Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1996, Síða 6
6
MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 1996
Viðskipti
DV
Formannskosning í fyrsta sinn hjá Verslunarráðinu:
Kolbeinn í Myllunni
gefur kost á sér
- á aðalfundi ráðsins 15. febrúar
Hækkandi
vísitölur
Víðtæk dreifing
Visa-debet-
korta í Evrópu
Samkvæmt könnun ráðgjafar-
og endurskoðunarfyrirtækisins
Coopers & Lybrand í Evrópu á
viðtöku debetkortanna Visa El-
ectron og Maestro, sem
Eurocard er með, kemur í ljós
að Visa er með talsvert meiri út-
breiðslu. í árslok 1995 var áætl-
að að viðtökustaðir Visa Electr-
on væru um 513 þúsund í Evr-
ópu en viðtökustaðir Maestro
um 333 þúsund. Maestro debet-
kortin eru algengari í S-Evrópu,
í löndum eins og Spáni og Portú-
gal þar sem 75% viðtökustaða
þeirra í Evrópu eru.
VKS fær gæða-
vottun
Nýlega veitti Vottun hf. Verk-
og kerfisfræðistofunni, VKS,
vottun samkvæmt hinum alþjóð-
lega staðli ISO-9001. VKS er
fyrsta íslenska hugbúnaðarfyrir-
tækið og jafnframt fyrsta ís-
lenska ráðgjafarfyrirtækið sem
fær gæðavottun en áður hafa 11
íslensk fyrirtæki í ýmsum grein-
um fengið slíka vottun.
Forráðamefin VKS telja þetta
merkan áfanga í því að auka
möguleika íslenskra hugbúnað-
arfyrirtækja á að taka að sér
verkefni erlendis, sérstaklega á
EES-svæðinu. Fleiri hugbúnað-
arfyrirtæki stefna að gæðavott-
un enda hafa tekjur þjóðarbús-
ins af útflutningi hugvits og
hugbúnaðar aukist ört undan-
farin misseri. Er talið að útflutn-
ingsverðmætið hafi numið 1
milljarði á síðasta ári. -bjb
Þriðja bakaríið
á Skagann
DV, Akranesi:
Þriðja bakaríiö á Akranesi
verður opnað um mánaðamótin
þegar Ráðhúsbakaríið tekur til
starfa á neðri hæð stjórnsýslu-
hússins. Eigendur bakarísins
eru Áki Jónsson bakari, Heimir
Jónasson og Hafsteinn Gunnars-
son. Fimm manns fá vinnu i
bakaríinu. Það verður því nægt
bakkelsi á borðum Skagamanna
á næstunni.
-DÓ
Aðalfundur Verslunarráðs ís-
lands fer fram 15. febrúar næstkom-
andi. Fundurinn markar tímamót í
sögu ráðsins að því leyti að í fyrsta
sinn verður formaður þess kosinn
sérstaklega af félagsmönnum í al-
mennum kosningum.
Til þessa hefur framkvæmda-
stjórnin tilnefnt formann úr aðal-
stjóm sem aðalfundarmenn hafa
samþykkt. Einar Sveinsson, fram-
kvæmdastjóri Sjóvár-Almennra, hef-
ur verið formaður Verslunarráðs
síðustu fjögur ár en hann gefur ekki
kost á sér áfram. Sömu sögu er að
segja um Kristin Björnsson, forstjóra
Skeljungs, sem verið hefur varafor-
maður. Frestur til að skila inn fram-
boði til for-
manns rennur
út á morgun. í
gær var aðeins
vitað um einn
mann sem ætl-
aði að gefa kost
á sér en það er
Kolbeinn Krist-
insson, fram-
kvæmdastjóri
Myllunnar.
Kolbeinn
staðfesti í sam-
tali við DV að hann hefði áhuga á
að taka að sér embætti formanns
Verslunarráðs. Hann hefur verið í
aðalstjórn ráðsins undanfarin sex
ár og setið í fimm manna fram-
kvæmdastjórn síðustu fjögur ár.
Kolbeinn hefur verið framkvæmda-
stjóri Myllunnar um nokkurra ára
skeið.
„Ég þekki Verslunarráðið nokkuð
vel. Það eru mörg áhugaverð mál í
gangi og á aðalfundinum verður
mótuð ný stefna til næstu ára.
Margt er í deiglunni varðandi sam-
keppnismál, einkum milli hins op-
inbera og einkageirans, sem ég hef
mikinn áhuga á að vinna að. Mín
helstu baráttumál tengjast sam-
keppnismálunum. Ég nefni fjar
skiptamál og landbúnaðinn þar sem
draga þarf úr afskiptum hins opin-
bera,“ sagði Kolbeinn. -bjb
Byggingarvísitalan hefur
hækkað um 1,5% frá því í des-
ember en Hagstofan hefur reikn-
að nýja vísitölu eftir verðlagi
um miðjan janúar. Talan reynd-
ist vera 208,5 stig og gildir hún
fyrir febrúar nk. Samsvarandi
vísitala miðuð við eldri grunn
er 667 stig. Undanfarna þrjá
mánuði hefur vísitalan hækkað
um 1,6% sem jafngildir 6,6%
verðbólgu á ári.
Miðað við meðallaun i desem-
ber hefur Hagstofan einnig
reiknað nýja launavísitölu. Hún
er 141,8 stig og hækkaði um
0,2% frá fyrra mánuði. Samsvar-
andi launavísitala, sem gildir
við útreikning greiðslumarks
fasteignaveðlána, er 3098 stig.
