Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1996, Blaðsíða 20
28
t’RIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 1996
íþróttir
NBA-úrslit
Aðfaranótt laugardags:
Atlanta-Golden State 96-117
- Sprewell 32, Smith 22, Armstrong 21.
Charlotte-Portland 102-99
Burrell 20, Rice 18, Gill 16 - Robinson
26, Sabonis 21.
Orlando-LA Clippers 122-98
Shaq 25 -
Washingt.-New York (frl.) 127-120
Howard 27, Pack 25, Webber 19 - Ma-
son 30, Harper 21.
Chicago-Indiana 120-93
Jordan 29, Pippen 23 -
Phoenix-Denver 103-92
Tisdale 26, Barkley 19, Finley 19 -
Seattle-Boston 124-85
Payton 26, Kemp 24, Hawkins 20 - Fox
14.
Sacramento-Philadelphia 117-97
Richmond 20, Williams 18 - Stackhou-
se 22, Weatherspoon 21.
Aðfaranótt gamlársdags:
Utah-LA Lakers 99-82
Malone 24, Homacek 19 -
Cleveland-Portland (frl.) 124-121
Phills 43, Brandon 24 - Strickland 22.
Detroit-Charlotte (frl.) 102-100
Hill 28 - Johnson 38, Gill 20.
Miami-LA Clippers 105-96
Owens 34 - Williams 21.
New Jersey-Golden State 110-120
Gilliam 29 - Mullin 25, Seikaly 23.
Chicago-Atlanta 95-93
Jordan 33, Pippen 23 - Smith 20, Blay-
lock 19.
Dallas-Houston 102-105
Dumas 27 - Olajuwon 35.
SA Spurs-Minnesota 122-84
Elliott 33, Robinson 23 - Rieder 23.
Denver-Philadelphia 108-100
Abdul-Rauf 22, Stith 22 - RufFin 28.
Milwaukee-Washington 87-96
Robison 21 - Legler 19.
Phoenix-Seattle (frl.) 112-123
Barkley 30, Perry 25 - Hawkins 35,
Peyton 24.
Vancouver-Boston 103-95
Edwards 26, Anthony 20 -
Eder sigraði
Elfi Eder sigraði í svigkeppni
kvenna i heimsbikamum á laug-
ardaginn en hún var haldin í
heimalandi hennar, Austurríki.
Marianne Kjörstad frá Noregi
varð önnur og Kristina Anders-
son frá Svíþjóð þriðja.
Miroshina látin
Jelena Miroshina, sem vann
til silfurverðlauna í dýfingum á
ólympíuleikunum í Barcelona og
varð tvisvar Evrópumeistari,
fannst látin framan við ibúðab-
lokk í Moskvu á föstudaginn, 21
árs að aldri. Hún bjó á 9. hæð
blokkarinnar en engar skýringar
hafa verið gefnar á andlátinu.
Edwards útnefndur
Franska iþróttadagblaðið
l’Equipe útnefndi Jonathan Ed-
wards, breska heimsmeistarann
i þrístökki, „meistara meistar-
anna árið 1995“. Edwards stökk
fyrstur manna yfir 18 metra í
þristökki á nýliðnu ári. Hann
varð enn meiri heiðurs aðnjót-
andi á laugardag þegar hann var
sæmdur MBE-orðu breska
heimsveldisins.
Gazzetta valdi tvö
ítalska íþróttadagblaðið Gaz-
zetta dello Sport valdi besta
íþróttamann og bestu íþrótta-
konu ársins 1995.
Fyrir valinu urðu Haile Gebr-
esilasie frá Eþíópíu, heimsmeist-
ari í 10 þúsund metra hlaupi, og
bandaríska hlaupakonan Gwen
Torrence.
Dormagen sigraði
Bæði íslendingaliðin sigruðu í
leikjum sínum um helgina í
þýsku úrvalsdeildinni i hand-
knattleik. Gummersbach, lið Júl-
íusar Jónassonar, sigraði Kiel,
21-20, og Dormagen, lið Kristjáns
Arasonar, lagði Flensburg, 22-17.
Kiel og Massenheim eru efst með
18 stig, Gummersbach er í 4. sæti
með 16 og Dormagen, sem á leik
til góða, er í 12. sæti með 10 stig.
