Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1996, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1996, Qupperneq 12
12 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1996 J3"V erlend bóksjá Ættarsagan sem ýtti Rushdie til hliðar Metsölukiljur Bretland Skáldsögur: 1. Charles Grant: X-Flles 1: Gobllns. 2. Charles Grant: X-Files 2: Whlrlwind. 3. George Dawes Green: The Juror. 4. Davld Guterson: Snow Falling on Cedars. - 5. Kate Atkinson: Behind the Scenes at the Museum. 6. Michael Ridpath: Free to Trade. 7. Colln Forbes: Fury. 8. Pat Barker: Regeneration. 9. Peter Hoeg: Mlss Smill'as Feeling for Snow. 10. Dlck Francis: Wild Horses. Rit almenns eölis: 1. Wlll Hutton: The State Welre In. 2. Alan Bennett: Writing Home. 3. Andy McNab: Bravo Two Zero. 4. Nelson Mandela: Long Walk to Freedom. 5. S. Blrtwistle & S. Conklln: The Making of Pride and Prejudlce. 6. Ranfurly: To War with Whitaker. 7. Jung Chang: Wlld Swans. 8. N.E. Genge: The Unofficlal X-Files Comnpanion. 9. S. Nye & P. Dornan: The A-Z of Bahaving Badly. 10. I. Botham & P. Hayter: My Autobiography. (Byggt á The Sunday Times) Danmörk 1. Mary Wesley: Forestllllng om kærllghed. 2. Llse Norgaard: Kun en pige. 3. Llse Norgaard: De sendte en dame. 4. Jung Chang: Vllde svaner. 5. Klrsten Thorup: Elskede ukendte. 6. Ken Hoime: Marvfolket. 7. Robert Goddard: Hábet var en fremmed. (Byggt á Politiken Sendag) vísindi Gott fyrir grjónin Erfðaverkfræðingar hafa nú beint sjónum sínum að hrísgrjón- um, sem eru helsta fæða um helming mannkynsins. Þeim hef- ur tekist að finna gen sem veitir hrísgrjónum mótstöðukraft gegn bakteríu einni sem getur gert mikinn usla. Vísindamennimir, sem starfa í Kalifomíu, hafa splæst geninu í hrísgrjónafrumur í tilraunastof- unni. Þeir ræktuðu 1500 plöntur og skáru þær síðan með skærum sem báru óværuna. Tíu dögum síðar voru 50 þeirra enn við góða heilsu. Búist er við að hrísgrjónaupp- skera muni aukast mikið, í fyrstu að minnsta kosti, þegar til- raunirnar flytjast út á hris- I gijónaakrana. Fyrsta glasagórillan Górilluynjan Rosie í dýragarð- inum í Cincinnati í Bandaríkj- unum eignaðist nýlega 7 marka dóttur, fyrstu glasagórilluna sem fæöst hefur. Litla dóttirin fædd- ist fimm vikum fyrir tímann. Vísindamenn tóku 12 egg úr Rosie í mars í fyrra og frjóvguðu þau með sæði úr górillu dýra- garðsins í Omaha og reyndust átta þeirra nothæf eftir það. Þrjú voru sett í móöurlíf Rosie og fimm eru varðveitt í dýragarðin- um en þau verða notuð siðar. Umsjón Guðlaugur Bergmundsson Kvenrithöfundar hafa oft kvartað undan því að konur hafi í reynd ekki sömu möguleika og karlmenn til að vinna til þekktustu bók- menntaverðlauna Bretlands. Þótt tölur frá liðnum árum virðist styðja þá fullyrðingu er ljóst að nú í vetur hafa kvenkynsrithöfundar heldur betur slegið karlpeningnum við að þessu leyti. Undir lok síðasta árs hlaut Pat Barker Booker-verðlaunin fyrir skáldsögu sína The Ghost Road sem ijallar um fórnarlömb villimennsku fyrri heimsstyrjaldarinnar. Þessi þekktustu bókmenntaverðlaun Breta færa yinningshafanum meira en tvær milljónir króna í aðra hönd og stóraukna sölu þeirrar bókar sem verðlaunin hlýtur hverju sinni. Bók ársins Verðlaun sem kennd eru við Whitbread-fyrirtækið gefa nokkru hærri fjárhæð en Bookerinn en hafa hins vegar ekki hlotið sömu virð- ingarstöðu í breskum menningar- heimi. Þau einskorðast ekki við skáldsögur - ná einnig til fræðibóka og ævisagna. Að þessu sinni stóð valið á milli ritverka, ýmist eftir óþekkta eða