Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1996, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1996, Side 14
14 MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1996 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS' KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftan/erð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk„ helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent etni blaðsins í stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds. Kominn í Maó-jakkann Jiang Zemin, forseti Kína, er hættur að láta mynda sig í vestrænum fótum og klæðist nú búningi að hætti Maós formanns. Tónninn í ræðum hans er orðinn hvassari og stríðari en áður var. Jafnframt fer vaxandi yfirgangur Kínverja á hafinu gagnvart nágrannaríkjunum. Um nokkurra mánaða skeið hefur herinn í Kína stund- að æfingar á sundinu milli meginlandsins og Tævan og reynt að haga þeim þannig, að þær skjóti Tævan-búum skelk í bringu. Jaframt ítreka kínverskir ráðamenn oft- ar og hvassar en áður, að Tævan verði sameinað Kína. Fyrr í vetur gengu kínverskir hermenn á land á skerj- um, sem Filipseyjar telja sig eiga. Kínastjórn var með þessu að reyna að sýna fram á mátt sinn og megin. Með slíkum aðferðum sáir hún um leið öryggisleysi í ná- grannaríkjunum og magnar raunar hervæðingu þeirra. Jafnframt hafa kínverskir ráðamenn ótvírætt sagt, að lýðræðisöfl verði virt að vettugi í Hong Kong, þegar þeir taka þar völdin á næsta ári. í undirbúningsnefnd valda- skiptanna var ekki skipaður neinn fulltrúi lýðræðisafl- anna, sem unnu kosningasigur í Hong Kong í fyrra. Harka Kínastjórnar hefur aukizt gagnvart Tibet-búum, menningu þeirra og trúarbrögðum. Hún virti að vettugi val þeirra á barni til að verða Panchet Lama, setti það í stofufangelsi og valdi sjálf annað barn til að gegna þessu hlutverki. Hún þolir enga sjálfstæða skoðun. Stjórnarandstæðingar í Kína eru ofsóttir harðar en áður. Er nú svo komið, að fangelsaðir eru allir þeir, sem lýsa öðrum sjónarmiðum en þeim, sem viðurkennd eru af stjórnvöldum. Daglega rignir yfir kínverska íjölmiðla tilskipunum um herta hugmyndafræðilega baráttu. Helzta einkenni kerfisins í Kína er, að það þolir engin frávik frá línunni, sem hefur orðið einstrengingslegri með hverjum mánuðinum að undanfómu. Þetta beindist áður einkum að fólkinu í landinu, en einkennir upp á siðkastið í vaxandi mæli samskiptin við útlönd. Stjórnin í Kína brýtur hverja þá alþjóðasamninga, sem hún telur standa í vegi fyrir ráðagerðum sínum. Hún heldur áfram tilraunum með kjarnorkuvopn, þótt öll önnur stjórnvöld hafi hætt þeim. Hún skirrist við að efna viðskiptasamninga, sem hún hefur skrifað undir. Herinn í Kína rekur sjálfur þrjátíu umfangsmiklar verksmiðjur, sem framleiða geisladiska án þess að greiða tUskUin og umsamin gjöld fyrir réttindi. Svipað er að segja um tölvuhugbúnað. Á mörgum sviðum er stundað- ur ríkisrekinn þjófnaður á vestrænum höfundarétti. Vestræn fyrirtæki, sem hafa verið ginnt tU athafna í Kína, verða að sæta því, að engar leikreglur gUda þar í landi. Þar stjórna ekki lög og reglur samskiptum fyrir- tækja og opinberra aðUa, heldur hreinn geðþótti ríkisins, þar á meðal eignaupptaka, ef því sýnist svo. Reynslan hefur líka sýnt ráðamönnum Kína, að vest- rænir ráðamenn og ráðamenn nágrannaríkjanna fara undan í flæmingi. í einstaka ríkjum bíða bjálfamir nán- ast í biðröð eftir að komast í opinbera heimsókn tU Kína. Þetta magnar íjölþætta forherðingu Kínastjórnar. Þegar forseti Kína afklæðist vestrænu jakkafotunum, sem hafa verið einkenni Deng-tímans, og dregur rykfaU- inn Maó-jakka úr skápnum, er afturhvarfið tU fyrri tíma orðið formlega staðfest. Deng Xiaoping er sjálfur orðinn 91 árs og hefur ekki sézt opinberlega í tvö ár. Að engu eru orðnar vestrænar vonir um, að ódýrt fjár- magn, ódýr þekking og pólitískur stuðningur geri ein- strengingslega Kínastjóm alþjóðlega samstarfshæfa. Jónas Kristjánsson „Hér á landi eru heilsugæslustöðvar um allt land grunnöryggisnet fyrir íbúana skv. lögum og hafa sannað gildi sitt.“ Hvers vegna uppsagnir? 