Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1996, Side 4
4
MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 1996
Fréttir
4 daga réttarhöldum lokið i umfangsmiklu fjársvikamáli þar sem konur voru sviknar:
Þrjátíu og sex vitni í
máli gegn leigubílstjóra
- sakborningurinn ber af sér sakir og segist ekki hafa beitt blekkingum
Þrjátíu og sex vitni voru leidd fyr-
ir fjölskipaðan dóm Héraðsdóms
Reykjavíkur í íjögurra daga réttar-
höldum í sakamáli gegn fyrrum
leigubOstjóra sem er ákærður fyrir
skipulagðar blekkingar og 15,4 millj-
óna fjársvik gegn fjölda fólks, flestu
konum, sem sumar voru með skerta
andlega heilsu.
Nokkrir útibússtjórar banka-
stofnana komu fyrir dóminn vegna
málsins en verulegur hluti vitna-
hópsins var konur sem höfðu á einn
eða annan hátt orðið íjárhagslega
fyrir barðinu á ákærða.
Við réttarhöldin kom fram að
maðurinn, sem er rúmlega fimm-
tugur, hefur valdið mörgum veru-
legu fjárhagslegu tjóni vegna beiðna
hans um lán. Þannig fékk hann fólk-
ið til að gangast í ábyrgðir fyrir sig
vegna bankalána.
Gjaldfallnar eftirstöðvar af lánum
sem fólkið hefur setið uppi með eft-
ir manninn eru 10 milljónir króna -
fyrir utan vexti og kostnað. Höfuð-
stóllinn var um 16 milljónir króna
en hluti hans telst uppgreiddur með
skuldbreytingum.
í dómsyfirheyrslunum kom fram
að hópur kvenna og reyndar einnig
karlmanna aðstoðaði ákærða með
ýmsum hætti. Fæst þekktist fólkið
innbyrðis en allir virtust af vilja
gerðir að aðstoða manninn sem átti
gott með að tjá sig en bar sig hins
vegar illa - hann hefði átt heldur
bágt fjárhagslega - fólk hefði því séð
aumur á manninum og viljað hjálpa
honum.
Fram kom að maðurinn sagðist
hafa verið kominn í fjárhagslega
klemmu og þó lánin hefðu verið
mörg hefði hvert og eitt þeirra átt
að bjarga öllu.
Maðurinn sagðist ekki hafa beitt
fólkið blekkingum en hann er ein-
mitt ákærður fyrir að hafa leynt
slæmri fjárhagsstöðu sinni, stöðu
sem var svo slæm að honum hefði
mátt vera ljóst að honum tækist
ekki að greiða viðkomandi lán.
Ákæran á hendur manninum er í
29 liðum og lýsir umfangsmiklu
fjármálasukki á tímabilinu frá júlí
1991 tO október 1994. Ein kvennanna
átti við alvarleg geðræn vandamál
að stríða. Hana fékk maðurinn til að
vera útgefandi á skuldabréfaláni hjá
Glitni hf. að upphæð 1,7 milljónir
króna og lét hana kaupa nýjan bíl á
hennar nafni sem hann notaði síðan
sjálfur í leigubílaakstur.
Önnur kona var á lokaðri geð-
deild Landspítalans þegar maður-
inn fékk hana til að veðsetja fast-
eign sína fyrir veðskuldabréfaláni
upp á 1,5 milljónir. Til að fá veðleyf-
ið sagði hann konunni að hann ætti
von á tryggingabótum upp á 4 millj-
ónir sem hann fékk aldrei.
Þriðju konuna fékk maðurinn til
að lána sér peninga eða skrifa upp á
skuldabréf eða skuldabréfalán fyrir
samtals hátt í 5 milljónir króna. í
þeirri upphæð felast sjö peningalán
konunnar á örfáum mánuðum síð-
asta árs upp á samtals tæpar 1,8
milljónir auk sjálfskuldarábyrgðar
hennar og reyndar einnig þeirrar
sem var á lokuðu geðdeildinni upp á
2,3 milljónir.
Maðurinn er ákærður fyrir að
hafa blekkt níu aðila í málinu.
-Ótt
Eskifjörður:
Marín fékk
styrk frá
templurum
DV; Eskifirði:
Góður gestur, Jón K. Guðbergs-
son, kom nýlega færandi hendi til
Eskifjarðar á vegum stúkunnar Vík-
ings í Reykjavík og færði þeim hjón-
um Hafsteini Hinrikssyni og Önnu
Óðinsdóttur 100 þús. krónur.
Það er framlag stúkunnar til Mar-
ínar litlu Hafsteinsdóttur, sem á við
alvarlegan hjartasjúkdóm að stríða,
og hefur farið til Bandaríkjanna til
að leita sér lækninga.
Jón Guðbergsson hefur gegnt
stöðu æðsta templars síðustu þrjú
árin og sagði í samtali við DV að
stúkan hefði sl. sumar einnig gefið
500.000 krónur til Barnaspítala
Hringsins í Reykjavík. Þeim hefði
fundist tilvalið að láta gott af sér
leiða austur á fjörðum þegar þeir
fréttu af sjúkdómi litlu stúlkunnar á
Eskifirði.
