Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1996, Page 20
20 LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1996
Það árangursríkasta í baráttunni við aukakíióin:
mínútur að morgni, aðrar tíu mín-
útur í hádeginu, og í sama tíma að
kvöldi. Hálftíma hreyfing þrjá daga
i viku hjálpar mikið. Gangið upp
stiga í stað þess að taka lyftu.
Spergilkál, gulrætur og nokkur
blöð af hvítkáli er mjög gott að
borða því grænmetið hreinsar lík-
amann og er mjög heilsusamlegt.
Sagt er að spergilkál geti komið í
veg fyrir krabbamein og hjartasjúk-
dóma. Allir vita að allt grænmeti
hefur að geyma litla fitu og kólester-
ól. Það sama má segja um ávexti
sem yfirleitt eru mjög vítamínríkir.
í hnetum og möndlum er mikið af
E-vítamíni. Fólk þarf að borða mik-
ið af þeim til að fá nægilegt magn af
vítamíninu en hnetur og möndlur
eru ákaflega fltandi svo ekki er það
ráðlegt. Þess vegna hefur fólk frekar
kosið að taka E-vítamín inn í töflu-
formi.
Borðið vel á morgnana
Sagt er að morgunverðurinn sé
nauðsynlegasta máltíð dagsins.
Sjálfsagt eru margir hverjir sem
sleppa morgunverði og láta sér
nægja svart kaffl þegar í vinnuna er
komið. Mikilvægt er að vakna
nokkru áður en lagt er af stað í
vinnu og gefa sér tima til að borða
hollan og næringarríkan morgun-
verð. Flestir vita það nú að fljótvirk-
ir megrunarkúrar eru ekki til. Það
tekur líkamann tíma að grennast og
þolinmæðin ræður þá ríkjum. Ef
fólk hefur tekið þá ákvörðun að létt-
ast verður breytt mataræði að vera
efst á listanum ásamt hreyfingunni.
Morgunverður fyrir þá sem ætla
að léttast getur verið þannig: 1 glas
léttmjólk, hálf gróf brauðssneið með
skinku (ekki smjör) og hálf með létt-
marmelaði, ein hrökkbrauðssneið
með léttum osti og hálf appelsína. Ef
menn vilja ekki brauð geta þeir
búið sér til hafragraut og borðað
epli með eða musli með léttmjólk,
eða sýrðri mjólk.
Góður kostur
Hægt er að spara sér heilmikinn
pening með því að taka matarpakka
með sér i vinnuna. Ein gróf brauð-
sneið með áleggi og paprikuskífu,
léttjógúrt, ein gulrót og kaffi er einn
kostur. Annar kostur er þrjár
hrökkbrauðssneiðar með áleggi eða
léttum osti, ein appelsína og kaffi.
Einnig er hægt að búa sér tii gott
ferskt salat.
Það er engin ástæða til að sleppa
máltíðum þó mann langi að léttast.
Góð fiskisúpa í kvöldmat með grófu
brauði þarf ekki að vera fitandi auk
þess sem allir ijölskyldumeðlimir
geta þá borðað sama matinn. Mag-
urt kjöt er ákjósanlegt með
hrígrjónum eða grænmeti. Aðalat-
riðið er að gæta hófs og ef einhvern
langar að narta milli mála þá er allt
í lagi að boröa ávexti eða grænmeti
og drekka vatn eins og hver getur í
sig látið.
-ELA
Margir eru þeir sem hafa fyllst
sektarkennd gagnvart vigtinni í
byrjun ársins enda desember mikifl
matmánuður. Sumir hafa þegar tek-
ið til hendinni, farið út að hlaupa,
ganga, í leikfimitíma eða breytt
mataræðinu. Um leið og menn byrja
að hreyfa sig eru þeir komnir af
staö í megrunarkúrnum. Allir sér-
fræðingar eru sammála um að
hreyfing, hvort sem hún fer fram í
líkamsræktarstöðvum eða bara úti
á götu, sé besti megrunarkúrinn. Þá
eru allir sammála um að vatn gerir
kraftaverk fyrir þá sem vilja grenn-
ast. Menn eiga að drekka mikið
vatn, frá einum upp í þrjá litra á
hverjum degi. Hreyfing og vatn
skipta því mestu máli.
