Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1996, Side 14
14
FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1996
íþróttir
Skíði:
Brynja bætir
sig um 23%
Brynja Þorsteinsdóttir frá
Akureyri bætti sig um 23% í
svigi þegar hún hafnaði í 7. sæti
á svigmóti í Geilo í Noregi í
fyrradag. Fyrir þetta fékk Brynja
52,50 FlS-punkta.
Skíðakennsla
í Laugardainum
Skíöasamband íslands í sam-
vinnu við samtökin íþróttir fyrir
alla ætla að bjóða upp á skíða-
kennslu fyrir almenning í Laug-
ardalnum á laugardaginn. Fólk
getur mætt klukkan 10,12,14, og
16 og munu 10 kennarar sjá um
að leiðbeina fólki. Fólk er beðið
aö mæta með gönuskíðin með
sér en þeir sem ekki eiga geta
fengið þau að láni á staðnum.
Skíðaganga á vaxandi vinsæld-
um að fagna og í fyrra þegar
Skíðasambandið bauð upp á
kennslu mættu yfir 1000 manns.
Knattspyrna:
Þrír Víðismenn
til Keflavíkur?
DV, Suðurnesjum:
Þrír af lykilmönnum Víðis úr
Garði undanfarin ár, Hlynur Jó-
hannsson og bræðurnir Björn og
Atli Vilhelmssynir, æfa þessa
dagana með 1. deildar liði Kefl-
víkinga. Það skýrist innan
skamms hvort þeir ganga til liðs
við félagið.
Björn er reyndastur þremenn-
ingana og lék bróðurpartinn af 1.
deildar leikjum Víðis á sínum
tíma, og Hlynur var fastamaður
með liðinu í 1. deild 1991. Atli er
yngri en hefur spilað með ung-
lingalandsliði.
-ÆMK
IR heldur stigunum gegn IBV:
„Dómurinn
er háðung“
- segir framkvæmdastjóri Eyjamanna
dv, Vestmannaeyjum: Þorbergur Aðalsteinsson, þjálfari
------------------------- IBV, var omyrkur í mali þegar hann
„Úrslit leiks ÍR og ÍBV í mfl. heyrði um úrskurðinn.
karla sem leikinn var 14. janúar „Þetta er algjör skrípaleikur. Það
1996 skulu standa óhögguð. Kæru- verður að endurskoða reglugerðina
gjaldið skal endurgreitt," segir í um dómstól HSÍ. Annaðhvort á að
dómsorðum dómstóls HSÍ um kæru gefa honum eitthvert vægi eða
ÍBV vegna atvika í fyrrnefndum leggja hann niður. I dag hefur dóm-
leik í 1. deild karla í handknattleik, stóllinn ekki vald til að gera
sem ÍR vann. nokkurn skapaðan hlut, eins og
ÍBV kærði leikinn vegna um- þessi dómur ber vitni um,“ sagði
deilds atviks. Einn leikmanna ÍR Þorbergur við DV.
var rekinn af velli en ÍR-liðið tók Stefán Agnarsson, framkvæmda-
ekki út sína tveggja mínútna refs- stjóri handknattleiksdeildar ÍBV,
ingu því annar leikmaður kom inn tók í sama streng. „Dómurinn er
á í staðinn. Eyjamenn töldu að at- háðung. Það er ekki einu sinni tek-
vikið hefði skipt sköpum um gang ið á málinu. Ég átti að minnsta
leiksins. Þeir vilja einnig halda því kosti von á áminningu til ÍR vegna
fram að ýmsu hafi verið ábótavant í umgjörðar leiksins. Dómurinn er
umgjörð leiksins, til dæmis að eng- upp á 18 orð og engar forsendur
inn eftirlitsdómari hafi verið til gefnar eða nokkur skapaður hlut-
staðar. ur,“ sagði Stefán. -ÞoGu
Þrjú óvænt jafntefli
Úrvalsdeildarlið lentu sum hver í færi gegn Grimsby eftir jafntefli á
vandræðum með neðri deildar lið í Upton Park.
