Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1996, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1996, Qupperneq 10
10 MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1996 Fréttir Vlmuefnameðferð unglinga skreppur saman á tíma E-taflna og amfetamlns: Plássum fyrir unglinga fækkar um helming í sumar - allir fara á nýju meðferðarstöðina sem verður opnuð að Fossamýri í haust Meðferðarplássum fyrir unglinga í áfengis- og vimuefnavanda fækkar um allt að helming, eða úr 18 pláss- um í átta til tólf, þegar unglinga- meðferð Meðferðarstöðvar ríkisins við Sólheima og Efstasund verður hætt í sumar. Stefnt er að því að opna nýja meðferðarstöð með tíu til tólf plássum á Stuðlum að Fossa- mýri um miðjan ágúst og taka fyrstu unglingana í meðferö þangað í byrjun september. Þá verða allir unglingar, sama við hvaða vanda þeir eiga að stríða, teknir til grein- ingar að Fossamýri en verða svo sendir annað í frekari meðferð. „Þessi hreina aðgreining á ung- lingum innan 16 ára í vímuefnameð- ferð og aðra meðferð verður ekki haldið áfram og ekki verður hægt að halda þessum hópum aðskildum. Það er gert ráð fyrir að Stuðlar hafi möguleika á að taka á móti öllum unglingum i vanda. Eftir greiningu þar er gert ráð fyrir að þeim sem þurfa á því að halda verði komið í framhaldsgreiningu," segir Áskell Örn Kárason, forstöðumaður Með- ferðarstöðvar ríkisins. - Eru krakkar ekki fljótir að læra af þeim sem eru dýpra sokknir en þeir sjálfir?' „Það er alveg ljóst í þessum breyt: ingum að það er í raun verið að fækka vistunarplássum, sérstaklega Stefnt er að því að opna nýja meðferðarstöð með tíu til tólf plássum á Stuðlum að Fossamýri um miðjan ágúst og taka fyrstu unglingana í meðferð þangað í byrjun september. DV-mynd GS þegar Tindar verða lagðir niður, þá fara tíu pláss þar á einu bretti. Það er gert í hagræðingarskyni," segir hann en að undaníornum hefur ver- ið starfrækt göngudeild fyrir ung- linga í vimuefnavanda undir heit- inu Tindar. Samkvæmt heimildum DV sparar ríkið um 30 milljónir króna við að leggja vistunarmeðferðina að Tind- um niður. Athygli vekur að á sama tíma og meðferðarpláss að Tindum eru lögð niður fer svipuð upphæð til nýstofnaðrar Barnavemdarstofu, í stjómsýslu og eftirlit við barna- verndarnefndir. „Við erum með mjög langa' biðlista og mikil óánægja með að ekki sé hægt að vista unglinga sem þurfa að fara í vímuefnameðferð þannig að það stendur mjög illa á. Ef ekki fæst meira fé verða menn að horfast í augu við það aö þessi for- gangsröðun hefur verið ákveðin," segir Áskell Öm. Fjögur pláss eru á móttökudeild Meðferðarstöðvar ríkisins en á bið- lista eftir plássi í meðferðarvistun eru 10 unglingar. Þeir hafa beðið frá því í september og geta þurft að bíða fram á sumar. Búist er við að það kosti 70-80 milljónir króna að reka Stuðla á ári en um 20 milljónir að reka heimili fyrir 5-6 unglinga. -GHS Vímuefnavamir: Unglingageðdeild fær 12 milljónir - óskiljanlegt, segir meðferðaraöili „Þetta er algjörlega óskiljanleg ákvörðun og sýnir skort á heild- arsteínu eða heildarsýn hjá ríkis- stjóminni,“ segir Áskell öm Kárason, forstöðumaður Meðferð- arstöðvar ríkisins. Ríkisstjómin hefur ákveðið að setja 12 miiljónir króna í ráðgjaf- arstöð fyrir foreldra við bama- og unglingageðdeild eða í svipað starf og unnið er að á dagdeild- inni að Tindum og á fræðslumið- stöö í fikniefnavörnum sem menntamálaráðuneytið styrkir. Áskell Örn segist vera mótfall- inn því að dreifa fé til ráðgjafar og vímueínavarna á marga staði því að þannig nýtist það mun verr en þyrfti. Hann vill frekar sjá stjórnvöld beina því á einn stað því þannig nýtist það betur. „Þó að börn og unglingar komi ekki til meðferöar á barna- og unglingage'ðdeild þá em starfandi þama sérfræöingar, til dæmis sálfræöingar, geðhjúkmnarffæð- ingar