Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1996, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1996, Side 28
s: i_n «=C KIN P'W& 'Hut. Frá kl. 14 til 18 2 pizzur fyrir 1 Kofri ÍS: Leki á affallsröri Rannsókn á upptökum eldsins í rækjutogaranum Kofra ÍS frá Súða- vík hefur leitt í ljós að leki á affalls- röri við aðalvél skipsins hefur leitt tU þess að eldur blossaði upp. Kofri gjöreyðUagðist í eldinum og er nánast aUt brunnið ofanþilja sem brunnið getur. Eldurinn virðist hafa leitað upp úr vélarrúminu því þar eru skemmdir minni. Kofri er nú í ísafjarðarhöfn og er enn óráðið hvað gert verður við flakið. -GK Súðavík: Ekið á tvíbura Ekið var á tvær ellefu ára stúlk- ur, tvíbura, á aðalgötunni í Súðavík i gær. Voru þær á leið í skólann þegar óhappið varð. Stúlkurnar slösuðust ekki alvarlega og þurftu ekki að fara á sjúkrahús. -GK Tveir stútar teknir Lögreglan í Kópavogi hafði í nótt hendur í hári tveggja manna sem freistast höfðu tU að aka undir áhrifum áfengis. Hinn fyrri var stöðvaður laust eftir miðnættið en hinn síðari um miðja nótt. -GK Formenn krata og allaballa ræða saman Formenn Alþýðubandalags og Al- þýðuflokks lýstu yfir á fundi með ungum jafnaðarmönnum í gærkvöld að þau hefðu hist fyrir viku á Stokkseyri til að ræða sameiningar- mál. -GHS Miðvikudagur 7.2/96 Vestmannaeyjahöfn: Krafa um 7 milljónir í bætur Hafnarstjórnin i Vestmannaeyj- um krafðist i gær 7 miUjóna í bætur vegna skemmda á Nausthamars- bryggju þegar litháískt skip sigldi á hana nú í vikunni. Sjópróf fór fram í gær og er niðurstöðu um ábyrgð í málinu að vænta innan skamms. í nótt tókst að loka gatinu á bryggjunni þannig að hún liggur ekki undir skemmdum lengur. „Fyrsti sigurinn er unninn og fyrst okkur tókst að loka gatinu nú verður ekki mikið mál að ganga frá þekjunni til bráðabirgða þannig að hægt verði að nota bryggjuna í vet- ur,“ sagði Ólafur Kristinsson hafn- arstjóri við DV í morgun. -GK FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1996 Rannsóknarlögreglustjóri um FBI-rannsóknina: DNA-sýnið er ekki úr Bretanum Bogi Nilsson rannsóknarlögreglu- stjóri sagði í samtali við DV í gær- kvöldi að DNA-rannsóknin sem bandariska alríkislögreglan fram- kvæmdi á sæðissýni úr smokki sem var framvísað viö lögreglu í nauðg- unarmálinu um borð í Þerney væri ótvírætt á þann veg að það væri ekki úr Bretanum Michael Rimmer sem var ákærður í málinu. Þessar upplýsingar stangast því alfarið á við þær heimildir DV sem greint var frá í gær um að rannsóknin sýndi hið gagnstæða. Því er beðist afsökunar á þeirri frétt. Rétt er að taka fram að heimildir blaðsins í fréttinni í gær byggðust á upplýsingum frá aðilum sem taldar voru óyggjandi. Engu að síður eru það upplýsingar rannsóknarlög- reglustjóra sem standa og allar vangaveltur um að sakbomingur- inn sé sekur samkvæmt málsmeð- ferðinni eru ekki á rökum reistar. Eins og fram kom í blaðinu í gær er sakamálinu lokið og var Bretinn sýknaður af öllum sakargiftum í Hæstarétti áður en framangreind rannsókn barst og var gerð opinber. Svavar Gestsson: VIII afnema refsingu fyrir að smána erlenda ráöamenn Veðrið á morgun: Slydduél sunnan- og austanlands Á morgun verður suðaustan- átt á landinu, allhvöss eða hvöss suðaustan- og austan- lands en hægari annars staðar. Sunnan- og austanlands verða slydduél en úrkomulítið annars staðar. Veðrið í dag er á bls. 36 Þeir kvarta ekki yfir snjóleysi þessa dagana, krakkarnir á myndinni sem tekin var í höfuðborginni. Þar er nú nægur snjór og rík