Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1996, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1996, Side 7
MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1996 7 DV Sandkorn Stærðfræðiþraut Aftur sækjum viö sögu sem Eiríkur Her- mannsson segir i ritinu Ný mennta- mái. Hann sagðist hafa verið aö kenna, stærð- fræði i 12 ára bekk í Lauga- landsskóla í Holtum. Við- fangsefnið var Ðatarmál og ummáL Ekki sóttist öll- um nemendum það erindi greiðlega. Loks kom að hinni óhjákvæmilegu spurningu: „Eiríkur, af hveiju þurf- um við að læra þetta?“ Ég sneri vörn í sókn og spurði á móti: Hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orð- inn stór?“ Svarið var hiklaust: „Bóndi, auðvitað." Og þá sýndi ég snilldartilþrif í kennslufræði og stillti upp raunhæfu dæmi: „Setjum svo að þú þurfir að girða nýræktina þína, hvemig veistu hvað þú þarft mikið girðingarefhi?" Ekki stóð á svarinu: „Ég fer bara í kaupfélagið á Rauðalæk, tek bara út nóg girð ingarefhi hjá Jónasi og skila svo af- gangnum!" Tveggja ára lakk í nýjum vest- firskum þjóð- sögum í Vest- firska frétta-. blaðinu segir frá því aö Benedikt Bjamason, kaupmaður í Bolungarvík, sé vandaður maður og ná- kvæmur sem fari vel með alla hluti og vilji hafa þá í fullkomnu lagi. Fyrir nokkrum áratugum átti hann Opel bifreið. Eitt sinn þegar hann var að bakka út úr bílskúmum nuddaðist annað frambrettið við dyrakarminn og rispaðist smávegis. Benedikt gat ekki hugsað sér að hafa bílinn rispaðan og fór niður í vélsmiðju til Tana Sveina, sem var boddíviðgerð armaður, og bað hann gera við bfl- inn. Þegar Benedikt kom að sækja bílinn sá hann að blæmunur var á brettinu og bílnum sjálfúm. Hann gerði athugasemd við þetta en Tani Sveina gaf þá skýringu að bfllinn væri orðinn tveggja ára gamall og lakkið upplitað. Þetta sé því eðli- legt. Benedikt undi þessu illa og sagðist ætla að hafa samband við umboðið. Stuttu síðar kemur hann aftur tfl Tana og segist verða að una þessu. Umboðið telji sig ekki geta útvegað honum tveggja ára gamalt upplitað lakk. Hljóðnað orgel Enn yrkja ha- gyröingar um deilumar í Langholts- kirkju, enda ekkert lát á þeim. Nú styttist í að biskup ís- lands taki þar í taumana en hann gaf defluaðilum frest tfl 15. febrúar að skfla greinargerð um stöðu málsins. En á meðan yrkja hagyrðingar um málið. Þorvaldur Guðmundsson, skipstjóri á Akranesi, orti þessa vísu: S Langholtskirkju er leiðindatuð og lasin kenning. Hljóðnað orgel, horfinn guð og heilög þrenning. Hljóður kór Og jafnvel prestar lands- ins yrkja um stöðuna í Langholts- kirkju og þá erfiðleika sem yfirmaöur þeirra, herra Ólafur Skúla- son biskup, hefur haft af málinu. Séra Hjálmar Jóns- son alþingis- maður orti þessa vísu: Þagnar Langholtskirkjukór kvörtun Jón lét bóka. Biskup þreyttur þangað fór þurfti að greiða (F)flóka Umsjón Sigurdór Sigurdórsson Fréttir Nýja lögreglufrumvarpið: Efum stórlega að þetta leiði til betri löggæslu - segir rannsóknarlögreglumaður „Við erum að vinna í þessari um- sögn. Það er alveg ljóst að viö mtm- um finna að ýmsum þáttum. Við erum ekki á móti breytingum sem leiða til styrkari löggæslu en viö ef- um stórlega að það leiði til betri ár- angurs að leggja RLR niður því að sérfræðiþekkingin mun þá dreifast á hin ýmsu embætti. Við