Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1996, Qupperneq 15
LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1996
15
mér og hafði rétt fyrir sér. Ég rétti
honum kortið. Konan þakkaði
manninum og sagði um leið og við
gengum út: „Þetta eru fín fot.“
r
„A að skella sár
í slaginn?"
Eftir atvikum taldi ég mig hafa
sloppið vel. Kaupin voru afstaðin
og ólíklegt að ég þyrfti að máta al-
veg á næstunni. En Adam var ekki
lengi í Paradís. Réttri viku síðar
gengum við hjónin fram hjá sömu
herrafata. ersluninni. Jakkafata-
kaup voru eins fjarri mér á þeirri
stundu og tunglganga. Konan
snarstoppaði og kippti mér upp að
útstillingarglugga verslunarinnar.
„Sérðu þessi?“ sagði hún og benti
á tvíhneppt jakkaföt á gínu í
glugganum. „Þau eru fínleg og fal-
leg og færu þér án efa vel. Ég
hugsa að fötin sem við keyptum
um daginn séu heldur gróf til þess
að teljast virkilega fin.“
Áður en ég vissi af var ég kom-
inn aftur í sama horn þessarar
finu herrafataverslunar. Af-
greiðslumennirnir kinkuðu kolli
þegar þeir sáu okkur. Þarna var
ekkert venjulegt fólk á ferð. Viku-
lega ný jakkaföt. Afgreiðslumaður-
inn ungi var meira að segja svo
vinsamlegur að hann beindi orð-
um sinum strax til mín: „Á að
skella sér í slaginn?" spurði hann.
„Ha?“ sagði ég og skildi hvorki
upp né niður. „Ég meina for-
setaslaginn,“ sagði afgreiðslumað-
urinn. „Þú ert farinn að kaupa
jakkafot hérna vikulega, það gera
varla aðrir en forsetaframbjóðend-
ur.“ „Nei, nei,“ tautaði ég afsak-
andi. „Það hefur enginn skorað á
mig. Þetta er bara konan, sjáðu,“
sagði ég og benti á eiginkonu
mína. Hún hafði náð sér í annan
afgreiðslumann. Sá var í óðaönn
að klæða gínuna í glugganum úr
fötunum.
Nýtt hlutverk
. „Má ég færa þig úr jakkanum?"
spurði afgreiðslumaðurinn mig.
Hann var stimamjúkur við þenn-
an stórkúnna. Hann gekk síðan
fram eftir versluninni og aðstoð-
aði félaga sinn. Ég stóð eftir á
stuttermaskyrtu. „Heldurðu að
þetta passi á mig?“ sagði karlmað-
ur sein vatt sér að mér og sýndi
mér peysu. Hann taldi mig greini-
lega afgreiðslumann, standandi
þarna á skyrtunni. „Ég veit það
ekki,“ sagði ég. „Þetta er tæpast
þinn litur.“ Maðurinn stóð eftir
opinmynntur. „Áttu þetta í „medi-
um“?“ spurði annar og rétti mér
bleika skyrtu. „Ég held að þú kom-
ist ekki af með minna en „extra
large“,“ sagði ég og horfði stíft á
bumbuna á viðskiptavininum.
Hanr. snerist á hæli og strunsaði
út.
Ég lifnaði allur við í starfi versl-
unarþjónsins, fann mig í hlutverk-
inu eins og sagt er. Konan kom í
veg fyrir að ég afgreiddi fleiri við-
skiptavini með þvi að bera við mig
jakkafotin af gínunni. „Eins og
sniðin á hann,“ sögðu afgeiðslu-
mennirnir báðir. „Vísa eða júró?“
Konan var ánægð og það er fyr-
ir mestu. í fataskápnum finnur
hún núna á mig bæði fint og gróft.
Ég lét máta mig tvisvar. Það finnst
henni fínt en mér gróft.
„Það er sama sagan með þig,
það er aldrei hægt að drösla þér í
búð. Þetta er þó gert fyrir sjálfan
þig,“ sagði konan. í röddinni í sím-
anum mátti greina armæðu. „Það
er löngu kominn tími til þess að
þú farir og fáir þér ný fót.“ Hér
átti konan við jakkaföt, svona
heldur af finni sortinni. Hún spyr
mig ekki mikið um önnur klæði
heldur kaupir þau orðalaust á
sinn mann. Hún veit stærðina og
gætir þess að litasamsetning sé í
lagi.
Ég var ljúfur við konuna í sím-
anum, enda á hún ekki annað skil-
ið fyrir umhyggjusemina. Engu að
síður dró ég svolítið úr mikilvægi
þess að fara til. klæðskerans.
„Gömlu fötin hafa nú reynst mér
vel,“ sagði ég. „Þetta eru vönduð
föt og passa vel.“ „Láttu ekki
svona,“ sagði frúin. „Það er meira
hvað þú getur alltaf verið forpok-
aður. Sástu hann mág þinn um
daginn. Það var stæll á honum í
nýjum kjólfötum. Hvenær held-
urðu að mér tækist að kaupa svo-
leiðis á þig?“ Ég svaraði því engu
en í huganum þótti mér ótrúlegt
að ég fengi mér slíkan galla.
„Vertu tilbúinn þegar ég kem,“
sagði þessi blessuð elska og tók af
skarið. „Já, en ég er að vinna,“
sagði ég og reyndi enn að sleppa
frá þessu. „Þú ert alltaf að vinna.
Ég hlusta ekki á þetta,“ sagði frú-
in og kvaddi. í þessari stöðu var
ekkert annað að gera en að hlýða.
