Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1996, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1996, Blaðsíða 18
26 ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 1996 *■ Íþróttir England Úrvalsdeild Laugardagur: Arsenal-Wimbledon 1-3 1-0 Wright (37.), 1-1 Earle (38.), 1-2 Holdsworth (50.), 1-3 Earle (67.) Blackburn-Tottenham 2-1 1-0 Marker (31.), 2-0 Shearer (41.), 2-1 Sheringham (53.) Bolton-Coventry 1-2 1-0 McGinlay (16.), 1-1 Whelan (44.), 1-2 Salako (90.) Chelsea-Liverpool 2-2 1- 0 Spencer (9.), 1-1 McManaman (33.), 2- 1 Spencer (45.), 2-2 McManaman (76.) Everton-Leeds 2-0 1-0 sjálfsmark (6.), 2-0 Kantsjelskis (51.) Manch.Utd-Q.P.R. 2-1 1-0 Cole (44.), Giggs (52.), 2-1 Dichio (68.) Nott.For.-Middlesbro 1-0 1-0 Pearce (8.) Aston Villa-Sheff. Wed frestað Southampton-Man. City frestaö West Ham-Newcastle frestað Nýársdagur: Coventry-Southampton 1-1 0-1 Heaney (64.), 1-1 Whelan (83.) Leeds-Blackburn 0-0 Liverpool-Nott. For 4-2 0-1 Stone (13.), 0-2 Woan (18.), 1-2 Fowler (31.), 2-2 Fowler (41.), 3-2 Collymore (62.), 4-2 sjálfsmark (86.) Manch. City-West Ham 2-1 1-0 Quinn (21.), 1-1 Dowie (75.), 2-1 Quinn (78.) Middlesbro-Aston Villa 0-2 0-1 Wright (21.), 0-2 Johnson (40.) Sheff. Wed.-Bolton 4-2 1-0 Kovacevic (22.), 2-0 Kovacevic (45.), 2-1 Curcic (51.), 3-1 Hirst (54.), 4-1 Hirst (54.), 4-2 Taggart (77.) Tottenham-Manch. Utd 4-1 1-0 Sheringham (35.), 1-1 Cole (36.), 2-1 Campbell (45.), 3-1 Armstrong (48.), 4-1 Armstrong (66.) Wimbledon-Everton 2-3 0-1 Ebbrell (1.), 0-2 Ferguson (23.), 0-3 Ferguson (25.), 1-3 Holdsworth (54.) 2-3 Ekoku (72.) Newcastle 20 14 3 3 40-18 45 Manch. Utd 22 12 5 5 41-27 41 Liverpool 21 11 5 5 40-20 38 Tottenham 22 10 8 4 31-22 38 Aston Villa 20 10 5 5 27-15 35 Arsenal 21 9 7 5 28-18 34 Nott. For 21 8 10 3 32-31 34 Middlesbro 22 9 6 7 23-21 33 Everton 22 9 5 8 32-24 32 Blackburn 22 9 5 8 33-26 32 Leeds 21 9 5 7 28-27 32 Chelsea 21 7 8 6 21-23 29 Sheff. Wed 21 6 7 8 32-32 25 West Ham 20 6 5 9 22-30 23 Wimbledon 22 5 6 11 31-44 21 Southampt. 21 4 8 9 20-31 20 Coventry 21 4 7 10 28-43 19 Man.City 21 5 4 12 12-31 19 Q.P.R. 21 5 3 13 16-31 18 Bolton 22 2 4 16 21-44 10 1. deiid: Laugardagur: Huddersfield-Stoke 1-1 Norwich-Reading 3-3 Wolves-Portsmouth 2-2 Nýársdagur: Derby-Norwich 2-1 Grimsby-Huddersfield 1-1 Ipswich-Port Vale 5-1 Millwall-Leicester 1-1 Portsmouth-Cr.Palace 2-3 Reading-Tranmere 1-0 Southend-Barnsley 0-0 Derby 25 13 7 5 41-29 46 Charlton 24 10 9 5 31-24 39 Leicester 24 10 8 6 40-35 38 Huddersfld 26 10 8 8 36-32 38 Birmingh. 