Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1996, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1996, Side 29
UV LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1996 33 „Við teljum að amfetamínneytandi sem er með fráhvarfseinkenni viti ekkert hvað hann er að gera og eigi að vera í strangri gæslu og undir lækniseftir- liti. Við teljum jafnframt að starfsfólk fangelsisins hafi ekki brugðist rétt við þegar hann var settur inn. Auðvitað átti sonur okkar að taka út sína refsingu en það hefði átt að standa öðruvísi að hlutunum." Áhrif ofbeldis í sjónvarpi og árásarhneigðar barna: Yfirlýsingar og sleggju- dómar einkenna umræðuna - segir Guðbjörg Hildur Kolbeins fjölmiðlafræðingur getur rétt ímyndað sér hvernig er að upplifa stærstu stund lífs síns með mann sér við hlið sem er manni gjörsamlega óskyldur. Það var ekki hægt að sveigja neitt út frá reglunum.“ Hættur allri neyslu Eftir að hann losnaði út í nóvem- ber byrjaði hann aftur í neyslunni og hélt hann áfram í nokkra daga en fór síðan heim og hélt sig frá fíkni- efnum þangað tO um áramótin 1994/1995. Þá var hann aftur tekinn fyrir innbrot og þjófnaðartilraunir. Eftir að hafa misstigið sig um ára- mótin fór sonur hjónanna í meðferð og lauk þeirri meðferð heima hjá sér og hefur verið án fíkniefna í um það bil ár. í mars á síðasta ári var hann hins vegar dæmdur, tveimur mánuðum eftir að hann hætti í rugl- inu, í 10 mánaða óskilorðsbundið fangelsi. Viku seinna var hann svo dæmdur á ný i mánaðaðarfangelsi til viðbótar fyrir að hafa reynt í am- fetamínvímu að brjótast út úr gæsluvarðhaldsvistinni í mars árið áður. Martröð knúði dyra „Sonur okkar breyttist úr ljúf- um, elskulegum 16 ára dreng í 17 ára hörkutól sem við þekktum ekki. Við upplifðum slikar skapgerðar- og persónubreytingar hjá syni okkar á einu ári að við hefðum aldrei trúað því að slíkt gæti gerst. Þessi fikn fer ekki í manngreinarálit. Við teljum okkur hafa veitt syni okkar gott uppeldi og svo indæll var hann 16 ára gámall að okkur þótti útilokað að við mættum þola neitt í líkingu við þá martröð sem knúði dyra hjá okkar. Fagleg hjálp en ekki fangelsun Við viljum að þjóðfélagið viður- kenni þetta sem sjúkdóm og að það sé tilbúið að taka þessa einstaklinga úr umferð með aðstoð fjölskyldna þeirra, þó svo að þeir séu orðnir 16 ára, sjálfráða, og veiti þeim faglega meðferð og geri þeim síðan kleift að fá atvinnu við hæfi sem þeir geta stundað." Foreldrar drengsins leituðu til fangahjálparinnar Verndar til að koma syni sínum að þar en án ár- angurs því að hann hafði hvorki vinnu né loforð um skólapláss. Eftir að hafa fengið vilyrði fyrir skóla- plássi fékk sonur þeirra hins vegar afsvar frá Fangelsismálastofnun um að hann fengi að afplána dóm sinn hjá Vernd. Lögin steinrunninn þurs „Réttarfarið og landslög virðast vera gamall steinrunninn þurs sem ekki getur tekið á málum misindis- manna sem þessara. Landslög eða hegingarlög eru svo gömul og úrelt að þau virðast ekki geta tekið tUlit til aðstæðna þessara manna. Dómarar ættu til dæmis að einhverju leyti að geta eða reyna að beita heilbrigðri skynsemi. Refsilög- in sem stuðst er við eru miklu eldri en vandmál eiturlyfjaneyslunnar og er því óhæft með öllu að dæma eftir þeim. Þessir