4. umferð ensku bikarkeppninnar í Ronnie Rosenthal og Teddy Sher-
knattspyrnu í gærkvöldi. ingham skoruðu mörk Tottenham
Nottingham Forest varð að sætta gegn Wolves.
sig við jafntefli gegn Oxford á Úrslit leikja í 4. umferð:
heimavelli. Kevin Campell kom For- Charlton-Brentford....3-2
est yfir en á lokamínútu leiksins Coventry-Manch. City ..2-2
náði MasSey að jafna fyrir Oxford. Middlesbrough-Wimbledon.0-0
Le Tissier, sem ekki hafði skorað Nott. Forest-Oxford.1-1
mark í langan tíma, bjargaði Sout- Southampton-Crewe.l-l
hampton gegn Crewe með jöfnunar- West Ham-Grimsby .1-1
marki um miðjan síðari hálfleik. Wolves-Tottenham .0-2
Ian Dublin jafnaði á lokamínút- Leikjum Shrewsbury-Liverpool, Swind-
unni fyrir Coventry gegn Manchest- on-Oldham og Port Vale-Everton var
er City. West Ham fær annað tæki- frestað. -JKS
Firmakeppni HK í
innanhússknattspyrnu
Firma- og félagahópakeppni HK verður haldin í íþróttahúsinu
Digranesi laugardaginn 10. og sunnudaginn 11. febrúar. Leikið er
með 5 menn í liði, þar af einn markvörð, á stór mörk. Þátttaka
tilkynnist til Sigvalda (568-7171) á daginn eða til Boga (554-4241
eða 897-0885).
Knattspyrnudeild HK
Eyjakvöld
knattspymufíás ÍBV
Föstudaginn 9. febr. nk. verður haldið af knattspyrnuiiði ÍBV Eyjakvöld fyrir stuðn-
ingsmcnn 1. deildar liðs IBV í knattspyrnu og aðra velunnara félagsins í Iðnaðar-
mannasainum v/Hallveigarstíg. Þar verður margt tii skemmtunar, cnda er aðalmark-
mið kvöldsins að skapa hina cinu sönnu Eyjastcmningu bæði í mat, drykk og tónlist.
Að veisluhaldi loknu taka við skemmtiatriði og dans stiginn fram á nótt við undirleik
frábærra tónlistarmanna.
Húsið opnað kl. 19.30 og borðhald hefst kl. 20.30. Boðið verður upp á
fordrykk og Ijúfa tónlist ásamt svipmyndum frá leikjum og mörkum að hætti ÍBV.
Heiðursgestir kviildsins verða hjónin Geir Haarde aiþingismaður og frú en
Geir er einnig ræðumaður kvöldsins.
Veislustjóri verður hinn eini sanni eyjamaður Stefán Runólfsson.
Matreiðslumeistarí kvöldsins er Grímur Þór Gíslason.
Dagskrá kvöldsins:
Borðhald • þríréttaður kvöldverður
Hljómsveitin Papar
Stórsveitin ,^talla-Hú”
Ámi Johnsen á léttu nótunum
ÍBV-hljómsveitin „The Guys”
Uppboð á glæsilegum hlutum
Kynning ÍBV-liðsins
Atii Eðvaldsson á stuttu nótunum
Óvæntar uppákomur o.fl.
Matseöill kvöldslns:
Forréttur
Sjávarréttakokkteilfm/hvítvínssósu
Aöalréttur - Steikarhlaöborö
1. Villikryddað lambalæri m/villibráðarsósu
og brúnuðum kartöflum.
2. Léttreyktur svínahamborgarhryggur
m/rauðvínssósu og grænmeti.
3. Koast beef m/kartöflusalati og gljáðum lauk.
Eftirréttur
Rjómalagað sherrytriffle.
Miðaverð er kr. 3.500 á mann, en kr. 6.000 fyrir hjón.
Eftirtaldir aöllar selja aðgöngumlða:
Stefánsblóm, Skiphoiti 50b, Hafnarbióm, Hafnarstræti 4, Leikmenn 1. deildar liðs IBV
Asprilla fer
til Newcastle
Samningur Faustino Asprilla
við Newcastle verður að veru-
leika og verður handsalaður fyr-
ir helgina. Forráðamenn New-
castle og Parma hafa ræðst við
og eytt þeim misskilningi sem
virtist vera vegna hugsanlegra
hnémeiðsla kappans.
