Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1996, Síða 10
10
LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1996
Persónuleikann má lesa úr skriftinni
segir Einar Þór Einarsson sem leggur stund á rithandarfræði
Líklega dettur flestum í hug sönn-
unargagn í sakamáli þegar rithand-
arfræöi er nefnd á nafn. Svo er þó
ekki. Rithandarfræði eða grafólógía
er gömul fræðigrein sem sumir
segja að hjálpi mönnum að skil-
greina persónuleika manns út frá
rithönd hans.
Einn þeirra sem fást við rithand-
arfræði hér á landi er Einar Þór
Einarsson, eða Einharr, eins og
hann skrifar nafn sitt eftir fornum
rithætti þess.
En hvers vegna skyldi maður svo
sem vera að láta skilgreina skap-
gerð sína gegnum rithöndina? Er
nokkurt gagn að slíku? Eða gaman? .
Hver er maðurinn?
„Þetta eru spurningar sem eru
æði oft lagðar fyrir mig þegar rit-
handarskoðun ber á góma. Þætti
þér gagn í að-fá vísbendingu um já-
kvæðan eiginleika sem þú býrð yfir
en hefur ekki haft hugmynd um
hingað til? Nú, eða leiðan ágalla
sem þú hefðir möguleika á að betr-
umbæta eða jafnvel uppræta væri
þér bent á hann?
Og hvað um aðra? Þekkirðu þína
nánustu? Veistu raunverulega hvað
býr að baki sléttu og felldu yfirborði
mannsefnisins? Málið er að ytra
borðið, fasið, viömótið, talsmátinn,
segir okkur ýmislegt um skapgerð-
ina, karakterinn, en langt í frá allt.
Margt er hulið, viljandi eða óvilj-
andi, bæði fyrir okkur sjálfum sem
og öðrum.
Að komast að því hvað að baki
býr er eitt af markmiðum grafólógí-
unnar.“
Hvað er grafólógía eiginlega?
„Heiti greinarinnar, graphologia,
gefur nokkra vísbendingu um það.
Mér er tjáð að orðið sé komið úr
grísku: grapho: rit eða skrift, logia:
vísindi; ergo: rit- eða skrifvísindi - í
daglegu tali rithandarfræði en þó
oftar einfaldiega grafólógía.
Mér feflur skilgreining Madame
Gabrielle Beuchataud, eins þekkt-
asta rithandarsérfræðings Frakka á
þessari öld, á faginu einna best:
Grafólógía er listin að skilgreina
karakter manna með því að rann-
saka rithönd þeirra.
Karakter skilgreinir annar
Frakki, René Le Senne, svo að harm
sé „eingöngu" þeir andlegu eðlis-
kostir sem mönnum eru búnir við
fæðingu.
í framhaldi af því telur Le Senne
persónuleikann ekki aðeins vera
karakterinn einan saman heldur sé
hann myndaður eða uppbyggður af
erfðaeiginleikunum, að viðbættum
þeim þáttum sem við hafa bæst með
áhrifum frá fæðingu af örlagavöld-
um hans, til aö mynda umhverfi,
menntun, fjölskyldu, þjóðmenningu,
þjóöfélagsbakgrunni, reynslu,
o.s.frv.
Ég fellst á þessar skýrgreiningar
og reyni að taka tillit til þeirra við
greiningar mínar.“
ákk áhugann
fyrir 40 árum
Ertu nýbyrjaður að fást við þetta?
„Nei, ekki alveg. - Ætli það séu
ekki nálægt 40 ár síðan ég fyrst fékk
áhugann og eignaðist mína fyrstu
bók um fagið. Fljótlega gekk ég í
bandaríska rithandarsérfræðingafé-
lagið. Það æxlaðist þó þannig að ég
þreyttist með tímanum á grafólóg-
íunni - og lófalestrinum, sem ég
lagði einnig stund á - vegna þess að
ég fékk hvergi frið fyrir útréttum
lófum og rissuðum miðum á manna-
mótum. Allir vildu fá að vita um
ágæti sjálfra sín. Ég tilkynnti því
einfaldlega að hæfileikar mínir til
að ráöa í skapgerð manria væru ger-
samlega uppurnir og horfnir mér. -
Með sjálfum mér ákvað ég hins veg-
ar að þessi mál skyldu geymd en
ekki gleymd uns mér gæfist tími og
aðstæður til þess að sinna þeim - á
fullu!"
- Og nú hefur stundin runnið
upp, eða hvað?
