Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1996, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1996, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1996 Sviðsljós Svo bregðast krosstré sem önnur tré, jafnvel í Hollywood: Leðurblökumaðurinn vondur við börnin sín Bandaríski leikarinn Val Kilmer virðist ekki hafa tileinkað sér neitt af góðmennsku Leðurblökumannsins, verndara smælingjanna, laga og reglu, sem hann lék við miklar vin- sældir. Að minnsta kosti gerði hann það ekki ef eitthvað er að marka orð fyrrum eiginkonu hans, þeirrar bresku Joanne Whally-Kilmer. Hún segir að bömin þeirra tvö séu nú heimilislaus fyrir sakir þvergirðings- háttar hans og nísku. Val fékk 400 milljónir króna fyrir að leika bjarg- vættinn i skikkjunni. Val og Joanne eru skilin að skipt- um og hann neitar að verða við kröf- um hennar um þrjátíu milljón króna framlag fyrir nýju húsi. „Það bendir allt til þess að Val vilji ekki deila ríkidæmi sínu með eigin- konu sinni og börnum og hann gerir þeim eins erfitt fyrir og hann frekast getur,“ segir ónefndur vinur Joanne. Val Kilmer er ábúðarfullur í hlutverki Leðurblökumannsins. Aðeins einum mánuði eftir að yngra bamið fæddist í júní síðastliðn- Móðirin örvæntingarfulla, Joanne Whalley-Kilmer. um fór Val tO Evrópu til að kynna nýjustu myndina um þá Bíbí og Blaka sem þeir Robin og Batman gætu hæg- lega heitið á ástkæra ylhýra málinu. Hann sneri aldrei aftur heim í hús fjölskyldunnar i Santa Fe í Nýju- Mexíkó. Þess í stað hefur hann verið orðaður við ýmsar glæsipíur svo sem fyrirsætuna Cindy Crawford og.villig- elluna Drew Barrymore. Eins og nærri má geta var Joanne alveg eyðilögð en á þessum tíma var hún enn með barnið á brjósti. Hún grátbað Val um að koma heim til barnanna en hann mátti ekkert vera að því fyrir kvennafari. Joanne yfirgaf þá húsið í Santa Fe og fór til Los Angeles þar sem hún sagðist þurfa á andlegum stuðningi vina sinna þar að halda. Hún hefur nú fundið hús í borginni en vantar aura frá Val til að geta keypt það. Á meðan búa Joanne og börnin hjá vinum og á hótelum og það gengur náttúrlega ekki til lengdar fyrir börnin. Allt virðist í himnalagi hjá þeim hjúum Liz Hurley og Hugh Grant en þau komu til frumsýningar myndarinnar City Hall í New York í gærkvöldi. Virðist gróið yfir þau sár sem urðu í fyrrasumar þegar Hugh var gripinn með vænd- iskonunni Divine Brown í aftursæti bíls síns. Símamynd Reuter Roseanne vill losna við Goodman: Látinn deyja úr hjartaslagi Roseanne Barr er orðin eitthvað þreytt á meðleikara sínum, John Goodman, í gamanþáttunum sem bera nafn hennar. Hún hefur því ákveðið að Goodman hætti og ætlar semja handritið sérstaklega af því tilefni. Á eiginmaðurinn að fá hjartaslag og deyja. Flóknara þarf það ekki að vera enda mörg for- dæmi fy'rir slíkum starfslokum leik- ara í sjónvarpsþáttum. Sumum finnst Roseanne koma illa fram við Goodman en hann mun hafa verið manna fegnastur þegar fréttir af endalokunum spurð- ust út. Hann er fyrir löngu orðinn dauðleiður á ráðríki og frekju Ros- eanne og er víst ekki einn um það. Starfslið þáttanna hefur ósjaldan fengið að finna fyrir því og hugsa henni oft þegjandi þörfina. Síðustu orð Goodmans í þáttun- um eru hins vegar í hróplegri mót- sögn við veruleikann því hann styn- Ceramiche 'tj: MARAZZI Flísar - úti 09 inni ÍÍÁlFAÐÖKGf ■ : KSiARnARVOGI 4 • g 566 6755 ur: „Þú veist að ég elska þig, Rosy.