Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1996, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1996, Síða 13
FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1996 13 Hlutverk ríkis- fjölmiðils Hvað er að gerast á fréttastofu Sjónvarpsins? Vikuleg Þingsjá er horfin af skjánum og sama er að segja um Kastljós og aðra frétta- tengda þætti. Fréttaskýringar eru afskaplega snubbóttar og svo virð- ist sem búið sé að stytta þann tíma sem einstakar fréttir hafa til um- ráða. Og þar að auki hefur aðal- fréttatími kvöldsins verið styttur um 5 mínútur. Það er erfitt að sjá hvernig þessar breytingar sam- ræmast því meginhlutverki ríkis- fjölmiðilsins að „veita almenna fréttaþjónustu og vera vettvangur fyrir mismunandi skoðanir á þeim málum sem efst eru á baugi hverju sinni eða almenning varða“, eins og segir í lögum um Ríkisútvarp- ið. Grundvöllur lýðræðisins Það er augljóst að þessi þröngi stak.kur sem fréttum og fréttaskýr- ingum er sniðinn kemur í veg fyr- ir eðlilega upplýsingamiðlun. Ekki er hægt að gera einstökum málum góð skO eða skýra frá öllum helstu sjónarmiðum sem fram eru sett, sem getur leitt tO þess að viBandi mynd er gefin. Slíkar takmarkanir geta dregið úr möguleikum fólks til að mynda sér skoðun á málum á eðlilegum forsendum og brjóta þar með í bága við grundvallar- reglur lýðræðisins. Ekki er við fréttamennina að sakast þótt ekki komist öll sjónarmið til skila ef þeim er ekki gert kleift að sinna sínu starfi vel. En margt bendir til að þeir mörgu og góðu fréttamenn sem starfa hjá Sjónvarpinu hafi ekki það svigrúm sem þeim er nauðsynlegt til að vinna sín verk eins og þeir vilja og geta. Metnaður og forgangsröð Samkeppni er mikil orðin í fjöl- Kjallarinn Margrét Frímannsdóttir alþingismaður miðlun á íslandi og snýst ekki síst um að ná til fólks með ýmiss kon- ar afþreyingarefni, dægurtónlist, kvikmyndum, þjóðarsálum og spjaOþáttum um daginn og veginn. Ríkisfjölmiðill, sem hefur það lög- boðna hlutverk að veita almenna fréttaþjónustu, vera vettvangur fyrir mismunandi skoðanir á þeim málum sem efst eru á baugi eða varða almenning og leggja rækt við íslenska tungu, sögu þjóðar- innar og arfleifð, má ekki sogast inn í þessa hringiðu á kostnað eðlilegra verkefna sinna. Metnað- ur þessa fjölmiðOs ætti m.a. að vera fólginn í því að reka öfluga fréttastofu þar sem málum eru gerð góð skil. Fréttir, fréttaskýr- ingar, fréitatengdir þættir og vandaðir umræðuþættir ættu að vera ofarlega á forgangslista Sjón- varpsins ásamt fræðslu. Ekki veit ég hvað ræður því að fréttatími Sjónvarpsins hefur ver- ið styttur, fréttir takmarkaðar og Þingsjá aflögð ásamt öðrum frétta- tengdum þáttum. Hvort um er að ræða niðurskurð á framlögum til fréttastofunnar og stefnubreytingu þeirra sem ráða þessum fjölmiðli eða viðbrögð þeirra við dagskrár- gerð annarra sjónvarpsstöðva. Hver sem ástæðan er verður af- leiðingin sú að ríkisfjölmiðdlinn fjarlægist lögboðið hlutverk sitt og sérstöðu. Getur ekki verið að Sjón- varpið styrki stöðu sína í sívax- andi samkeppni með því að reka öfluga fréttastofu og dragi aðra fjölmiðla með sér inn á þá braut? Og efli með því miðlun upplýsinga í þjóðfélaginu sem er grundvöllur lýðræðisin's. Margrét Frímannsdóttir „Getur ekki verið að Sjónvarpið styrki stöðu sína í sívaxandi samkeppni með því að reka öfluga fréttastofu og dragi aðra fjölmiðla með sér inn á þá braut?