Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1996, Blaðsíða 24
Verður Sogn fyrir barðinu á
sparnaðinum í heiibrigðisþjón-
ustunni?
Óhreinu börn-
in hennar Evu
„Sem sé að þannig verði hald-
ið á málum, að Sogn verði vist-
unarstofnun þar sem óhreinu
börnunum hennar Evu verði
komið fyrir en þau eigi þaðan
aldrei afturkvæmt."
Sighvatur Björgvinsson, í Alþþýðu-
blaðinu.
Ummæli
Eitt dægurlag
á ári í útflutning
„Er ekki hægt aö senda eitt ís-
lensk dægurlag út einu sinni á
ári? Er það okkur ofviða?"
Gunnar Þórðarson, í Tímanum.
Sameiningartáknið farið
„Ríkisútvarpið hefur misst
stöðu sína sem sameiningartákn
þjóðarinnar og íslenskrar menn-
ingar.“
Njördur P. Njarövík, í Morgunblað-
inu.
Alltaf talað kurteislega
„Ég hef alltaf talað kurteislega
um Norðmenn."
Jón Baldvin Hannibalsson, f Tfman-
um.
Pólitískir bandamenn
„Verkalýðshreyfingin á ekki i
sama mæli og áður pólitíska
bandamenn."
Kári Arnór Kárason, í Alþýðublað-
inu.
Það þykir ekkert tiltökumál að
komast á Suðurskautslandið í
dag. Myndin er frá ferð grænfrið-
unga þangað.
Suðurheimskaut-
ið unnið
Fyrstur leiðangra til að ná til
suðurheimskautsins, þar sem ís-
hellan er 2779 metra yfir sjávar-
máli varð norskur leiðangur
undir stjóm Roald Amundsen og
kom hann á skautið 16. desem-
ber 1911, eftir 5 daga ferðalag á
hundasleðum frá Whaels-flóa.
Siðari tlma útreikningar sýna að
líkast til hafa leiðangursmenn-
irnir Olav Olavson Bjaaland og
Helmer Hansen verið næst hin-
um eiginlega pól eða um 400-600
metra frá honum. Fyrsta konan
sem steig fæti sínum á Suður-
skautslandið var frú Karólína
Mikkelsen, 20. febrúar 1935. Það
var mun seinna eða árið 1969
sem Lois Jones, Eileen McSave-
ney, Jean Pearson, Terry Lee
Blessuð veröldin
Tickhill, Kay Linday og Pam
Young komu fljúgandi á pólinn
og settu fyrstar kvenna fæti sín-
um á hann.
Þvert yfir
Suðurskautslandið
Fyrstu ferö þvert yfir Suður-
skautslandið lauk 2. mars 1958 eft-
ir 3473 km ferð sem stóð yfir í 99
daga, frá Shackleton-búðunum til
búða Scott. Stjórnandi leiðangurs-
ins var Vivian Ernest Fuchs.
36
FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1996
Snjókoma og él
í dag verður suðaustankaldi og él
sunnan- og vestanlands. Norðan- og
austanlands verður austankaldi eða
breytileg átt og rigning eða snjó-
koma fram eftir degi. Síðdegis snýst
vindur í suðaustankalda og þá léttir
Veðrið í dag
til á Norðurlandi en austanlands
verða smáskúrir eða slydduél. Hiti
frá 3 stigum niður í 6 stiga frost,
mildast við austurströndina. Á höf-
uðborgarsvæðinu verður suðaust-
ankaldi og éljagangur í dag en aust-
an kaldi og léttskýjað í nótt. Frost 0
tU 5 stig.
Sólarlag í Reykjavík: 17.37
Sólarupprás á morgun: 9.45.
Síðdegisflóð í Reykjavík: 20.50.
Árdegisflóð á morgun: 9.05.
Heimild: Almanak Háskólans.