heimsfræga höfunda. Þar fór fremstur í ílokki Salman Rushdie » með skáldsöguna Síðasta andvarp Márans sem varð undir í samkeppn- inni við The Ghost Road um Bookerinn. Ný bók um stjórnmála- skörunginn Gladstone eftir Roy Jenkins var einnig af mörgum talin líkleg til að hljóta titilinn „Bók árs- ins“ hjá Whitbread-dómnefndinni. Það fór á annan veg. Kate Atkin- son, sem er 44 ára, sló þessum köpp- Loftslag skoðað á suðurskautinu Vísindamenn frá sex löndum eru að undirbúa jarðboranir á Suður- skautslandinu til að kanna lofts- lagsbreytingar sem urðu á jörðinni fyrir rúmum 40 milljónum ára. Ætl- unin er að reyna að komast að því hvort ísbreiða hafi hulið Suður- skautslandið á þessum tíma. Með því að rannsaka hver áhrif tímabil þiðnunar og frystingar höfðu á sjávarhæð gera þeir sér vonir um að öðlast innsýn í áhrifin af gróður- húsaáhrifunum sem nú er mikið talað um. „Ég held ekki að við munum komast að niðurstöðu með þessu eina verkefni en ég tel það vera nokkuð mikilvægan áfanga. Þetta er leiðin sem við verðum að fara til að auka þekkingu okkar á fortíð- inni,“ segir Peter Bárrett, jarðfræð- ingur við Victoria háskólann á Nýja-Sjálandi. Steingervingar, sem sumir hverj- ir eru 200 milljóna ára gamlir, sýna að Suðurskautslandið var eitt sinn skógi vaxið og að risaeðlur vöpp- uðu þar um. Barrett segir að vísindamenn séu ekki einhuga um hvort ísbreiður þöktu Suðurskautslandið öðru hverju fyrir meira en 36 milljónum ára þegar loftslagið kólnaði mjög. Vísindamennirnir ætla að reyna að komast að því með því að bora niður og leita að vísbendingum um ísmyndun þar sem ísinn hefur mulið grjótið og skilið eftir sig blöndu sands, steina og leðju. Boranir hefjast í október og vega bortækin 150 tonn. Hópar vísinda- manna munu vinna allan sólar- hringinn við að rannsaka borkjarn- ana á borsvæðinu, í nærliggjandi WHITBREAD Kate Atkinson við afhendingu verð- launanna fyrir Bók ársins í Bret- landi. Umsjón Elías Snæland Jónsson um báðum við með frumraun sinni sem skáldsagnahöfundur, Behind the Scenes at the Museum. Formað- ur dómnefndar hefur skýrt svo frá að bók hennar hafi fengið flögur at- kvæði en þrír nefndarmanna hefðu verið á bandi Rushdies. Furðu lostin „Ég er furðu lostin," sagði Atkin- son þegar úrslitin lágu fyrir og það voru reyndar fleiri. Sagan hennar hafði hins vegar þegar komist á metsölulista í Bretlandi og er líkleg til vinsælda. Þetta er ættarsaga sem bækistöðvum og í bandarískri rann- sóknarstofu á Suðurskautslandinu segir frá alþýðufjölskyldu í York, þar sem Átkinson ólst reyndar upp í einsemd, frá því fyrir síðustu alda- mót og langt fram á tuttugustu öld- ina. Atkinson er fráskilin og býr með tveimur dætrum sinni úr hvoru hjónabandinu. Þær eru 13 og 20 ára. Um þrítugt sagði hún skilið við eig- inkonuhlutverkið, tók þátt í mót- mælaaðgerðum kvenna við Green- ham Common og fór að skrifa smá- sögur. Hún vann í smásagnasam- keppni bresks kvennablaðs árið 1988 og hóf fljótlega eftir það að vinna að skáldsögunni sem nú hef- ur fært henni frægð og frama. Hún er ófeimin að láta í Ijósi óhefðbundnar skoðanir sínar á fjöl- skyldunni: „Fjölskyldan er ofmetin . .. Hún eru í sjálfu sér óeðlileg. Okk- ur er ætlað að vera hluti af mun stærri heild . . . Karlmenn hafa brugðist mér og ég hef brugðist þeim. Karlar þola ekki snjallar kon- ur, eða konur sem hafa kímnigáfu," segir hún. í samræmi við þessi viðhorf hef- ur fátt verið um karla á heimili þeirra mæðganna hin síðari ár: „Stúlkur þurfa ekki á feðrum að halda. Af