127 heilsugæslulæknar sögðu upp störfum frá og með 1. febrúar sl„ en það eru hartnær 90% allra heilsugæslulækna á landinu. Þetta er gert til að knýja stjórnvöld til þess að svara þeirri grundvallar- spurningu, hvort ríkja eigi skipu- lag í heilbrigðisþjónustunni í land- inu, og hvernig eigi að tryggja framkvæmd þess, eða skipulags- leysi. Núverandi skipulag Lýsa má núverandi skipulagi þannig að það sé þrískipt, í 1. stig (frumþjónustu, heimilislækning- ar), 2. stig (sérfræðiþjónustu) og 3. stig (sjúkrahúsþjónustu). Skipting- in byggir á alþjóðlega viður- kenndri hugmyndafræði. Um fyrsta stigið, sem hér er til um- ræðu, og verkaskiptingu milli lækna er kveðið á í lögum og reglugerðum. í Reykjavík hafa sí- vaxandi frávik frá skipulaginu gert hlutverk heimilislækna óljóst og ómarkvisst. Á heilsugæsluna eru þó lagðar skyldur um sam- fellda þjónustu við almenning, sem meðal annars lúta að vöktum, símaþjónustu og afleysingum. Þetta er í stuttu máli lýsing á ör- yggisneti lækna um land allt, allan sólarhringinn, árið um kring. Flestir hafa heimilislæknar nú- tímans lagt stund á sérnám í grein sinni erlendis. Annars og þriðja stigs þjónustu er sinnt af sérfræðingum í þrengri greinum læknisfræðinnar, á sjúkrahúsum, göngudeildum og á stofum sérfræðinga. Þeir hafa Kjallarinn Katrín Fjeldsted formaður Félags ísl. heimilislækna sé ljóst hvernig haga eigi verka- skiptingu innan heilbrigðiskerfis- ins. Til þess að geta gengið til kjarasamninga þarf okkur að vera ljóst við hvaða starfsaðstæður við eigum að búa í framtíðinni. Upp- sagnir okkar nú gefa stjórnvöldum tóm til að lýsa afstöðu sinni. Við segjum upp störfum til að undir- strika alvöru málsins. Öryggisnet um allt land Stefna heilbrigðisyfirvalda um hinn vestræna heim er að leggja megináherslu á heimilislækningar sem grundvöll heilbrigðisþjónust- unnar. Hér á landi eru heilsu- gæslustöðvar um allt land grunnöryggisnet fyrir íbúana skv. lögum og hafa sannað gildi sitt. Vegna ístöðuleysis yfirvalda árum saman er öryggisnetinu þó áfátt á „Vegna ístöðuleysis yfirvalda árum saman er öryggisnetinu þó áfátt á höfuðborgar- svæðinu.“ einnig menntað sig erlendis í sér- greinum sínum og unnið þar í heilbrigðisþjónustu, sem gerir ráð fyrir hefðbundinni verkaskiptingu milli lækna. Afstaða stjórnvalda og ábyrgð Við heimilislæknar viljum að stefna stjórnvalda sé skýr og það höfuðborgarsvæðinu. Þar fjölgar sérfræðingum ört á meðan yfir- völd hindra eðlilega fjölgun heim- ilislækna. Af þessu leiðir að ónóg nýliðun verður í heilsugæslunni og það mun á örfáum árum verða til þess að heilsugæslan um allt land hrynji. Katrín Fjeldsted Skoðanir annarra Hömluleysi „Þegar margauglýstur lífsstíll fyrirmynda ungra manna og kvenna eru eiturefnanautn og hömlulaus hegðan með dúndrandi undirleik rokks og rapps og hvað þetta nú allt heitir sem undirsátar Heimis Steinssonar og menntamálaráðherra eru ólatir að mata ungdöminn á, væri kraftaverk ef markaðurinn fyrir fikniefni dalaði. En gömlu hipparnir passa að aldrei sé stungið á eiturkýlinu né kafað í undir- heima dægurlagafársins, sem er uppspretta mikils auðs og mikillar niðurlægingar." Oddur Ólafsson í Tímanum 3. febrúar. Þáttaskil „Sú staðreynd, að einstakir þingmenn Framsókn- arflokksins eru reiöubúnir til að ganga opinberlega gegn þeirri stefnu í sjávarútvegsmálum, sem hefur ekki sízt verið kennd við þeirra eigin formann, Hall- dór Ásgrímsson, sem raunar ítrekar óbreytta af- stöðu sína í samtali við Tímann í gær, getur valdið ákveðnum þáttaskilum í málinu." Úr forystugrein Morgunblaðsins 4. febrúar. Sjúkrahúsapótek „Á sama tíma og Lyfjaverzlun ríkisins er seld fyr- ir lítilræði í anda einkavæðingarstefnunnar, blæs ríkið til sóknar í samkeppni við sjálfstæða atvinnu- starfsemi. Undir verndarvæng opinberra aðila hefur rekstur lyfjabúra sjúkrahúsanna verið efldur og eru þau komin í beina samkeppni við apótekin með al- mennri sölu lyfja bæði í lausasölu og samkvæmt lyf- seðlum. Það fer ekki milli mála að þessi „sjúkrahús- apótek" njóta sérstakrar verndar í samkeppninni við apótekin." Jón Bjömsson í Mbl. 3. febrúar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.