Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1996, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1996, Blaðsíða 21
ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 1996 Fréttir Kirkjulóöin í Keflavík: Úrskuröur biskups kærður - dóms- og kirkjumálaráðuneyti mun skoða kæruna DV, Suðurnesjum: Nokkrir menn í Keflavíkursókn, sem eru í áhugahópi um vemdun kirkjulóðarinnar í Keílavik, hafa kært úrskurð biskups íslands til dóms- og kirkjumálaráðherra um lögmæti atkvæðagreiöslu í Keflavík- ursókn 26. febrúar í ár um byggingu safnaðarheimilisins á lóðinni. I at- kvæðagreiðslu var samþykkt ný til- laga sóknarnefndar með 295 atkvæð- um gegn 190. Á kjörskrá voru 5400. Kærendur lögðu fram kærur 28. febrúar og 2. mars til yfirkjörstjóm- ar Kjalamesprófastsdæmis og gerðu þar kröfu um að kosning aðalsafh- aðarfundar um hina nýju tillögu að byggingu safnaðarheimilisins yrði ógilt vegna annmarka á undirbún- ingi og skipulagi. Af hálfu kærenda er fullyrt að sumum kjósenda hafi verið hleypt inn á kjörfund eftir lok- un en öðmm ekki. Þeir segja að 300 manns hafi beðið fyrir utan Kirkju- lund í Keflavík í slæmu veðri, roki og slyddu. Kærendur vita um marga sem þurftu að hverfa frá vegna veð- ursins. Kærendur segjast vita um einstaklinga sem geta borið vitni. Einnig hafa kærendur myndband og þar má sjá ringulreið við atkvæða- greiðsluna og aðstæður á kjörfundi. Yfírkjörstjórn Kjalarnesprófasts- dæmis komst að þeirri niðurstöðu 16. mars að atkvæðagreiðslan hafi farið fram á lögmætan hátt. Biskup íslands staðfesti síðan að ákvörðun yfírkjörstjómar skuli standa. Deila þessi hófst í febrúarmánuði 1992. Embætti Þorsteins Pálssonar dóms- og kirkjumálaráðherra mun taka kæru kærenda til skoðunar. -ÆMK ...Einn á dag Línurnar í lag... Megrunarplásturinn sem sló öll met hjá Sjónvarpsmarkaðinum nú fáanlegur beint. 4 VIKNA PKN KR. 2.490 8 VIKNA PKN KR. 4.490 TÍTANhf Lágmúla 7-108 Reykjavík Sími 581 4077 - Fax 581 3977 Frí heimsending um allt land ef greitt er með VISA/EURO TITANhf Jlido GYM Davíð Jónsson, búfjárfræðingur frá Noregi, hefur þýtt norskt tölvuforrit á íslensku og er að markaðssetja það hér á landi. Forritið er gott tii leiðbeiningar við fóðrun hrossa, að hans sögn. DV-mynd GVA ÓlafsQörður: Konur í Rótaryklúbbnum DV, Ólafsfirði: Rótaryklúbbur Ólafsfjarðar, sem í 40 ár hefur í raun verið lokað karla- veldi, gerði í síðustu viku róttæka breytingu á starfsemi sinni; - sam- þykkti að leyfa konum inngöngu í klúbbinn. Þar með er klúbburinn sá fimmti á landinu - af 26 - sem sam- þykkir þessa breytingu. Rótaryklúbbur Ólafsfjarðar hefur löngum tekið virkan þátt í nem- endaskiptum, sérstakalega við Ástr- alíu, og hefur verið einn virkasti klúbbur landsins á því sviði. Þá hef- ur klúbburinn tekið að sér lýsingu á kirkjugarðinum yfir jólahátíðina. Nýtt tölvuforrit leiðbeinir við fóðrun hrossa „Þetta forrit er hægt að nota til leiðbeiningar við fóðrun hrossa, til að fylgjast með verðlagningu á fóðr- inu og jafnvel að fylgjast með vexti unghrossa og hryssum sem eru komnar að köstun. Með því að slá inn nafn