Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1996, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1996, Síða 10
10 FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1996 Lesendur Formannsslagurinn hjá Starfsmannafélagi Reykjavíkur: Undarleg hugsun „Það má sjá í okkar félagi sterk tengsl formanns við 7.deild starfsfólks á Sjúkrahúsi Reykjavíkur á að þangað hefur hún ekki litið til fundarhalda í nokkur ár.“ Spurningin Hvernig viltu leysa fíkniefna- vandann? Auðunn Gestsson blaðsölumað- ur: Foreldrar eiga að passa börnin sín. Snorri Guðmundsson nemi: Það veit ég ekki. Gunnar Þór Sigurðsson nemi: Beita forvörnum. Fjóla Erlingsdóttir tækniteikn- ari: Fá þá sem lent hafa í þessu til að tala við krakkana. Gunnar H. Gunnarsson verk- fræðingur: Ráðast að rótunum. Styrkja íþrótta- og tómstundastarf og auka fræðslu. Gunnar Örn Arnarson nemi: Með fræðslu, að fólk komi í skólana og útskýri málin. Björn Finnsson skrifar: Starfsmannafélag Reykjavíkur hefur nú formann, Sjöfn Ingólfsdótt- ur, sem fyrir fáeinum árum barðist fyrir þeim skilningi að uppstilling- amefnd ætti að tryggja einn fram- bjóðanda í hvert sæti stjórnar fé- lagsins. Þegar þetta gerist nú sem endranær samkvæmt reglum félags- ins og hún verður fórnarlamb, þ.e.a.s. ekki samþykkt í nefndinni, bregst hún við reið og sár. Hún skil- ur greinilega ekki aö þetta eru gleggstu merki vantrausts sem um getur og er það von. Aldrei hefur Sjöfn þurft að berj- ast fyrir þessu starfi heldur hefur hún flotið í það sem hvert annað rekatré og legið þar síðan í fjörunni sem hana rak á og fúnað þar. Hún varð formaður er Haraldur Hannes- son lést og hún hafði verið gerð varaformaður þar sem stjórn skipt- ir með sér verkum og embættum utan formanns. Síðan hefur hún set- ið þar af gömlum vana því enginn hefur fyrr boðið sig á móti henni. Svo sem hún hefur sjálf gefið í skyn þá er hún ekki í sambandi við félagsmenn almennt enda sagðist hún ekki vita um neina óánægju. Nú berst hún um og reynir að finna lagakróka til ógildingar á starfi nefndarinnar þó svo skilningur hennar hljóti að vera bókfærður frá árunum er hún tók við starfmu. Auðvitað ætti hún að vera stolt af því að fá tækifæri til að sanna hæfni sína, í kosningum. En það virðist á einhvern hátt hræða hana, hverju sem veldur. Hafi hún unnið svo vel fyrir okkur sem hún telur ætti að vera óttalaust að fara í kosn- ingar. Það má vera að sú regla að aðrir frambjóðendur 'en uppstillinganefnd mælir með þurfa að fá 75 meðmæ- lendur skelfi hana. En þá getur hún Guðmundur Rúnar Guðbjarnar- son skrifar: Á dögunum bárust af því fréttir að Verkamannafélagið Dagsbrún ætlaði að fara að greiða fráfarandi formanni hátt í 200 þúsund krónur á mánuði í 18 mánuði eftir starfslok hans. t fréttum þessum kom margt undarlega fyrir sjónir eins og til dæmis að Guðmundur J., sem er jú án alls vafa enn þá formaður Dags- brúnar, hefði hvergi komið þar Gunnar hringdi: Það er ótrúleg ósvífni að vatnið í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli, sem er helsti viðkomustaður útlend- inga á íslandi, skuli vera klórbland- að til að fullnægja kröfum Banda- ríkjahers. íslenska vatnið er helsta stolt okkar fyrir utan fiskinn og lamba- kjötið og þá ættum við að sjá til þess að útlendingar fái hreint vatn að drekka um leiö og þeir koma inn í landið. Margir útlendingar gætu hugsað til þess tíma er ég undirrit- aður lagði til að allir frambjóðendur sætu við sama borð og ef meðfhæ- lenda væri krafíst skyldu þeir vera 25 og allir frambjóðendur þyrftu þann stuðning. Það er nú reyndar svo að lýðræðisreglur eiga ekki upp á pallborð afturhalds og einræðis. í verkalýðshreyfíngunni og reyndar alls konar félögum er vilja telja til lýðræðis ætti fyrst og fremst að bæta aðgengi tO framboðs og tak- marka tima er hver má sitja í emb- ætti. Því miður er félag okkar eins og ýmissa annarra orðið félag stjórnanna en ekki fólksins. Stjórn- ir vilja leggja mál öll fyrir á sinn hátt og ákveða hverjir taka við emb- ættum ef einhverjir kynnu að hætta, reiðast gjarnan öðru. nærri og einnig það að trúnaðar- ráðsmenn fengu fyrst að frétta um verknaðinn í blöðunum. Já, hann lækkar ekki fílabeinsturninn. Slík og þvOík reisn er þessara manna að þeir vOa ekki fyrir sér að rýja hinn aldna formann félagsins aUri sjálfsvirðingu með því að gera hann að eins konar betlara sem ófær sé að sjá sér farborða. Það þarf ekki neinn snilling til þess að sjá að þarna hefur gamall hugsað sem svo að það sé þá ekki meira varið