Arsenal semur við
10 ára dreng
Arsenal hefur skrifað undir
samning við yngsta leikmanninn
í sögu klúbbsins og í sögu ensku
knattspyrnunnar. í gær skrifaði
félagið undir samning við 10 ára
gamlan skólastrák, Layne Kell-
ing að nafni. Njósnarar Arsenal
voru búnir að fylgjast með hon-
um í nokkrum leikjum áður en
þeir ákváðu að bjóða stráksa
samning. „Þetta er ævintýri lík-
ast,“ sagði Les, faðir drengsins, á
Sky sport í gær.
Reid vill fá Quinn
til Sunderland
Peter Reid, stjóri Sunderland,
er ekki hættur að styrkja lið sitt
fyrir baráttuna sem fram undan
er í 1. deildinni. Reid vill nú fá
Niall Quinn, framherjann stóra og
Skráning í klúbbinn verður á
staðnum og einnig í síma 565-
6150 (Matthías).
Logi Ólafsson horfði upp á lærisveina sína í landsliðinu í knattspyrnu fá á sig sex
mörk í seinni hálfleiknum gegn Slóveníu í gær.
1. deild kvenna í handknattleik:
„Mjög ósátt
með jafntefli"
- Valur vann ÍBV óvænt aö Hlíöarenda
„Eg er mjög ósátt með jafntefli. Við
létum markvörðinn verja allt of mikið af
skotum. Við áttum að halda forskotinu
þegar við komust tveimur mörkum yfir.
Stelpurnar verða að taka sig saman í
andlitinu og sýna að allt er hægt í bikar-
úrslitaleiknum gegn Stjörnunni á laug-
ardaginn kemur. Við ætlum að halda
bikarnum," sagði Guðriður Guðjónsdótt-
ir, þjálfari Fram, eftir jafnteflið við Vík-
ing, 18-18, í 1. deild kvenna í handknatt-
leik í gærkvöldi.
Guðriður var fjarri góðu gamni vegna
meiðsla og kemur fjarvera hennar óneit-
anlega niður á liðinu.
Leikurinn, sem fram fór í Víkinni, var
lengst af jafn en þó var Fram oft með 2-4
marka forystu. Víkingar áttu möguleika
að komast yfir einni mínútu fyrir leiks-
lok en Halla María Helgadóttir átti þá
skot í slá úr vítakasti. Leikurinn var
annars ekki mikið fyrir augað.
Halla María Helgadóttir og Kristín
Guðjónsdóttir skoruðu 6 mörk hvor fyr-
ir Víking. Hjá Fram skoraði Berglind
Ómarsdóttir 5 mörk og Sigurbjörg Krist-
jánsdóttir og Elísabet Sveinsdóttir 4
mörk hvor.
Sigurbergsdóttir skoraði sjö mörk fyrir
Stjörnuna, Ragnheiður Stephensen 6,
Sigrún Másdóttir 5 og Rut Steinsen 4.
KR vann í Firðinum
KR-stúkur gerðu góða ferð í Hafnar-
fjörð þegar þær lögðu þar FH, 23-25, en
staðan í hálfleik var 9-12 fyrir KR.
Hrafnhildur Skúladóttir skoraði 7 mörk
fyrir FH og þær Björk Ægisdóttir og
Díana Guðjónsdóttir 5 hvor. Hjá KR
skoraði Helga Ormsdóttir 8 mörk og
þær Anna Steinsen, Brynja Steinsen og
Selma Grétarsdóttir fjögur mörk hver.
Óvænt á Hlíðarenda
Valsstúlkur unnu óvæntan en sætan
sigur á ÍBV að Hlíðarenda. Stúlkurnar í
Val mættu ákveðnar til leiks og héldu
einbeitingunni allan tíman. Kristjana Ýr
Jónsdóttir átti góðan leik fyrir Val og
skoraði 9 mörk. Lilja Valdimarsdóttir og
Gerður B. Jóhannsdóttir skoruðu 6
mörk hvor. Sara Guðjónsdóttir skoraði 7
mörk fyrir ÍBV og þær Andrea Atladótt-
ir og Ingibjörg Jónsdóttir 5 mörk hvor.
