Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1996, Síða 24
24
LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1996 J-lV
JjV LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1996
33
Guðrún Agnarsdóttir ásamt manni sínum, Helga Þresti Valdi-
marssyni. DV-mynd GVA
Nærmynd af Guðrúnu Agnarsdóttur, hugsanlegum forsetaframbjóðanda:
Hæversk en höri
„Hún er mjög fjölhæf, getur verið með margt í takinu í einu og er fljót að end-
urnýja krafta sína sem er mikill kostur fyrir forseta." DV-mynd GVA
Jákvæð, skapgóð og skyldurækin,
dugleg, hrokafull og væmin. Þetta
eru nokkur af þeim lýsingarorðum
sem fólk notar þegar það er beðið um
að lýsa persónueinkennum Guðrúnar
Agnarsdóttur, læknis og fyrrum þing-
konu Kvennalistans.
Guðrún hefur verið sterklega orð-
uð við forsetaframboð í komandi for-
setakosningum. Hún hefur verið
áberandi í íslensku samfélagi í mörg
ár og nafn hennar hefur lengi borið á
góma þegar fólk veltir fyrir sér hugs-
anlegum forsetaframbjóðendum.
Samkvæmt skoðanakönnunum DV
nýtur Guðrún næstmest fylgis hugs-
anlegra forsetaframbjóðenda, næst á
eftir séra Pálma Matthíassyni. Tæp-
lega 20 prósent þeirra sem afstöðu
tóku í skoðanakönnun DV, sem gerð
var um miðjan janúar síðastliðinn,
nefndu séra Pálma en tæp 16 prósent
vildu sjá Guðrúnu sem næsta forseta
lýðveldisins. Hún sækir fylgi sitt að-
allega tii kvenna því tæplega 64 pró-
sent af þeim sem myndu kjósa Guð-
rúnu til forseta eru konur.
Guðrún dvelur nú í London hjá
dóttur sinni sem er að fara að eiga
annað barn sitt. Hún hefur sagst ætla
að taka ákvörðun um hvort hún gef-
ur kost á sér þegar hún kemur heim.
Fluggáfaður
vinnuþjarkur
Þeir sem hafa haft kynni af Guð-
rúnu í gegnum tíðina hafa nokkuð
skiptar skoðanir á henni. Flestir eru
sammála um að hún sé skarpgreind
og klár, afar dugleg og mjög sam-
viskusöm. Sumum finnst hins vegar
að hálfgerð helgislepja loði við hana
og segja að hún sé væmin. Aðrir
neita því algjörlega og tala um að
hún geti verið algjör nagli, hörð á
sinu og fylgin sér, jafnvel of stíf á sín-
um skoðunum.
Elín Agnarsdóttir, systir Guðrún-
ar, segir að Guðrún hafi sem barn
fljótt orðið fullorðinsleg og afskap-
lega ábyrgðarfull.
„Sem yngri systir var gott að hafa
hana sem fyrirmynd. Hún er mjög já-
kvæð og uppbyggjandi og afskaplega
dugleg að halda fjölskyldunni saman.
Svo er hún frændrækin og stendur
með sínum. Það má ekki koma hing-
að ættingi frá útlöndum svo að heim-
ili hennar standi ekki opið og hún
búin að stefna stórfjölskyldunni sam-
an. Hún hefur líka geysilegan áhuga
á ættfræði og hefur safnað upplýsing-
um um ætt sína alveg lengst aftur í
aldir,“ segir Elín.
Elín segir að Guðrún hafi snemma
byrjað að hóa vinum og vandamönn-
um saman heima hjá sér eða strax
þegar hún var við nám í London.
Trommari í stofunni
„Ég hugsa að allir Islendingar í
London hafi meira og minna verið
heima hjá henni. Ég man eftir því að
hún sagði einhvern tímann: „Já, það
sefur einhver trommari úr ÞórskafFi
í stofunni hjá mér núna. Ég man nú
ekkert hvað hann heitir en hann kom
með einhverjum.“ Þetta er alveg
dæmigert fyrir hana,“ segir Elín.
