Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1996, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1996, Síða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1996 Spurningin Hvernig líst þér á að sjónvarpsfréttatímum verði fjölgað? Guðlaugur Lárusson, fyrrverandi sjómaður: Það er ágætt mál bara. Jóhann Ingi Benediktsson sveita- maður: Bara vel. Sandra Kjartansdóttir nemi: Mér líst bara vel á það. Sigrún Lilja Sigmarsdóttir nemi: Mér finnst það bara allt í lagi, ég horfi einstaka sinnum á fréttir. Halla Hauksdóttir hjúkrunar- fræðingur: Bara ágætlega, það er misjafnt hvenær fólk getur horft á fréttir. Ólafur Sigurðsson Það ætti að dreifa þeim yfir daginn. Lesendur______________________ Ónothæfar reglur fyrir handfærabáta - trillukarlar greiða 15 milljónir fyrir eftirlit með sjálfum sér „Venjulegir handfærabátar eru aftur á móti svo múlbundnir af þessum regl- um að þeir geta með engu móti notað þær óbreyttar." Eðvald Eðvaldsson skakkarl skrifar: Flestir, sem hafa kynnt sér nýj- ustu reglur sjávarútvegsráðuneytis um handfæraveiðar (sem reyndar eru aldrei nefndar á nafn), eru sam- mála um að þær séu ónothæfar nema fyrir stærstu og kraftmestu bátana sem reyndar flestir eru á línuveiðum. Enda hafa eigendur nýjustu og dugmestu bátanna fjár- fest ótæpilega í línuútbúnaði því sþessar reglur eru sniðnar fyrir þá. Venjulegir handfærabátar eru aft- ur á móti svo múlbundnir af þess- um reglum að þeir geta með engu móti notað þær óbreyttar. Víða hag- ar svo til að 2 til 3 klukkustunda sigling er á miðin fyrir alvöruhand- færabáta og engin veginn hæt að vita hvort veiðiveður eru á svæðinu nema fara þangað. Maður í bát sínum í Sandgerðis- höfn getur ekki vitaö hvort veiði- veður er suður af Eldey eða ekki þó blíðuveður sé í höfninni. Allir þekkja slikt. En samkvæmt reglun- um getur maður haldið af stað á bát sínum og siglt áleiðis í 1 klukk- stund. Þá er venjulegur skakbátur kominn vel suður á Leirinn eða tæplega hálfnaður suður í Röst. Á þeirri mínútu verða menn aðtaka ákvörðun um hvort þeir haldi áfram og eyði þá sóknardegi hvem- ig sem viðrar suðurfrá eða snúi við hið snarasta og séu þá komnir til hafnar 2 klukkustundum eftir brott- för. Séu þeir ekki komnir til hafnar innan 2 klukkustunda telst sá dagur notaður þó að veiðarfæri hafi ekki verið bleytt eða eitthvað hafi bilaö. Ekki þarf að taka fram að engin tök em fyrir menn sem svona er ástatt fyrir að veita öðrum neina að- stoð af neinu tagi. Þeir hafa einfald- lega engan tíma til slíks því þá telst dagurinn notaður sem sóknardagur. En margvísleg aðstoð og samvinna trillukarla hefur jafnan viðgengist og talist sjálfsögð og eðlileg. Þessar aðstæður eins og í Sandgerði eiga við um fjölmargar verstöðvar og veiðisvæði umhverfis landið. Eins er með ákvæðið um nýjan sóknardag. Séu menn ekki komnir í höfn klukkan 2 að nóttu hefst nýr sóknardagur hvað sem valdið hefur: vélarbilun, veður eða það sem ólík- legast er, aðstoð við aðra báta en það gerir auðvitað enginn óvitlaus maður undir þessum reglum. Hafi eitthvaö af þessu orðiö geta menn sent skriflega skýrslu um málið til Fiskistofu og fer þá auðvitað eftir atvikum hvort sú skýrsla er tekin gild eða ekki. Og þá er ótalið eitt mesta ruglið. í þessu kerfi eru tæplega 700 bátar og hver