Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1996, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1996
13
Fréttir
Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar:
Þrír í framboði
til formanns
Þrír gefa kost á sér til formanns í
Starfsmannafélagi Reykjavíkur-
borgar þegar stjómarkjör fer fram i
félaginu 18. og 19. febrúar. Marías
Sveinsson, vagnstjóri hjá SVR, skil-
aði inn framboði sínu skömmu áður
en frestur rann út síðdegis á mánu-
dag en áður hafði Sjöfn Ingólfsdótt-
ir, núverandi formaður, boðið sig
fram. Þau era því tvö sem etja kappi
við Grétar J. Magnússon, starfs-
mann Rafmagnsveitu Reykjavíkur.
Hann er á lista uppstillingamefhd-
ar.
Marías segir að hann hafi ákveð-
ið á sunnudaginn að bjóða sig fram
þar sem hann hafí fengið margar
áskoranir. Mikil óánægja sé meðal
vagnstjóra og almennt innan félags-
ins með störf núverandi formanns
sem hafi litið á vagnstjóra sem
„homrekur" og „órólegu deildina",
eins og Marías orðar það. Launa-
taxtamir séu ekkert til að hrópa
húrra fyrir og óánægja sé með sam-
flot í kjarasamningum og hann vilji
herjast fyrir hag gamla fólksins.
Þegar ummæli Maríasar voru
borin undir Sjöfn Ingólfsdóttur
sagðist hún vísa þeim til föðurhús-
anna.
Grétar J. Magnússon sagðist telja
framboð Maríasar undirstrika þá
óánægju sem væri í félaginu.
-GHS
Kjarkur frá Egilsstöðum er einn þeirra stóðhesta sem hafa vakið athygli á
sýningu Stóðhestastöðvarinnar í Gunnarsholti. Knapi er Vignir Siggeirsson.
DV-mynd E.J.
Graðhesta-
skeið í augsýn
Næstkomandi sunnudag verður
opiö hús i Stóðhestastöðinni í
Gunnarsholti frá klukkan 14.00 til
16.00.
Þorkell Bjarnason hrossaræktar-
ráðunautur mun kynna starfsem-
ina, tamningamenn stöðvarinnar
sitja fyrir svörum og ríða hugsan-
lega nokkrum stóðhestanna. Kafíi-
veitingar verða á borðum.
í apríl er fyrirhugað að brydda
upp á nýjungum, svo sem graðhesta-
skeiði og tölti úrvalsgraðhesta og
verður eigendum allra graðhesta
landsins velkomið að vera með. Sú
keppni verður kynnt síðar. -E.J.
Deila um hund tekur nýja stefnu:
Dagsljósmaður
kærður til
Útvarpsráðs
Runólfur Oddsson, hundaeigandi
í Reykjavík, hefur sent Útvarpsráði
bréf þar sem Þorfinnur Ómarsson,
dagskrárgerðarmaður hjá ríkissjón-
varpinu, er sakaður um að hafa
misnotað aðstöðu sína með viðtali
við Ólaf Benediktsson, nágranna
Runólfs, sama dag og málflutningur
fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Runólfur hefur barist fyrir því að
fá að halda hund við Álakvísl í
Reykjavík en Ólafur hefur viljað fá
hann sviptan hundaleyfi.
Gunnlaugur Sævar Gunnlaugs-
son, formaður útvarpsráðs, staðfesti
í samtali við DV að hafa fengið
kærabréf frá Runólfi og segist hafa
séð umræddan sjónvarpsþátt. Hann
segist munu ræða við Þorfinn og
senda Runólfi svarbréf nú í vikunni
en í bréfi sínu sakar Runólfur Þorf-
inn m.a. um persónunjósnir.
„Ég hef ekki séð þetta bréf en eitt-
hvað heyrt af því. Mér fannst þetta
eins og hver annar brandari. Ég
held að enginn taki þetta alvarlega,"
segir Þorfmnur Ómarsson.
Hann segist aldrei hafa séð um-
rætt viðtal og -beri ekki ritstjómar-
lega ábyrgð því hann sé ekki rit-
stjóri þáttarins. Annar umsjónar-
maður hafi tekið viðtalið án þess að
hann vissi af því.