Elín segir að Guðrún hafi fljótt
þurft að læra að verja sitt vígi sem
kona á karlavettvangi - fyrst i lækn-
isfræðinni i Háskólanum og síðar í
pólitíkinni.
„Hún er mjög friðelskandi mann-
eskja og afar frábitin öllum orrustum
og slagsmálum en hún hefur sjálf
sagt að hún sé komin með harðari
skráp út af pólitíkinni."
Getur ekki sagt nei
Þegar talið berst að göllum segir
Elín að Guðrún eigi afskaplega erfitt
með að segja nei.
„Hún hefur óskaplega mikið að
gera og yfirferð hennar er gífurleg.
Það er ofurmannlegt hvað hún ætlar
sér. Ég er stundum að stríða henni á
því að hún verði að læra að segja nei
líka.“
Elín segir að þessi eiginleiki Guð-
rúnar komi sjálfsagt til með að spila
inn í ákvörðun hennar um forseta-
framboðið.
„Hún er afskaplega skyldurækin
og þar sem fólk er að benda á hana þá
Finnst henni hún hafa skyldur gagn-
vart fólki en auðvitað hefur hún það
fyrst og síðast gagnvart sjálfri sér og
fjölskyldunni."
Elín segist hvorki vilja hvetja né
letja Guðrúnu í framboð. Hún segist
hins vegar munu treysta henni full-
komlega til starfans. Hún myndi
sinna forsetaembættinu jafnvel og
öðru sem hún hefur tekið sér fyrir
hendur.
í þremur störfum
Guðrún Agnarsdóttir er 55 ára
gömul. Hún er fædd og uppalin í
Reykjavík, eldri dóttir Agnars Guð-
mundssonar og Birnu Petersen. Guð-
rún varð stúdent úr Verslunarskóla
íslands árið 1961 og útskrifaðist úr
læknadeild Háskóla íslands árið 1968.
Guðrún er gift Helga Þresti Valdi-
marssyni, lækni og prófessor í ónæm-
isfræðum við Háskóla íslands. Þau
eignuðust dótturina Birnu Huld á
meðan Guðrún var við læknisnám í
Háskólanum og synina Agnar Sturlu
og Kristján Orra þegar hún var við
sérnám í London 1 veirufræði.
Guðrún var við nám og störf í Eng-
landi í 11 ár, eða til 1981. Hún var síð-
an kjörin á Alþingi fyrir Kvennalist-
ann árið 1983 þar sem hún sat til árs-
ins 1991 þegar hún hvarf af þingi
vegna útskiptareglu Kvennalistans.
Guðrún sinnir nú þremur störfum.
Hún" er sérfræðingur í veiru- og
ónæmisfræðum við Tilraunastöð Há-
skóla íslands í meinafræði að Keld-
um. Hún er yfirlæknir neyðarmót-
töku í nauðgunarmálum, sem hún
átti stóran hlut í að koma á laggirn-
ar, og svo er hún forstjóri Krabba-
meinsfélagsins. Að auki situr hún
fyrir íslands hönd 1 norrænni vís-
indanefnd og hefur setið ófáar ráð-
stefnur erlendis um veirufræði og
krabbameinsmál.
Skapgóð
en of hæversk
Ágústa Sigfúsdóttir, yfirsjúkra-
þjálfari á elli- og hjúkrunarheimilinu
Grund, hefur þekkt Guðrúnu frá því
þær voru sjö ára gamlar. Þær fylgd-
ust að i gegnum Miðbæjarskólann og
síðar voru þær saman í Verslunar-
skólanum.
„Unglingsárin voru mjög fjörug.
Guðrún var alveg ófeimin og óhrædd.
Hún hefur alltaf verið mjög félags-
lynd og í Verslunarskólanum var
hún alltaf fremst í flokki, ritstjóri
skólablaðsins og virk í leikfélaginu,"
segir Ágústa.
Ágústa hefur ásamt öðrum stuðn-
ingsmönnum Guðrúnar safnað undir-
skriftum fólks sem skorar á Guðrúnu
að fara í forsetaframboð. Þegar hafa
safnast um 2000 undirskriftir.
Ágústa lýsir Guðrúnu sem hlýrri
og skapgóðri manneskju.
