Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1996, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1996, Qupperneq 32
K I IV L«TT« til w*|kfls að i mm \ > FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREISEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst,óháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1996 Hafnbannið í Kanada: Sjávarút- vegsráðu- - neytið bað Kanadamenn um hafn- bannið - segir Óttar Yngvason „Við leituðum til sjávarútvegs- ráðuneytisins og báðum það að beita sér fyrir því að hafnbanninu, sem Kanadamenn settu á skip án eftirlitsmanna um borð, yrði aflétt og að hvert ríki fyrir sig sæi um framkvæmd NAFO-samningsins. Þessari ósk okkar var svarað út í —iiött. Sjávarútvegsráðuneytið fékkst ekki til að verða við þessari beiðni um aðstoð við islensk skip erlendis sem eru að reyna að draga björg í bú. Við höfum ákveðnar og sterkar grunsemdir um að þessar aðgerðir Kanadamanna séu að frumkvæði ís- lenska sjávarútvegsráðuneytisins. Þetta er ekkert sem Kanadamenn taka upp hjá sjálfum sér. Þetta er aðferð sjávarútvegsráðuneytisins til að þvinga íslensku útgerðirnar und- ir þær reglur sem því hefur þóknast _jð setja,“ sagði Óttar Yngvason, út- gerðarmaður togaranna Kans og Er- ics, í morgun. Kan er á leið til hafnar í Kanada með bilaðar ljósavélar. Það telst neyðartilfelli og því fær skipið að koma til hafnar. Óttar sagði að ákveðið hefði verið að taka eftirlitsmennina um borð í togarana en með fyrirvara um mála- ferli og skaðabætur vegna málsins. -S.dór Kofri til Ísaíjarðar: Allt brunniö stafna a milli DV, ísafirði: Togarinn Bessi kom með rækju- skipið Kofra í togi til ísafjarðar í gærmorgun eftir brunann úti fyrir Norðurlandi á sunnudagsmorgun. Slökkvilið ísafjarðar fór strax um borð í Kofra til að reykræsta skipið og uppgötvaðist þá að ljósavélin var enn í gangi. Allur eldur var hins vegar slokknaður. Við skoðun á skipinu kom í ljós að það var allt meira og minna brunnið neðan þilja stafna á mílli, sem og brúin. Menn frá RLR komu til ísafjarðar og munu reyna að graf- ast fyrir um eldsupptök ásamt rann- sóknarlögreglunni á ísafirði. -HK L O K I Fjórir tollverðir ávíttir af tollstjóra eftir fréttir í DV: Við sögðum ekkert nema sannleikann - segir einn úr hópnum sem kallaður var inn á teppið hjá tollstjóra „Við sögðu ekkert annað en sannleikann við DV,“ segir Þórir Ragnarsson, yfirtollvörður í Sunda- höfn, en hann var einn fjögurra tollvarða sem í gær voru kallaðir inn á teppið hjá Bimi Hermanns- syni tollstjóra og krafðir skýringa á ummælum í DV í síðustu viku. Tollverðirnir fjórir, sem eru deildarstjóri og yfirtollvörður i Tollpóststofunni og deildarstjóri og vfirtollvörður í Sundahöfn, sögðu í viðtölum við DV síðastliöinn mánu- dag og miðvikudag að Tollgæslan gæti vart sinnt starfi sínu vegna mannfæðar og að opin leið væri til að smygla eiturlyfjum inn í landið. Kom m.a. fram að tollpóstur væri aðeins skoðaður í dagvinnu þótt hann bærist inn í landið á öðr- um tímum. í Sundahöfii eru, þegar best lætur, tveir menn við tollskoð- un á hundruöum gáma og ná að- eins að skoða lítið hrot af þeim. „Við vorum kölluð eitt og eitt inn til tollstjóra í gær og krafin skýringa á þessum ummælum og iwnUrtttsr.<•{.».* ftiii ..niii.Ed'i'.-W » tufMue' Engin toilskoðun háifan sólarhringinn Aukablað um skatta og fjármál Forsíöufréttir DV þar sem sagt var frá ástandinu i tollþjónustunni. Starfs- menn greindu frá því, í varnaðarskyni, að Tollgæslan gæti vart sinnt starfi sínu vegna mannfæðar og að opin leið væri til að smygla eiturlyfjum inn í landið. Við sögðum sannleikann, segja starfsmenn, en vegna þessa hafa þeir verið kallaðir á teppið hjá tollstjóra. hótað áminningu. Okkur var les- inn réttur okkar og starfsreglur," segir Jóhanna Guðbjartsdóttir, deildarstjóri hjá Tollpóststofunni. Tollverðirnir fjórir réðu sér lög- mann til að vinna að greinargerð til tollstjóra. Þar kemur fram að tollverðirnir telja sig hafa fengið leyfi yfirmanns síns tfi að ræða við fjölmiðla um ástandið í toll- gæslunni. Auk þess hafi þau ekki sagt annað en það sem var á allra vitorði sem vildu vita. Því hafi fréttir af þessu tagi ekki átt að koma tollstjóra á óvart. í greinar- gerðinni er m.a. vísað í fyrri frétt- ir af sama toga. Enn er óljóst hvort mál fjór- menninganna á eftir að hafa frek- ari afleiðingar. Tollstjóri hefur ekki gefið svar við greinargerð- inni en mál toUvarðanna gæti hafnað inni á borði hjá fjármála- ráðherra og endað með áminn- ingu sem er undanfari brottrekstr- ar. Ekki náðist í hann í morgun vegna þessa máls. -GK Fimm skipverjar af rækjuskipinu Kofra ÍS á hafnarkantinum eftir að þeir voru búnir að binda skipið við bryggju á ísa- firði í gærmorgun. Áhöfnin var að vonum ánægð að komast loks í land til sinna nánustu. Eins og sjá má í baksýn er Kofri kolbrunninn. Frá vinstri eru Þröstur Ólafsson, fyrsti vélstjóri, Pálmi Halldórsson, Jónas Jónbjörnsson, Eyþór Scott og Jón Egilsson skipstjóri. Á myndina vantar Gyifa Þórðarson yfirvélstjóra. DV-mynd Hörður Kristjánsson Veðrið á morgun: Él um mestallt land Á morgun verður hæg sunn- an- og suðaustanátt og él um mestallt land. Helst verður úr- komulaust á Norðurlandi vestra. Veðrið í dag er á bls. 28 Maður rotað- ist í brotsjó Háseti á línubátnum Jóhannesi ívari frá Flateyri rotaðist og marð- ist þegar báturinn fékk á sig brotsjó á Vestfjarðamiöum í gær. Bátnum var haldið til lands frá ódreginni línu og hásetanum komið undir læknishendur. Hann reyndist þó ekki alvarlegar slasaður en svo að hann reri með félögum sínum í dag. -GK Málverk skorin og tækjum stoliö Brotist var inn í mannlausa íbúð við Réttarholtsveg í gær og þar unn- in skemmdarverk auk þess sem heimilistækjum var stolið. Ná- grannar uppgötvuðu innbrotið um kvöldmatarleytið og létu lögreglu vita. í íbúðinni höfðu málverk verið skorin og einnig sófasett. Þá var sjónvarpi og hljómflutningstækjum stolið. Lögreglan vinnur að rann- sókn málsins en í morgun voru inn- brotsþjófarnir enn ófundnir. -GK rafverktakor samvirki Skemmuvegi 30 - 200 Kóp. Sími 5544566 Hlaðborð í hádeginu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.