ástæða til að vera úti að leika sér. Útlit er fyrir að snjórinn verði áfram sunnan heiða. DV-mynd GS Svavar Gestsson alþingismaður hefur lagt fram á Alþingi fyrirspurn til dómsmálaráðherra um hvort hann telji ekki tímabært að fella úr gildi það ákvæði almennra hegning- arlaga er mæla fyrir um refsingu fyrir að smána erlenda ráðamenn eða þjóðhöfðingja opinberlega. „Þetta lagaákvæði er algerlega úr- elt. Þórbergur Þórðarson var dæmd- ur í tugthús fyrir að móðga Hitler á sínum tíma og í lögum annarra landa hefur svona lagað verið strikað út. Það er því alger fjarstæða að vera með svona ákvæði í lögum,“ sagði Svavar í samtali við DV. -S.dór ÆTLAR JÓN AÐ GERA jJÓHÖNNU AFBRYDISAMA? Vinningstalur miðvikudagínn 7.2/96 Vlnnlngar Fjöldl vlnnlnga Vinnlngtupphxð l.tcft ,0 0 2. 5 af 6 >> 0 1.740.116 3. 5 af6 2 120.220 4.tafi 184 2.070 5. 3 aft 675 240 í Heildarvlnningtupphxð Á ítlandl 56.923.436 2.523.42 FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 rafverktakar r a f k ó p samvirki Skemmuvegi 30 - 200 Kóp. Simi 5544566 Enginn sótti um stöðu prófessors í geislagreiningu við Háskóla Islands: Háskólinn orðinn illa samkeppnisfær - sagði Einar Stefánsson, varadeildarforseti í læknadeild HÍ Enginn sótti um prófessorsstöðu í geislagreiningu við Háskóla ís- lands sem auglýst var í Morgun- blaðinu 29. október á síðasta ári. Umsóknarfresturinn rann út 1. janúar síðastliðinn. Stöðunni fylg- ir að veita forstöðu röntgen- og myndgreiningardeild Landspítal- ans. „Þetta er náttúrlega vandamál og það er aö sumu leyti það að við sæHjum inn á alþjóðlegan vinnu- markað. Það sem er að gerast er það að Háskóli íslands er að verða ósamkeppnisfær, meðal annars í launum," sagði Einar Stefánsson, varadeildarforseti í læknadeUd Háskóla íslands. „Maður veit svo sem aldrei hvað ræður. Hér eru tU læknar menntaðir á þessu sviði en við gerum miklar kröfur tU prófess- ora, meiri en tU sérfræðinga. Við reiknum með að þetta séu vísinda- ihenn sem séu leiðandi á sínu sviði hér á landi og helst á alþjóða- vísu. Ég veit ekki hve margir á landinu uppfyUa þessar kröfur, það hefur ekkert verið rannsakað, en enginn sótti um þessa stöðu,“ sagði Einar. Að sögn Einars hættir Ásmund- ur Brekkan, sem er sitjandi pró- fessor, um næstu áramót. Svo er dósent í greininni. „Við höfúm lent í því á undan- förnum árum að menn, sem við höfum leitað tU, hafa hafnað stöð- um hjá okkur þannig að þetta kemur ekki svo mjög á óvart. Fyr- ir nokkrum misserum kom það upp að við buöum tUteknum ein- staklingi, sem er starfandi í öðru landi, prófessorsstöðu í ótUtekinni grein héma. Stofhunin sem hann vann hjá vissi af þessu og hækkaði hann í tign og launum tU að halda í hann. Það passaði nokkurn veg- inn að launahækkunin hans var jafn há og það sem við buðum houm í laun. Vandinn er að Há- skólinn er orðinn mjög Ula sam- keppnisfær um þá menn sem eru á alþjóðlegum vinnumarkaði. Hins vegar eru svona mál margslungin og það er líka spurning um vinnu- aðstöðu," sagði Einar Stefánsson. Vigdís Magnúsdóttir, forstjóri Ríkisspítala, sagði að það væri Há- skólinn sem auglýsti stöðuna og veitti hana einnig. „Við náttúrlega skoðum þetta mál og vitum um þetta og að eng- inn hefur sótt. Á vissan hátt höf- um við áhyggjur af þessu máli. Við erum að hugsa þetta og ég er ekki tUbúin að gefa meiri uplýs- ingar um málið á þessu stigi. Það er aðeins hluti af þessu starfi sem fram fer hér á spítalanum," sagði Vigdís Magnúsdóttir. -ÞK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.