Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1996, Síða 22
34
FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1996
Afmæli
Haraldur M. Helgason
Haraldur Marinó Helgason, fyrrv.
kaupfélagsstjóri, Goðabyggð 2, Ak-
ureyri, er sjötíu og fimm ára í dag.
Starfsferill
Haraldur fæddist á Hrappstöð-
um í Glæsibæjarhreppi og ólst
þar upp til tíu ára aldurs en flutti
þá til Akureyrar. Hann hlaut al-
menna bama- og uriglingafræðslu.
Haraldur hóf störf hjá KEA
1934, fyrst sem sendisveinn en
stundaði síðan afgreiðslu við Kjöt-
búð KEA til 1960. Þá tók hann við
starfi kaupfélagsstjóra hjá Kaupfé-
lagi verkamanna á Akureyri og
gegndi því starfi til 1980 er kaup-
félagið var lagt niður. Haraldur
varð sölustjóri hjá KSÞ á Sval-
barðseyri 1981 og starfaði hann
þar til 1986. Hann hefur síðan rek-
ið eigin söluskrifstofu sem selur
unnar og óunnar kjöt- og fiskaf-
urðir til ýmissa fyrirtækja.
Haraldur hefur tekið virkan
þátt í ýmsum félagsstörfum. Hann
var í Karlakórnum Geysi frá 1943,
gegndi formennsku í kórnum í
tvö ár og syngur enn með göml-
um Geysisfélögum. Þá var hann
formaður íþróttafélagsins Þórs
1960-80 en félagar Þórs og Geysis
hafa sýnt honum margvíslegan
heiður. Hann varð fyrsti heiðurs-
félagi Þórs er hann lét af for-
mennsku og á sjötíu og fimm ára
afmæli félagsins var hann fyrstur
manna sæmdur æðsta heiðurs-
merki Þórs, gullkrossinum. Þá er
hann félagi í Frímúrarareglunni.
Haraldur hefur svo um árabil tek-
ið virkan þátt í störfum Alþýðu-
flokksins á Akureyri.
Fjölskylda
Haraldur kvæntist 22.5. 1943 Ás-
laugu Jónínu Einarsdóttur, f. 1.7.
1921, húsmóður og fyrrv. bæjar-
fulltrúa. Hún er dóttir Einars Jó-
hannssonar, byggingameistara á
Akureyri, og Ingibjargar Aust-
fiörð húsmóður.
Börn Haralds og Áslaugar Jón-
ínu eru Inga Ólafía, f. 28.11.1943,
læknafulltrúi á Barnadeild Land-
spítalans, búsett á Álftanesi, gift
Jóni G. Gunnlaugssyni viðskipta-
fræðingi og eiga þau þrjú börn;
Helga Stefanía, f. 7.3. 1949, rekur
gistiheimilið Brekkusel á Akur-
eyri, gift Kjartani Kolbeinssyni,
brunaverði í Slökkviliði Akureyr-
ar og eiga þau tvö börn; Bergljót
Ása, f. 21.2. 1952, meinatæknir við
Landsspítalann í Reykjavík, gift
Sveini Guðmundssyni tæknifræð-
ingi og eiga þau tvær dætur.
Albræður Haralds: Haukur
Helgason, f. 23.5. 1913, d. 1974,
húsvörður í Kópavogsskóla, var
kvæntur Halldóru Guðmundsdótt-
ur hjúkrunarfræðingi og eignuð-
ust þau tvo syni; Njáll Helgason,
f. 19.11. 1916, d. 1973, starfsmaður
Mjólkursamlags KEA, var kvænt-
ur Öldu Einarsdóttur sem einnig
er látin og eignuðust þau eina
dóttur.
Hálfbróðir Haralds, samfeðra,
er Kolbeinn Helgason, f. 1929,
skrifstofustjóri Hrafnistu í Hafn-
arfirði, kvæntur Sigríði Jónsdótt-
ur forstöðukonu og eiga þau tvær
dætur.
Foreldrar Haralds voru Helgi
Kolbeinsson, f. 17.3. 1876, d. 12.1.
1951, bóndi á Hrappsstöðum í
Haraldur M. Helgason.
Glæsibæjarhreppi, og f. k. h.,
Ólafía Kristjánsdóttir, f. 21.6.1876,
d. 31.5. 1924, húsmóðir.
Móðir Haralds lést er hann var
aðeins þriggja ára. Seinni kona
Helga var Guðrún Emelía Jóns-
dóttir og gekk hún þeim bræðrum
í móðurstað en hún lést 1984.
