Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1996, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1996, Blaðsíða 6
LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1996 JjV Tsjetsjensku uppreisnarmennirnir enn viö landamærin: Leystu átta konur og börn úr haldi Uppreisnarmenn frá Tsjetsjeníu, sem rússneskar hersveitir hafa um- kringt í þorpi við landamæri Dagestans og Tsjetsjeníu, leystu átta af um tvö hundruð gíslum sínum úr haldi í gær, konur og börn. Alexander Míkhaílov hershöfð- ingi, talsmaður rússnesku hersveit- anna sem umkringja þorpið Per- vomajskaja, sagði að í hópnum hefðu verið íjórar konur, þijú böm og einn táningur. Hann sagði ekki hvort samið hefði verið við mann- ræningjana. Blaðamenn á staðnum sáu gísl- ana ekki en Míkhaíiov sagði að þeir hefðu verið fluttir í varðstöð hers- ins. „Við viljum fá hina gíslana lausa og við viljum ekki að neinar upplýs- ingar berist út sem gætu komið í veg fyrir það,“ sagði Míkhaílov við fréttamenn utan við Pervomajskaja. Samningamenn reyna hvað þeir geta að fá alla gíslana leysta úr haldi en nokkur svartsýni ríkir meðal þeirra um að það gangi. Uppreisnar- mennimir kreijast þess að fá að fara aftur inn til Tsjetsjeníu og hafa beð- ið um að fá þekkta rússneska þing- menn, blaðamenn og fulltrúa mann- úðarstofnana til að fylgja sér. Sérfræðingar í baráttunni gegn hryðjuverkamönnum sögðu í gær að tíminn væri hugsanlega að renna út fyrir tsjetsjensku uppreisnar- Rússneskur hermaður fylgist með óbreyttum borgurum sem hafa safnast saman við varðstöð hersins þar sem samningamenn reyna að fá gísla tsjetsjensku uppreisnarmannanna lausa. Símamynd Reuter Mitterrand valdi dánardægrið Afeitrun er ekki lækning á áfengisfíkninni Afeitrunarmeðferð sem mjög víöa er notuð í baráttunni gegn áfengissýki og eiturlyfjafíkn læknar ekki fiknina. Þetta kemur fram í grein sem ástralskir læknar skrifa í nýjasta hefti breska lækna- blaðsins Lancet. Þar segir að meirihluti alkóhólista og eitur- fikla sem gangast undir afeitr- unarmeðferð muni halla sér að fyrri iðju fái þeir ekki annars konar meðferð i bland. Læknamir segja að mörg lönd byggi meðhöndlun sína á alkóhólistum og eiturlyfjasjúk- lingum á afeitrun en það sé á misskilningi byggt að slíkt sé lækning. Major hafnar hægriráðlegg- ingum Thatcher John Major, for- sætisráð- herra Bret- lands, magn- aði óeining- areldana inn- an íhalds- flokksins í gær þegar hann hafnaði alfarið þeim ráðleggingum Margaretar Thatcher, fyrirrennara sins, að taka upp hægristefnu hennar að nýju. Thatcher lagði þetta til í hvassyrtri ræðu sem hún hélt á fimmtudag, fyrstu stóru ræðu sinni um innanríkismál frá því hún var hrakin úr embætti árið 1990. Major vísaði einnig á bug staðhæfingum hennar um að flokkurinn hefði svikið stuðn- ingsmenn sína innan millistétt- arinnar. „Hvatningin og tæki- færin eru til staðar,“ sagði Major við fréttamenn í kjör- dæmi sínu í austurhluta Eng- lands. Enginn frestur fyrir Serba Javier Solana, framkvæmda- stjóri NATO, útilokaði i gær að tafir yrðu á því að Serbar skil- uðu hverfum sínum í Sarajevo í hendur ríkisstjórn landsins, þrátt fyrir hótanir um stórfellda fólksflutninga. „Fara veröur eftir friðarsam- komulaginu og enginn mun breyta því,“ sagði Solana á fundi með fréttamönnum í fyrstu heimsókn sinni til Bosníu. Margir Serbar hafa þegar grafið upp látna ættingja sina og flutt eigur sínar á brott. Sumir hafa jafnvel brennt hús sín. Solana lýsti yfir vonbrigðum með að Bosníustjórn skyldi ekki reyna að sannfæra Serba um að þeim yrði engin hætta búin eft- ir valdaafsalið. Reuter Olíuverö erlendis: Mesta fall í fimm ár Verð á olíu á heimsmarkaði féll verulega sl. fimmtudag. Fallið hefur ekki verið meira í fimm ár eöa frá því Persaflóastríðið stóð sem hæst. Ástæða fallsins er einkum spá um hlýnandi veður á norðurhveli jarð- ar og þar með snarminnkandi eftir- spurn eftir eldsneyti. Það er einkum hráolía og gasolía sem hefur lækkað í verði. Lækkun á bensíni hefur ver- ið óveruleg undanfama viku. Hlutabréfavísitölur í London, Tokyo og Frankfurt náðu sögulegu hámarki í vikunni en fjárlagadeilan í Washington m.a. hefur lækkað hlutabréfaverð í Wall Street. Verð á kaöi hefur lækkaö tölu- vert í ársbyrjun en sykurverð helst svipað á erlendum mörkuðum. Reuter Frangois Mitterrand, fyrrum Frakklandsforseti, sem var borinn til grafar á fimmtudag, bjó sig vand- lega undir dauða sinn, valdi jafnvel daginn sem hann dó, að sögn vina og samstarfsmanna hans. „Nokkrum dögum