Staðan
stæðilega frá Manchester City. Yfirburðir Stjörnunnar Stjarnan 14 12 2 0 366-238 26
Fram 14 10 2 2 336-258 22
Liverpool klúbbur Stjarnan vann stórsigur á Fylki í Ár- Haukar 14 9 1 4 331-247 19
bænum, 22-33, eftir að staðan í hálfleik tBV 14 7 2 5 329-293 16
Liverpool-klúbburinn á ís- var 11-21. Eins og lokatölur gefa til Víkingur 15 6 3 6 354-289 15
landi hvetur aðdáendur Liver- kynna voru yfirburðir Stjörnustúlkna Fylkir 14 7. 0 7 311-328 14
pool til að mæta i Ölver sunnu- töluverðir. Þetta var fyrsti tapleikur KR 14 6 0 8 324-325 12
daginn 11. febrúar klukkan 15.30 Fylkis í langan tíma en liðið hefur átt Valur 15 6 0 9 324-350 12
og fylgjast með leik sinna manna góða gengi að fagna í síðustu leikjum. FH 14 4 0 10 247-322 8
gegn QPR í beinni útsendingu. ÍBA 16 0 0 16 237-509 0
Irina Skorabokatykh var markahæst
hjá Fylki með sjö mörk, Rut Baldurs-
dóttir gerði fimm mörk og Anna Hall-
dórsdóttir skoraði fjögur mörk. Herdís
-JKS/HS
FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1996
27
íþróttir
Slæm byrjun hjá Loga Ölafssyni, landsliðsþjálfara í knattspyrnu:
Hrikalegt tap
gegn Slóveníu
Ferill Loga Ólafssonar sem lands-
liðsþjálfara íslands í knattspyrnu
hófst ekki á glæsilegan hátt í gær.
ísland steinlá fyrir Slóveníu, 7-1, í
fyrstu umferðinni á alþjóðlegu móti
á Möltu, og eins og fram kemur ann-
ars staðar í opnunni er þetta einn af
sex verstu skellum fslands í lands-
leikjum frá upphafi.
Lengi vel benti ekkert til þess að
svona illa færi. Helgi Sigurðsson
átti stangarskot í fyrri hálfleik og
markvörður Slóvena varði vel auka-
spyrnu frá Haraldi Ingólfssyni. Ólaf-
ur Þórðarson skoraði síðan laglegt
skallamark eftir fyrirgjöf ffá Þórði
Guðjónssyni, 5 mínútum fyrir leik-
hlé, en Saso Udovic jafnaði fyrir Sló-
vena í næstu sókn.
Téður Udovic fór síðan á kostum
í seinni hálfleik og skoraði fimm
. mörk til viðbótar í hrikalegasta
hálfleik hjá landsliðinu síðan það
tapaði 14-2 fyrir Dönum árið 1967.
Taktísk mistök og mistök
einstakra leikmanna
„Það má segja að þeir hafl fellt
okkur á eigin bragði. Við vörðumst
of framarlega og reyndum að króa
þá af á ákveðnum svæðum en það
mistókst og þeir komust afturfyrir
okkur. Taktísk mistök í varnarleik
og mistök einstakra leikmanna
urðu okkur fyrst og fremst að falli í
þessum leik,“ sagði Logi Ólafsson,
landsliðsþjálfari, í samtali við DV í
gærkvöldi.
Mjög ódýr mörk
„Þetta var allt í lagi eftir fyrri
hálfleikinn, en eftir að þeir skoruðu
strax í byfjun þess seinni, mark
sem við töldum allir að væri rang-
stöðumark, fór allt úr skorðum hjá
okkur. Tvö næstu mörk þeirra voru
mjög ódýr og komu bæði eftir að 'úð
misstum boltann á eigin vallarhelm
ingi. Þar með var staðan orðin 4-1
og í stað þess að halda í horfmu ætl
uðu menn að sækja og minnka mun-
inn, með þessum afleiðingum,“ sagði
Logi.
Það gekk allt upp hjá þeim
Slóvenar eru ekki taldir til fremstu
knattspymuþjóða Evrópu, og ættu
ekki að vera mjög langt fyrir ofan
okkur íslendinga að styrkleika. En
eru þeir virkilega þetta sterkir?