„Hún er mjög glöð og skapgóð að
eðlisfari. Hún er fljót að greina hlut-
ina, hvað eru aðalatriði og aukaat-
riði, og svo er hún skemmtileg og
tryggur vinur og næm á að finna
hverjir þurfa á henni að halda.“
Ágústa segir að líklegast sé þann
helstan galla að finna á Guðrúnu
hvað hún sé hæversk.
„Hún er vön að berjast fyrir hóp og
málstað en á kannski erfitt með að
bera sjálfa sig fram sem einstakling.
En hún er mjög fjölhæf, getur verið
með margt í takinu í einu og er fljót
að endurnýja krafta sína sem er mik-
ill kostur fyrir forseta."
Ágústa vísar því á bug að Guðrún
sé of mjúk eða væmin eins og stund-
um hefur heyrst.
„Það er kannski hennar ytra byrði
en hún getur alveg verið ákveðin í
því sem hún tekur sér fyrir hendur
og það sýnir sig best í því hversu
mikið liggur eftir haná. Þetta er bara
hennar rháti við að vinna málin. Hún
fær fólk til liðs við sig á þessum
mjúku nótum en hún veit alveg hvað
hún vill.“
Pólitíkin hjálpar
- Kemur það að sök ef Guðrún
ákveður að fara í forsetaframboð að
hún hefur starfað í stjórnmálum og
setið á þingi?
„Nei, hún er þá bara því vanari að
umgangast marga ólíka einstaklinga
og taka á erfiðum málum sem stjórn-
málamaður. Ég held að það hafi frek-
ar aukið á fjölhæfni hennar. Það er
bara kostur að hún haFi breiðan bak-
grunn og svið og þekki fólk vítt og
breitt um landið."
Það er óhjákvæmilegt að Guðrún
sé borin saman við Vigdísi Finnboga-
dóttur. Báðar eru konur, mennta-
menn og á vinstri kanti stjórnmál-
anna.
Ágústa segir að Guðrún og Vigdís
komi óneitanlega svipað fyrir.
„Þær eru báðar laglegar konur og
brosmildar. Það er ekkert slæmt að
þær séu bornar saman og það er ekki
leiðum að líkjast."
• Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri
þekkir Guðrúnu frá fornu fari og hef-
ur að auki starfað með henni innan
Kvennalistans. Þórhildur segir að
það sé ekki hlaupið að því að lýsa
persónuleika Guðrúnar því hann sé
margbrotinn.
„Hún er svo mörgum kostum búin
að það er erfitt að lýsa henni án þess
að það sé eins og maður sé að mæra
hana. Það dylst auðvitað engum að
hún hefur góðar gáfur og er fjöl-
menntuð, með víðtæka reynslu af
margvíslegum störfum. Þú kemur
hvergi að tómum kofunum. Ekki síst
er hún er vel að sér í skáldskap og þá
einkum ljóðlist.
Það leynist skáld í Guörúnu og
hún hefur sett saman vísur og kvæði.
Hún getur oft verið mjög ljóðræn í
sér og hún hefur óskaplega ríkt
ímyndunarafl sem gerir það að verk-
um að hún sér oft óvæntar hliðar á
málum. Það finnst mér kannski það
skemmtilegasta við Guðrúnu,“ segir
Þórhildur.
Hún segir Guðrúnu vera mikinn
mannasætti.
„Hennar eðlislæga prúðmennska
er þannig að það er enginn með ill-
indi nálægt henni, hvorki að rífast né
skammast eða með ljót orð. Hún get-
ur alltaf fundið leið fyrir fólk til að
komast út úr deilumálum og tekst að
.sætta fólk. þannig að allir haldi reisn
sinni.“
Eftirherma
Þá segir Þórhildur að Guðrún sé
afar skemmtileg og að hún hafi ríka
kímni- og eftirhermugáfu.
„Hún getur verið með alfyndnustu
manneskjum þegar sá gállinn er á
henni. Maður getur hlegið sig alveg
máttlausan, með henni og að henni."
