Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1996, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1996, Side 23
stórmóti ársins TRYGGING HF. óskar eftir tilboðum í neðanskráðar bifreiðar sem hafa skemmst í umferðaróhöppum. Bifreiðamar verða seldar í því ástandi sem þær eru í og kaupendur skulu kynna sér á staðnum. Skoda Favorit 1993 MMC Colt 1992 GEO Metro 1992 Honda Civic GL 1991 Renault Clio 1991 Peugeot 309 1989 MMC Lancer 1989 Ford Orion 1987 Mazda 323 1987 VW Polo 1990 - forseti FIDE hitti Bobby Fischer í Búdapest Á árinu 1995 náðu ellefu alþjóð- leg skákmót sextánda styrkleika- flokki eða meira, sem merkir að meðalstig keppenda voru yfir 2625. Síðasta stórmóti ársins lauk 30. des- ember í Groningen í Holiandi. Mót- ið vakti athygli sökum þess að með- al keppenda voru bæði Anatoly Kar- pov og Gata Kamsky en einvígi þeirra um heimsmeistaratitii FIDE er fyrirhugað í Montreal i Kanada í sumar. Innbyrðis skák þeirra í Gron- ingen lauk með jafntefli, eftir að Karpov mistókst að vinna vænlegt tafl með peði meira. Hermt er að Kamsky hafi sést brosa að loknu taflinu og var bersýnilegt að þungu fargi var af honum létt. Karpov lét þetta þó ekki á sig fá og náði foryst- unni með góðum endaspretti. Er yfir lauk hafði hann hálfum vinn- ingi betur en Kamsky, sem varð einn í 2. sæti. Karpov má vel við skákárið 1995 ana. Hann bar sigurorð af Gelfand í iskorendaeinvígi í febrúar, varð í 2. sæti í Linares í mars (á eftir Ivant- sjúk), sigraði í Dos Hermanas, 2. sæti í Dortmund (á eftir Kramnik) og nú síðast efstur í Groningen. Lokastaðan: 1. Karpov 7,5 v. 2. -3. Kamsky og Ivan Sokolov 7 v. 4. Svidler 6,5 v. 5. Adams 6 v. 6. -7. Van Wely og Lekó 5,5 v. 8. Tivjakov 5 v. 9. Almasi 4,5 v. 10. -11. Curt Hansen og Piket 4 v. v 12. Lautier 3,5 v. Hér er skemmtileg skák frá mót- inu, þar sem berlega kemur í ljós að þótt taflmennskan sé ekki kórrétt getur árangurinn orðið býsna góð- ur. Hvítt: Jeroen Piket Svart: Michael Adams Nútíma Benónívöm. 1. d4 e6 2. c4 Rf6 3. Rf3 c5 4. d5 exd5 5. cxd5 Bd6!? Svona er byrjendum kennt að eigi skuli leika - biskupinn er settur fyr- ir framan peð, sem verður til þess að hinn biskupinn lokast inni. Hugmyndin er sú að flytja bisk- upinn til c7 og skjóta svo drottning- arpeðinu fram. í nýjum heimkynn- um hefur biskupinn auga með e5- reitnum, .þar sem hvítur brýst gjarnan fram, auk þess sem Ba5 er möguleiki og taka virkan þátt í at- lögu svarts á drottningarvæng. Þetta hefur eflaust átt að koma Pi- ket á óvart en hann svarar þó von bráðar í sömu mynt. 6. Rc3 Bc7 7. g4!? Nútímaleg herfræðin heldur áfram. Ef nú 7. - Rxg4 8. d6 og næst 9. Hgl, svo fellur á g7 og hvítur opn- ar taflið sér í hag. 7. - d6 8. g5 Rd7 9. h4 a6 10. a4 De7 11. Bh3 0-0 12. Dd3 Re5 13. Rxe5 Dxe5 14. a5 Dd4? 15. Dg3 Db4? Frumleg taflmennska svarts hef- ur ekki borið árangur sem erfiði en þessir tveir síðustu drottningarleik- ir eru afleitir. Svartur kastar með þeim dýrmætum leikjum á glæ, auk þess sem Hal-a4 vofir yfir sem gef- ur hvítum kost á að bæta stöðuna enn frekar. 16. h5 Rd7 17. g6 Rf6 18. gxh7+ Kh8 19. Hgl Rxh5 20. Dg5 Bxh3 21. Dxh5? Frá og með þessum leik missir hvítur þráðinn. Rétt er 21. Ha4! og ef 21. - Db3 22. Dxh5 Bd7 23. Dg5 og svartur er varnarlaus. 21. - Bd7 22. Dg5 Dd4! 23. Bf4 Bd8! Biskupinn snýr til baka á elleftu stundu. Hann stefnir til f6, þar sem hann valdar g7-reitinn viðkvæma og gerir sókn hvíts að engu. 24. Dg3 Bf6 25. Hdl Dc4 26. Bg5?! Be5 27. f4? Bd4 28. Hg2 Hae8 29. Hd3 Bf5 Síðustu leikir hvíts hafa einungis veikt stöðu hans og nú standa svörtu mennirnir á óskareitum. Fátt fær nú bjargað hvíta taflinu. 