borga það, sem við þurfum að fá. Allra sízt eigum við að eyða orku í þá, sem virða ekki leikreglur. Og Kína gengur lengra í því en önnur ríki þriðja heimsins. í löndum á borð við Japan og Bandaríkin höfum við mörgum tugum sinnum meiri markað en við munum nokkru sinni geta notað að fullu. Miklu vitlegra er að verja tíma og fé til að stækka markað okkar í slíkum löndum, sem fara að reglum og borga viðskiptaskuldir. Þegar ferðaglaðir stjórnmálamenn okkar koma úr hóp- ferðum sínum til Kína, fjölyrða þeir mikið um þúsund milljón manna markað í Kína. Við þurfum bara engan þúsund milljón manna markað, því að við ráðum ekki einu sinni við hundrað milljón manna markað. Við eigum að afmarka sölumennsku okkar við svæði, þar sem við getum náð umtalsverðri markaðshlutdeild og góðu verði. Vestur-Evrópa, Bandaríkin og Japan eru samanlagt miklu meira en nógu stór og nógu rík fyrir okkur og verða svo áfram um ófyrirsjáanlegan aldur. Þrífótur utanríkisviðskiptanna er í þremur heimsálf- um. Markaðssvæðin þrjú eigum við að rækta og ekki eyða kröftunum í að reyna að gleypa heiminn. Jónas Kristjánsson Helmingur stjórnarmanna kemur nýr inn, nái listar stjórnar og trúnaðarráðs kjöri. Á myndinni eru þau tfu sem boðin eru fram til stjórnarkjörs á vegum stjórnar og trúnaðarráðs Dagsbrúnar. Forysta Dagsbrúnar Verkamannafélagið Dagsbrún hefur sterka stöðu, enda þótt margvíslegar breytingar hafi orðið á vinnumarkaði. Styrkur Dags- brúnar felst nú sem fyrr í virkum fiöldastuðningi við þá kröfugerð sem borin er fram á vegum félags- ins. Líklega megnar ekkert annað félag að fylla samkomuhús eins og „Austurbæjarbíó" á vinnutíma. I þessari virkni félagsmanna liggur mikill styrkur og Dagsbrún getur hvenær sem er sent sterk skilaboð út í þjóðfélagið. Reynsla og róttæk endurnýjun Kosningar eru fram undan í fé- laginu og nái listi stjórnar og trún- aðarráðs kjöri er ljóst að um rót- tæka endurnýjun verður að ræða á stjórninni. Helmingur hennar kemur nýr inn og með nýju fólki koma breyttar áherslur. Við undirbúning kjörsins hefur komið fram mikill vilji til þess að gera breytingar á lögum Dags- brúnar og breyta starfsháttum á skrifstofu félagsins. Það þarf að verða auðveldara en nú er að breyta lögum og nauðsynlegt er að gefa félagsmönnum tækifæri til að kjósa persónulegri kosningu 'Ctm helstu forystumenn félagsins, svo sem formann, varaformann, gjald- kera og ritara. Þá þarf að búa svo um hnúta að sérstakur skrifstofu- stjóri sjái um rekstur og afgreiðslu á skrifstofu þannig að öðrum starfsmönnum félagsins gefist tóm til þess að sinna samninga- og fé- lagsmálum af fullum þrótti. Þetta framboð markar tímamót og nýja stefnu í störfum félagsins. Hjá okkur fer saman reynsla og róttæk endurnýjun. Við teljum að fjölmargt í starfsemi Dagsbrúnar sé til mikillar fyrirmyndar. Annað þarf að færa til betri vegar og laga Kjallarinn Halldór Björnsson er boðinn fram sem formannsefni Dagsbrúnar. að kröfum tímans. Það sem þó skiptir mestu máli er að móta skýra stefnu í kjarabaráttu Dags- brúnarmanna. Hækkun kauptaxta í stað eingreiðslna Það er athyglisvert að forgöngu- menn þess mótframboðs sem boð- að er í Dagsbrún hafa ekki minnst einu orði