24 10 8 6 34-30 38 Sunderland 22 10 8 4 30-19 38 Southend 25 10 8 7 28-28 38 Grimsby 24 9 10 5 30-27 37 Stoke 25 9 9 7 36-32 36 Millwall 25 9 9 7 26-30 36 Norwich 26 9 8 9 38-33 35 Ipswich 24 8 9 7 44-36 33 Tranmere 23 9 6 8 34-26 33 Barnsley '25 8 9 8 33-41 33 Cr. Palace 23 8 8 7 30-31 32 Oldham 24 7 10 7 34-28 31 Portsmouth 26 7 8 11 40-43 29 Reading 24 6 10 8 31-33 28 Port Vale 25 6 8 11 30-38 26 Wolves 24 5 9 10 30-36 24 W.B.A. 24 7 3 14 2641 24 Watford 23 5 9 9 27-30 24 Sheff. Utd 24 5 6 13 31-43 21 Luton 23 4 7 12 19-36 19 DV Enska knattspyrnan um áramótin: Tottenham fór illa með United - skellti Man. Utd, 4-1, og staða Newcastle styrktist á ný Stuart Nethercott og Teddy Sheringham, leikmenn Tottenham, í baráttu við Frakkann William Prunier sem er í iáni hjá Manchester United frá Bordeaux. Símamynd Reuter Tottenham lék Manchester United grátt í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi þegar liðin mættust á White Hart Lane í London. United átti möguleika á að minnka forskot Newcastle í deildinni niður í eitt stig en leikmenn Tottenham voru á öðru máli og unnu stórsigur, 4-1. Newcastle mætir Arsenal í kvöld og getur náð sjö stiga forystu á ný. Teddy Sheringham kom Totten- ham yfir en Andy Cole jafnaði í næstu sókn með fjórða marki sínu í jafnmörgum leikjum. Varnarmaður- inn Sol Campbell skoraði fyrir Tott- enham í lok fyrri hálfleiks, 2-1, og Chris Armstrong hóf seinni hálfleik- inn á marki. Armstrong skoraði síð- an aftur og glæsilegur sigur Totten- ham var staðreynd. Aston Villa vann mikUvægan sig- ur í Middlesbrough, 0-2, með mörk- um frá Alan Wright og Tommy Johnson. Boro tapaði þar með öðru sinni um áramótin. Collymore sterkur gegn Forest Robbie Fowler og Stan Collymore afgreiddu Nottingham Forest sem komst í 0-2 á Anfield í Liverpool eft- ir aðeins 18 mínútur. Fowler jafnaði með tveimur mörkum fyrir hlé, eft- ir sendingar frá Collymore, sem síð- an skoraði sjálfur, 3-2, og átti fyrir- gjöf í lokin sem leiddi af sér sjálfs- mark, 4-2. Fowler hefur nú gert 7 mörk í síðustu þremur heimaleikj- um Liverpool. West Ham með yngsta leikmann deildarinnar West Ham tefldi fram yngsta leik- manninum í sögu úrvalsdeildarinn- ar, markverðinum Neil Finn, sem varð 17 ára um jólin. Niall Quinn skoraði tvívegis hjá honum og Man- chester City vann, 2-1. Harry RedA knapp, stjóri West Ham, gagnrýndi stjórn úrvalsdeildarinnar harkalega fyrir að heimila ekki félaginu að kaupa markvörð fyrir leikinn. Báðir aðalmarkverðir West Ham eru meiddir og hinn ungi Finn er ekki heldur alheill. Ferguson frískur eftir fangelsisdvölina Duncan Ferguson er greinilega endurnærður eftir fangelsisdvölina því hann skoraði tvö marka Everton í 2-3 sigri á Wimbledon í London. Darko Kovacevic, annar nýju Júgóslavanna hjá Sheffield Wednes- day, skoraði tvívegis í öruggum 4-2 sigri á botnliði Bolton og David Hirst gerði hin tvö. Noel Whelan skoraði sitt þriðja mark í fjórum leikjum með Co- ventry. Hann lék á sex leikmenn Southampton áður en hann jafnaði, 1-1, rétt fyrir leikslok. Shearer fyrstur í eitt hundrað mörkin Newcastle gat ekki leikið gegn West Ham á laugardag vegna