Veöriö kl. Akureyri 6 í morgun: snjókoma -5
Akurnes léttskýjaö -2
Bergsstaðir snjókoma -4
Bolungarvík alskýjaó 1
Egilsstaóir hálfskýjaó 2
Keflavíkurflugv. léttskýjað -1
Kirkjubkl. úrk. í grennd -í
Raufarhöfn alskýjað 2
Reykjavík snjóél -3
Stórhöfói snjóél á síó. klst. 1
Helsinki skýjaö -11
Kaupmannah. snjókoma -6
Ósló snjók. á síð. klst. -11
Stokkhólmur léttskýjaö -19
Þórshöfn rigning 2
Amsterdam skýjaö -8
Barcelona heiöskírt 9
Chicago þokumóöa 4
Frankfurt skýjaö -5
Glasgow skúr á síö. klst. 2
Hamborg skýjaö -13
London mistur -2
Los Angeles skýjaó 21
Lúxemborg þokumóöa -6
París slydda á slö. klst. 1
Mallorca léttskýjaö 12
New York snjókoma 1
Nice skýjað 5
Nuuk hálfskýjaö -14
Orlando heióskirt 11
Vín snjókoma -7
Washington rigning 1
Winnipeg heiðskírt -7
Torfi Leósson, skákmeistari Reykjavíkur:
Tapaði öllum skákum í nokkur ár
„Ég hef veriö að taka þátt í
skákmótum undanfarin sex ár en
ég lærði mannganginn þegar ég
var fimm ára. Það var frændi
minn, Sigurður Jónsson, sem
kenndi mér að tefla,“ segir Torfi
Leósson, nýkrýndur skákmeistari
Reykjavikur, en hann er aðeins
sautján ára.
Torfi segist hafa fengið fljótt
áhuga á skák. „Ég held að áhuginn
hafi kviknað út frá því að ég tap-
aði öllum skákum í langan tíma
en var aldrei tU í að gefast upp,
þannig að skákáhuginn hjá mér
hlýtur að vera eitthvað sem er
meðfætt fyrst ég hætti ekki strax.
Maður dagsins
Þegar ég var orðinn sjö ára fór ég
gamla skákskólann sem Torfi Ás-
geirsson rak og þar var ég næstu
fjögur árin.“
Torfi segir að framfarir hjá hon-
um hafi ekki orðið fyrr en nú al-
veg á síðustu mánuðum: „Ég ætl-
aði aldrei að gera neina alvöru úr
. þessu en langaði tU að komast inn
á stigalistann og þar sem ég tapaði
alltaf tók það mig lengur en aðra
Torfi Leósson.
aö komast inn á þenna lista, eða
um fimm ár, iem þykir mikið. Ég
var búinn að ákveða aö hætta um
leið og ég fengi stig, fannst tUgang-
inum náð. Svo loksins þegar ég
fékk stigin og ég sá nafh mitt á
listanum fannst mér þetta ekkert
vera merkUegt lengur og ákvað að
halda áfram og eftir það varð ekki
aftur snúið.“
Torfi sagðist ekki hafa átt von á
því í byrjun Reykjavíkurmótsins
að sigra. „Hugsunin breyttist hjá
mér þegar ég vann í Braga HaU-
dórsson í sjöttu umferð en hann er
sterkur skákmaður. Þá fór ég að
stefna á sigur."