krakkar, sem eru í inn- brotum og fíkniefnaneyslu, fremja þau algjörlega óyfirvegað og eru nánast viti sinu fjær eða í óráði. Eina hugsunin sem kemst að hjá þeim er að komast yfir peninga sem duga fyrir næsta skammti af am- fetamíni eða sprautu." í dag er sonur hjónanna hættur aUri neyslu fíkniefna og hefur kom- ist að hjá Vernd, þar sem hann af- plánar dóm sinn, og er byrjaður á ný í framhaldsnámi. Unnusta hans og dóttir búa heima hjá foreldrum hans. Móðir hans er, eins og lesa má, ósátt við hvemig mál urðu að þróast - hvernig ekkert var hægt að gera í málum hans fyrr en botnin- um var náð. Nú sé mannorð sonar hennar svert og hann skuldi auk þess hálfa mUljón króna í lögfræði- kostnað. Það eitt sé stór hindrun í að hann geti haldið áfram námi og byrjað venjulegt líf á ný. Ef brugðist hefði verið við vandanum á meðan hann var viðráðanlegur, í stað þess að vísa drengnum að heiman, hefði án efa verið hægt að koma í veg fyr- ir mikU óþægindi og þjáningar. Kerfið vill ekkert gera „Ef engin varanleg lausn finnst á vanda ungs fólks sem glímir við flkniefnavandaníál endar það sem öryrkjar eða ómagar sem þurfa á framfærsluaðstoð kerfisins að halda. Það er mun kostnaðarsamara en að rétta þeim raunhæfa og var- anlega aðstoð til þess að verða nýtir þjóðfélagsþegnar að nýju.“ Síðstliðið sumar höfðu foreldrar drengsins svo samband við Mar- gréti Frímannsdóttur, alþingismann Alþýðubandalagsins, en hún hefur látið sig málefni fanga og fjöl- skyldna þeirra skipta. Hún fór með móður drengsins á fund með dóms- málaráðherra þar sem móðirin reyndi að fá ráðherra tU að beita sér fyrir breytingum á því hvernig kerf- ið tæki á málum ungmenna sem væru að leiðast inn á braut afbrota. „Þorsteinn Pálsson lofaði öllu góðu og unnið yrði að því að koma á fót nefnd sem myndi fjalla um málefni ungra fíkniefnaneytenda. Ég hef ekkert heyrt um störf þessar- ar nefndar og það virðist lítill skiln- ingur ríkja um málefni þessa hóps. Fyrir afgreiðslu fjárlaga fyrir jól lá fyrir tUlaga um að kosta einhverj- um mUljónum tU þessa máls en það var fáUið frá því i sparnaðarskyni. Það er allt of lítið gert í forvarna- skyni hér á landi. Ég veit til dæmis um hóp fólks sem er á framfærslu félagsmálastofnunar og drýgir tekj- ur sínar með því að selja þýfi og fíkniefni. Þótt þeir sem starfa í ná- vígi við vandann, fíkniefnadeild og rannsóknarlögregla, skilji að breyt- inga er þörf á kerflnu þá sýna emb- ættis- og ráðamenn því ekki skUn- ing.“ Rangar áherslur Móðurinni finnst undarlegt hvernig farið er sUkihönskum um hvítflibbamenn, sem vísvitandi og allsgáðir stela tugum milljóna króna, kynferðisafbrotamenn, eitur- lyfjasmyglara og ofbeldismenn á meðan unglingar í fíkniefnaneyslu fá harða dóma. „Sonur minn var tU dæmis alveg sáttur við þessa þrjá mánuði sem hann fékk - hann vissi upp á sig sökina - þangað tU hann las blöðin og sá hvað hvítflibbarnir voru að fá í refsingu." -PP „Ofbeldi í sjónvarpi getur haft áhrif á árásarhneigð barna. Er- lendar rannsóknir haf sýnt fram á það en það er mjög varasamt að yfirfæra niðurstöðu slíkra rann- sókna yfir á þjóðfélagið í heUd og alhæfa að aukin glæpatíðni sé or- sök ofbeldis í sjónvarpi," segir Guðbjörg Hildur Kolbeins fjöl- miðlafræðingur um yfirlýsingar