Haraldur verður að heiman á
afmælisdaginn.
Ólafur Kjartansson
Til hamingju með
85 ára
Jón Ingi Jónsson,
Litlagerði 12, Hvolsvelli.
70 ára
Einar D. Kristjánsson,
Baldursgötu 17, Reykjavík.
60 ára
Sesselja S. Hjaltested,
Grundargerði 8, Reykjavik.
Jóhanna G. Guðbrandsdóttir,
Vesturbergi 93, Reykjavík.
Bergmundur Ögmundsson,
Mýrarholti 12, Snæfellsbæ.
50 ára
Stefán Gunnar
Stefánsson
framkvæmda-
stjóri,
Mánabraut 5,
Kópavogi.
Kona hans er
Hafdís Hannes-
dóttir,
Þau taka á móti
gestum á heimili sínu í dag kl.
19.00-22.00.
Soffía Snorradóttir,
afmælið 8. febrúar
Rauöalæk 13, Reykjavík.
Friðrik Ó. Schram,
Fljótaseli 25, Reykjavík.
Ellert Ámason,
Kolbeinsgötu 44, Vopnafirði.
Laufey Steingrímsdóttir,
Lyngholti 11, Keflavík.
Kristinn Eyjólfsson,
Grenilundi 5, Akureyri.
Guðrún Jóhannsdóttir,
Baugstjörn 18, Selfossi.
Oddur Kristinn Halldórsson,
Holtsgötu 25, Reykjavík.
Sigurður F. Stefánsson,
Flögu, Skriðdalshreppi.
Eiður Baldur Hilmisson,
Búlandi, Austur-Landeyjahreppi.
Eyrún Jörgensen,
Hraunbrún 42, Hafnarfirði.
40 ára
Paul Benjamin Allemand,
Sólheimum, Grímsneshreppi.
Margrét Sigríður Karlsdóttir,
Heiðarbóli 63, Keflavík.
Guðrún Indriðadóttir,
Hraunbæ 156, Reykjavík.
Bjöm Gunnlaugsson,
Hæðargerði 28, Reyðarfirði.
Edda Þórey Kristfinnsdóttir,
Yrsufelli 8, Reykjavík.
Gunnar Bóasson,
Túngötu 5, Húsavík.
Sigurður
Sigurður Ólafur Kjartansson
byggingafræðingur, Frostaskjóli
63, Reykjavík, verður fimmtugur á
morgun.
Starfsferill
Sigurður fæddist í Reykjavík og
ólst þar upp í Vogunum. Hann
lauk gagnfræðaprófi frá Voga-
skóla, stundaði nám við Iðnskól-
ann í Reykjavík, lauk sveinsprófi
í húsasmíði og lauk síðan prófi
sem byggingafræðingur frá
Byggeteknisk Hojskole í Kaup-
mannahöfn.
Að námi loknu starfaði Sigurð-
ur á Teiknistofu Kjartans Sveins-
sonar 1973-77, var framkvæmda-
stjóri Húseininga hf. á Siglufirði
1979-81 en hefur frá 1981 starfrækt
E.S. teiknistofuna við Suðurlands-
braut 48 í Reykjavík, auk þess
sem hann hefur starfrækt ýmiss
konar byggingastarfsemi hin síð-
ari ár.
Fjölskylda
Eiginkona Sigurðar Ólafs er
Sigurður Ólafur Kjartansson.
Eyrún Gunnarsdóttir, f. 19.2. 1947,
verslunarmaður. Hún er dóttir
Gunnars Halldórssonar útgerðar-
manns, sem lést 1973, og Guðnýjar
Óskarsdóttur húsmóður sem lést
1993.
Börn Sigurðar Ólafs og Eyrúnar
eru Kjartan Ólafur, f. 12.10. 1966,
byggingafræðingur í Reykjavík,
en unnusta hans er María Dröfn
Steingrímsdóttir og eru sonur
þeirra Sigurður Ólafur Kjartans-
son, f. 25.5. 1990; Nína Björk, f.
19.8. 1972, háskólanemi; Inga, f.
7.6. 1977, nemi.
Bræður Sigurðar Ólafs: Þórir
Kjartansson, f. 31.12. 1941, d. 1960;
Guðjón Kjartansson, f. 14.2. 1952,
d. 8.6. 1967.
Foreldrar Sigurðar Ólafs voru
Kjartan Ólafsson, f. 23.10. 1911, d.
24.7. 1985, verkstjóri í Reykjavik,
og Steinunn Jónsdóttir, f. 20.1.