30. Hf3 30. - Be4! - Og Piket kaús að gefast upp. Þar sem 31. Rxe4 er svarað með 31. - Dcl mát, en að öðrum kosti tapar hann hrók fyrir biskup og staðan er hrun- in. FIDE-forsetinn hitti Fischer Willy Icklicki, gjaldkeri FIDE, hefur skýrt frá því á Internetinu að Kirsan Iljumzhinov, forseti samtak- anna, hafi hitt Bobby Fischer að máli í Búdapest 15. desember sl. Fundur þeirra stóð í 12 klukku- stundir. Að sögn Icklicki samþykkti fljum- zhinov að greiða Fischer 100 þúsund dali, sem Fischer hefur krafið Rússa um, vegna óleyfilegrar útgáfu bóka hans í Sovétríkjunum fyrrverandi. Jafnframt þáði Fischer landskika í Kalmikíu að gjöf. Fischer lofaði að endurskoða af- stöðu sína til FIDE en var að öðru leyti tregur í taumi. Hann vildi t.a.m. ekki hvika frá þeirri afstöðu sinni að nýjar skákreglur yrðu teknar upp á skákmótum FIDE en þar á hann væntanlega við þá hug- dettu að taflmönnunum verði raðað handahófskennt upp í byrjun tafls. FIDE-forsetinn nýi hefur þegar haldið sinn fyrsta fund með stjórn samtakanna og er að sögn gjaldker- ans með margt á prjónunum. Hann hefur þegar hrundið af stað markað- sátaki í Moskvu í þeim tilgangi að finna bestu leiðina til þess að auka vinsældir skáklistarinnar um allan heim. Þá hefur hann lagt hart að Kasparov að hann snúi aftur til FIDE. Umsjón Jón L. Árnason Forsetinn hefur gert tillögu um breytingu á heimsmeistarakeppn- inni, í árlegt útsláttarmót. Fyrsta mótið er fyrirhugað í lok árs 1996 og verða fyrstu verðlaun væntanlega 5 milljónir Bandaríkjadala. Verði þessi hugmynd að veruleika fellur millisvæðamótið í Armeníu í apríl sjálfkrafa niður. Jóhann með fullt hús Stórmeistararnir Jóhann Hjartar- son og Hannes Hlífar Stefánsson taka nú þátt í alþjóðlegu opnu móti í skákbænum sögufræga Linares á Spáni. Að loknum þremur umferð- um hafði Jóhann fullt hús vinninga en Hannes Hlífar hafði unnið tvær skákir en gert eitt jafntefli. Alls verða tefldar 9 umferðir á mótinu. STEIKHÚS ADRÍA Strandgötu 30, Hafnarfirði Sími 555-3777 HÁDEGISTILBOÐ Á HVERJUM DEGI Laugardagskveðjan - Þú pantar og sækir fjóra skammta af mat og færð ódýrasta réttinn frítt AUSTURLENSKUR MATUR TAKE - AWAY kl. 7:30 kl. 16:20 kl. 20:30 Bifreiðamar verða til sýnis mánudaginn 15. janúar 1996 í Skipholti 35 (kjallara) frá kl. 9-15. Tilboðum óskast skilað fyrir kl. 16 sama dag til Tryggingar hf., Laugavegi 178, 105 Reykjavík, sími 562 1110. Máttur Faxafeni 14 • Sími 568 9915 • Máttur kvenna Skipholti 50a Sími 5814522 • Fax 588 9297 Þú velur þér tíma sem hentar þér. Býrjendanámskeið I Kripalujóga - fyrir kortur Fiefst mánudaginn 15. janúar kl. 19:30 í Mætti Skipholti 50a. Stuðningstímar Stuðningstímar eru fyrir sérstaka þjálfun t.d. fyrir þá sem eru að ná sér eftir slys, sjúkdóma eða eru nýkomnir úr endur- hæfingu. Sjúkraþjálfarar stjórna þessum tímum. Tímarnir eru kl. 10:30 á þriðjudögum og fimmtudögum í Mætti kvenna Skipholti 50a og kl. 14:00 mánudaga og miðvikudaga í Mætti Faxafeni 14. Hópþjálfun fyrir fólk með gigt Kl. 12:15, mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Sérhæfðir tímar fyrir þá sem eru með verki og eymsli í liðum, vöðvum og festum þeirra, einnig fyrir þá sem þjást af bakverkjum. Kennari: Sigrún Baldursdóttir sjúkraþjálfari - nýtt 8 vikna namskeiö Innihald námskeiðsins er Þolmæling, blóðþrýstingsmæling, húðfitumæling og vigtun fyrir og eftir. Vinnubók um mataræði, aðhald. ► Tveir fastir þjálfunartímar á þriðjudögum og fimmtu- dögum með íþróttakennara ásamt frjálsri mætingu í tækjaþjálfun og leikfimi á öðrum tímum. Föstu tímarnir eru I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.