Þórhildur segir að Guðrún haFi átt
það til á þingflokksfundum Kvenna-
listans, þegar hún var orðin leið á því
að lesa upp þurrt og leiðinlegt frum-
varp, að skálda inn í textann frá eig-
in brjósti þangað til að málið var allt
orðið hið furðulegasta.
„Stundum vorum við orðnar mjög
langleitar að hlusta á þetta. En henni
tókst alltaf að halda því þannig að
það rambaði á barmi þess mögulega.
Það var kannski ekki fyrr en hún brá
fyrir sig rödd einhvers annars þing-
manns sem það rann upp fyrir manni
að hún var löngu hætt að lesa upp
viðkomandi frumvarp en var að gera
grín.“
Fer ekki beint að hlutunum
Þórhildur segir aö það sé erfitt að
Finna galla á Guðrúnu.
„Þessi prúömennska og virðuleiki
sem einkennir opinbera framkomu
hennar þykir kannski ekki alveg
nógu smart. Þegar fólk segir að hún
sé væmin þá held ég að það sé hluti
af því að Guðrún fer yfirleitt aldrei
alveg þráðbeint að hlutunum. Hún
vill staldra við og athuga málin vel.
Ég veit að sumum finnst þetta leiðin-
legt en að mínu mati er þetta alveg
fágætur hæfileiki. Auðvitað geta allir
kostir verið gallar og öfugt. Manni
getur stundum fundist Guðrún full-
langorð en það er þá einmitt vegna
þessa eiginleika hennar að vilja
skoða og útskýra allar hliðar mála,“
segir Þórhildur.
Sigurður Björnsson, yFirlæknir á
Sjúkrahúsi Reykjavíkur, situr í
stjórn Krabbameinsfélagsins með
Guðrúnu og þau voru einnig saman í
læknadeild Háskólans. Hann tekur
undir þá skoðun Þórhildar að Guð-
rún sé mikill málamiðlari.
„Hún kemur sínum málum fram
með lagni og samningum. Hún er
mjög skipulögð í sínum vinnubrögð-
um og afar áreiðanleg," segir Sigurð-
ur.
Hann segir Guðrúnu vera fylgna
sér og segir að hún myndi sem forseti
vinna vel að varðveislu menningar
og menntunar. Sigurður segir að þau
Guðrún hafi oft rökrætt og deilt um
málin en það haFi aldrei lifað lengi.
„Þó að hún sé svona dugleg og
metnaðargjörn þá á hún ekki í úti-
stöðum við menn.“
Ljóðræn - ekki væmin
Kona sem hefur unnið náið með
Guðrúnu innan Kvennalistans og
ætlar að styðja hana, fari hún í fram-
boð, lýsir Guðrúnu sem brennandi
skarpri og sjarmerandi persónu.
„Mér finnst það rangt sem oft er
sagt um hana að hún sé of mjúk. Hún
er ekkert of mjúk. Hún hefur alveg
bein í nefinu og lætur ekkert vaða
yfir sig. Þegar hún vill vera nagli þá
er hún það.“
- Nú segja sumir að hún sé væmin.
Hvað Finnst þér um það?
„Já, það er vegna þess að hún hef-
ur þennan ljóðræná talanda sem fer í
taugarnar á sumum. Hún á það líka
til að vera fullháfleyg," segir þessi
samstarfskona Guðrúnar.
Hún. segirað.-stærsta vandamálið
við Guðrúnu sé að hún sé að vinna í
of mörgu og einbeita sér að of mörgu
á sama tíma.
Halldór Blöndal, sjálfstæðismaður
og samgönguráðherra, kynntist Guð-
rúnu þegar hún sat á þingi. Hann
segir hana þægilega í samstarfi og
vel að sér. Hún haFi ætíð verið vel
undirbúin og málefnaleg.
„Það var auðvitað eðlilegur ágrein-
ingur okkar á milli. Hún hafði mót-
aðar skoðanir og var Fóst fyrir þegar
svo bar undir en hún stóð alltaf við
það sem hún sagði og var mjög lip-
ur.“
Halldór segir að Guðrún sé ein af
mörgum íslendingum sem myndu
sóma sér vel á forsetastóli en hann
segist hins vegar vilja sjá sjálfstæðis-
mann í því embætti.