Annað sem er mjög mikilvægt,
vilji menn grenna sig, ér að sleppa
allri fitu í mat svo og minnka sykur-
neyslu. Næringarfræðingar vilja
meina að menn eigi að borða reglu-
lega en gæta hófs. Ekki er viturlegt
að svelta sig. Þá er gótt að auka
grænmetisneyslu á kostnað t.d.
kjöts.
Veljið rátta hreyfingu
Það ætti enginn að fara í leikfimi
og láta sér leiðast. Mun frekar á fólk
að finna sér hentuga leið til hreyf-
ingar - eitthvað sem því þykir
skemmtilegt. Gott mataræði og
hreyfing yngir fólk.
Fyrir ungt fólk er kröftugt eró-
bikk ágætis lausn því það á að
svitna og púla. Sagt er unga fólkið
eigi að eyða 20 mínútur þrisvar í
viku í hreyfingu.
Rannsóknir sýna að göngur,
hlaup eða dans halda beinunum
sterkum og koma í veg fyrir að þau
verði stökk. Trimm af margvísleg-
um toga, líka nýtískulegt, seinkar
því að líkaminn hrörni, að fólk fitni
með aldrinum, kemur í veg fyrir
hátt kólesteról og háan blóðþrýst-
ing.
Það þarf ekki að leggja mikið á
sig. Til dæmis nægir að ganga í tíu
Breytt um lífsstíl
Bandarísk kona að nafni Pepper
Herman, sem er sextug, ákvaö þeg-
ar hún stóð á fertugu að gera eitt-
hvað róttækt í málum sínum, jafnt
hreyfingu sem mataræði, svo henni
liði betur. Pepper las allt það sem
hún gat komist yfir varðandi hreyf-
ingu og mataræði og lagaði að sín-
um þörfum.
Pepper þessi byrjaði á megrunar-
kúr og borðaði einungis baunir,
hýðishrísgrjón, spergilkál, græn-
metissúpur, svokallaðar hrískökur
með tómötum, papriku og kjúkling.
Þessi kúr heppnaðist svo vel að
Pepper grenntist á skömmum tíma
og ekki nóg með það heldur yngdist
í útliti og losnaði við of hátt kól-
esteról sem hafði þjáð hana.
Hún ætlaði að láta þetta nægja en
þá fékk vinkona hennar þá hug-
mynd að þær færu saman í eróbikk,
sem Pepper leist alls ekki á. „Það
litu allir út eins og kvikmynda-
stjörnur i fallegum göllum en ég var
gjörsamlega útslitin þegar tíminn
var á enda. Pepper fannst eróbikkiö
ekki henta sér og ákvað að prófa
eitthvað annað. Hún fór í langa
göngutúra tvisvar í viku og byrjaði
að æfa golf. Það leið ekki á löngu
þar til hún sá vigtina hrapa niður
og líkaminn varð stinnari. Reyndar
fannst Pepper að henni liði betur en
þegar hún var tvítug.
Hún byrjaði auk þess að taka vít-
amín, sérstaklega C og E og að auki
„beta-karoten“, sem er t.d. í gulrót-
um. Hún tuggði tyggigúmmi sem
hafði kalsíum og lærði hvernig á að
slaka á. í dag trúir því enginn að
hún sé sextug.
Ákjósanlegur morgunverður.
Eftir jól og áramót eru menn varla glaðir með vigtina og
þá er um að gera að taka sér tak.
Melónur eru vatnsmiklar og því ákjósanlegar með mat
eða einar sér ef fólk vill léttast.
Hin ameríska Pepper er sextug að aldri en hún gjör-
breytti lífsstíl sínum þegar hún var fertug.