-ETH
Frá afhendingu gjafarinnar. Talið frá vinstri: Hafsteinn Hinriksson, Marín Hafsteinsdóttir, Anna Óðinsdóttir, Sunna
Hafsteinsdóttir, Asdís Valdimarsdóttir, formaður félagsmálaráðs Eskifjarðar, og Jón K. Guðbergsson.
DV-mynd ETH
Dagfari
Dagsbrún styrkir stöðu sína
Svo fór í stjórnarkjöri í Dags-
brún að A-listinn bar sigur úr být-
um. A-listinn var framboðslisti
fyrrum stjórnar og trúnaðar-
mannaráðs og fékk hann níu pró-
sentustigum meira en uppivöðslu-
liðið sem bauð fram B- lista. Sam-
tals fékk A-listinn 939 atkvæði en
B-listinn 785 atkvæði. Þetta telst á
máli nýkjörins formanns verulega
góður sigur, enda ekki á hverjum
degi sem forystumenn Dagsbrúnar
þurfa að standa í kosningaslag við
sína eigin félaga. Að vísu hefur
stundum áður verið gengið til
kosninga í Dagsbrún en það hefur
meira verið til málamynda enda
stjórnarlistinn alla tíð öruggur um
yfirgnæfandi meirihluta þar sem
stjórnin hefur haft yfir kjörstjórn-
inni að ráða og atkvæðunum líka
og þess vegna verið létt verk og
löðurmannlegt að sigra í kosning-
um. Það má segja að það hafi nán-
ast verið ólöglegt að bjóða fram
gegn sitjandi stjórn sem hefur alla
tið verið annt um að Dagsbrúnar-
menn létu að stjóm og sættu sig
við kjörin sem stjórnin hefur
samiö um. Nú brá svo við að Dags-
brúnarmenn undu illa kjörum sín-
um og sitjandi stjórn og vildu
breytingar. Þetta kom Dagsbrúnar-
forystunni algjörlega í opna
skjöldu enda vissi hún ekki betur
en að hún heföi staðið í ströngu í
samningum í vor og náð fram sex-
tíu þúsund króna lágmarkslaunum
og Dagsbrúnarmenn hafa þannig
verið lægstir allra í launum eins og
fyrri daginn og Dagsbrún er stolt af
því. Hvernig geta menn verið óá-
nægðir með stjórnina og kjörin
þegar samningar hafa gengið jafn
ágætlega og raun ber vitni? Þetta
er ekkert annað en vanþakklæti í
óbreyttum verkamönnum í félag-
inu og stjómin kannast ekki við
þessa menn og rekur upp stór augu
þegar þeir sjást og voga sér að rífa
kjaft. Hvað er með þessa menn?
sagði Dagsbrúnarstjórnin. Hvaðan
koma þeir? Hvað vilja þeir? Ný-
kjörinn formaður er samt nógu
víðsýnn til að fallast á að kynna
sér viðhorf minnihlutans og ætlar
að kanna afstöðu stjórnarinnar til
þessara óróaseggja og fá úr því
skorið hvort stjómin vilji hafa þá í
félaginu. Stjómin hefur hingað til
verið mynduð af þeim sem sitja í
stjórn og trúnaðarmannaráði, elli-
lifeyrisþegum og handbendum
þeirra sem njóta góðs af því að eiga
vini í stjórninni og nú, þegar í Ijós
kom að kosningaþátttaka var rúm-
lega helmingur atkvæðabærra
manna í félaginu, liggur það fyrir
að íjöldinn allur af Dagsbrúnar-
mönnum hefur tekið þátt í kosn-
ingunni sem hingað til hefur ekki
gert það. Með öðrum ’ orðum:
óbreyttir og óviðkomandi Dags-
brúnarmenn eru famir að skipta
sér af því hvernig félaginu er
stjórnað og stjórnin er forviða á
þessum áhuga og ætlar að kanna
hann. Þetta kemur henni algjör-
lega í opna skjöldu. Samt var búið
að varðveita kjörskárnar vel og
vandlega og meina B-listanum um
ýmiss konar fyrirgreiðslu og allir
sáu að þessir menn vom fjandsam-
legir Dagsbrún og ætluðu að taka
völdin af ellilifeyrisþegunum sem
hafa haldið félaginu gangandi. Svo
að ekki sé talað um stuðning þeirra
við stjórnina sem hefur margsinn-
is sagt mönnum frá því að það sé
ekkert upp á stjórnina að klaga.
Einhvern veginn verður að hafa
þessa menn góða, segir nýkjörinn
formaður og ætlar sér augsýnilega
að hafa tal af þessum félagsmönn-
um sínum sem verður að teljast
lofsvert framtak hjá formanni sem
hingað til hefur látið þá afskipta-
lausa. Hann ætlar að finna það út
hvað sé að í Dagsbrún? Þannig má
með sanni segja að stjórnarkjörið í
Dagsbrún hafi tekist vel því ekki er
völ á betri formanni en akkúrat
þeim sem veit ekki hvað er að í
Dagsbrún en vill fyrir alla muni fá
vitneskju um það. Svoleiðis forystu
hefur Dagsbrún aldrei haft áður.
Dagfari