„Einmitt!. Ég var.reyndar..búinn
að forgangsraða nokkrum af áhuga-
málum mínum fyrir margt löngu -
þeim sem ég skyldi dudda mér við í
ellinni þegar ég fengi ekki lengur
að sinna brauðstritsdjobbinu við
endurskoðun hjá Skattstofu
Reykjavíkur. Fremst myndu
fara grafólógía, lófalestur,
tómstundamálun og ritstörf - í
þessari röð.“
Allt skoðað í sam-
hengi
- Hvernig fer síðan skoðunin
eða rannsóknin fram?
„í stuttu máli svona: Athugað er
sýnishorn af skrift viökomandi, ca
15 til 20 línur á óstrikuðum pappír,
helst A4, með fullri undirskrift
(ekki skammstöfun). Best verður
sýnishornið ef sjálfblekungur
er notaður.'Kúlupenni er tek-
inn gildur þótt nokkuð
erfitt sé að sjá drætti eða
þyngd skriftarinnar ef
skrifað er með kúlu-
penna. Blýantur eða filt-
penni er ekki nothæfur
í þessu skyni. - Gott er
að þetta sé ritað sem
eðlilegast og afslakað-
ast; ágætt að hafa það
í sendibréfsformi.
Efnið má vera hvað
sem er en þarf þ
að koma frá ritar
anum sjálfum -
ekki skrifað upp
úr bók eða öðru
prentmáli.
Fram þarf að
koma aldur og
kyn (ef það
sést ekki
vegna er-
ekki. Með skipulagi er átt við að
ekki sé ritað í belg og biðu í alger-
um ruglingi, stafirnir misstórir,
halli stafa, orða og lína misvísandi,
o.s.frv.
Næst er skoðað hvernig ritarinn
hefur (óafvitandi væntanlega) kom-
ið textanum sínum (15 línunum)
fyrir á blaðinu. Hefur ritari t.a.m.
kosið að koma línunum sínum fyrir
efst á blaðinu? Neðst kannski, yst til
hliðar eða á því miðju? í framhaldi
af því þarf að athuga hvort orðun-
um hefur verið dritað niður vítt og
breitt um blaðið þannig að
kannski sé vart hægt
að greina línu-
skil. Eða
hvort þau
séu svo
sam-
irnir til vinstri? Til hægri? Eru þeir
kannski lóðréttir? - Eða hallast jafn-
vel sitt á hvað?
Stærðin. - Er skriftin stórkarla-
leg? Smágerð? Fínleg? Gróf?
Áttin sem ritað er í, hver er hún?
Grunnlínan, skriflínan? Hefur
verið skrifað í beinni línu lárétt yfir
örkina? Stefna þær upp á við? Éru
þær í bylgjum?
Hraðinn. Er þetta rólegheita-
skrift? Hröð? Óreglulegur hraði?
Og þannig er skoðað áfram. Farið
er yfir öll þau atriði skriftarinnar
sem rithandarfræðingurinn telur
nauðsynleg í hverju tilfelli, ekki síst
þau sem gefa til kynna einhverja
sérstöðu ritarans - í hverju hann er
frábrugðinn meðbræðrum sínum. -
Þessi atriði skipta hundruðum. í
hverri einstakri rithönd má finna
nokkra tugi sem alla þarf að skoða
og meta með tilliti til heildarinnar."
Andartak! Með þessum atriðum
og merkingu þeirra, áttu þá við t.d.
að sá sem skrifar upp á við geti ver-
ið bjartsýnismaður en hinn sem
skrifar niður á við sé bölsýnn, eins
og maður hefur heyrt?
„Einmitt! Þarna hittirðu naglann
á höfuðið. Þetta er að vísu nokkur
einfoldun. Grunnlínan gefur reynd-
ar margt fleira til kynna því eins og
ég sagði verður að skoða hvert at-
riði með tilliti til heildarinnar."
Undirskrift
andlit ritarans
„Undirskriftin leiðir hins vegar í Ijós hvaða andlit ritarinn hefur tamið sér að setja upp gagnvart umheiminum; hún
er eins konar „sálrænt boðskort", eins og Jacoby orðaði það,“ segir Einar Þór Einarsson.
hOt
J______L
I 1 l • l l
1,11111
_LéI
Lesa má m.a. staðfestu,
kraft úr grunnlínunni.
bjartsýni, þunglyndi eða innri
Hvort ritari sé með skopskyn eða hvort
hann sé þrjóskur má m.a. lesa úr i-in .
Mörg önnur persónueinkenni má
lesa úr t-inu.
lends uppruna nafnsins). Síðan þarf
að taka fram hvort hann sé rétthent-
ur eða örvhentur."
- Og framhaldið?