fyrir dauða sinn sagði hann við mig: „Núna hef ég öðlast hugarró“,“ sagði Roland Dumas, náinn vinur Mitterrands og fyrram utanríkisráðherra, í viötali við franska sjónvarpsstöð. Dagblaðið Le Monde skýrði frá því í gær að síðastliðinn laugardag hefði Mitterrand spurt líflækni sinn, Jean- Pierre Tarot, hvað mundi gerast ef hann hætti að taka öll lyf nema þau verkjastillandi. Tarot svaraði því til að hann mundi deyja innan þriggja daga. Mitt- errand dó síðan á mánudagsmorg- un. Daginn fyrir dauöa sinn kom Mit- terrand handskrifuðu þriggja síðna bréfi til Andrés Rousselets, gamals félaga síns, þar sem var að finna ná- kvæm fyrirmæli um tilhögun útfar- arinnar. Mitterrand var mikill bókamaður og jafnframt var hann sískrifandi. mennina og gísla þeirra vegna mik- ils viðbúnaðar Rússa. „Þetta er svo stór hópur einarðra hryðjuverkamanna að ég tel að ekki sé mikið hægt að gera án þess að til mikils blóðbaðs komi,“ sagði Yigal Carrnon, fyrram ráðgjafi stjórn- valda í ísrael. Paul Wilkinson, prófessor við há- skólann í St. Andrews í Skotlandi, sagði að ef Salman Radújev, leiðtogi uppreisnarmanna, og menn hans yrðu ekki teknir eða drepnir, gæti það leitt til þess að fleiri hópar færu að herma eftir þeim. Slíkt gæti jafn- vel komið i veg fyrir að Jeltsín for- seti nái endurkjöri í júní i sumar. Reuter Að sögn útgefanda hans vann hann að endurminningum sínum til hinstu stundar. „Hann vann að þeim fram á síð- asta dag sem hann lifði og hann lauk við verkið," sagði útgefandi hans í viðtali við blaðið France- Soir. Mitterrand sem skrifaði einungis með lindarpenna ætlaði að vinna frekar að verkinu sama morgun og hann dó en hann var ekki nógu hress til að geta það. Hann fór því aftur að sofa. Hann vaknaði ekki aftur. • Reuter Kauphallir og vöruverð erlendis I JíÆiiiiiW 5400 5200 5000 4800 Dow Jones FT-SE 100 fs£/ 3700 3600 3500 /f «bUU 5065,10 3654,9 U N D J 0 N D J 310| 1 '314,0 1724 2400 DAX-40 rjk 2200 /tfi /-1UU" . 2329,51 D N D J 20377,82 N D J mmmmm jl60 $/t 0 N .. 176 $/1 0 N D J ■ HangSeng 10427,20 0 N D J $/ A |tunna U DV stuttar fréttir Sjálfsmorð aldraðra Sjálfsmoröum aldraðra í Bandaríkjunum fer nú fjölg- andi og er þunglyndi, áfengis- misnotkun, félagslegri einangr- un og veikindum kennt um. Víst er helvíti til Helvíti er til en þar búa þó ekki árar og djöflar, eins og kennt hefur verið, segir í skýrslu ensku þjóðkirkjunnar. Chirac upp á við Franskir kjósendur virðast vera aðeins sátt- ari við frammistöðu Jacques Chiracs í for- setaembætt- inu en þeir hafa verið um nokk- urt skeið, ef marka má skoð- anakönnun sem birtist í viku- ritinu Valeurs Actuelles, en 41 prósent aðspurðra sagði hann standa sig vel. Átök í Bahrain Lögi-egla í Persaflóaríkinu Bahrain skaut táragasi og gúmmíkúlum til að dreifa um eitt hundrað ungmennum sem reyndu að safnast saman í sjíta- mosku. Banaslys í Saír Um 35 manns létu lifíð þegar fólks- og vöruflutningabíl hvolfdi rétt norðan Kinshasa, höfuðborgar Saír, í gær. Sænskir gagnrýndir Sænsk stjómvöld og lögregla sæta harðri gagnrýni fyrir að vísa tveimur kúrdískum fjöl- skyldum úr landi til Tyrklands eftir fimm ára baráttu þeirra til að fá að vera i Svíþjóð. Út í óvissuna ítalskir kjósendur fengu þau boð frá stjórnmálamönnum sín- um í gær, eftir afsögn Dinis for- sætisráðherra, að landið stefndi út í óvissuna og hugsanlega þyrfti að boða til kosninga fyrr en ætlað var. í farbanni Hæstiréttur Spánar hefur úr- skurðað fyrrum innanríkisráð- herra landsins í farbann vegna rannsóknar á svokölluðu „skítugu stríði" stjómvalda gegn aðskilnaðarsinnum Baska. Svíar segja frá Umfangsmesta könnun á kynlífi Svía í nærri 30 ár hefst í næstu viku og munu fimm þús- und frændur okkar skýra frá þvi sem þeir aðhafast við rúm- stokkinn. Gore til viöræöna A1 Gore, varaforseti Banda- ríkjanna, heídur til Mið-Austur- landa í næstu viku til.viöræðna við .Mubarak Egyptalandsfor- seta og Peres, forsætisráðherra ísraels. Hræddir um Díönu Tæplega fertugur karl- maður var handtekinn í gær fyrir utan heilsu- ræktarstöð- ina sem Díana prinsessa venur komur sínar til og var hann ákærður fyrir að spilla friði á almannafæri. Díana var ekki á staönum. Falsari deyr Enski listaverkafalsarinn Eric Hebron lést af völdum höf- uðáverka i Róm á fimmtudag. Meiri snjór vestra Allt athafnalíf lamaðist á austursti-önd Bandaríkjanna í gær vegna frekari snjókomu en menri voru ekki enn búnir að jafna sig eftir áhlaupið fyrr í vikunni. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.