hrossins, þyngd, fæðingar- ár og þjálfunarstig og velja um fóð- urtegund reiknar forritið út fóður- þörfina,“ segir Davíð Jónsson, bú- fjárfræðingur frá Noregi, en hann hefur þýtt norskt tölvuforrit á ís- lensku og ætlar að markaðssetja hér á landi. Norska forritið hefur verið notað í nokkur ár á landbúnaðarháskólan- um að Ási í Noregi og reynst þar ágætlega, að sögn Davíðs, en það voru einmitt tveir Norðmenn, dýra- læknir og fóðurfræðingur, sem hönnuðu forritið. Þá notaði kennari við Bændaskólann að Hvanneyri norsku gerðina af forritinu í fyrra. „Forritið sýnir hvort þörfm pass- ar við það sem ætlunin er að gefa hrossinu, öll steinefni og vítamín. Það sýnir líka fóðurkostnað á dag. Með þessu móti geta hrossaeigend- ur oröiö meðvitaðri um hvað þeir eru að kaupa og hugsanlega sparað peninga, til dæmis með því að minnka hey og auka fóðurbæti," segir hann. Davíð segir aö með forritinu geti eigendur hrossa gert fóðuráætlun fyrir allan veturinn, fylgst með fóðr- uninni og endurmetið áætlunina reglulega. „Auðvitað er ekki hægt að forrita hrossin. Þau þurfa mismikið af fóðri en auðvitað er hægt að styðj- ast við forritið við fóðurgjöf,“ segir hann. -GHS -fyrir unga sem aldna VERTU VEL VIRKUR Í VETUR 0G BJÓDDU ÖLLU BIRGINN. HJÁ 0KKUR FÆRÐU FÍNT F0RM 0G FL0TTAR LÍNUR FYRIR FÁEINAR KRÓNUR. -. eð Trimlorm helur náðst mjög góöur árangur til | ningar.aHtaðlOsmi mitti ettir tíu tsna i lun. f baráttunni við QeiuBte" (appeisínuhúð) tietur náðst mjög góður árangur mað Trimlorm. Trlmform er mjög gott tii þe8s að þjálta upp aBa vöðva líkamans, s.s. magavöðva, iæri, handloggsvöðva o.lL Aflt. Við bjóðum ókeypis pru- futíma. Komið og prófið því þið sjáið árangur strax. Einnlg hölum við náð mjög goðinn arangri við vöðvabol- gu og þvagleka. Við orum læroar i ramuuui. Hrmgio og fálð nánari upplýslngar um Trimform í síma Í53 3818. TRIMFORM Grensásvegi 50, síml 668 8818. Berglindar p ÞREKSTIGAR — FULLKOMIN LfKAMSRÆKT — JUDO — JIU-JITSU — sjAlfsvörn — TAEKWONDO ÞJÁLFARI: MICHAEL JORGENSEN, 4. DAN — FITUBRENN8LA L- rAðqjöf um mataræði ... og svo á eftir - Ijós og sauna láttu sjá þig semfyrst Landsvirkjun: Hlutur Akureyr- arbæjar falur ef kaupandi finnst DV, Akureyri: „Meirihlutinn í bæjarstjórn er opinn fyrir því að selja eignarhlut bæjarins í Landsvirkjun og raun- ar er það stefna meirihlutans ef kaupandi finnst," segir Gísli Bragi Hjartarson, bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins í meirihluta bæj- arstjómar Akureyrar. Akureyrarbær á 5% eignarhlut í Landsvirkjun, Reykjavíkurborg 45% og ríkiö 50%. „Ég vil halda því fram að eignarhlutur bæjarins í þessu fyrirtæki sé upp á einn og hálfan milljarö króna en menn hafa fengið ýmsar útkomur úr því dæmi eftir því hvemig er reiknað. Okkar hagur af aö eiga þennan hlut er fyrst og fremst sá aö við fáum aöeins hagstæðara heild- söluverð á raforkunni frá Lands- virkjun en flestir aðrir. Ég held að það sé um 5% lægra en þrátt fyrir það erum við opnir fyrir sölu á þessum hlut okkar,“ segir Gísli Bragi. -gk HEILSURÆKTARBOMBA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.