Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1996, Page 33

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1996, Page 33
33 "V LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1996 37 í Grábrókarhrauni eru víða snotrir leyndardómar skammt frá þjóðveginum sem dyljast vegfarendum. DV-mynd Olgeir Helgi Náttúruperlur í Borgarfjarðarháraði: Grábrókarhraun DV, Borgames:_____________________ Grábrókarhraun gleöur ætíð augu vegfarenda sem fara um Norð- urárdal en þjóðvegurinn liggur á löngum kafla í gegn um hraunið. Grábrókarhraun er úfið apalhraun sem runnið hefur úr gjallgígum sem blasa við af þjóðveginum. Grábrók er sýnu stærst þessara gíga og skor- in að vestanverðu af göngustígum en fyrir fáum árum voru gerðir þægilegir og lítt áberandi stígar á fjallið að austanverðu sem rétt er að benda fólki á að nota. Gígarnir voru friðlýstir sem náttúruvætti árið 1962 en þá hafði verið grafið eftir of- aníburði i þeim. Grábrókarhraun er á náttúruminjaskrá. Grábrókargoss- töðvarnar eru á gosbelti sem kennt er við Snæfellsnes og nær frá Grá- brók og vestur til Snæfellsjökuls. Auk þess að vera tilbreyting í sjóndeildarhring vegfarenda geymir Grábrókarhraun ýmsa litla leyndar- dóma sem ekki sjást þegar ekið er um þjóðveginn. Þegar hraunið rann hefur það stíflað Norðurá og mynd- að stöðuvatn. Þar er nú flatlendi austan hraunsins og kallast það Desey. Hreðavatn hefur einnig orð- ið til við að hraunið stíflaði framrás vatnsins. Nokkuð er um hella í Grá- brókarhrauni, flesta litla en a.m.k. einn þeirra er á annað hundrað metrar á lengd og liggur þvert und- ir þjóðveginn um Norðurárdal. Hægt er að fara í gegn um hellinn en hann er mjög þröngur á kafla. Neðarlega í hrauninu, nokkru neðan fossins Glanna í Norðurá, er ákaflega falleg laut. Þar kémur lind fram úr hrauninu milli hraun- klettanna og rennur i litla tjörn. Þar er sannkölluð paradís enda ber stað- urinn nafn með rentu og er kallað- ur Paradís. Víða hafa verið lagðir göngustíg- ar um hraunið og þar eru skemmti- legar gönguleiðir og það er þess virði að staldra við í Grábrókar- hrauni á leið um þjóöveginn. Olgeir Helgi Ragnarsson. Karatedeild HK Karatefélag Vesturbæjar Símar: 555-3435 og 555-3436 KARATE Revkjav?k Reykjavik-Vesturbæ Byrjendanámskeid eru að hefjast!!! Barnaflokkar frá fimm ára Unglingaflokkar Fullorðinsflokkar Fæst í betri snyrtivöruverslunum og apótekum Arshátíðartilboð: varalitur og naglalakk kr. 990 Langarþig í Bridgehátíð 1996 Fimmtánda Bridgehátið Bridgesambands íslands, Bridgefélags Reykjavíkur og Flugleiða verður haldin á Hótel Loftleiöum dagana 16.-19. febrúar. Sveita- keppnin er opin eins og áður en spilað verður nýtt form í tvímenningnum, Monrad- barómeter, 90 spil og fjöldi para verður hámark 120. Eins og undanfarin ár áskilur bridgesambandsstjórn sér rétt til að velja pör í tvímenning bridgehátíðar. Keppt verður um einhver sæti í tvímenning bridgehátíðar í vetrarmitchell BSÍ föstudagskvöldiö 10. febrúar. Verðlaunin verða samtals 18.000 dollarar. Sex er- lendum pörum hefur verið boðið tfl keppninnar, þar á meðal verða ítölsku Evrópumeistararnir og Zia Ma- hmood með sveit og hafa þegar staðfest komu sína. Skráning i mótið er á skrifstofu BSÍ (Sólveig) í síma 587 9360 og er skráningarfrestur í tvímenninginn til miðvikudagsins 31. janúar. Bridgesambandið þarf margt starfsfólk á Bridgehátíð við dreifingu spila og ýmislegt fleira. Þeir sem vilja leggja hönd á plóginn hafi.samband við skrifstofu BSÍ og öll sjálfboðavinna er vel þegin. (slandsmót í parasveitakeppni Skráning er hafin í fjórða Islandsmótið í para- sveitakeppni sem verður haldið í Þönglabakka 1, helgina 27.