hverju ættu þær að hafa karlmenn í kringum sig? Dætur mínar hafa aðeins örsjaldan hitt feð- ur sína. Ég hef reynt að gera þær hæfar til að bjarga sér sjálfar, til að þurfa ekkert á körlum aö halda. Það hafa ekki fallið fyrir þessari hræði- legu goðsögn um rómantíkina," seg- ir Kate Atþinson. Hún hefur þegar lokið við næstu skáldsögu. Sú heitir Human Croquet og fjallar um „tré og tíma“ að sögn höfundarins. til að fá sem mest af gögnum á með- an sýnishornin eru enn fersk. •0RAÐ Á SUÐURSKAUTINl ítalskt skip er á leið til Suðurskauts- (andsins með 40 tonna borpali fyrir vísindamenn sem rannsaka lofts- lagsbreytingar Boranir hefjast ioktóber, þegar vorar á Suðurskautstandinu Borað verður á fjt mismunandi stöðum á 500 metra dýpi undir 1500 þykkum jarðiögunum undan Roberts-höi' , sem næst upp, verður sneiddur, : honum myndir og honum lýst1 nm Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. Terry McMliIan: Waltlng to Exhale. 2. David Guterson: Snow Falllng on Cedars. 3. Rlchard North Patterson: Eyes of a Child. 4. Nora Roberts: Born in Shame. 5. Rlchard Paul Evans: The Christmas Box. 6. James Patterson: Klss the Girls. 7. Mary Higgins Clark: The Lottery Winner. 8. Tom Clancy & Steve Pieczenik: Mlrror Image. 9. Carol Shields: The Stone Diaries. 10. V.C. Andrews: Hiddel Jewel. 11. Jonathan Kellerman: : Self-Defense. 12. Judith Pinsker: Robin’s Diary. 13. Dean Koontz: Dark Rlvers of the Heart. 14. Nancy Taylor: California Angel. 15. Tami Hoag: NightSins. Rit almenns eölis: 1. Tim Allen: Don’t Stand to Close To a Naked Man. 2. Paul Relser: Copplehood. 3. Richard Preston: The Hot Zone. 4. H. Johnson & N. Rommelmann: The Real Real World. 5. David Wild: Frlends. 6. Doris Kearns Goodwin: No Ordinary Time. 7. Brlan Lowry: The Truth is out there. 8. Mary Plpher: Reviving Ophelia. 9. Clarissa Plnkola Estés: Women Who Run wlth the Wolves. 10. Thomas Moore: Care of the Soul. 11. Delany, Delany & Hearth: Having Our Say. 12. M. Scott Peck: The Road Less Traveled. 13. B.J. Eadie & C. Taylor: Embraced by the Light. 14. Tom Clancy: Fighter Wing. 15. Butler, Gregory & Ray: America’s Dumbest Criminals. (Byggt á New York Tlmes Book Revlew) Hrotur raska svefnrónni Fullorðnir karlmenn, sem | vakna oft á nóttunni til að pissa óttast margir hverjir að þeir séu I komnir með krabbamein í í blöðruhálskirtilinn. Svo þarf þó | alls ekki að vera, heldur hitt að þeir hrjóti ótæpilega og að það s séu hroturnar sem veki þá. Þetta eru niðurstöður lækna | við Sahlgrenska háskólasjúkra- | húsið í Gautaborg. Christer Dahl- | strand og aðrir þvagfærasérfræð- ingar komust að því að allt að 30 | prósent karlmannanna í rann- : sókn þeirra voru ekki með I stækkaðan blöðruhálskirtil sem | hrjáir ílesta karla þegar aldurinn j færist yfír þá. Allt að 78 prósent fullorðinna | karla segjast vakna á nóttunni til að pissa. í rannsókn Svíanna reyndust | þeir 23 karlar sem hrutu reglu- í lega vakna allt að þrisvar sinn- | um oftar en þeir sem ekki hrutu. Og þeir pissuðu líka meira. Ofursterkur vefur Bandarískir vísindamenn hafa komist að því að kónguló ein , spinnur vef sem er jafn sterkur og gerviefnið kevlar sem fram- leitt er af DuPont-samsteypunni j og er m.a. notað í segl á skútur | og í skotheld vesti. Sterkasti þráður kóngulóar- innar er sá sem hún notar þegar | hún lætur sig falla niður. Með rannsóknum sínum eru vísindamennirnir skrefinu nær því að herma eftir kóngulónni og búa til firnasterkt efni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.