Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1996, Blaðsíða 2
2
MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1996
Fréttir_________________________________________________________x>v
Fiskistofa kærir útgerðarmenn þriggja úthafsveiðitogara
Tökum til varnar og förum
með málið fyrir dóm
- segir Óttar Yngvason, útgerðarmaður togaranna Eric og Can
„Viö bregöumst við kærunum
með þeim hætti að taka til varnar
fyrir dómi. Ég tel raunar ágætt og
nauðsynlegt að fá úr þessu deilu-
máli skorið fyrir dómi,“ sagði Óttar
Yngvason, útgerðarmaður úthafs-
togaranna Eric og Can. Fiskistofa
hefur kært hann og Snorra Snorra-
son útgerðarmann fyrir að neita því
að eftirlitsmenn Fiskistofu kæmu
um borð í togara þeirra á Flæmska
hattinum.
Vegna þess máls hafa komið fram
tvö lögfræðiálit um hvort Fiskistofa
hafi lagalegan rétt til að senda eftir-
litsmenn um borð og/eöa hvort út-
gerðarmennirnirt geti neitað að
taka við þeim.
í lögfræðiáliti Jóns Steinars
Gunnlaugssonar hrl. og Hróbjarts
Jónatanssonar hrl., sem þeir unnu
fyrir Félag úthafsútgerða, komast
þeir að þeirri niðurstöðu að laga-
stoð skorti til þess að Fiskistofa geti
skikkað útgerðirnar til að taka við
og bera kostnað af eftirlitsmönnum.
Hins vegar er svo til álit frá ríkis-
lögmanni, Jóni G. Tómassyni hrl.,
og Einari Karli Hallvarðssyni hdl.
um þetta sama. Þeir komast að
gagnstæðri niðurstöðu. Þeir telja
lagastoð fyrir því að senda eftirlits-
menn um borð og það valdi sektum
og jafhvel fangelsi að neita að taka
við þeim.
„Mér þykir lögfræðiálit ríkislög-
manns afskaplega þunnt í roðinu.
Það eina sem það segir í raun og
veru og skilst í almennu máli er að
fundarsamþykktir NAFO hafi gildi
laga á íslandi. Slíkt var nú ekki
talið til að mynda í samningum um
Evrópska efnahagssvæðið. Enda
hefur Alþingi verið á kafi í því síð-
astliðin tvö ár að taka fyrir allar
þeirra samþykktir til þess að þær
fái gildi hér á landi,“ sagði Óttar
Yngvason, útgerðarmaður og lög-
maður.
-S.dór
Stuttar fréttir
Spilafiklar í meðferð
Bandarískur ráðgjafi fyrir
spilafikla og fyrrverandi fikill
verður með fjögurra daga hóp-
meðferð fyrir spilafikla á göngu-
deild SÁÁ á næstunni.
Aukinn gjaldeyrisforði
Gjaldeyrisforði Seðlabankans
var 22,3 milljarðar í lok janúar
og hafði aukist um 1,5 milljarða
frá fyrra mánuði. Erlendar
skammtímaskuldir jukust um
milljarð þannig að gjaldeyris-
staðan styrktist um 500 milljónir.
Bærinn selur ÚA-hlut
Meirihluti bæjarstjórnar Ak-
ureyrar hyggst selja öll hlutabréf
bæjarins í Útgerðarfélagi Akur-
eyringa á þessu ári. Hlutur bæj-
arins er metinn á 1,4 milljarða
króna.
Arkitektar andmæla
Arkitektafélag Islands er á
móti því að leggja embætti Húsa-
meistara ríkisins niður en vill
breyta því í grundvallaratriðum,
samkvæmt frétt RÚV.
Kvóti uppurinn
Kvóti vegna svonefndrar línu-
tvöfoldunar verður líklega upp-
urinn hálfum mánuði áður en
veiðitímanum lýkur. Samkvæmt
RÚV hefur flotinn aldrei áöur
náð að klára kvótann.
Vatn á tímamótum
Útflutningur á vatni frá ís-
landi er á tímamótum, sam-
kvæmt úttekt Viðskiptablaðsins.
íslensk fyrirtæki eru að auka
markaðshlutdeild sína í Banda-
ríkjunum en tap er ennþá af
rekstrinum. Útflutningstekjur
hrundu niður í 182 milljónir í
fyrra.
Orverugróður
Borið hefur á örverugróðri í
húsnæði Tollvörugeymslunnar,
starfsmönnum til mikillar
mæðu, samkvæmt frétt Stöðvar
2.
-bjb
Sjúkrabílar virðast vera í tísku sem „fæðingardeildir" hjá fjölskyldunni úr Garðabænum. Hér eru amman, Kristín
Magnúsdóttir, dæturnar Linda Bjþrk og Kristín Ósk Hlynsdætur og tvær eldri dætur Lindu Bjarkar, Lísa Rún og Silja
Brá Guðlaugsdætur. Hlynur afi var heima að passa hin barnabörnin. DV-mynd GS
Amman tók á móti 14. barnabarninu í bíl:
Eignaðist sjálf barn í bíl
„Læknirinn kom í veg fyrir
sjúkrabfiinn þegar kollurinn var
kominn. Þá voru bara tvær hviður
eftir og sá stutti var kominn í heim-
inn,“ segir Kristín Magnúsdóttir,
amma úr Garðabænum, en hún tók
í fyrradag á móti fjórtánda barna-
bami sínu í sjúkrabíl á leið á fæð-
ingadeildina.
