Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1996, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1996, Side 21
LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1996 21 Galakvöldverður Klúbbs matreiðslumeistara: Klúbbur matreiðslumeistara er skipaður öllum helstu listakokkum landsins. Einu sinni á ári heldur klúbburinn galakvöld þar sem mat- reiðslumeistarar og þjónar bjóða gestum að bragða á ljúffengum rétt- um. Að þessu sinni voru níu réttir í hátíðarkvöldverði matreiðslumann- anna ásamt eðalvínum sem hæfðu hverjum rétti. Prúðbúnir gestir, margir sem aldrei láta sig vanta á hátíð þessa, nutu þess að bragða á öllum þessum góðu réttum. Þess má geta fyrir þá sem telja að erfitt sé að koma fyrir níu réttum að þeir voru allir smáir og fallega skreyttir. Þeir fóru því vel í maga. Forysta á Norðurlöndum Klúbbur matreiðslumanna er í Norðurlandasamtökum matreiðslu- meistara og einnig í heimssamtök- um matreiðslumeistara. Á síðasta ári var íslendingur, Jakob H. Magn- ússon, formaður Klúbbs matreiðslu- meistara, valinn forseti Norður- landasamtakanna og Friðrik Sig- urðsson, matreiðslumeistari og hót- elstjóri á Hvolsvelli, kjörinn ritari. Að sögn Jakobs eru félagar í Klúbbi matreiðslumeistara ákaflega stoltir yfir þessu trausti. Eitt helsta verk- efni Norðurlandasamtakanna er svokallað Norrænt eldhús sem hef- ur það markmið að auka samskipti milli Norðurlandanna með matar- gerðarlistina í öndvegi, meðal ann- ars með norrænum matreiðslu- keppnum og útgáfu norrænnar mat- reiðslubókar. Þá var islenskur mat- reiðslumaður, Bragi Ingason, sæmd- ur heiðursorðu Norðurlandasam- takanna. Það er ávallt mikið um að vera hjá íslenskum matreiðslumeistur- um og sjálfsagt hafa þeir verið ánægðir með að fá að spreyta sig á vandlátum matgæðingum í gala- veislunni sl. laugardagskvöld. í maí á þessu ári mun Sturla Birgisson, matreiðslumaður í Perlunni, taka þátt í Norðurlandamóti í matreiðslu sem fram fer í Áiasundi fyrir ís- Tolli Morthens myndlistarmaður bjó til listaverk á matardiska. DV-mvndir Teitur í ARMORCOAT-ORYGGISFILMAN ER LÍMDINNAN Á VENJULEGT GLER • Breylir rúðunni í öryggisgler (innbrot, fárviðri, jarðskjáiftar) • Sólarhiti minnkar um 75% • Upplitun minnkar um 95% • Eldvarnarstuðull F-15 ARMORCOAT SKEMMTILEGT HF. SÍMI587-6777 BÍLDSHÖFÐA B lands hönd. Hann var einmitt kos- inn matreiðslumaður ársinS 1995 hér á landi. Ólympíuleikar í Berlín Stærsta verkefni Klúbbs mat- reiðslumeistara á þessu ári er þátt- taka í alþjóðlegri keppni mat- reiðslumanna, svokallaðri ólympíu- keppni í matreiðslu, sem haldin verður í Berlín í Þýskalandi í sept- ember. Þess má geta að í síðustu al- þjóðlegu keppninni sem keppnislið frá klúbbnum tók þátt í vann það til gullverðlauna fyrir heita matinn. Þá tók Klúbbur matreiðslumeist- ara þátt í að gera samnorræna kokkabók í Ósló og komust í heims- metabók Guinnes enda var hún gerð á aöeins 46 klukkustundum. Það er því óhætt að segja að islensk- ir matreiðslumenn séu að gera garð- inn frægan víðs vegar um heiminn. Þá er reyndar ónefnt átakið World Cooks Tour for Hunger en tíu félagar munu taka þátt í því á Flór- ída í júli á þessu ári. Þeir hafa áður tekið þátt í þessu átaki sem er fjár- öflunarverkefni til stuðnings svelt- andi börnum í þriðja heiminum. Lystug listaverk Gestir á galakvöldinu sl. laugar- dag fóru ekki tómhentir þaðan út frekar en svangir þvi karlmenn fengu matardisk með áprentuðum gylltum matseðli og vínlista kvölds- ins og dömurnar fengu disk með listaverki eftir Tolla Morthens en hann var gerður sérstaklega fyrir þetta kvöld. Meðal þess sem gestum var boðið upp á var reykt önd, villt gæsa- bringa, kjúklingur Calvados, en þá uppskrift er að finna á Sælkerasíðu blaðsins í dag, rauðsprettutoppur með humri, krabbaseyði og laxa- hrogn með piparmyntusósu, svo að eitthvað sé nefnt. Um hundrað gestir voru í veisl- unni, sem haldin var í Oddfellow- húsinu, og um þrjátíu matreiðslu- menn og þjónar sáu um að gera veisluna sem glæsilegasta. Yfirmat- reiðslumeistari kvöldsins var Eirík- ur Friðriksson en yfirþjónn Kjartan Ólafsson. Baldvin Jónsson var kynnir kvöldsins og heiðursgestur Geir Zoéga. -ELA Kokkar kvöldsins voru vígalegir: Eiríkur Friðriksson yfirmatreiðslumeistari, Eiríkur Ingi Friðgeirsson og Hilmar B. Jónsson. Jakob H. Magnússon, formaður Klúbbs matreiðslu- manna og formaður Norðurlandasamtaka matreiðslu- meistara, ásamt eiginkonu sinni, Valgerði Jóhannsdótt- ur. Baldvin Jónsson veislustjóri og hinn landskunni mat- reiðslumeistari, Sigurður Hall. Afsláttardagar í JHVMETRÓ 15-50% afsláttur Parket, 1. gæðaflokkur - Quick-Step parket, 1. gæðaflokkur - gólfdúkar - gólfteppi - filtteppi ¥©Hdnétl WfUrHiT _ - stök teppi - baðmottur - dyramottur á lága verðinu gúmmímottur - blöndunartæki * hreinlætistæki - baðkör - sturtubotnar N; ýmsar gjafavörur - málning veggfóðursborðar flísar, úti og inni - ísskápar þvottavélar frystikistur Opið öU kvöld og allar helgar illkMETRO iWiMETRO Reykjavík Reylqavík Málarinn, Skeifunni 8 Hallannúla 4 sími 581 3500 sími 553 3331 Reykjavík Lynghálsi 10 sími 567 5600 iWMETRÓ Akureyri Furuvöllum 1 sími 461 2785/2780 i%\METRO Akranesi Stillholti 16 sími 431 1799 ísafíröi Mjallargötu 1 sími 456 4644

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.