“ „Það er augljóst að þessi þröngi stakkur sem fréttum og fréttaskýringum er snið- inn kemur í veg fyrir eðlilega upplýsinga- miðlun.“ Nýsköpun treystir stöðu sína Þau gleðilegu tíðindi hafa gerst á tiltölulega fáum árum að hug- myndaheimur nýsköpunar hefur tryggt stöðu sína í almennri þjóð- málaumræðu. Þar sem víða gætti áður tregðu og jafnvel andstöðu má nú finna stuðning og meðbyr. Þetta er sérlega gleðilegt í ljósi þess að nýskipan af öUu mögulegu tagi er sú leið sem best er fyrir þjóðfélag í erfiðleikum og sam- drætti til að skapa sér nýjan grundvöll. Lengi vel var nýsköpun eitthvað sem var mjög fjarlægt öUum al- menningi. Hún var verkefni starfsfólks rannsóknastofnana ellegar streð utangarðsfólks sem hafði verið það óheppið að fá hug- vit og sköpunargáfu í vöggugjöf og eyddi því tíma sínum í eitthvað sem allflestir töldu óþarft brölt. Stöku hugvitsmaður náði afburða- árangri og var hafinn til skýjanna þegar hann hafði sannað sig með veraldlegum auði. Afrek þessara manna voru þó af mörgum ein- hvern veginn talin óskyld viðleitni þeirra sem báru minna úr býtum. Grundvallarbreyting Nú er að verða grundvallar- breyting á þessum hugmynda- heimi. Þessi breyting felst í því að nýsköpun er að hasla sér vöU sem viðfangsefni sem er sjálfsagt og eðlilegt fyrir mikinn fjölda fólks. Hún er ekki lengur sérverkefni fárra útvalinna. Flest fólk getur nú tekið til hendinni við að skapa nýjungar í smáum eða stórum stíl Kjallarinn Jón Erlendsson yfirverkfræðingur Upplýsingaþjón- ustu Háskólans eftir persónulegri getu og forsend- um án þess að taka umsvifalaust stórfellda áhættu með eigið mann- orð. Þeir sem virkja eigið hug- myndaflug eru ekki lengur stimpl- aðir sjálfkrafa sem sérlundaðir furðufuglar. Þess í stað eru marg- ir þeirra verðlaunaðir eins og vera ber. Starfsfólk í atvinnulífi, stúdent- ar, framhaldsskólanemar og jafn- vel grunnskólanemar geta nú óhræddir lagt tO atlögu við það að skapa nýjar hugmyndir að nytja- hlutum, hugbúnaði og öðrum þarf- legum hlutum án þess að vera litn- ir hornauga. Grunnskólanemar geta tekið þátt í Nýsköpunar- keppni grunnskólanema og stúd- entar við Háskóla íslands hafa að- gang að verkefnastyrkjum úr Ný- sköpunarsjóði námsmanna. Ný- sköpunarkeppni er einnig komin á laggirnar í framhaldsskólum auk þess sem fólki í atvinnulífi bjóðast ýmsir möguleikar á vegum iðnað- arráðuneytis. Við þetta má síðan bæta að endurreist samtök hug- vitsmanna munu geta átt veruleg- an þátt í að skapa jákvæðari af- stöðu almennings í þessu efni. Gildi kraftmikillar umfjöllunar Veigamikil ástæða fyrir þeim breytingum sem hér hefur verið greint frá er sú stóreflda umfjöllun í fjölmiðlum sem átt hefur sér stað á undanfornum 2-3 árum. Stöð 2 og Bylgjan eiga hér sérstakan heiður skilinn fyrir frumkvæði sitt með íslenskum dögum. Ríkis- fjölmiðlarnir hafa einnig sýnt lofs- vert framtak af þessu tagi með gerð margra þátta er fjalla um ný- sköpun og atvinnumál. Það sama má segja um innlend dagblöð og tímarit sem flytja án afláts efni sem undirstrikar gildi nýsköpun- ar. Lengi vel var það svo að veru- leg átök af þessu tagi voru allt annað en sjálfsögð í hugum margra þeirra sem réðu ferðinni í þessum efnum hér á landi. Dauf- lega var því tekið á kynningar- og áróðursstarfi. Baráttan fyrir stuðningi var