200 milljóna
krani
Eimskip hefur gengið frá
samningum um kaup á nýjum
hafnarkrana í Sundahöfn fyrir
200 milljónir króna. Þessi fjár-
festing er í tengslum við breyt-
ingar á siglingakerfi félagsins
sem koma til framkvæmda í maí
á þessu ári. Kraninn verður tek-
inn í notkun um það leyti.
Kraninn er færanlegur á hjól-
um og verður notaður bæði á
Kleppsbakka og Sundabakka.
Hann er mjög afkastamikill og
getur þjónað skipum allt að 9
gámaraðir á breiddina og híft
allt að 80 tonn.
Alþjóða lif-
tryggingarfé-
lagið
þrjátíu ára
Samtök iðnaðarins afhentu í annað sinn Silfurskelina við opnun umbúðasýningar sem haldin var í Perlunni um síð-
ustu helgi. Silfurskelin er veitt þeim aðila sem stendur að bestu íslensku vöruumbúðunum. Alls bárust að þessu
sinni 90 tilnefningar um 300 umbúðir. Silfurskelina hlutu Kjötiðja KÞ á Húsavík og hönnuðurinn Jón Ásgeir Hreins-
son fyrir Gjafaumbúðir fyrir Húsavíkurhangikjöt. Norðurpóll á Húsavfk framleiddi umbúðirnar. Á myndinni eru, frá
vinstri, Páll G. Arnar frá Kjötiðju KÞ, Jón Ásgeir og Sigmundur Hreiðarsson frá Kjötiðju KÞ með verðlaunin sem Har-
aldur Sumarliðason, formaður Samtaka iðnaðarins, afhenti. DV-mynd GS
Kolbeinn
Kristinsson.
Enn lækkar alverðið
Álverð á heimsmarkaði hefur fariö
lækkandi síðustu daga. Staðgreiðslu-
verðið var 1.536 dollarar tonnið í gær-
morgun þegar viðskipti hófust í
London. Þaö er ríflega 4% lægra verð
en fyrir viku. Frá því fyrir jól hefur
álverðið lækkað um tæp 10%. Lækk-
unin er einkum komin til vegna sí-
aukinna birgða hjá stærstu framleið-
endunum og um leið hefur framboðið
aukist verulega. Þannig jukust birgð-
irnar um 48 þúsund tonn milli mán-
aðanna nóvember og desember.
Markaðssérfræðingar reikna með
enn lækkandi verði næstu vikurnar.
Hlutabréfaviðskipti í síðustu viku
námu alls um 40 milljónum króna.
Þar af voru viðskipti um kerfi Verð-
bréfaþings, VÞÍ, og Opna tilboðs-
markaðarins, OTM, upp á um 36
milljónir króna. Utanþingsviðskipti
námu því aðeins um 4 milljónum.
Af þeim viðskiptum sem fóru fram
um VÞÍ og OTM var mest höndlaö
með bréf Þormóðs ramma eða fyrir
11,6 milljónir. Þar á eftir komu bréf
Útgeröarfélags Akureyringa með 5,2
milljónir, Flugleiðabréf með 3,7 millj-
ónir og hlutabréf Haraldar Böðvars-
sonar fyrir 3,2 milljónir.
Hlutabréfaverð hefur verið að
hækka ef marka má þingvísitölu hluta-
bréfa sem náðu sögulegu hámarki sl.
mánudag, 1411 stigum. Þingvísitala
húsbréfa hefur sveiflast upp og niður,
var síðast 144 stig á mánudag.
Einn togari, Haukur GK, landaði í
erlendum höfnum í síðustu viku, sam-
kvæmt upplýsingum Aflamiðlunar
LÍÚ. Haukur seldi 161 tonn í Bremer-
haven fyrir tæpar 30 milljónir króna
sem er nokkuð góð sala miðað við það
sem á undan hefur gengið. t gámasölu
í Englandi seldust 190 tonn fyrir tæp-
ar 28 milljónir króna.
Undanfarna viku hefur gengið doll-
ars og jens hækkað en pundið hins
vegar lækkað. Þýska markið hefur
haldist svipað, sölugengi þess var
45,29 krónur í gærmorgun. Dollarinn
var skráður á 66,70, pundið á 100,95 og
jenið á 0,6321 krónu. -bjb
Skipasölur
155,66
200
Dollar
Gámaþorskur
Mark
150
45,29
Jen
1350
1300
Þingvísit. húsbr.
Alþjóða líftryggingarfélagið er
30 ára um þessar mundir. Félag-
ið var stofnað 22. janúar 1966 í
samvinnu íslenskra aðila og
breska líftryggingafélagsins The
International Life Insurance
Company, sem var samtarfsaðili
félagsins fyrstu árin. Félagið er
nú alfarið í eigu islenskra aðila.
í byrjun ársins voru á tíunda
þúsund einstaklingar tryggðir
hjá félaginu.
Markaðshlutdeild félagsins í
líftryggingum er um 22%. Á síð-
asta ári hóf félagið, fyrst ís-
lenskra líftryggingafélaga, sölu
á Sjúkdómatryggingu. Hún hef-
ur hlotið góðar viðtökur en
tryggingin greiðir bætur vegna
stórra aðgerða eða við greiningu
á alvarlegum sjúkdómum eins
og krabbameini og hjartaáfalli.
-bjb
Fyrsti „kúnninn"
Hér afhendir Sigurður S. Bjarna-
son, framkvæmdastjóri bflaleig-
unnar Hassó-ísland, til vinstri,
fyrsta viðskiptavininum bíl-
lyklana að Fiat Punto, einum af
10 bílum leigunnar sem tók til
starfa í síðustu viku .DV-mynd S