þess efnis að ofbeldisefni í sjón- varpi sé skýring aukinnar ofbeld- isnotkunar ungmenna. Guðbjörg Hildur mun í næstu viku flytja fyrirlestur um þetta efni í Háskóla íslands. „Mér finnst umræðan um fylgni sjónvarpsgláps og ofbeldis ein- kennast af yfirlýsingagleði og sleggjudómum. Á íslandi hafa mér vitanlega ekki verið framkvæmd- ar neinar rannsóknir um þetta efni. Við styðjumst við erlendar rannsóknir og vitum ekki að hve miklu marki við getum yfirfært niðurstöður slíkra rannsókna yfir á íslenskan raunveruleika." Guðbjörg heldur þvi fram að þau ungmenni sem lenf hafi á glapstigum tilheyri ekki þeim hópi sem hangir heima hjá sér á kvöld- in og horfir á sjónvarp. Menn þurfa að líta á aðra þætti sem spila inn í. Til dæmis þurfum við að taka með í reikninginn samband barna og unglinga við foreldra sína. Foreldrar geta spyrnt við áhrifum sjónvarps á börn og ungl- inga með því að fylgjast með því á hvað þau eru að horfa og einnig með því að setjast niður með þeim og horfa á sjónvarpið." Guðbjörg, sem er með BS-próf í blaðamennsku/fjölmiðlafræði, er nú í doktorsnámi í fjölmiðlafræði í Wisconsin-háskóla í Madison í Bandaríkjunum. Hún segir áhuga sinn á áhrifum sjónvarpsgláps á breytni barna og unglinga hafa vaknað þegar hún var í meistara- námi í Minnesota- háskóla. Þá rakst hún á grein sem byggð var á rannsókn sem gerð var við Há- skóla íslands um áhrif bandarísks sjónvarpsefnis á börn og unglinga. „Ég ákvað því að gera mína eig- in rannsókn á áhrifum bandarísks sjónvarpsefnis á skoðanir ís- lenskra ungmenna og viðhorf þeirra til Bandaríkjanna. Það sem kom mér á óvart í könnuninni, sem náði til á fjórða hundrað ung- menna, var að það er sami hópur ungmenna hér á landi sem horfir mikið á sjónvarp óg notar aðra fjölmiðla. I Bandaríkjunum er þessu öfugt farið.“ „Ég komst að því í rannsókn minni hér um árið, sem ég er að vísu að fara að endurtaka á næstu dögum, að skoðanir ungmenna í heild væru mjög myndaðar af því sem þeir hefðu séð í sjónvarpi. Ég komst líka að því að menntun for- eldra hefur mikil áhrif á það hve mikið börn horfa á sjónvarp, því menntaðri sem foreldrar eru því minna sjónvarpsáhorfun tiðkast á heimilum þeirra. Fjölskylduað- stæður hafa því mikil áhrif á hvernig börn nota fjölmiðla." Guðbjörg bendir á að erfða- fræðilegar rannsóknir, sem gerðar hafi verið í Bandaríkjunum á sjón- varpsnotkun barna, bendi til að erfðir geti haft áhrif á sjónvarps- notkun. Því sé ekki fjarstæða að halda því fram að erfðir geti einnig ráðið því hvernig ung- menni noti sjónvarp og hve mikil áhrif það hefur á þau. Guðbjörg Hildur Kolbeins fjölmiðlafræðingur heldur því fram að þau ungmenni sem ient hafi á glapstigum til- heyri ekki þeim hópi sem hangir heima hjá sér á kvöldin og horfir á sjónvarp. Menn þurfi að líta á aðra þætti sem spili inn í. Vib kunnum áb meta bílinn þinn! í dag kl.10 - 15 eru allir viöskiptavinir okkar velkomnir á verkstæöiö.. Komiö meö bílinn og viö metum ástand hans og stillum Ijósin, ykkur aö kostnaöarlausu. Þessi ítarlega skoöun tekur um 0 » 45 mínútur og gefur góöa mynd af ásigkomulagi bílsins og hverju þurfi aö kippa í liöinn. SUÐURLANDSBRAUT 14, SÍMI: 568 1200, BEINN SÍMI: 553 9760

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.