því erfiðari en efni stóðu til. Það sem hér hefur verið sagt undirstrikar nauðsyn þess að tryggt sé að efldur sé almennur skilningur á þeim verkefnum þjóð- félagsins sem brýnust er á hverj- um tíma. Þörf verkefni sem unnin eru í algerum kyrrþey og fjarri vitund almennings fá seint stuðn- ing í samræmi við eigið mikil- vægi. Baráttuna fyrir nýjungum og nýrri hugsun verður því ávallt að heyja að hluta til fyrir opnum tjöldum og með almennri umræðu ef hún á að skila árangri. Jón Erlendsson „Þeir sem virkja eigið hugmyndaflug eru ekki lengur stimplaðir sjálfkrafa sem sér- lundaðir furðufuglar. Þess í stað eru margir þeirra verðlaunaðir eins og vera ber.“ Með og á móti Veiðileyfagjald Issur Skarphéð- insson alþingis- maður Sjálfsögð gjaldtaka „Það var Al- þýðuflokkur- inn sem kom því inn í lögin að miðin um- hverfis landið væru sameigii þjóðarinnar og ég tel að svo eigi að vera. í dag eru veiði- heimildir framseljanleg- ar og menn eru að greiða hátt gjald fyrh- þær. Þess vegna er í raun og veru verið að greiða veiðileyfagjald án þess að eig- endur njóti þess. Þess vegna tel ég veiðileyfagjald einu leiðina til þess að hinir raunverulegu eignedur fái afraksturinn. Ég tel að nota eigi þetta veiðileyfagjald í fyrstu tO að byggja upp sjávar- útveginn, jafnvel nýjar greinar í sjávarútvegi. Það á að stefna að því að taka þetta inn í hið al- menna tekjuöflunarkerfi rikis- ins og lækka þá aðra skatta á móti. Ég hafna þeirri kenningu alfarið að útgerðin þoli ekki veiðileyfagjald. Það er alrangt að mínum dómi. Sjávarútvegurinn hefur farið í gegnum erfiða tíma vegna þess að þorskurinn hefur verið niðri. Nú er hann á upp- leið. SOdin er á uppleið og loðn- an líka. Það er þvi mjög bjart fram undan í sjávarútvegnum. Auk þess sýna reikningar fyrir- tækjanna í ár að það er góður hagnaður í greininni. Hins vegar segi ég það líka og tek það skýrt fram að ég tel að þetta eigi að gerast í áfongum og að um leið sé tekið mið af rekstrarafkomu greinarinnar." Hér væri um hreina skattlag- inu að ræða „Mér fmnst að umræðan um veiðileyfa- gjald hafi snú- ist of mikið um stjórn fisk- veiða. Ég held því ákveðið fram að þarna sé um tvö að- skOin mál að ræða og að veiðileyfagjald sé í raun og veru ekkert annað en skattlagning á sjávarútveg- inn. Ég tel að hann sé ekki reiðu- búinn, eins og er, til þess að mæta þeirri skattlagningu. Ekki síst vegna þess að skuldir grein- arinnar eru mjög miklar. Þess vegna liggur í augum uppi að það væri mun heilbrigðara að nota það svigrúm sem skapast hefur tO þess að greiða niður þær skuldir heldur en borga fyr- ir veiðiheimildirnar. Það má heldur ekki blanda þessu saman við eignarhald á auðlindinni. Það finnst mér sumir gera. Það fer ekkert á milli mála, og hefur aldrei gert í mínum huga, að þjóðin á þessa auðlind. Því til staðfestingar má benda á að það hefur enginn útgerðarmaður höfðað skaðabótamál fyrir skerð- ingar á fiskveiðiheimOdum. Ég dreg ekki í efa að kvótahafar myndu gera það ef þeir teldu sig eiga auðlindina. Þess vegna tel ég að þarna sé um aðskOin mál að ræða. Stjórn fiskveiða er eitt, eignarhald auðlindarinnar er annaö og veiðileyfagjaldið hið þriðja. Og veiðileyfagjald eigi menn aö ræða á nótum skatt- lagningar eins og það er en ekki um leið og menn tala um eitt- hvað annað."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.