Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1996, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1996, Qupperneq 25
LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1996 25 DV-mynd Brynjar Gauti Sigurður Valgeirsson tekur ekki alvarlega þó skopast sé að honum í grínþáttum. Dagsljósþættirnir í Sjónvarpinu: Engar breytingar á dagskrá - segir Sigurður Vaigeirsson, ritstjóri þáttanna „Samkvæmt mínum heimildum standa ekki til neinar breytingar með Dagsljósþættina. Ég veit ekki be’tur en þeir verði fram að sum- ardeginum fyrsta, eins og undanfar- in ár. Ég hef hins vegar ekki hug- mynd um hvort þættirnir verða teknir upp næsta haust en vona það,“ segir Sigurður Valgeirsson, rit- stjóri Dagsljósþáttanna í Sjónvarp- inu, í samtali við DV. Þetta er þriðji veturinn sem Dagsljós er á dag- skránni en í vetur hefur formi þátt- arins veriö breytt þannig að hann er bæði fyrir og eftir fréttir. Þetta virð- ist hafa tekist vel, að minnsta kosti eru þættirnir mun meira í umræð- unni manna á meðal en áður. Raddir hafa þó heyrst um að Dagsljós sé dýrt í framkvæmd og í sparnaðarskyni muni það verða tek- ið af dagskrá. Sigurður kannast ekki við það. Einnig hefur verið rætt um aö Dagsljósið hirði alla þá peninga sem ætlaðir séu til inn- lendrar dagskrárgerðar í Sjónvarp- inu. Sigurður segir það heldur ekki rétt. „Samkvæmt mínum heimild- um eru það tæp 20% af því fé sem ætlað er til innlendrar dagskrár- deildar sem varið er í þessa þætti. Það virðist vera útbreiddur mis- skilningur að meirihluti þess fjár, sem innlend dagskrárdeild hefur til umráða, fari í Dagsljós. Þátturinn er fyrirferðarmikill og áberandi og þetta er bara ein af þeim sögusögn- um sem komið hefur verið af stað. Hins vegar er þetta stór vinnustað- ur, margir hafa unnið hér lengi og hafa afdráttarlausar skoðanir á dag- skrárgerð. Það má vel vera að ég fari í taugamar á einhverjum en það er þá allt í lagi. Mér finnst þó samvinnan vera góð og ég hef ein- ungis fundið stuðning frá mínum yfirmönnum.“ Jón Viðar verður áfram Dagsljósþátturinn hefur kannski verið meira í umræðunni undan- farna daga en oft áður vegna þeirr- ar ákvörðunar þjóðleikhúsráðs að óska eftir að Jón Viðar Jónsson, leiklistargagnrýnanda þáttarins, fjalli ekki um sýningar leikhússins. „Töluvert hefur verið fjallaö um það mál í fjölmiðlum og mér hefur fund- ist sú umræða gagnrýninni í hag. Fjölmiðlar eiga sjálfir að velja sína gagnrýnendur. Það er alveg ljóst að Jón Viðar mun halda áfram að gagnrýna í þáttunum. Hann verður að vísu frá uro tíma, þar sem hann er að verja doktorsritgerð sína í leikhúsfræðum, en heldur síðan áfram. Hins vegar finnst mér sjálf- sagt að skoða þá gagnrýni sem upp kemur hverju sinni. Ég hef átt fund með þjóðleikhússtjóra þó engin nið- urstaða hafi orðið af honum. Jón Viðar mun ekki framar fá boðsmiða frá Þjóðleikhúsinu en hann fer á sýningar þar engu að síður.“ Áttundi dvergurinn í Áramótaskaupi Sjónvarpsins var Dagsljósþátturinn fyrirferðar- mikill og Sigurður er ánægður með það. „Ég hefði orðið svekktur ann- ars,“ segir hann. „Ég var reyndar talsvert tekinn fyrir, fékk að fljóta með Jóni Viðari og hafði gaman af. Einnig höfum við orðið fyrir barð- inu á Hauki Haukssyni á rás tvö, maður þarf því að þola ýmislegt grín um sjálfan sig og umfjöllun. Haukur sagði að ég hefði verið ráð- inn til að leika áttunda dverginn í Þjóðleikhúsinu." Auk þess sem útsendingartíma Dagsljóss var breytt í haust var ein- um útsendingardegi bætt við. í fjöl- miðlakönnun, sem gerð var í októb- er, kemur fram að áhorf á Dagsljós næstum þrefaldast eftir fréttir. Sig- urður segist hafa velt þessu fyrir sér. „Við erum á mjög erfiðum tíma fyrir fréttir enda í samkeppni við 19:19 á Stöð 2. Fréttir eru sterkasta efnið sem boðið er upp á. Við reyn- um þó að berjast með því að bjóða fréttatengd viðtöl og gagnrýni á þeim tíma enda er það vinsælasta efnið okkar. Eftir fréttir erum við á besta útsendingartíma og bjóðum þá upp á léttara efni. Reyndar höfum við gert smávegis lagfæringar á þættinum í vetur, sem voru nauð- synlegar, en þær eru gerðar í laumi.“ Kröfuhart starf Sigurður Valgeirsson hefur haft umsjón með Dagsljósþáttunum frá upphafi en hann hafði áður starfað í rúm fimm ár hjá bókaútgáfunni AB. Þar á undan hafði hann starfað við blaðamennsku, m.a. verið rit- stjóri Vikunnar. Hann segist ánægð- ur í þessu starfi. „Ég hef verið hepp- inn með fólk, sami kjarninn hefur verið öll árin. Fimmtán manns starfa við þáttinn en einnig fáum við aðstoð frá m.a. hljóð-, ljósa- og tökumönnum. Allir sem vinna við þáttinn hafa mikið að segja um efni hans. Við höldum fundi reglulega þar sem menn koma með nýjar hug- myndir og ræða hvað má lagfæra. Það verða allir að leggja sig fram því starfið er mjög kröfuhart. Um- sjónarmenn þáttarins eru verktakar og þegar sýningum verður hætt í vor taka viö önnur störf, þannig að hér er um tímabundið verkefni að ræða.“ Sigurður segir að á þessum þrem- ur árum hafi hann öðlast mikla reynslu og segist finna mikinn mun á því. „Þaö byrjuðu allir óvanir, sem var bæði kostur og galli, þetta var mikil eldraun en um leið kemur alltaf eitthvað nýtt með nýju fólki. Þessu fylgdi líka ákveðinn land- nemaandi sem er mjög skemmtileg- ur - við vorum að vinna brautryðj- endastarf. Þessi áhugi hefur haldist enda væri þetta varla hægt öðru- vísi. Auk þess reynum við að taka okkur ekki of hátíðlega,“ segir Sig- urður Valgeirsson. -ELA Hæsti vinningur 2,5 milljónir! - mglega (nema sunnudaga) Hæsti vinningur er 2,5 milljónir, óháð fjölda þátttakenda! leiri en einn geta hlotið 5 milljónir króna hverjum útdr< Vinningar skiptast ekki! fJÍÍ haminíj/yjJ Dóhnoh g&éö'pá óóhm lnhhulnyim jj.lummjóhíi ilí híimluj/ju mróú mllf/jo-u fuiáun uluuluíýuu um ólOllúíll uóÍjlí . KIN ■A

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.