slæmra vallarskilyrða á Upton Park. Manchester United nýtti sér það með því að vinna QPR, 2-1, með mörkum frá Andy Cole og Ryan Giggs. Peter Schmeichel, markvörð- ur United, gaf siðan QPR mark þeg- ar hann sendi boltann beint á Danny Dichio sem þakkaði fyrir sig með því að skora auðveldlega. Alan Shearer skoraði sitt 100. mark fyrir Blackburn í úrvalsdeild- inni þegar liðið vann Tottenham, 2-1, og varð fyrstur leikmanna til þess síðan deildin var stofnuð. She- arer hefur skorað í öllum 11 heima- leikjum meistaranna i vetur. Klaufalegt tap hjá Bolton Guðni Bergsson hóf að taka út þriggja leikja bann þegar Bolton mætti Coventry í uppgjöri botniið- anna. Bolton tapaði á dæmigerðan hátt þegar John Salako skoraði úr vítaspymu á lokamínútunni, 1-2. Markvörður liðsins átti alla sök á markinu því hann reyndi að leika á leikmann Coventry að ástæðulausu og felldi hann síðan. Liverpool komst í þriðja sæti með 2-2 jafntefli gegn Chelsea i London og þar jafnaði Steve McManaman tvívegis fyrir gestina. John Spencer kom Chelsea tvisvar yfir. Skellur hjá Arsenal Dennis Bergkamp lék með Arsenal á ný eftir meiðsli en samt tapaði liðið óvænt heima fyrir Wimbledon, 1-3. Tony Adams og Steve Bould léku ekki i vörn Arsenal og Robbie Earle nýtti sér það og skoraði tvívegis. Stuart Pearce tryggði Nottingham Forest 1-0 sigur á Middlesbro með marki úr vitaspyrnu. Everton lék lengi með 10 menn gegn Leeds eftir að fyrirliðinn Dave Watson var rekinn af velli en sigr- aði samt, 2-0. Aðeins 12 leikir voru spilaðir í allri ensku deildakeppninni á laug- ardag vegna slæmra vallarskilyrða, þar af 7 í úrvalsdeildinni, en flest liðin þar eru með upphitaða velii. í gær var hægt að leika alla leiki í úr- valsdeildinni en nær öllu var frestað í neðri deildunum. -VS Rangers skoraði 7 Rangers burstaði Hibernian, 7-0, í eina leiknum í skosku úr- valsdeildinni á laugardaginn. Gordon Durie skoraði fjögur markanna og Paul Gascoigne, besti maður vallarins, gerði eitt eftir frábæran einleik frá eigin vallarheimingi. Hibernian vann síðan granna sína í Hearts i gær, 2-1, en öllum öðrum ieikjum um áramótin var frestað. Nígería hætti við Nígeríumenn tilkynntu á laug- ardaginn að þeir myndu ekki mæta til leiks í úrslitakeppni Afríkumóts landsliða I knatt- spyrnu sem fram fer í Suður-Afr- íku í þessum mánuði. Morðhótanir íþróttamálaráðherra Nígeríu sagði að morðhótanir hefðu borist og yfirvöld í Suður-Afríku gætu ekki tryggt öryggi leik- manna liðsins í landinu. Níu menn voru fyrir skömmu líflátn- ir í Nígeríu af pólitískum ástæð- um og því hefur verið mótmælt víða um heim, ekki síst í Suður- Afríku. Rush heiðraður Ian Rush, hinn gamálkunni leikmaður með Liverpool og velska landsliðinu, hlaut MBE- orðu breska heimsveldisins á laugardaginn, einn af fimm breskum íþróttamönnum sem urðu þess heiðurs aðnjótandi í þetta