„Þetta er mjög gott lið, því verður
ekki neitað. Þeir eru með mjög
flinka og fljóta leikmenn, en það
gekk líka allt upp hjá þeim í þessum
Svörtustu
knattspyrnusögu Islands
1. Danmörk-ísland, Kaupmannaliöfn, 23. ágúst 1967 . 14-2
2. Frakkland-ísland, Nantes, 2. júní 1957 ..... 8-0
3. Holland-ísland, Deventer, 29. ágúst 1973 ... 8-1
4-6. Bretland-ísland, Laugardalsvelli, 7. september 1963.6-0
4-6. Austur-Þýskaland-ísland, Laugardalsvelli, 3. júní 1987 . . 6-0
4-6. Slóvenía-Ísland, Valletta, 7. febrúar 1996 . 7-1
Saso Udovic frá Slóveníu:
Maðurinn sem skaut
íslenska liðið á kaf
Saso Udovic er sá erlendi knatt-
spyrnumaður sem leikið hefur ís-
lenska kollega sína verst frá upp-
hafi. Enginn annar hefur skorað 6
mörk í landsleik gegn fslandi.
En hver er Saso Udovic? Hann er
27 ára gamall sóknarmaður sem er
að spila sitt þriðja tímabil með
Beveren í belgísku 1. deildinni.
Hánn varð fjórði markahæsti leik-
maður deildarinnar 1993-94 þegar
hann gerði 19 mörk fyrir Beveren.
Árið áður varð hann markakóngur
í 1. deildinni í Slóveníu, skoraði þá
25 mörk fyrir Slovan Mavrica, af 45
mörkum sem liðið skoraði á tíma-
bilinu.
Með mörkunum sex í gær er
Udovic orðinn langmarkahæsti
landsliðsmaður Slóveniu. Hann lék
í gær sinn 12. landsleik og mörkin
eru orðin 11. Hann skoraði tvö
mörk í haust þegar Slóvenar unnu
Úkraínu, 3-2, í Evrópukeppninni og
þá gerði hann sigurmarkið á loka-
sekúndum leiksins.
Stærsti sigur Slóvena
Sigur Slóvena í gær er þeirra
stærsti í stuttri landsleikjasögu. Sló-
venar léku sína fyrstu landsleiki
árið 1992, eftir að þeir slitu sig út úr
ríkjasambandi Júgóslavíu og stofn-
uðu sjálfstætt ríki. Bestu úrslit Sló-
vena þar til í gær voru 3-0 sigrar á
Eistlandi og Kýpur, og svo vöktu
þeir athygli með 1-1 jafntefli viö
ítali í undankeppni EM fyrir hálfu'
öðru ári, en þá skoraði títtnefndur
Udovic einmitt mark Slóvena.
-VS
Körfubolti kvenna:
Auðvelt hjá Blikastúlkum
Breiðablik vann auðveldan sigur
á Val, 95-52, í 1. deild kvenna í
körfuknattleik þegar liðin mættust í
Smáranum í gærkvöldi. Blikastúlk-
ur náðu þar með á ný tveggja stiga
forystu í deildinni. Staðan í hálfleik
var 44-18. Hanna Kjartansdóttir
skoraði 22 stig fyrir Breiðablik,
Betsy Harris 18 og Inga Dóra Magn-
úsdóttir 15. Selma Barðdal skoraði
12 stig fyrir Val, Alda Jónsdóttir 11
og María Leifsdóttir 9.
Staðan efstu liða í deildinni:
leik. Það eru í sjálfu sér ekki til
neinar afsakanir fyrir svona tapi,
menn fóru í þennan leik með þeim
einlæga ásetningi að leggja sig
fram, en svo datt botninn algerlega
úr liðinu."
Kom í Ijós að við ofmátum
sjálfa okkur
„Það hlýtur þó að vera umhugs-
unarefni hvort við eigum að mæta
svona sterkum mótherjum á þess-
um árstíma. Nánast allir okkar leik-
menn eru án leikæfingar, bæði þeir
sem spila heima á íslandi og svo
annars staðar á Norðurlöndunum,
og þá hafa þeir sem spila í Þýska-
landi verið í frii síðan í desember.
Aðeins einn maður, Lárus Orri, hef-
ur verið að spila með sínu liði að
undanfórnu. Á meðan eru Slóven-
arnir að spila á fullu, bæði þeir sem
eru heima fyrir og þeir sem leika er-
lendis, til dæmis á Ítalíu og í Belgíu.