-GHS
Grindavík:
Flutningabíll gjöreyðilagðist í eldi
DV, Suðurnesjuni:
Eldur kom upp í vörabíl i Grinda-
vík um helgina og skemmdist bíllinn
svo mikið að hann er talinn gjörónýt-
ur. Bílstjórinn stöðvaði bílinn um
leið og hann varð reyks var og forð-
aði tveimur bömum sínum úr bíln-
um. Slökkvilið Grindavíkur var á
branaæfmgu og var eldsnöggt á vett-
vang en þrátt fyrir það stóð bíllinn í
ljósum loga þegar að var komið og
allt brann sem brunnið gat.
Bíllinn, Scania, árgerð 1984, er i
eigu fiskvinnslufyrirtækisins Hóps
hf. í Grindavík og atvikið átti sér
stað á gatnamótum Ægisgötu og
Seljabótar. -ÆMK
AEG fltlas Copci
Q
PES 12 T Hleðsluborvél
• 12 V hleðsluborvél.
me& aukarafhlöSu og
skrúfbitasetti í tösku
• Tveggja þrepa gír
0-360 sm./mín.
0-1100 sm./mín.
• Nítjón þrepa
ótaksstilling
• Bremsa ó mótor
• Seigla (TORQUE)
14,9/31,7
SBE 480 Borvél
VERÐ STGR.: H.300,-) &
• 480 W heimilisborvél
með höggi
ófram/afturóbak.
• Stiglaus rofi.
• Er í tösku
• Borasett fyrir stein fylgir
WSCE 800/115 ibnabarslípirokkur
• 800W slípirokkur
• Léttur og
meðfærilegur
meS 115 mm skifu
• GangróSur sem
heldur snúnings-
hraSanum
BRÆÐ U R N
Lágmúla 8, Sími 553 8820
R AEG
Umbobsmenn um allt land
Reykjavfk: Ellingssen. Byggingavöruversl Nethyl Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi,
Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi.Blómsturvellir, Hellissandi.Guðni E. Hallgrímsson, Grundarfiröi.
Vestfirðlr: Geirseyrarbúöin, Patreksfirði. Rafverk.Bolungarvík.Straumur.ísafirði.
Norðurland: Kf. V-Hún.,Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfiröingabúð,
Sauðárkróki. KEA Siglufirði. KEA Ólafsfirði. KEA, Lónsbakka Akureyri. KEA.Dalvík.
Kf. Þingeyinga, Húsavík. Austurland: Kf. Vopnfirðinga,Vopnafirði Sveinn Guðmundsson,
Egilsstöðum. Stál, Seyðisfirði. Verslunin Vík, Neskaupsstaö. Kf. Fáskrúðsfiröinga,
Fáskrúðsfiröi. KASK, Höfn Suðurland: Kf. Rangæinga, Hvolsvelli. Mosfell, Hellu. Árvirkinn,
Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavík.
Rafborg, Grindavík.
BILASALAN
BLIK
SKEIFUNNI 8 - SÍMI 568-6477
Toyota Landcrusier '95,
ssk., ek. 25.000 km, með öllu.
Range Rover Vogue '90,
ssk., ek. 140.000 km, nýtt lakk.
Ford Econoline '93,
bensín, ssk., 15 manna,
ek. 112.000 km.
Nissan Sunny 1600 SLX '90,
ssk., ek. aðeins 44.000.
VW Golf GL1600 '93,
5 g., vínr., ek. 33.000 km.
Toyota Carina E '93,
5 g., ek. 73.000 km.
Volvo 740 GLE '85,
5 g., ek. 143.000 km, gott eintak.
Toyota HiLux Extra Cab V6 '90,
5 g., ek. 118.000 km.
Chevrolet Monza '88,
5 g., ek. 83.000 km,
mjög gott eintak.
Subaru Legacy '90,
ssk., ek. 99.000 km.
Toyota Corolla Sl 1600 '93,
5 g., ek. 71.000 km.
ÓSKUM EFTIR HONDU CIVIC
LSI '92, STAÐGREIÐSLA.