sinn. Cryuff þjálfari íra? Johan Cryuff, þjálfari Barc- elona á Spáni, er einn þeirra sem hefur verið orðaður við þjálfara- stöðuna hjá írska landsliðinu. Aðrir sem hafa verið nefndir í þessu sambandi eru Mick McCarthy, Joe Kinnear og Kenny Dalglish. Breskir veð- bankar gera sér mat úr þessu og líkurnar á að Cryuff verði næsti þjálfari eru 4:1. Daglish og Kinn- ear eru með sömu líkur en veð- bankar tippa á McCarthy en lík- urnar hjá honum eru 6:4. Robson refsað Bryan Robson, framkvæmda- stjóri Middlesbrough, á yfir höfði sér refsingu frá enska knattspyrnusambandinu fyrir að sýna íþróttinni óvirðingu. Rob- son hellti sér yfir dómarann eftir tapleik gegn Blackburn þann 17. desember, ásamt tveimur leik- mönnum sínum, Nigel Pearson og Neil Cox, sem einnig eiga refs- ingu yfir höfði sér. Shearer rólegur Markakóngurinn Alan She- arer var rólegur yfir 100. marki sínu fyrir Blackburn á laugar- daginn. „Auðvitað er ég ánægður en stigin þrjú skipta meira máii en þetta mark. Ég tel ekki mörk- in mín, ég sá það bara i blöðun- um að ég væri búinn að skora i öllum heimaleikjunum," sagði Shearer, sem var fyrirliði gegn Tottenham í staðinn fyrir Tim Sherwood, sem var meiddur. Ríkharður Daðason í KR Ríkharður Daðason knatt- spymumaður er genginn í raðir KR frá Fram og skrifaöi hann und- ir tveggja ára samning við vestur- bæjarliðið um helgina. Ríkharður er 24 ára gamall sóknarmaður. Hann hefur leikið allan sinn feril með Fram og á að baki 101 leik með Fram í 1. deild og hefur skorað 30 mörk i þeim leikjum. Þá hefur hann leikið 3 A- landsleiki, auk þess sem hann hef- ur leikið með öllum yngri landslið- unum. „Það var auðvitað erfitt að yfir- gefa Fram en þetta var það sem ég taldi réttast í stöðunni fyrir mig knattspymulega séð og ég stend og fell með þessari ákvörðun. Það er spennandi verkefni sem ég tekst á við með því að ganga til liðs við KR. Það eru góðir leikmenn í hverri stöðu og rúmlega það og maður verður að byrja á því að vinna sér sæti í liðinu,“ sagði Rík- harður í spjalli við DV í gær. Ríkharður er við nám í Banda- ríkjunum og heldur utan 11. janú- ar. Hann segist svo reikna með að koma heim aftur í kringum 10. maí. „Ég held að ég verði kannski ekki í toppformi þegar ég kem heim en það mætir skilningi og ég hef rætt þessi mál við Lúkas Kost- ic þjálfara. Ég mun reyna að gera mitt besta og ég held að það taki ekki langan tíma að komast á sama ról og aðrir leikmenn liðs- ins,“ sagði Ríkharður. Ríkharður er sjötti leikmaður- inn sem gengur úr röðum Framara en eins og kunnugt er féll liðið í 2. deild í haust. Auk Ríkharðar er Birkir Kristinsson farinn til norska liðsins Brann, Kristján Jónsson til Elfsborg í Svíþjóð, Pét- ur H. Marteinsson til Hammarby í Svíþjóð, Nökkvi Sveinsson til ÍBV og Atli Hðlgason til Vikings. -GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.