Guðrún var í fyrsta þingflokki
Kvennalistans á Alþingi sem auk
hennar var skipaður Sigríði Dúnu
Kristmundsdóttur og Kristínu Hall-
dórsdóttur. Guðrún hefur gjarnan
verið kennd við hinn svokallaða
„garnla" Kvennalistahóp en til hans
teljast þær konur sem stofnuðu
Kvennalistann á sínum tíma. Þessar
konur hafa einkum verið tengdar við
hin svokölluðu „mjúku málefni",
málefni heimilanna, barna og
kvenna.
„Óttaleg hofróða"
Þingmaður á öndverðum meiði í
stjórnmálum, sem kynntist Guðrúnu
á þinginu, segir að sér lítist engan
veginn á hana sem forseta.
„Hún er óttaleg hofróða. Ég var
ekki hrifinn af henni á þinginu. Mér
fannst hún yfirþyrmandi væmin og
húmorslaus. Hún er hálfgerður trú-
boði, upptekin af sjálfri sér og sínum
sjónarmiðum. Svo er hún dálítið
hrokafull og talar niður til karl-
manna," segir þessi fyrrum sam-
starfsmaður hennar.
Atli Rúnar Halldórsson, þingfrétta-
maður Ríkisútvarpsins í fjölda ára,
fylgdist með Guðrúnu á hennar
sokkabandsárum á þinginu. Hann
segir að það hafi verið áberandi hvað
Guðrún tók gagnrýni nærri sér.
„Mér fannst hún lengi vel ekki
vera á réttri hillu í lífinu sem stjórn-
málamaður. Það tók hana langan
tíma að sætta sig við það að fá gagn-
rýni á Kvennalistastefnuna eða á sig.
Hún brást oft illa við og varð reið, sár
og svekkt. Þetta rjátlaðist samt af
henni þegar frá leið,“ segir Atli Rún-
ar.
Hann segir að Guðrún haFi oft ekki
vandað mönnum kveðjurnar þegar
henni mislíkaði fréttaflutningurinn.
En þrátt fyrir að hún hefði stundum
hvesst sig þá hafi hún aldrei veriö
ósanngjörn. Hann segir að ef Guðrún
ákveður að fara í framboð þá verði
hún auðvitað miklu berskjaldaðri
fyrir gagnrýni á sína persónu en hún
var sem hluti af hreyfingu Kvenna-
listans.
„Það verður ekkert elsku mamma.
Því eiga allir sem ætla að taka þátt í
þessum slag eftir að fá að finna fyr-
ir.“
Ný Vigdís?
Atli Rúnar segir að Guðrún sé ekki
forsetatýpa í sínum huga.
„Mig langar til að breyta til og fá
stjórnmálamann í forsetastólinn og
hún er ekki sá stjórnmálamaður sem
ég er að leita að. Ég skil hins vegar
vel að margir horfi til hennar sem
forseta. En mér finnst að þeir sem
nefna hana séu upp til hópa þeir sem
eru að leita að nýrri Vigdísi Finn-
bogadóttur. Guðrún er fyrst og fremst
vinsæl hjá fólki sem vill framlengja
Vigdísi," segir Atli Rúnar.
-----------------------------ból-
„Mér fannst Guðrún lengi vel ekki vera á réttri hillu í iífinu sem stjórnmáiamaður. Það tók hana langan tíma að sætta sig
við það að fá gagnrýni á Kvennalistastefnuna eða á sig. Hún brást oft illa við og varð reið, sár og svekkt."
DV-mynd Brynjar Gauti
Valborg Sigurðardóttir, Ásdís Þorgrímsdóttir, Þorgrímur Jónatansson,
fyrrv. skólastjóri húsfr. að Hvítárbakka b. á Kárastöðum
✓
Ur frændgarði
Guðrúnar Agnarsdóttur
Ingibjörg Lúóvíksdóttir,
húsm. í Reykjavík
Ásta Jónsdóttir, Torfhildur Guðnadóttir, Guórún Vigfúsdóttir,
húsm. á Selfossi húsfr. á Núpsstað húsfr. í Forsæti
Ragnheiður
Thorarensen,
húsfr. á Borðeyri
PV
KGK