„Sú aðferð sem ég beiti við skoð-
unina, en ég kalla hana skoðun en
ekki rannsókn, til þess er athugun-
in ekki nógu gagnger, er ein sú al-
gengasta, enda almennt viðurkennd
og kennd í fag- og háskólum. Hún
fer í stórum dráttum svona fram:
Byrjað er á eins konar frumat-
hugun á „gæðum“ rithandarinnar.
Það skal tekið fram að með „gæð-
um“ er ekki átt við það sem leik-
urð“ hennar. „Fegurð" á skrift er
allt önnur að mati rithandarskoðara
en leikmannsins.
Reynt er að gera sér grein fyrir -
í stórum dráttum - hvers konar kar-
akter stendur að baki skjalinu.
Þetta er heildar- eða yfirlitsmat á
rithendinni. Skoðarinn spyr sig,
m.a., eftirfarandi spurninga: Er
skriftin skipulögð? Hver er innri
kraftur ritarans? Innra samræmi
skriftarinnar? Rytmi? Frumleiki?
Hvort skrift er skipuleg eða ekki
ræður því reyndar hvort mögulegt
er að nota hana til greiningar á
maður.. nxyndi kannski nefna „feg- skapgerðareiginleikum ritarans. eða
þjöppuð að þau séu nánast hvert
ofan í öðru, o.s.frv. Hvernig hann
stendur að þessu gefur vísbendingu
um sérstaka andlega eiginleika bréf-
ritarans. Þessi einkenni hafa þó alls
ekkert gildi nema þau séu skoðuð í
samhengi við önnur einkenni og að
teknu tilliti til heildarinnar.
Athuga verður allt
Þar sem alltof langt mál yrði að
útlista rithandargreininguna í smá-
atriðum læt ég nægja eftirfarandi
upptalningu nokkurra þátta:
Hvort er skriftin regluleg eða
.óregluleg? Stafahallinn. Hallast staf-
„Einu atriði rithandarinnar má
aldrei gleyma þegar karakter er
skilgreindur grafólógískt. Það er
hvað mikilvægast þótt eitt og sér
segi það ekki ýkja mikið. Aðeins
þegar það er skoðað í samhengi og
með samanburði við skriftina i
heild öðlast það vægi. Þetta er und-
irskriftin. Án hennar höfum við
karakterinn berstrípaðan eins og
skriftin sýnir ritskoðaranum hann.
En út í þá sálma yrði alltof langt
mál að fara.“
Svona í lokin: Er hægt að hafa
nokkurt gagn af þessu?
„Merkilegt nokk eru rithand-
ar„analýsur“ fyrst og fremst stund-
aðar gagnsins vegna en ekki ánægj-
unnar. Þær skiptast raunar í nokkr-
ar gerðir eða stig. Hver verður fyrir
valinu fer eftir þörfum notandans,
þess sem biður um analýsuna.
Ef við hugsuðum okkur greining-
arnar í myndformi, eins og evrópsk-
ir grafólógar gera, flestir held ég, þá
myndi sú fyrsta og einfaldasta kall-
ast skissa; einungis frumdrættir
karaktersins eru þá greindir en þó
„teiknaðir" nægjanlega skýrt til
þess að unnt sé að þekkja hann frá
öðrum. Annað stigið myndi þá vera
prófill eða vangamynd mannsins -
og sú þriðja portrett hans. - Þær
tvær síðari skiptast síðan eftir því
til hvers á að nota upplýsingarnar.
Tíminn sem fer í rannsóknirnar og
úrvinnsluna ræður
síðan mestu um
hvernig þær eru
verðlagðar. Hver
slík analýsa kostar
tugi þúsunda króna.
Mínar eigin rit-
handargreiningar
myndu kannski
helst flokkaðar sem
„léttur prófilf'. Slík
greining er fyrst og
síðast hugsuð til
gamans ger - enda
oft notuð til tæki-
færisgjafa - þótt
megi sjálfsagt af
henni hafa. Ég er heldur hvorki
langskólalærður grafólóg né með
langa reynslu - en aðeins fagmenn á
þessu sviði láta grafólógísk portrett
frá sér fara. Þau eru gerð fyrir
stofnanir og atvinnufyrirtæki og
eru af ýmsu tagi, allt eftir þörfum
notandans eins og ég sagði áðan.
Mjög oft eru þau þannig uppbyggð
að þau auðveldi mannaráðningar,
t.d. sem viðbót við hinar hefð-
bundnu upplýsingar sem krafist er
þegar ráðið er í stöðu, ekki síst ef
um er að ræða hálaunaða ábyrgðar-
stöðu. -PP
nokkurt gagn