Linda Björg Hlynsdóttir heitir
móðir stráksins sem kom í heiminn
við þessar óvenjulegu aðstæður.
Honum lá mikið á og þvi brá amm-
an sér í ljósmóðurhlutverkið. Krist-
in klippti sjálf á nafnastrenginn en
það fékk maður hennar, Hlynur
Ingimarsson, ekki að gera fyrir nær
þrjátíu árum þegar hún eignaðist
sjálf barn í sjúkrabíl. Hlynur tók þá
á móti Kristínu Ósk Hlynsdóttur en
Kristín segir að hugsunarhátturinn
hafi verið annar á þeim tímum.
Karlar áttu ekki að koma nærri
barnsfæðingum.
Reyndar fór svo að Guðlaugur
Heimir Pálsson, faðir drengsins sem
nú fæddist, gat ekki verið viðstadd-
ur því hann þurfti að bregða sér til
Kamtsjatka og kemur ekki heim aft-
ur fyrr en á fóstudag. Hann er þó
búinn að frétta af komu fjórða bams
þeirra hjóna en fyrir eiga þau þrjár
dætur. -GK
Forstjóri Ríkisspítala:
Ekki hægt að
opna Fæð-
ingarheimilið
nema
fé fáist
Vigdís Magnúsdóttir, forstjóri
Ríkisspítalanna, segir að ákveðið
hafi verið að loka Fæðingarheimili
Reykjavíkur út þetta ár í sparnaðar-
skyni og aö Fæðingarheimilið verði
ekki opnað aftur undir nokkrum
kringumstæðum nema til komi
aukaSárveiting. Hún hefur þó
áhuga á því að reka sjúkrahótel í
húsinu fyrir konur utan af landi
með börn á vökudeild eða flytja svo-
kallaðan MFS-hóp í Fæðingarheim-
ilið í framtíðinni.
„Þetta hefur verið í umræðunni
og það myndi einnig breyta stöð-
unni ef ljósmæður tækju við heimil-
inu en við myndum samt ekki geta
opnað það í neinni mynd aftur fyrir
áramót nema við fengjum fjárveit-
ingu. Ef við flyttum MFS-hópinn
þangað væri það kannski möguleiki
en þá yrðum við að skoða það
dæmi,“ segir Vigdís og telur sig
þurfa sjö stöður og ótilgreinda upp-
hæð til að opna og reka Fæðingar-
heimilið.
Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis-
ráðherra segist taka það til vinsam-
legrar athugunar ef beiðni berst frá
ljósmæðrum um rekstur Fæðingar-
heimilisins. Enn sem komið er hef-
ur engin beiðni borist en formaður
stjómarnefndar Ríkisspítala hefur
lýst yfir að komi til þess skili Ríkis-
spítalar Fæðingfarheimilinu aftur
tU borgarinnar.
MFS-hópur er ný starfsemi á
Landspítalanum, að mörgu leyti í
anda Fæðingarheimilisins, þar sem
ljósmóðir fylgist með þungaðri
konu í mæðraeftirliti og svo fæð-
ingu og sængurlegu í heimUislegu
húsnæði. -GHS
Þú getur svaraö þessari
spurningu meö því aö
hringia í síma 904-1600.
39,90 kr. mínútan.
Já Jj
Nei 2]
,r ö d d
FOLKSIN
904-1600
Á Davíð Oddsson að gefa
kost á sér í forsetaframboð?
^ ASI hefur keypt
Ásmundarsal undir
Listasafn ASÍ
Borgarráð hefur samþykkt að selja
Listasafni ASÍ húseignina að Freyju-
götu 41 í Reykjavík, Ásmundarsal, og
verður söluverö 19,2 milljónir króna
eða það sama og þegar borgin keypti
húsið af Arkitektafélagi íslands i
haust. Gengið verður frá kaupsamn-
ingi á næstunni með fyrirvara um
samþykki miðstjórnar ASÍ. Stefnt er
að því að húsnæðið verði afhent í lok
febrúar og listasafnið flytji inn eftir
nokkra mánuöi.
„Það þarf að ganga frá þaki og
svölum, huga að gólfefnum og svo
höfum við hugsað okkur að gera
húsið aðgengilegt fyrir börn, með
góðri hreinlætisaðstöðu, og taka á
móti þeim á heimilislegan og þægi-
legan hátt þannig að þau geti upplif-
að myndlist í notalegu umhverfí.
Við erum ekki að tala um breyting-
ar á innviðum hússins," segir Ólaf-
ur Jónsson, forstöðumaöur Lista-
safns ASÍ, en gert er ráð fyrir að
endurbæturnar nemi 3-4 milljónum
króna.
Listasafn ASl mun reka sýningar-
sal í Ásmundarsal og mun Alþýðu-
samband Islands nýta núverandi
húsnæði Listasafnsins undir Tóm-
stundaskólann og fundahöld, auk
þess sem Listasafnið mun halda
áfram standa þar fyrir sýningum
öðru hvoru.
-GHS