Frumkvæðið sem konan tók f mál-
inu var auðvitað ágætt. Innst inni
vissi ég að það var komið að því
að endurnýja jakkafötin. Gallinn
er bara sá að mér finnst leiðinlegt
að máta. Láta mæla mig hátt og
lágt og prófa þennan jakka og
hinn, athuga ermalengd og axla-
breidd og sídd á buxum. Þetta sjá
menn auðvitað að er hvimleitt en
hvað gerir maður ekki fyrir heim-
ilisfriðinn?
Einhneppt
eða tvíhneppt
Konan fór með mig í virðulega
herrabúð. Þetta áttu greinilega
ekki að vera nein krumpuföt. „Ég
er búin að sjá ágæt föt hérna,“
sagði konan. „Ég er viss um að
þau fara þér vel.“ Ég sá að hún
hafði undirbúið málið. Hún vissi
að ekki þýddi að draga mig búð úr
búð. Best var að ganga hreint til
verks.
Ungur afgreiðslumaður leiddi
okkur að jakkafataskápum. Þar
blöstu við jakkaföt af öllum stærð-
um og gerðum. Ég kannaðist við
afgreiðslumanninn. Hann er
skólabróðir og vinur sonar okkar
hjóna, hinn besti drengur. Ég
sneri mér að piltinum og hugðist
ræða við hann um jakkaföt, efni
og snið, auk mátunar. Strákurinn
heilsaði mér kurteislega en sneri
sér strax að konu minni: „í hvað
eigum við að setja hann? Viltu láta
hann máta einhneppt eða tví-
hneppt föt?“ Konan hóf þegar í
stað viðræður við piltinn og þau
tóku fram jakka og buxur og báru
við mig. Ég var ekki ávarpaður
frekar en gína.
„Ég held ég setji hann í ein-
hneppt núna,“ sagði konan. „Hann
á tvenn tvíhneppt." „Ég sé að
hann er standard-stærð, númer
52,“ sagði afgreiðslumaðurinn
Fnt
ungi. „Hérna eru ljómandi falleg
föt.“ Maðurinn rétti konunni fötin
og hún bar þau við mig. Það var
þá sem hún virtist átta sig á því að
hægt væri að ávarpa fórnarlamb-
ið. „Farðu úr peysunni," sagði
konan. Ég mátaði jakkann eins og
fyrir var lagt. Jakkinn var blár.
„Kaupum fötin,“ sagöi ég. „Bíddu
aðeins," sagði frúin og afgreiðslu-
maðurinn leit til hennar. Það
mátti greina undrun í svip hans.
Þarna var peysulaus maður í
jakka og vildi þegar í stað ganga
til samninga. „Eigum við ekki að
láta hann máta buxurnar líka?“
spurði afgreiðslumaðurinn konu
mína. „Mátaðu buxurnar, góði
minn,“ sagði konan og benti mér á
klefa í horni verslunarinnar.
Eins og á
brúðkaupsmyndinni
Ég gekk til mátunar. Vesti
fylgdi fötunum og að nokkurri
stund liðinni sté ég út úr klefan-
um, íklæddur bláum buxum, vesti
og jakka. Ég var á sokkaleistun-
um. „í skóna,“ sögðu þau í kór,
konan og afgreiðslumaðurinn. „Ég
er í hreinum sokkum,“ tautaði ég
en fékk þá skýringu að það væri
ekki málið. „Síddin á buxunum
sést betur ef þú ert í skóm,“ sagði
eiginkonan. Afgreiðslumaðurinn
og gróft
Laugardagspistill
Jónas Haraldsson
fréttastjóri
leit til hennar og nú var ekki
undrun að sjá heldur vorkunn.
Ég leit í mannhæðarháan spegil
og horföi á mig bláklæddan frá
toppi til táar. „Það er ómögulegt
að sjá þetta nema hafa þig í hvítri
skyrtu með bindi," sagði frúin.
Hún leit út undan sér á afgreiðslu-
manninn. Hann þurfti ekki nema
eina bendingu og kom að vörmu
spori með skyrtuna hvítu og blátt
bindi. „Á ég að fara úr aftur?"
spurði ég. „Getið þið ekki ímynd-
að ykkur hvíta skyrtu og bindi
innan undir jakkanum?" Það var
engin miskunn sýnd. Ég gekk enn
til mátunar.
Maður er kannski ekki dómbær
á sjálfan sig en ég get ekki neitað
því að mér fannst ég glæsilegur
þegar ég kom fram úr klefanum og
leit í spegilinn. „Kaupum fötin,“
sagði ég. „Þetta gengur ekki,“
sagði konan. „Þú ert alveg eins og
á brúðkaupsmyndinni." „Það get-
ur ekki verið svo slæmt,“ sagði ég.
„Þá var ég 22 árum yngri. „Þetta
fer þér ekki," sagöi konan. Af-
greiðslumaðurinn og hún voru
þegar komin með önnur föt á
handlegginn. „Taktu þetta með
þér,“ sagði konan og benti mér
enn á klefann.
„Látum hann kaupa"
„Þetta er töff,“ sagði afgeiðslu-
maðurinn þegar ég kom út, í allt
öðrum lit en þeim bláa. Konan
kinkaði kolli. „Látum hann kaupa
þessi,“ sagði hún og beindi máli
sínu til unga mannsins. Henni láð-
ist að spyrja bóndann. „Vísa eða
júró?“ spurði verslunarþjónninn.
Hann reiknaði greinilega ekki
með að ég gengi með bankaseðla á