Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1996, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1996, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 21. MARS 1996 7 Fréttir Langholtskirkjudeilur teygja anga sína inn á Hrafnistu: Fólkið langaði að sjá og heyra séra Flóka - segir Jóhanna Sigmarsdóttir forstöðukona um messuferð á sunnudaginn „Fæst af fólkinu hefur farið í messu til séra Flóka. Það lýsti áhuga á að heyra hann og sjá og því er boðið upp á þessa ferð. Hér er rætt um það sem er að gerast í þjóðfélaginu og því má líta á messuferðina sem eins konar vettvangsrannsókn," segir Jó- hanna Sigmarsdóttir, forstöðu- kona á Hrafnistu, í samtali við DV. Á Hrafnistu, dvalarheimili aldraðra sjómanna, eru fólki boðnar fríar ferðir með rútu í Langholtskirkju á sunnudaginn þótt Hrafnista tilheyri annars Ás- kirkju og sé þjónað af prestinum þar. Er tilboðið haft uppi með mat- seðlinum og eru því „kirkjudeil- Á Döfinni. Sunnudagur 24. mars. kl. IÍ13Q. Messuferð í Langholtskirkju. Rúta frá aðaldyrum. Skráning á skrifstofu Hrafnistu. Skiptiboifl HnfÚBU >5689300. Tilboð um messuferð í Langholtssó Hrafnistu. Matseðill vikuna 18. - 24. mars 1996 Mánudagur: Slglnn flskur Ábryatlr. Þriðjudagur: Soðnar bollur Bláberjasúpa. Mlðvikudagur: Ofnbakaöur fiakur Blómkálssúpa. Fimmtudagur: Klndabjúgu m/]afningl Vanillusúpa. Föstudagur: Kjúklingabuff Eplagrautur. Laugardagur: Nætursaltaður flskur Grjónagrautur. Sunnudagur: Lambahrygggur Sveppasúpa. Verðl ykkur að góðul mm/jj (Eldhús s:5689323) er haft uppi með matseðli vikunnar á urnar orðnar að daglegu brauði meðal aldraðra sjómanna", eins og einn viðmælenda DV orðaði það. Farið verður frá Hrafnistu á sunnudagsmorguninn en messan er klukkan 10.30. Séra Flóki Kristinsson messar. Jóhanna tók fram að áður hefði verið farin hópferð til að hlusta á kór Lang- holtskirkju undir stjórn Jóns Stefánssonar. „Ég hef engar áhyggjur af sam- keppni um fólkið. Þarna hlýtur að búa eitthvað sérstakt að baki,“ sagði séra Árni Bergur Sigur- bjömsson, sóknarprestur í Ás- sókn, en hann þjónar að öllu jöfnu vistfólkinu á Hrafnistu. -GK Flotbryggja í smábáta- höfninni á Flateyri DV, Flateyri: „í sumar verður lokið við framkvæmdir á smábátahöfninni hér á Flateyri. Steypt verður þekja auk þess sem lokið verður við vatns- og rafmagnslagnir á hafnarsvæðinu. Þá verður steypt upp nýtt tengihús i höfninni," sagði Kristján J. Jóhannesson, sveitarstjóri á Flateyri, við DV. Á undanförnum árum hefur verið unnið að því að bæta hafn- araðstöðu smábáta á Flateyri. í síðasta áfanga var komið upp flotbryggju auk þess sem brim- vamargarður var lengdur veru- leg -GS Endurskoðun á rekstri Lands- virkjunar Viðræðunefnd eignaraðila að Landsvirkjun kom saman í fyrsta sinn tO fundar á mánudaginn til að ræða eignarhald, rekstrarform og hlutverk fyrirtækisins. Þar var ákveðið að fá hina virtu banda- rísku fjármálastofnun JP. Morgan til að vera eignaraðilum tU ráðgjaf- ar um mat á áhrifum mismunandi rekstrarforms á stöðu Landsvirkj- unar á alþjóðlegum mörkuðum og varðandi mat á verðmæti eignar- hluta í fyrirtækinu. Finnur Ingólfsson iðnaðarráð- herra skipaði þessa viðræðunefnd eftir að borgarstjórinn í Reykjavík og bæjarstjórinn á Akureyri höfðu óskað viðræðum um uppstokkun á eignarhaldi, rekstrarformi og hlut- verki Landsvirkjunar. EignaraðUd að fyrirtækinu er nú þannig að rík- ið á 50% hlut, Reykjavikurborg 44,5% og Akureyrarbær 5,5%. Landsvirkjun hóf rekstur árið 1965. Að hálfu ríkisins sitja í nefhd- inni HaUdór J. Kristjánsson, skrif- stofustjóri i iðnaðar- og viðskipta- ráðuneytinu, sem er formaður hennar, og Guðmundur Jóhanns- son, viðskiptafræðingur í fjármála- ráðuneytinu. Frá Reykjavikurborg voru skipaðir borgarfuUtrúarnir Alfreð Þorsteinsson og Vilhjálmur Þ. VUhjálmsson og frá Akureyri eru Jakob Bjömsson bæjarstjóri og Sigurður J. Sigurðsson bæjarfuU- trúi. -bjb Bátur við flotbryggjuna. Air Courage útiiJFj GLÆSIBÆ - SÍMI581-2922 20-30% afsláttur af körfubolta-, hlaupa-, tennis- og innanhússskóm frá NIKE, m.a.: Svartur upphár strigaskór eins og þeir gerast bestir. Air MadMaxx NDESJRUKT Penetrator R/T Canvas Chucka ): ■ Tennisskór með loftpúða í hæi. Sérstakur tennisbotn með styrkingum upp á hliðarnar. Hlaupaskór, NDESTRUKT merkir níðsterkur skór. BRS 1000 sóli. Loftpúðar í tá og hæl. Götukörfuboltaskór með sterku undirlagi. R/T merkir gúmmítá. FaSisg og itwk úr frá MALIBU POLO CUIB 0: 81003W 81004W Leðuról Leðuról Kr. 5.900 Kr. 5.900 81006B 81026B Leðuról Leðuról Kr. 6.900 Kr. 6.900 81096B 81050W 100% Titanium Stálkeðja Kr. 7.900 Kr. 8.900 81002B 81074B Stálkeðja Leðuról Kr. 7.900 Kr. 7.900 81091S 81090S Stálkeðja Stálkeðja Kr. 9.900 Kr. 9.900 Radíóbær hf. hefur nú fengiö einkaumboð á íslandi fyrir þessi vinsælu úr frá Bandaríkjunum. Komið í versiun okkar og skoðið úrvalið. ■£ ■Meíreíelsj^aalM Ármúla 38 (Selmúlamegin), 108 Reykjavík Sími 553 1133 • Fax 588 4099

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.