viljum sjá skipulag sem fullnægir því gamla. Við sjáum ekki að þetta verði til lausnar,“ segir Bjamþór Aðalsteins- son hjá Rannsóknarlögreglu ríkis- ins, RLR. Eins og fram hefur komið í DV hefur dómsmálaráðuneytið sent lög- regluyfirvöldum um allt land og samtökum lögreglumanna drög að frumvarpi um ný lögreglulög. Sam- kvæmt þeim verður RLR lögð niður og embætti ríkislögreglustjóra stofnað auk þess sem landinu verð- ur skipt í tíu rannsóknarumdæmi með tíu lögreglustjórum. „Við viljum benda á að eðlilegra væri að byija á því að skipuleggja yfirstjóm löggæslumála í landinu. Þar á ég við sýslumannsembættin. Fyrst ekki tekst að fækka þeim eða reka þau á hagkvæmari hátt þá finnst mér skrýtið ef það á að tvístra lögreglunni,“ segir hann og telur ljóst að ekki sé gert ráð fyrir að neinir fjármunir komi aukalega til lögreglumála þrátt fyrir að stofn- un nýs embættis kosti peninga. „Ég er nýbúinn að fá þetta en ég held að þetta hljóti að vera til bóta,“ segir Jónas Guðmundsson, sýslu- maður í Bolungarvík. Stefnt er að því að leggja frum- varp til nýrra lögreglulaga fram á vorþingi og lögin taki gildi 1. júlí 1997. -GHS Verið er að hækka upp og laga veginn í Bláfjöll. Kröpp beygja í brekku upp af Sandskeiði hefur verið lagfærð og einnig er verið að hækka veginn. Um er að ræða 5,5 km kafla. Háfeil hf. er verktakinn sem sér um verkið og verð- ur samtals 60 mifljónum króna veitt í framkvæmdina. Áætlað var að verktak- inn skilaði af sér fyrir september en talið er Ijóst að vegna hagstæðs tíðar- fars muni framkvæmdunum öruggléga Ijúka fyrr. DV-mynd BG Framkvæmdirnar á Landakoti ekki boðnar út: Of ódýrt til útboðs „Það er visst traust á milli Borg- arspítalans og Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar og verkið kom aldrei til útboðs. Þeir sem vinna í viðhaldsdeild spítalanna sjá um endurbætumar á Landakoti," segir Gísli Hermannsson, forstöðumaður rekstrar- og viðhaldsdeildar Sjúkra- húss Reykjavíkur. DV hefur fregnir af að endurbætur á Landakoti upp á rúmar þrjár milljónir hafi ekki ver- ið boðnar út hjá Innkaupastofnun Reykjavikurborgar eins og reglur segja fyrir um. „Samkvæmt reglunum á að bjóða út verk innan borgarinnar. Það var ekki gert í þessu tilfelli og kom aldr- ei inn á borð til okkar. Það voru engin lög brotin en samkvæmt regl- um okkar hefði verkið átt að koma til Innkaupastofnunar Reykjavíkur- borgar og þar hefði verið fjallað um og ákveðið hvort það yrði boðið út,“ segir Alfreð Þorsteinsson, formaður Innkaupastofnunar Reykjavíkur- borgar. „í þessu tilfelli mat ég stöðuna þannig að það yrði dýrara að bjóða út svona lítið verk. Ef ég ætti að fara með öll svona verk í gegnum Innkaupastofnun Reykjavíkurborg- ar þyrfti ég að borga fyrir útboðs- gögn, 3-5% ofan á allt saman til Inn- kaupastofnunar og útboðsgögnin væru takmörkuð. Okkur finnst betra að okkar maður vinni starfið. Við höfúm reglumar á hreinu en reynum fyrst og fremst að hugsa um hagsmuni sjúkrahússins. Ég á von á þvi að þetta verði mjög ódýrt verk,“ segir Gísli. Samkvæmt heimildum DV hefur viðhaldsdeildin ekki fengið neinar athugasemdir um málið frá Inn- kaupastofnun Reykjavíkurborgar. -em síðustu dagar! þeir hagsýnu kaupa fermingargjöfina núna af hennil

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.