“ það er allt hægt í sjónvarpinu. Áætlun Roseanne um að láta hjartað í manni sínum bila varð til eftir að hún henti fyrri áætlunum í ruslafótuna. Þær hljóðuðu upp á að eiginmaðurinn hlypist á brott með samkynhneigðum manni. Það þótti bara ekki nógu sniðugt. En hvernig sem endalokin verða þá lýkur átt- undu vertíð þáttanna með Roseanne með því að Goodman hætti. John Goodman á að látast úr hjartaslagi i þáttunum um Rose- anne. Leikkonurnar Bridget Fonda, t.v., og Mia Farrow koma til frumsýningar kvik- myndarinnar City Hall í New York í fyrrakvöld. Fonda fer meö eitt hlutverk- anna í myndinni sem byrjað verður að sýna almenningi í næstu viku. Símamynd Reuter Fyrrum Prince ætlar að kvænast: Tilkynningin send út á Internetinu Nú þarf ekki lengur vitnanna við. Prince er enginn nútima Casanova, eins og hann hefur sjálfur viljað vera láta, heldur bara enn einn tölvunördinn sem finnst skemmti- legra að skiptast á fáfengilegum upplýsingum um Star Trek en að leggjast kylliflatur með einhverri þokkadísinni. Þetta er niðurstaða sérfræðinga úti í hinum stóra heimi sem hafa sökkt sér ofan í feril þessa mikla listamanns. Hvað sem því líður, þá hefur Prince ákveðið að ganga í það heilaga og sú lukkulega er fyrrum magadansmær hjá hljómsveit popp- arans og nektardansmær i frístund- um. Hún heitir Mayte Garcia en enginn veit lengur hvað Prince heit- ir því hann skipti um nafn einhvern tíma í fyrra eða á árinu þar á und- an. Prince, eða þannig. En aftur að tölvuáhuga poppgoðs- ins. Fyrrum Prince tilkynnti um væntanlegt hjónaband sitt og fröken Mayte á sjálfu Internetinu. Og han- anú. Pelé ætlar í forseta- framboð Brasilíski knattspyrnusnilling- urinn Pelé hefur ákveðið að taka áskorun samtaka sem berjast fyrir auknuni réttindum blökkumanna og bjóða sig fram til embættis for- seta Brasilíu. SniOingurinn hefur lofað að gera sitt besta til að upp- ræta spillingu, verði hann kjörinn. Pelé er 55 ára gamall og gegnir embætti íþróttamálaráðherra, í heimaiandinu. Kirk kemur enn á óvart Harðjaxlinn Kirk Douglas er ekkert að linast þótt aldurinn fær- ist yfir hann. Leikarinn kom lækn- um svo sannarlega á óvart um dag- inn þegar hann gekk út af sjúkra- húsinu aöeins þremur dögum eftir að hann gekkst undir skurðaögerð við eymslum i baki. Kirk hafði þjáðst mikið í bakinu í fimm ár eða frá því hann lenti í þyrluslysi. Það kom sér bagalega fyrir gamla manninn sem situr nú alla daga við skrifborðið sitt og skrifar bæk- ur. Kirstie berst við aukakílóin Kirstie Alley, geðþekka leikkon- an úr Staupasteini, hefur heldur bætt utan á sig á síðustu misser- um, eða rúmlega tíu kílóum. Hún er þó staðráðin í að ná þessum aukakílóum af sér við fyrsta tæki- færi. Allt frá því upptökum á síð- asta þætti Staupasteins lauk fyrir þremur árum hefur Kirstie reynt að vera sem mest með eiginmann- inum og börnunum tveimur. Því fór sem fór. Kylie með karli á strönd Poppstjaman Kylie Minogue sást á hinni vinsælu Bondi bað- strönd í Ástralíu um daginn með nýja hárgreiðslu og tvo nýja karl- menn í eftirdragi. Annar þeirra er Fransmaður en hinn leikur á móti henni í kvikmyndinni Street Fighter. í fyrra sagðist hún ekki hafa fundið draumaprinsinn en það hefur kannski breyst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.