Torfi sagði að næsta stóra mót,
sem hann tæki þátt í, væri Alþjóð-
lega Reykjavíkurmótið í mars. Um
það hvort alþjóðlegur skáktitUl
væri í sjónmáli sagði Torfi: „Ég á
voða erfitt með að meta sjálfan
mig og hve langt ég kemst. Þetta
hefur skeð svo snöggt að ég er aUs
ekki tilbúinn að setja stefnu á
neitt ákveðið en ég held áfram á
meðan ég hef gaman af að tefla.“
Torfi er nemandi á öðru ári í fé-
lagsfræðibraut í Menntaskólanum
1 Hamrahlíð og hann á sér eitt
áhugamál sem hann setur jafnvel
ofar skákinni: „Fyrir ári fór ég að
stunda hugleiðslu í hóp á vegum
Sri Chimoy og hef verið mjög virk-
ur i hugleiðslu síðan og það er
enginn efl að hugleiðslan hefur
hjálpað mér í skákinni, sérstak-
lega varðandi einbeitingu. Nú get
ég setið nánast kyrr við skákborð-
ið eins langan tíma og þarf og ein-
beitt mér að skákinni án þess að
leiða hugann að neinu öðru.“
-HK
Myndgátan
Lausn á gátu nr. 1438:
Slúðurdálkur
Leikið í úrvals-
deildinni
1 kvöld verða fimm leikir í Úr-
valsdeildinni í körfúbolta. í
Keflavík leika heimamenn við
KR, á Sauðárkróki fer fram
viðureign Tindastóls og Grinda-
víkur, í Seljaskóla leika ÍR og
Þór, í Hafnarfirði leika Haukar
og Valur og í Smáranum í Kópa-
vogi leika Breiðablik og Skalla-
grímur. Annað kvöld fer svo
íþróttir
fram sfðasti leikurinn í umferð-
inni, þá leika íslandsmeistarar
Njarövíkur gegn ÍA. Einn leikur
er í 1. deildinni í kvöld, í Kenn-
araháskólanum leika ÍS og Sel-
foss. Allir leikir kvöldsins hefj-
ast kl. 20.00.
Verk eftir Guðrúnu Einarsdóttur í
Gallerfi Sævars Karls.
Olíuverk
Nú stendur yfir í Galleríi Sæv-
ars Karls í Bankastræti sýning á
olíuverkum Guðrúnar Einarsdótt-
ur. Á sýningunni eru ellefu verk,
Sýningar
öll unnin á síðasta ári. Þetta er ní-
unda einkasýning Guðrúnar en
hún hefur einnig tekið þátt 1 sam-
sýningum hér heima og erlendis.
Sýning Guðrúnar stendur til 13.
febrúar og er opin á verslunar-
tíma.
Bridge
Breski spilarinn Terence Reese ér
látinn á 82. aldursári. Hann var einn
þekktasti spilari veraldar, var marg-
sinnis í landsliði Bretlands og var
einnig afkastamikill höfundur bridge-
bóka. Ekki minnkaöi frægð hans þeg-
ar hann var borinn þungum sökum
um svindl í mótum, en menn greinir
enn á um það í dag hvort sú fullyrðing
átti við rök að styðjast. Hér birtist eitt
spil í minningu hans úr einni bóka
hans, „The Most Puzzling Situations
in Bridge Play“. Hvernig er best fyrir
suður að spila í 5 laufum eftir spaða-
kóng út? Sagnir gengu þannig, austur
gjafari og enginn á hættu:
* G96
* ÁD62
* 852
* D83
* --
V G743
♦ ÁKDG
* ÁG10I
4 KD10743
M K10
■f 10964
* 7
Austur Suður Vestur Norður
pass pass 14 dobl
1G 2* pass 5*
p/h
Spilið kom fyrir í leik Frakka og
Svía á EM í bridge. Sagnhafi trompaði
spaöaútspilið, spilaði ÁK í laufi og
drottningin féll ekki í slaginn. Suður
spilaði síðan fjórum sinnum tígli og
henti tveimur hjörtum heima. Austur
féll ekki í þá gryfju að trompa fjórða
tígulinn. Þess í stað fór hann upp með
hjartaás um leið og hjarta var spilað
og lagði niður laufdrottninguna. Eftir
það gat sagnhafi ekki fengiö nema 10
slagi. Sagnhafi hefði staðið spilið ef
hann hefði svínað fyrir laufdrottningu
austurs. En það var heldur ekki rétt
spilamennska. Rétt var að leggja niður
laufás í öðrum slag og spila síðan tígl-
um. Svo lengi sem tíglarnir liggja 4-3
er samningurinn næsta öruggur. Ger-
um ráð fyrir að trompin liggi 2-2 og
vestur trompi fjórða tígulinn. Vörnin
getur tekiö hjartaslag en sagnhafi get-
ur síðan tekið siðasta trompið og feng-
ið afganginn á víxltrompi.
fsak Öm Sigurðsson