Það kom í ljós að við höfum ofmetið
sjálfa okkur og talið okkur vera í
betra líkamlegu og knattspyrnulegu
standi en raunin er.“
Eftir svona tap er bara til ein
leið
- Hvernig tilfinning er það fyrir
þig að fá svona skell í þínum fyrsta
leik sem landsliðsþjálfari?
„Hún er að sjálfsögðu ekki góð og
ég sef varla mikið í nótt. Það er þó
ekki annað hægt en að horfa fram á
veginn, eftir svona tap er bara til
ein leið og hún er upp á við. Það má
líka segja að það sé gott að fá tæki-
færi strax á fóstudag til að réttá sig
við og reyna að leiðrétta það sem
aflaga fór, í stað þess að sitja
kannski í marga mánuði með þetta
tap á bakinu. Ég held að um leið og
við náum betri úrslitum, muni þessi
ósigur líða manni hægt og hægt úr
minni."
Þessi ósigur kennir okkur
mikið
„Síðan kennir þessi ósigur okkur
mikið, og það var betra að fá hann
strax en þegar komið væri í fyrsta
leik í stórmóti.
Það er hins vegar ekki létt verk
að spila við Rússana, sem eru geysi-
lega sterkir. Það sá maður þegar
þeir spiluðu við Möltu i gærkvöldi,
þeir eru geysilega öflugir og sífellt á
hreyflngu. Á móti þeim verðum við
að leggja meiri áherslu á varnar-
leikinn, við höfum ekki efni á
öðru,“ sagði Logi Ólafsson. -VS
Slóvenía-Ísland
(1-1) 7-1
0-1 Ólafur Þórðarson (40.)
1- 1 Saso Udovic (41.)
2- 1 Saso Udovic (47.)
3- 1 Saso Udovic (57.)
4- 1 Saso Udovic (69.)
5- 1 Saso Udovic (74.)
6- 1 Saso Udovic (79.)
7- 1 Ermin Siljak (85.)
Liö íslands: Birkir Kristinsson -
Lárus Orri Sigurðsson, Ólafur Adolfs-
son, Þorsteinn Guðjónsson, Sigur-
steinn Gíslason (Ágúst Gylfason) -
Siguröur Jónsson, Ólafur Þóröarson,
Rúnar Kristinsson (Amar Grétars-
son) - Þóröur Guðjónsson (Arnór
Guðjohnsen), Helgi Sigurðsson
(Eyjólfur Sverrisson), Haraldur Ing-
ólfsson (Rútur Snorrason).
Guðmundur Benediktsson og
Kristján Finnbogason komu ekki inn
á. Bjarki Gunnlaugsson og Helgi Kol-
viðsson hvíldu.
Lárus Orri og Rúnar verða ekki
með gegn Rússum á morgun þar sem
þeir þurfa að fara til sinna félagsliða.
Mark Ólafs var hans fjórða í 62
landsleikjum.
Skilyrði: Hávaðarok, 12 stiga hiti,
þungur og blautur völlur.
Rússar unnu
Möltu létt
Rússar unnu Möltu auðveld-
lega í seinni leiknum í gær-
kvöldi, 2-0. Valeri Karpin og
Sergei Kirjakov skoruðu mörk
þeirra. Rússar eru mættir til
Möltu með mjög sterkt lið, enda
eru þeir að búa sig undir úrslita-
keppni EM á Englandi í sumar.
Á morgun mætast ísland og
Rússland og síðan Malta og Sló-
venía. Mótinu lýkur á sunnudag
en þá leikur ísland við Möltu og
Rússland við Slóveníu.
NBA í nótt:
Lakers í banastuði
- Michael Jordan skoraði
Los Angeles Lakers er í banastuði bakvið sigur Detroit á Orlando.
þessa dagana. ínótt vann liðið 11. Houston skoraði 31 stig og Grant
leik sinn í síðustu 13 leikjum þegar Hill var með 19 stig.
liðið New Jersey með 10 stiga mun.