á kjarabaráttuna í skrif- um sínum og umsögnum í fjöl- miðlum. Þeir eru með miklar inn- antökur vegna innri mála félags- ins og skirrast ekki við að niður- lægja þá félaga sina sem þeir hyggjast etja kappi við í kosning- um. Þannig er okkur sem stöndum að framboðslistanum, sem stjórn og trúnaðarráð bera fram, líkt við svín, hunda og mýs í þremur blaðagreinum. í hverri nýrri grein virðist koma ný dýrasamlíking. Ég hvet þá sem standa að mót- framboðinu til þess að sýna Dags- brún þann sóma og sjálfum sér þá virðingu að hættta slíkum skrif- um. Kosningabaráttan má gjarnan vera snörp og orðræður hvassar en höldum henni endUega við mál- efni og sómasamlegan málflutn- ing. Það hefur hallað á félög ófag- lærðra í kjarabaráttu síðustu ára. Dagsbrúnarmenn hljóta að velta því fyrir sér hvort ekki sé komið aftur að upphafinu og félagið verði að brjóta kyrrstöðuísinn eitt og óstutt. Dagsbrún hefur barist fyrir taxtahækkunum meðan ein- greiðslupólitíkin hefur verið ráð- andi í samningum ASÍ og VSÍ. Fulltrúi atvinnurekenda sagði fyr- ir nokkrum misserum að það væri ekki í blámóðu framtíðar að bæta kjörin. Við segjum að það sé kom- inn tími til að íslenskt verkafólk búi við sömu kjör og verkafólk annars staðar á Norðurlöndum. Halldór Björnsson „Þetta framboð markar tímamót og nýja stefnu í störfum félagsins. Hjá okkur fer saman reynsla og róttæk endurnýjun. Við teljum að fjölmargt í starfsemi Dagsbrúnar sé til mikiLLar fyrirmyndar.“ Skoðanir annarra Hvaða stefnu? „Hvaða stefnu ætlum við íslendingar að marka okkur inn í framtíðina, sem nú geysist fram með ægihraða á sjömílnaskóm nýrrar tæknibyltingar allt í kringum okkur? Ætlum við að láta eins og framtíð- in komi okkur ekki við? Að hún sé ekki á dagskrá? Að hlutirnir muni reddast einhvern veginn með nýj- um smuguveiðum eða álverum? Ætlum við að sitja aðgerðarlausir hjá meðan veröldin tekur stakka- skiptum allt í kringum okkur? Það væri synd að segja að við hefðum ekki ærna reynslu af einangrun- arstefnu og aðgerðarleysi gagnvart áreiti umheims- ins.“ Jón Baldvin Hannibalsson í Alþbl. 29. des. Verkalýðshreyfing í kreppu „Verkalýðshreyfingin hefur verið í greinilegri kreppu á síðustu árum og átt erfitt með að laga sig að breyttum aðstæðum í þjóðfélaginu. . . . Það hlýt- ur að vera sjálfsögð krafa félaga í stéttarfélagi, sem eru fullgildir félagar og greiða tilskilin félagsgjöld, að þeir geti haft eðlileg áhrif á val forystumanna. Listafyrirkomulagið sem viðhaft er við kosningar er ekki til þess fallið að ýta undir virka þátttöku, hvað þá valddreifingu." Úr forystugrein Mbl. 28. des. Háskólinn sjálfseignarstofnun? „Mér þætti það eðlilegt í sjálfu sér. M.a. tel ég að sjálfseignarformið gæti gefið háskólanum færi á því að taka mun betur á því brýna verkefni sem hann stendur frammi fyrir, en það er nánara samstarf við atvinnulífið. Við í verkalýðshreyfmgunni teljum t.d. mikilvægt að samstarf milli verkalýðshreyfingar og háskóla á sviði rannsókna verði mun riánara en ver- ið hefur, ekki síst þeirra er snúa að samfélagsfræði, heilbrigðisfræði, hagfræði og stjórnunarfræði." Gylfi Arnbjörnsson í Tímanum 29. des.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.