má nota 47 sóknardaga. Ekki er undirrituðum kunnugt um að handfærabátar hafi nokkurn tíma róið á banndögum á undan- fömum árum. Samt er svokölluðum „símkrók" skellt á trillukarla en það er enn eitt eftirlitskerfiö til við- bótar því sem fyrir er, það er til- kynningaskyldu, veiðieftirliti og al- mennu eftirliti sjómanna sjálfra sem hefur farið mjög vaxandi. Vægt áætlað mun þessi „símkrók- ur“ kosta trillukarla 15 milljónir fyrir þessa 47 daga. Trillukarlar greiða 15 milljónir fyrir óþarft eftir- lit með sjálfum sér á 47 dögum. Hvert var aftur álit lögfróðra manna um eftirlit á „Flæmska hatt- inum“. Er ekki mál að linni? Helgistundina aftur í Sjónvarpið F.H. hringdi: Mig langar að koma á framfæri gagnrýni á Sjónvarpið. Ég er hneyksluð á því að helgistundin á sunnudögmn skuli hafa verið felld niður og biskupinn látinn koma með sinn þátt í staðinn. Ég er ekki að segja að biskupinn eigi ekki að vera með sinn þátt. Ég hef ekkert á móti biskupnum og þættirnir hans eru ágætir. Það hefði hins vegar mátt velja annan tíma til þess að sýna þá. En það var dapurlegt að taka þessa helgistund af okkur sem eig- um svolítið bágt hér heima. Það eru margir sem alltaf hafa hlustað á helgistundina og hlotið huggun við það. Þeir eru ófáir sem eiga um sárt að binda og helgistund Sjónvarpsins hefur verið þeim huggun harmi gegn. Ég er ein af þeim sem mat mikils þennan þátt og vona aö hann verði aftur á dagskrá Sjónvarpsins innan tíðar. Stúlkubörnin í Kína „Ég trúi allavega þeim stjórnvöldum til að svelta stúlkubörn til dauða sem fá það af sér að slátra þúsundum ungmenna með stórvirkum vopnum fyrir það eitt að krefjast endurbóta á úreltu stjórnskipulagi.“ Konráð Friöfinnsson skrifar: Enn berast okkur fregnir frá Kína um vonda meðferð á stúlku- bömum sem lenda inni á munaðar- leysingjahælum í eigu hins opin- bera. Samkvæmt fregnum virðist svo vera að á þessum hælum séu blessuð bömin svelt til bana, hægt en ömgglega. Líkt og fyrri daginn þegar komm- ar eiga í hlut og einhver reynir að benda á staðreyndir um „bolsa- drauminn“ bregðast valdhafar ókvæöa við og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að gera þann sem fréttina flutti að ódreng sem engin ástæða sé fyrir fólk að taka mark á. Sannleikurinn er hinsvegar sá að manni ber að taka svona fréttir al- varlega, sérflagi þegar um ítrekaðar birtingar er að ræða líkt og í þessu tilviki. Og maður spyr hví í ósköp- unum hlutlausir erlendir frétta- menn ættu að ljúga um ástand mála í landinu sem þeir eru staddir í, á þessum og hinum tímanum. Altént sér maður ekki skynsemina í slíku. Hverfum nú ögn aftur í tímann og rifium upp Sovéttímann og hvernig ástandið var þar í þessum „frétta- málum“. Menn sem dirfðust að tala á skjön við vilja valdhafanna voru yfirleitt úthrópaðir niðurrifsmenn og oft fangelsaðir, drepnir eða dæmdir í útlegð. Fólk á borð við Solzhenitsyn, Sakharow og fleiri voru reknir frá heimalandi sínu fyr- ir að segja heimsbyggðinni sann- leikann. Og er sovéska „spilaborg- in“ hrundi kom í ljós sannleiksgfld- ið hjá þessum mönnum. Og frekar var að þeir drægju úr ástandinu í landinu en að þeir bættu þar ein- hverju við. Ég trúi allavega þeim stjórnvöld- um til að svelta stúlkubörn til dauða sem fá það af sér að slátra þúsundum ungmenna með