Nick Anderson, hinn snjalli leikmaður Orlando, í baráttu undir körtu LA Clippers um helgina. Loy Vaught er til varn-
ar. Orlando vann stórsigur, sinn 23. í röð á heimavelli. Símamynd Reuter
Lokaleikir ársins 1995 í NBA-deildinni:
Chicago slapp fyrir
horn á heimavelli
Chicago Bulls hélt sigurgöngu
sinni áfram á heimavelli i vetur þeg-
ar liðið lagði Atlanta Hawks að velli
aðfaranótt gamlársdags, 95-93.
Chicago komst þó í hann krappan í
leiknum. Luc Longley skoraði úr
tveimur vítaskotum fyrir Chicago
20 sekúndum fyrir leikslok og það
reyndust vera sigurstigin því Steve
Smith, leikmaður Atlanta, átti þrjú
skot sem öll geiguðu. Michael Jord-
an og Scottie Pippen voru í aðalhlut-
verkum hjá Chicago, Jordan með 33
og Pippen 23, og Chicago hefur unn-
ið alla 15 leiki sína á heimavelli í
vetur.
Sam Cassell tryggði meisturunum
Houston sigur á Dallas þegar hann
skoraði sigu.rkörfuna af löngu faéri
um leið og leiktíminn rann út en
áður hafði Dallas tekist að jafna
metin með 3ja stiga körfu þegar 2,2
sekúndur liföu af leiknum. Hakeem
Olajuwon skoraði 35 stig og þar af 18
í síðasta leikhlutanum.
Seattle vann sinn fimmta sigur í
röð þegar liðið lagði Phoenix í fram-
lengdum leik. Hersey Hawkins skor-
aði 35 stig fyrir Seattle en hjá
Phoenix var Charles Barkley með 30
stig en fékk sína sjöttu villu
skömmu fyrir lok venjulegs leik-
tíma.
Grant Hill var maðurinn á bak
við sigur Detroit á Charlotte í fram-
lengdum leik. Hill skoraði 28 stig og
skoraði 3ja stiga körfu þegar 50 sek-
úndur voru eftir af framlenging-
unni.
Billy Owens átti mjög góðan leik
þegar Miami lagði LA Clippers. Ow-
ens skoraði 34 stig, tók 10 fráköst og
átti 4 stoðsendingar. Bimbo Coles
var góður á lokasprettinum og skor-
aði 7 stig fyrir Miami á 2 mínútum.
New Jerseý tapaði fiórða leik sín-
um í röð á heimavelli þegar liðið
fékk Golden State í heimsókn. Chris
Mullin var stigahæstur hjá Golden
State með 25 stig. Armon Gilliam
var með 29 stig fyrir New Jersey.
Framlengja þurfti leik Cleveland
og Portland í tvígang til að fá úrslit.
Bobby Phills átti stórleik fyrir
Cleveland'og skoraði 42 stig.
Sean Elliott skoraði sjö 3ja stiga
körfur þegar San Antonio Spurs ger-
sigraði Minnesota með 38 stig mun.
Þetta var níundi sigurleikur SA
Spurs á Minnesota sem var að tapa
sínum 8. leik af síðustu níu.
Karl Malone skoraði 24 stig fyrir
Utah Jazz og komst þar með upp fyr-
ir 22.000 stiga múrinn í NBA.
Malone hefur skorað 22.002 stig í
deildinni og er í 14. sæti yfir stiga-
hæstu leikmenn frá upphafi.
Óvæntur sigur
hjá Washington
Fæstir áttu von á þvi að Was-
hington tækist að sigra New York
aðfaranótt laugardagsins. Was-
hington hafði tapað 15 sinnum í röð
gegn New York og aðeins unnið eina
af síðustu 22 viðureignum félag-
anna. En Washington tókst það eftir
framlengingu, 127-120. Það var Ro-
bert Pack sem tryggði Washington
þennan merka sigur með þvi að
skora úr 9 vítaskotum af 10 á síð-
ustu 40 sekúndum framlengingar-
innar.
Patrick Ewing lék ekki með New
York en hann meiddist á ökkla i leik
gegn Cleveland kvöldið áður. Chris
Webber, sem er nýbyijaður að leika
með Washington eftir slæm meiðsli
á öxl, fór af velli í framlengingunni
þegar hann féll á sömu öxlina en
meiðslin reyndust ekki alvarleg.
Chicago hefndi fyrir ósigurinn
gegn Indiana fyrr í vikunni og vann
27 stiga sigur í viðureign liðanna.
