Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1996, Síða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1996, Síða 52
Sunnudagur Mánudagur Veðrið á sunnudag og mánudag: Fremur hæg breytileg átt Á morgun verður fremur hæg breytileg átt, sums staðar skúrir eða slydduél, hiti 0 til 5 stig. Á mánudaginn verður vaxandi sunnanátt, rigning eða slydda þegar líður á daginn sunnan- og vestanlands., hiti 2 til 5 stig. Veðrið í dag er á bls. 53 HANN VIRÐIST HAFA ÁTT SÍNAR SÆLUSTU STUNDIR Á „HEIMAVISTINNI." FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER Frjálst,óháð dagblað LAUGARDAGUR 13. JANUAR 1996 Flæmski hatturinn: Klettur SU fékk trollið í skrúfuna - í vonskuveðri „Klettur SU er ekki skuttogari heldur tekur trollið inn á siðunni. Hann fékk trollið í skrúfuna í gær og Otto Wathne NS kom honum til aðstoðar og tók hann í tog og er á leið með hann til hafnar á Ný- fundnalandi. Þetta leit heldur illa út í gær vegna þess að spáð var miklu verra veðri en síðan varð. Nú er allt í lagi hjá þeim og ferðin gengur vel,“ sagði Hallur Heimisson, stýri- maður á Dalborg EA, í samtali við DV í gær. Hann sagði að alveg frá áramót- um, að þeir komu á Flæmska hatt- - inn, heföi verið afar leiðinlegt veð- ur. Hver lægðin á fætur annarri hef- ur gengið yfir svæðið og svona fimm til átta vindstig upp á hvern dag. Einstáka sinnum hefur vindur- inn komist í 10 vindstig eða meira. „Eins og gefur að skilja hefur afl- inn hjá skipunum hér á miðunum verið eftir þessu enda afar erfitt að athafna sig í svona veðri,“ sagði Hallur. Hann sagði að íslensku veiðieftir- litsmennirnir, sem áttu að fara um borð í íslensku fiskiskipin á svæð- inu og sem mestar deilur hafa stað- ið um, væru nú um borð í kanadísku varðskipi á leið til Ný- fundnalands. Varðskipið bjargaði áhöfn af grísku flutningaskipi sem lenti í sjávarháska á Flæmska hatt- inum í gær. Nú er það á leið til lands með skipbrotsmenn. „Jú, við urðum varir við eftirlits- mennina. Þeir höfðu samband við einhver skip, þó ekki okkur hér á Dalborginni. Nú eru þeir á leið til lands og ég veit svo sem ekki hvert framhaldið verður, hvort þeir gera aðra tilraun til að koma um borð til okkar,“ sagði Hallur Heimisson. -S.dór brother Litla merkivélin Loksins meö ÞogÐ Nýbýlavegi 28-sími 554-4443 Donald Feeney segir Playboy frá ævintýrum sínum á Islandi: Fékk peninga og gull- kort í pósti á Hraunið - Feeney segist hafa haft ný áform um að ná íslensku stúlkunum Bandaríski ævintýramaðurinn Donald Feeney segir í viðtali við Playboy að hann hafi fengið pen- inga og American Express gullkort sent vestan um haf frá Judy, eigin- konu sinni, í fangelsið á Litla- Hrauni þar sem hann sat fanginn á árinu 1993. Judy faldi peningana og gullkortið í þykkum heillaóskakort- um sem hún sendi manni sínum. Feeney segir í viðtali við blaðið að þegar hann var búinn að safna 2000 dollurum eða um 130 þúsund íslenskum krónum ög kominn með gullkortið í hendur hafi hann ákveðið að brjótast út úr fangels- inu sem hann og gerði. Fjármunina notaði Feeney sið- an til að koma sér úr landi með leiguflugvél sem stefnt var til Fær- eyja en varð að hætta við lendingu þar og var þá lent í Vestmannaeyj- um þar sem Feeney var handtek- inn og færður á ný í fangelsi. Atburðir þessir urðu sumarið 1993 en Feeney hafði í upphafi þess árs reynt að nema á brott frá íslandi tvær dætur Ernu Eyjólfs- dóttur og flytja þær til Bandaríkj- anna til feðra sinna þar. Var James Grayson, faðir annarrar stúlkunnar, með í ráðum eins og kunnugt er af fréttum. Voru þeir félagar dæmdir fyrir tiltækið og fékk Feeney tveggja ára dóm en Grayson þriggja mánaða. Feeney segir að þetta hafi verið fyrstu og einu mistökin sem hann hafi gert á ferli sínum. Feeney líkir fangelsinu á Litla- Hrauni við „heimavist" og segir að hann hafi getið gengið þaðan út hvenær sem honum sýndist. Pen- inga til að nota á flóttanum hafi hins vegar skort því hafi hann orðið að reiða sig á konu sína með peningasendingar. Hann segist hafa laumast út meðan fa,ngaverð- irnir voru að horfa á sjónvarp. Fangelsið segir hann vera á „eyði- legri sléttu nærri smábæ“. Feeney sat í einangrun hér á landi fram á árið 1994 en slapp þá eftir að hafa afplánað helming fangavistarinnar eða eitt ár. Hann hélt þá á ný til Bandaríkjanna og segist í viðtalinu við Playboy þeg- ar hafa hafið undirbúning að nýrri tilraun til að ná dætrum Ernu Eyjólfsdóttur. Ekki greinir hann þó frá hvað hann gerði og ekki heldur hvort öll áform um að ná stúlkunum hafa verið lögð á hilluna. -GK QD ©DQDDQm Danshópurinn Anaké frá Tahiti kom hingað til lands í gær vegna vínsýningarinnar sem stendur yfir í Perlunni um helgina. Það þótti nauðsynlegl að koma við í Bláa lóninu og æfa sporin áður en dansað væri í Perlunni. Nafn hóps- ins er dregið af nýjum drykk sem er sólskinsblanda af koníaki og ástríðuávexti. -em/ DV-mynd GS Flóttamenn frá Bosníu: Koma ekki fyrr en í sumar Búist er við að flóttamennirnir 25, sem íslendingar hyggjast taka við frá Bosníu, komi ekki hingað til lands fyrr en í maí eða júní, að sögn Sesselju Árnadóttur, lögfræðings hjá félagsmálaráðuneytinu, ekki í ársbyrjun eins og áður var gert ráð fyrir. Sesselja segir að starfsmenn Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna í Bosnlu séu nú að kanna hvaða flóttamenn geti snúið heim til sín og hverjir þyrftu að komast til annars lands. í framhaldi af því fari fulltrúar íslenskra stjórnvalda, trú- lega frá Rauða krossi íslands, til Bosníu til að ræða við þá sem hafa áhuga á að koma hingað. Þeir munu velja þá sem eru líklegastir til að spjara sig í íslensku þjóðfélagi. -GHS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.