stórvirk- um vopnum fyrir það eitt að krefj- ast endurbóta á úreltu stjórnskipu- lagi eins og viðgengst í þessu fjöl- menna ríki Kína. Og núna er ég að tala um atburðina er áttu sér stað á Torgi hins himneska friðar fyrir fá- einum árum. Allar yfirlýsingar frá þessum mönnum um þetta mál getur maður því miður ekki tekið alvarlega. Þær ná því ekki mínum eyrum. Kín- versk stjórnvöld hafa enda margt á samviskunni sem þolir hvorki of mikið umtal né sterkt dagsljós. Efnum til útifundar Gunnar Halldórsson skrifar: Árið 1995 kom viðtal við Guð- mund J. Guðmundson, formann Dagsbrúnar, þar sem hann segir niðurskurði mætt af hörku. Guð- mundur segir að það muni ekki ganga hávaðalaust fyrir sig ef bæði ríki og borg draga úr fram- kvæmdum í atvinnumálum og ekkert annað kemur í staðinn. Nú hefur borgarstjóri lýst því yfir að Reykjavíkurborg ætli sér að draga úr átaksverkefnum. Ég skora á öll verkalýðsfélög á höf- uðborgarsvæðinu að efna tfl úti- fundar á Austurvelli vegna vax- andi atvinnuleysis. Ólaf Egilsson fyrir forseta María Jónína Sigurðardóttir hringdi: Ég vil fá Ólaf Egilsson í emb- ætti forseta íslands. Mér finnst hann hafa allt til að bera tfl að gegna embættinu með sóma. Ólafur er einstakur maður, ópólitískur, hann hefur unnið í utanríkisþjónustunni og vill öll- um gott gera. Konan hans, Ragna Ragnars, er einnig alveg einstök. Ólafur hefur haft hljótt um sig í umræðunni um forseta- embættið en ég get ekki hugsað mér betri forseta. Skelfilegt píp Jórunn hringdi: Ég varð fyrir þeirri leiðinlegu reynslu um daginn í Hagkaupi á efri hæð Kringlunnar að það pípti er ég gekk inn um hliðið. Mér brá ónotalega og sá mér til skelfingar að allra augu beindust að mér eins og ég væri þjófur. Stúlkan í upplýsingunum kom og vildi fá að kikja í töskuna mína. í henni var enginn „ráns- fengur" úr öðrum verslunum. En það var dagbók sem ég hafði keypt í bókabúð um áramótin sem var sökudólgurinn. Það pípti ekki í hliði bókabúðarinnar því stúlkan við kassann þar beindi einhverju apparati að bókinni. Það er mjög óþægilegt fyrir viöskiptavini þegar svona kemur fyrir og manni finnst erfitt að „sanna“ sitt mál. Stúlk- an í Hagkaupi sagði hlið verslan- anna misnæm og að svona kæmi oft fyrir. Þetta er samt skelfilega leiðinlegt. Hringsólið með Fæðingarheimilið Ingunn hringdi: Hringsólið með Fæðingar- heimilið er að verða að skrípa- leik ef það er ekki þegar orðið það. Það er ýmist veriö að til- kynna um opnun eða lokun, þessa starfsemina og hina. Þó svo að ég sé enginn aðdáandi heimflisins, ég fékk ekkert betri þjónustu þar en á Landspítalan- um þegar ég fæddi mín börn, þá er ég sammála borgarstjóra um það að allt þetta mál er skýrt dæmi um stefnuleysi og ráðleysi í heilbrigðismálum. Ólaf Ragnar til Bessastaöa Hulda hringdi: Ólafur Ragnar Grímsson er kjörinn í embætti forseta ís- lands. Hann er vel gefinn, vel menntaður, reffflegur, ákveðinn og kemur vel fram. Hann hefur sýnt það á erlendum vettvangi að hann er viröulegur fulltrúi ís- lands í hvaða samhengi sem er. Það má vel vera að einhverjir láti hann fara í taugamar á sér frá því að hann var fjármálaráð- herra en það er liðin tíð. Við eig- um að fylkjast um hæfan mann í forsetaembættið og sá er Ólafur Ragnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.