og geðlæknar, og ráðgjafar- þjónustan á að vera hjá þeim. Þetta fólk getur leitt viðkomandi í áframhaldandi meðferð," segir Ingibjörg Pálmadóttir hefibrigðis- ráðherra. „Það er ekki ætlunin að þarna verði allsherjar meöferðarstöð,1* segir hún. -GHS Einkaútgáfa á bæklingi um fíkniefni í 95 þúsund eintökum: Stjórnvöld bregðast vegna skorts á áhuga - útgáfan kostar þrjár millljónir króna „Þetta ætti auðvitað að vera verk- efni stjórnvalda en þau virðist skorta áhugann. Þess vegna hef ég ráðist i útgáfuna," segir Svavar Sig- urðsson, áhugamaður um baráttuna gegn fíkniefnavandanum. Svavar er þessa dagana að leggja síðustu hönd á útgáfu bæklings sem dreift verður í 95 þúsund eintökum á öU heimUi landsins. Útgáfan kost- ar um þrjár mUljónir og þá peninga sækir Svavar í eigin vasa eða fær fé- lög, fyrirtæki og einstaklinga tU að leggja sér lið. Ætlunin er að bæklingurinn Svavar Sigurðsson, áhugamaður um baráttuna gegn fíkniefnavand- anum. DV-mynd ÆMK komi út 1. mars. Upphaflega var hann gefinn út af breska heilbrigð- isráðuneytnu en Svavar hefur látið þýða hann á íslensku og gefur út undir nafninu Þú og barnið þitt. Efni bæklingsins er einkum mið- að við uppfræðslu foreldra um flkni- efnavandann og hvernig þeir eiga að nálgast vandamálið í samræðum við börn sín. „Stjórnvöldum hér ber í raun og veru skylda tU að gefa efni af þessu tagi út. En þau virðast hafa öðru að sinna og þess vegna er ég að berjast í þessu," segir Svavar. -GK Embætti Húsameistara ríkisins lagt niöur frá áramótum: Forsendur eru ekki leng- ur fyrir rekstrinum Embætti Húsameisiara ríkisins verður lagt niður um næstu áramót og hætta þá um 16 starfsmenn. Ákvörðunin er kynnt með nokkrum fyrirvara til að starfsfólk embættis- ins geti með góðu brugðist við þess- ari ráðstöfun. Forsætisráðuneytið hefur um nokkurt skeið unnið að því að end- urmeta embætti Húsameistara rík- isins, en strax eftir að sú athugun hófst var ákveðið að hætta þeirri hönnunarvinnu sem þar fór fram og færa hana yfir til sjálfstætt starf- andi arkitekta. Hugmyndir eru hins vegar uppi um aö embættið sinni öðrum verkefnum, svo sem ráðgjöf um húsnæðismál ríkisins, forhönn- un og yfirstjórn hönnunarvinnu við mannvirki og eftirliti meö tiltekn- um húseignum ríkisins. Til að tryggja samfellda fram- kvæmd mála skipaði forsætisráðu- neytið í ágúst síðastliðnum húsnæð- isnefnd Stjórnarráðsins, en megin- verkefni þeirrar nefndar er að tryggja heildarsýn í húsnæðismál- um Stjómarráðsins og undirbúa stefnu og ráðstafanir, sem m.a. snúa að viðhaldi, breytingum og nýbygg- ingum. í þessari nefnd eru ráðu- neytisstjórar forsætisráðuneytis og fjármálaráðuneytis og húsameistari ríkisins, sem annast embættis- færslu fyrir nefndina. Þykir hvorki ráðlegt né hagkvæmt „Forhönnun og yfirstjórn hönn- unarvinnu eru mikilvægir þættir í allri mannvirkjagerð og nauðsyn- legt að þeim sé vel sinnt. Á undan- förnum ámm hefur þróunin verið sú að þessum verkefnum er í vax- andi mæli sinnt á vegum einstaka ráðuneyta eða stofnana, sem leita eftir sérfræðiþjónustu starfandi fyr- irtækja. Að athuguðu máli þykir hvorki ráðlegt né hagkvæmt að færa öll verk á þessu sviði til einn- ar stofnunar. Þau geta því ekki orð- iö grundvöllur fyrir starfsemi emb- ættis húsameistara ríkisins," segir í fréttatilkynningu frá forsætisráðu- neytinu. Hluti þeirrar starfsemi sem Húsa- meistari ríkisins hefur meö hönd- um verður áfram sinnt í forsætis- ráðuneytinu. Það á einkum við um ráðgjöf um húsnæðismál Stjórnar- ráðsins og umsjón með tilteknum eignum ríkisins sem ráðuneytinu er skylt að sinna. Þessi verkefni verða framvegis í höndum þriggja starfs- manna. Garðar Halldórsson, húsameist- ari ríkisins, vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu. -brh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.