Magic Johnson átti góðan leik með Chicago aftur a sigurbraut
Lakers. Hann skoraði 18 stig, tók 9 Chicago er komið á sigurbraut á ný eftir
fráköst og átti 8 stoðsendingar og tvo ósigra. Michael Jordan skoraði 40
menn eru farnir að spá því að stig, þar af 15 í síðasta leikhluta og Scotti
Lakers geti farið langt í úrslita- e Pippen gerði 15.
keppnini með Magic innanborðs. Sean Elliot átti stórleik með SA Spurs
Elden Campbell var stigahæstur gegn Boston. Elliot skoraði 36 stig og tók
Lakersmanna með 19 stig. Úrslitin 10 fráköst og David Robinson var með 19
í nótt urðu þessi: stig. Dino Radja skoraði 24 stig fyrir
Boston-SA Spurs .......... 89-99 Boston.
New York-Washington.........87-82 LA Clippers tapaði 7. leik sínum í röð
Philadelphia-Indiana.....102-101 þegar þeir lágu fyrir meisturum Hou-
Miami-Atlanta..............101-89 ston. Clyde Drexler skoraði 28 stig fyrir
Toronto-Milwaukee.......... 88-93 meistarana og Hakeem Olajuwon 15 en
Detroit-Orlando............ 97-83 Pooh Richardson setti niður 31 stig fyrir
Minnesota-Portland........ 93-103 Clippers.
Utah-Vancouver........... 102-79 Alonzo Mourning fór á kostum í liði Mi-
LA Clippers-Houston.......102-110 ami. Hann skoraði 36 stig og var öðru
LA Lakers-New Jersey...... 106-96 fremur maöurinn á bakvið sigur liösins,
Golden State-Chicago....... 95-99 Steve Smitti skoraði 27 stig fyrir Atlanta.
Allan Houston var maðurinn á Gamli maðurinn Patrick Ewing lék vel
40 stig
með New York í siginum á Washington.
Ewing skoraði 31 stig, tók 11 fráköst og
varði 5 skot og New York hfur unnið sex
leiki i röð.
Philadelphia stöðvaði sigurgöngu Indi-
ana sem hafði unnið 9 leiki í röð. Jerry
Stackhousen skoraði 30 stig fyrir Phila-
delphia og Derrick Alston 24.
Mike Dunleavy þjálfari Milwaukee fagn-
aði sínum 100. sigri með liöinu í nótt.
Sherman Douglas skoraöi 21 stig í liði
Milwaukee.
Utah Jazz er á mikilli
siglingu
Utah Jazz er á mikilli siglinu og liðið
hefur unnið 10 af 12 síðustu leikjum sin-
um. Karl Malone skoraði 22 stig, tók 11
fráköst og átti 6 stoðsendingar og John
Stockton skoraði 18.
Clifford Robinson skoraði 32 stig fyrir
Portland sem gerði út um leikinn gegn
Minnesota með frábærum fjórða leik-
hluta.
-GH
Breiöablik 13 12 1 1018-714 24
Keflavík 13 11 2 1073-687 22
Grindavík 13 10 3 920-704 20
KR 14 10 4 968-779 20 -vs
Breytingar á
Evrópumótunum?
Horfur eru á því að talsverðar
breytingar verði gerðar á Evr-
ópumótum félagsliða í knatt-
spyrnu fyrir tímabilið 1997-1998,
í kjölfar fundar sfjórnar UEFA
með forystumennum helstu fé-
lagsliða Evrópu í Genf i gær.
Líkur eru á að átta fremstu
þjóðir Evrópu fái að senda tvö
lið í Evrópukeppni meistaraliða,
og jafnvel líka í Evrópukeppni
bikarhafa.
Þá er sá möguleiki fyrir hendi
að allar aðildarþjóðir UEFA fái á
ný fulltrúa í Evrópukeppni
meistaraliða.
Hópa- og fyrirtækja-
keppni Fram 1996
Hópa- og fyrirtækjakeppni Fram 1996
í innanhúsknattspyrnu verður haldin
í íþróttahúsi Fram fimmtudaginn 23. til
sunnudagsins 25. febrúar.
Úrslitakeppni efstu liða fer fram á sama
stað vikur síðar.
Þátttaka tilkynnist í síma 568-0342 og
568-0343 alla virka daga milli kl. 13 og
14 fyrir þriðjudaginn 20. febrúar 1996.