„Það var fyrst og fremst góð vörn
sem tryggði okkur sigurinn," sagði
Michael Jordan sem skoraði 29 stig
fyrir Chicago.
Boston fékk sinn versta skell í
tæp 30 ár, tapaði með 39 stiga mun
fyrir Seattle, 124-85, og skotnýting
liðsins var 33 prósent.
Orlando vann sinn 23. heimaleik í
röð, nú gegn Clippers, og Shaquille
O’Neal skoraði 25 stig og tók 10 frá-
köst.
-GH/VS
Körfubolti:
Gefa okkur byr
undir báða vængi
DV, Akranesi:
„Leikurinn einkenndist af því
að menn voru orðnir leiðir á að
spila hver við annan. Við spiluð-
um af skynsemi í seinni hálfleik
og hittum vel úr þriggja stiga
skotunum og það var mjög
ánægjulegt að sigra í öllum
þremur leikjunum. Þessir leikir
gefa okkur byr undir báða vængi
fyrir Evrópukeppnina í vor,“
sagði Jón Kr. Gíslason, þjálfari
íslenska landsliðsins í köfuknatt-
leik, við DV eftir sigur á Eistum,
87-80, í þriðja landsleik þjóðana
á jafnmörgum dögum á Akranesi
á föstudagskvöldið.
Guðmundur Bragason og Teit-
ur Örlygsson fóru fyrir íslenska
liðinu og góður leikur þeirra I
síðari hálfleik, þar sem þeir
skoruðu 34 af 44 stigum liðsins
tryggðu íslendingunum sigur.
-DÓ
Ísland-Eistland
(40-36) 87-80
8-12, 16-25, 27-27, 31-31 (40-36),
44-42, 53^46, 60-57, 81-77,87-80.
Stig íslands: Guðmundur Braga-
son 26, Teitur Örlygsson 24, Guðjón
Skúlason 14, Hermann Hauksson 7,
Hinrik Gunnarsson 6, Hjörtur Harð-
arson 5, Jón Amar Ingvarsson 3, Fal-
ur Haðarson 2.
Stig Eistlands: Klavnukk 27,
Saksakulum 14, Kandimaa 9, Luvak 9,
Kábin 9, Varblame 8, Seli 2, Renter 2.
Fráköst: ísland 41, Eistland 41.
3ja stiga körfur: ísland 8, Eistland
4.
Dómarar: Kristinn Albertsson og
Atsu Matsolo, góðir.
Áhorfendur: 150.
Maður leiksins: Guðmundur
Bragason.
Naumt tap hjá
stúlkunum
DV, Akranesi:
„Við hljótum að hafa lært eitt-
hvað af leikjunum tveimur á
undan fyrst við stóðum okkur
svo vel í síðasta leiknum. Það
býr mikið í þessu liði og það á
eftir að verða betra seinna
meir,“ sagði Sigurður Ingimund-
arson, þjálfari islenska kvenna-
landsliðsins í körfuknattleik, við
DV eftir að liðið hafði tapað með
tveggja stiga mun, 58-60, fyrir
Eistlandi á Akranesi á föstudags-
kvöldið.
íslensku stúlkurnar komu
mjög ákveðnar til leiks og ætl-
uðu ekki að láta þær eistnesku
endurtaka það sem gerðist í fyrri
tveim leikunum en þær unnu
stóran sigur. Leikurinn var mjög
jafn og tókst eistnesku stúlkun-
um að inbyrða sigur á lokasek-
úndunum.
Anna María Sveinsdóttir var
best í íslenska liðinu og skoraði
20 stig. Linda Stefánsdóttir átti
einnig góðan leik en hún skoraði
10 stig og Björg Hafsteinsdóttir
var með 13 stig.
-DÓ
Knattspyrna:
Sigur á Belgum
og tap gegn
Grikkjum
íslenska U-17 ára landsliðið í
knattspyrnu lék tvo leiki um
helgina á sex landa mótinu í
ísrael. Fyrri leikurinn var gegn
Belgum og sigruðu íslensku
strákamir, 2-1. Belgar skoruðu
fyrsta markið en Haukur Hauks-
son jafnaði metin og Ámi Ingi
Pjetursson skoraði sigurmarkið
úr vítaspyrnu. Á gamlársdag töp-
uðu svo íslendingar fyrir Grikkj-
um, 0-1.
í dag leikur íslenska liðið gegn
Ungverjum og gegn ísraelsmönn-
um í síðasta leik sínum á
fimmtudaginn.
-GH