1915, d. 18.8. 1995, húsmóðir.
Ætt
Kjartan var sonur Ólafs, b. á
Hólum í Biskupstungum, Guð-
mundssonar og Sigríðar Jónsdótt-
ur húsfreyju.
Steinunn var dóttir Jóns, b. á
Miðfelli í Hrunamannahreppi,
Þórðarsonar og Guðfinnu Andrés-
dóttur húsfreyju.
Sigurður Ólafur tekur á móti
gestum í veitingasalnum Mána-
bergi, Lágmúla 4 í Reykjavík á
morgun, 9.2., milli kl. 18.00 og
21.00.
Fréttir
Starfsfólk Búnaðarbankans á Egilsstöðum veðurteppt í Reykjavík um helgina.
Hélt heim á jeppa til að geta
opnað útibúið
Starfsmannafélag Búnaðarbanka
íslands hélt um síðustu helgi upp á
60 ára afmæli sitt með pomp og
prakt á Hótel íslandi. Fjöldi fólks
tók þátt í að fagna þessum tíma-
mótum og lét starfsfólk útibús
bankans á Egilsstöðum, 13 talsins,
sig að sjálfsögðu ekki vanta og
.flaug suður. Þegar það átti hins
vegar að fljúga til baka heim á
sunnudag gat vélin, sem flaug að
austan, ekki lent í Reykjavík vegna
veðurs og því ljóst að austanmenn
yrðu veðurtepptir í bænum.
En ekki var hægt að hafa útibúið
á Egilstöðum lokað á mánudag og
því var brugðið á það ráð að leigja
Pajerojeppa undir mannskapinn.
Fimm úr hópnum héldu af stað til
Egilsstaða á sunnudagskvöld en
aðrir biðu eftir flugi. Ferðalangarn-
ir komust á áfangastað rétt fyrir
klukkan átta á mánudagsmorgun
og gafst þeim nánast enginn tími
til að hvíla sig áður en haldið var
til vinnu. Ágústa Björnsdóttir,
starfsmaður útibúsins, segir að
færð hafi verið góð alla leiðina.
Þeim hafi fundist litið mál að fara
akandi, enda létt yfir hópnum í
góðum og öruggum bíl.
-brh
Reykjanesbær:
Bráðabirgðaviðgerd
á hafnargarðinum
fyrir loðnuvertíð
„Búið er að fylla upp í og loka
gatinu sem myndaðist í aðalhafnar-
garð Keflavíkurhafnar í óveðrinu
sem gekk yfir landið 30.september
sl. Þetta er bráðabirgðaviðgerð á
bryggjunni og hafnargarðinum og
hann verður notaður við loðnu-
löndunina. Við eigum von á loðnu-
frystiskipi sem er 130 metrar á
lengd og það mun leggjast viö garð-
inn,“ sagði Pétur Jóhannsson,
hafnarstjóri Reykjanesbæjar, í sam-
tali við DV.
Bryggjan verður notuð til bráða-
birgða fyrst um sinn og með vor-
inu er gert ráð fyrir að fullklára
hafnargarðinn þegar grjótgarður
fyrir utan hann verður tilbúinn.
-ÆMK
Stórvirk grafa að fylla gatið á hafnargarðinum. DV-mynd ÆMK
Fimmfaldur
lottóvinn-
ingur á
laugardag
Aðalvinningurinn í Lottóinu
síðastliðinn laugardag gekk ekki
út og því verður potturinn fimm-
faldur um helgina. Að sögn Vil-
hjálms Vilhjálmssonar, fram-
kvæmdastjóra íslenskrar Get-
spár, má búast við því að fyrsti
vinningur verði um 20 milljónir
króna, það fari þó eftir áhuga
landsmanna, veðri og vindum.
Síðast þegar aðalvinningurinn
var fimmfaldur, í byrjun janúar,
komst upphæðin í rúmar 24
milljónir.
Þægilegt fyrir þátttakendur f
Lottóinu.
Lesendur DV hafa sjálfsagt
tekið eftir því að vinningstölur
úr Lottóleikjunum þremur,
Lottó, Kínó og Víkingalottó, birt-
ast nú reglulega á baksíðu blaðs-
ins.
„Það skiptir miklu máli að
vinningstölur séu á vísum stað
fyrir þátttakendur, þannig venja
þeir sig á það hvar þeir eiga að
leita að þeim. Þetta er þægilegt
fyrir þátttakendur og öruggt,"
segir Vilhjálmur Vilhjálmsson
hjá íslenskri Getspá. -brh