-28. janúar. Eins og fyrri ár verður spiluð Monrad-sveitakeppni með 16 spÖa leikjum. Miðað er við að keppnin sé um 110 spÖ. Spilamennska hefst klukkan 11 báða dagana. Keppnisgjald er 10.000 krón- ur á sveit og verður spilað um gullstig í hverjum leik. Skráning er á skrifstofu BSÍ og er skráð til fímmtu- dagsins 25. janúar. -ÍS Svæðamót N-vestra á Siglufirði Dagana 20. og 21. janúar verður svæðamót N-vestra i sveitakeppni haldið á Siglufirði. Mót þetta er kjör- dæmamót en gefur jafnframt 3 efstu sveitunum rétt tO þátttöku í undanúrslitum íslandsmóts í sveita- keppni 1996. Mótið hefst klukkan 10 á laugardags- morgun og mótslok eru áætluð um klukkan 19 á sunnudagskvöld. Spflað verður um sflfurstig í hverj- um leik auk þess sem sérstök uppbótarstig verða gef- in, 42 fyrir hvern spilara í fýrsta sæti, 30 fyrir annað sæti og 21 fyrir þriðja sætið. Gert er ráð fyrir aö spiluð verði um það bO 140 spil, allir við alla eða monrad ef þátttaka verður mikfl. Hægt er að reikna út butler ef mikfll áhugi er fýrir því, en þá hækkar gjald á hverja sveit lítiUega. Þátt- tökugjald er krónur 8.000 á sveit. Það kæmi sér vel fyrir mótshaldara ef skráning bærist sem fyrst og í síðasta lagi 17. janúar. Jón Sigurbjörnsson (vs. 467 1350 og hs. 467 1411) og Sigurður Hafliðason (vs. 467 1305 og hs. 467 1650) taka við skráningu og veita nán- ari upplýsingar. sálarransóknarskóla ? □ Vissir þú að í Sálarrannsóknarskólanum eru vandaðir fyrirlestrar og kennsla af hálfu flestra bestu sérfræðinga hér á landi varðandi framhaldslíf okkar, sem og allar þær rannsóknir sem framkvæmdar hafa verið í veröld- inni í dulsálarfræðinni og almennum sálarrannsóknum á þessu afar merkilega máli? - Nefnilega því hvort og hvers konar líf bíði okkar eftir dauðann? - Einnig því hvað raunverulega gerist á þeirri merkilegu stund í lífi hvers manns þegar hann yfirgefur þennan heim hér? >■' '■' ,/ □ Vissir þú að iniklu meira er vitað um hvað raunverulega bíður okkar eftir þetta líf heldur en almennt og opinber- lega er viðurkennt í þjóðfélögum Vesturlanda í dag - af ástæðum sem vart er hægt að kalla neitt nema ótrúlega fordóma og þröngsýni þeirra sem skoðanamynduninni ráða á Vesturlöndum nú á tímum? Hafir þú ekki vitað það sem og fjöldamargt annað sem raunverulega er vitað um miðilssamband við framliðna, orkustöðvar líkamans, „hirnnariki og hel“, og hvemig Idtnir ástvinir okkar raunverulega hafa það þá átt þú ef til vill samleið með okkur? Því að i Sálarrannsáknarskólanum er boðið upp á vandað nám fyrir mjög hófleg skólagjöld um allt er lýtur að hand- anheimafrceðum íþeirra viðustu merkingu. Tveir byrjunarbekkir hefja brátt nám í Sálarrannsóknum I nú á vorönn 96. - Skráning stenduryfir. Hringdu ogfáðu allar nánari upplýsingar um mest spennandi skólann sem í boði er í dag. - Yfir skráningardagana út janúar er að jafnaði svar- að í síma Sálarrannsóknarskólans alla daga vikunnar kl. 14.00 til 19.00. Sálarrannsóknarskólinn - Skemmtilegur skóli - Vegmúla 2 Sími 561 9015 og 588 6050

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.