í þetta hreina vatn sem við erum að stæra okkur af. Sjálfum finnst okkur íslendingum vatnið í flugstöðinni ódrekkandi. Og naskir kaffidrykkjumenn segjast finnast sápubragð af kaffinu í flugstöðinni. Það má sjá i okkar félagi sterk tengsl formanns við 7.de0d starfs- fólks á Sjúkrahúsi Reykjavíkur (Borgarspítala) á að þangað hefur hún ekki litið tO fundarhalda í nokkur ár. Árangur starfs og styrks hennar sést líka á því að laun fé- lagsmanna eru einhver hin lægstu meðal margra lágra. Það eru vand- fundin félög bæjarstarfsmanna með lægri laun. Flestir okkar félaga eru með vel innan við helming þeirra meðaOauna sem ASÍ félagar virðast hafa. Meðallaun eru reyndar vond viðmiðun. Það er von mín að félag- ar S.T.R.V. sjái nú hvernig umbún- aður fyrri ára hefur verið og reyni að taka upp ögn meira lýðræði og væntanlega betri árangur með styrkri stjórn. gildru maður verið veiddur í gOdru þess sem ætlar sér sjáifur feitan gölt að flá í lok síns eigin starfsferOs. Þar sem ég veit að Guðmundur J. mundi sjálfur vOja að þeir sem minna mega sín fengju að njóta mildi guðs og miskunnsemi mann- anna þá skora ég á þá menn sem stóðu að þessari óvirðingu við frá- farandi formann að biðja hann og aðra Dagsbrúnarmenn innilega af- sökunar á framferði sínu. Klórblandað vatn er léleg land- kynning fyrir utan það hvað það er mikO skömm að því að verið sé að taka tillit til sérþarfa Ameríkana. Við eigum að bjóða upp á hreint ís- lenskt og drekkandi vatn í flugstöð- inni. Jakinn veiddur í Klórblandað vatn er léleg landkynning „Við eigum að bjóða upp á hreint íslenskt og drekkandi vatn í flugstöðinni." DV Óþarflega margir frétta- tímar Björgvin Gíslason hringdi: Ég tek undir það sem ÞórhOd- ur Þorleifsdóttir sagði í sjón- varpsþætti i vikunni að Ríkisút- varpið eyddi allt of mOdum tíma í þessa dægurmálaumræðu sem er um ekki neitt. Hún er líka al- gjör óþarfi þessi buna og endur- tekning á fréttatímum. Ríkis- sjónvarpið er með fréttir 4 sinn- um á kvöldi og Ríkisútvarpið út- varpar fréttum mörgum sinnum á dag. Er ekki hægt að klípa af þessu og setja peningana í dag- skrárgerð í staðinn? Fólk fram yfir dýrin Hrönn hringdi: Ég er sjálf hundaeigandi og ég vorkenni henni Kristínu Olsen í Neðstaleiti sem hefur verið í fréttum vegna þess að henni er gert að losa sig við hund sinn. En það hefur líka komið fram í fréttum að íbúi í sama húsi og Kristín er með ofnæmi fyrir hundinum og finnst mér að taka verði tOlit tO þess. Það er mín skoðun að annað hvort verði Kristín að losa sig við hundinn, sem ég þykist vita að henni þyk- ir óskaplega vænt um og stytti henni stundir, eða þá að hún verði að flytja. Það er ekki hægt að láta fólk með ofnæmi líða vegna dýrahalds annarra. Leggið Jóhannesi lið Gyða hringdl: Það er samdóma álit mitt og margra sem ég þekki að Jóhann- es í Bónusi hafi gert meira fyrir láglaunafólk en sjálf verkalýðsfé- lögin. í grein í DV 6. febrúar bendir hann reynar sjálfur á að enginn málsvari almennra launamanna hafi barist gegn vörugjöldum á neysluvarning. í sömu grein vekur Jóhannes at- hygli á hugmynd um að leggja skatt á hvert kOó í stað hlutfaUs- skatts. Það kemur niður á þeim sem síst skyldi. Vonandi leggja einhverjir Jóhannesi lið í barátt- unni gegn því að enn verði þrengt að almennu launafólki. Hættuleg þróun Runólfur hringdi: Ég tel það hættulega þróun ef heObrigðisgeirinn þarf að fara að treysta á stuðning eða kostun frá fyrirtækjum úti í bæ. Ég á þá við gjöf Pharmaco tO barna- og unglingageðdeildarinnar. Þetta er auðvitað gert af góðum hug hjá fyrirtækinu, um leið og það fær góða ímynd út á við, en þetta getur leiðst út í það að fyrirtæki vOji forgangsraða í heObrigði- skerfmu. Ég held að það sé best að líknarfélögin ein haldi áfram að kosta uppbyggingu hinna ein- stöku deilda. Betri kennslu í handmennt! Sigurlaug hringdi: Ég held mér sé óhætt að full- yrða að eftir að skipulagi í kennslu í handmennt var breytt læri börnin minna en áður. Reyndar læra stelpur svolítið í smíöi og strákar svolítiö í saum- um en þetta er ekki nema „svo- lítið“. Ég á nú bara dætur þannig að ég get ekki borið smíðakennsluna saman við það sem áður var en dætur mínar segja að strákarnir fái aOa at- hygli saumakennarans. Stelp- urnar fái aðstoð þegar búið er að hjálpa strákunum og þá er oft lít- ill tími eftir af kennslustund- inni. Þar að auki eru auðvitað verkefnin í saumum færri en áður var og stúlkurnar verr und- irbúnar fyrir lífið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.