Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1996, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1996, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 21. MARS 1996 Strætið í fok- heldu leikhúsi Leikhópur Nemendafélags Fjöl- brautaskóla Suðurnesja frumsýnir í kvöld Stræti eftir Jim Cartwright og verður það sýnt í stórum sal, Ársölum, sem enn er aðeins fokheldur. Djasstríó á Café Amsterdam í kvöld leikur djasstríó ásamt söngv- aranum Geira Ólafs á Café Amsterdam. Tríóið skipa Carl Möller, Árni Schev- ing og Guðmundur Steingrímsson. Annað Músíktilrauna- kvöldið í kvöld verður annað Músiktilrauna- .kvöld Tónabæjar og ÍTR. Hljómsveit- imar sem koma fram eru: Panorama, Sódavatn, Be Spiders, Ormétinn, Skvaldur, Á túr og Hi Fly. Gestahljóm- sveit er Maus. Sinfómutónleikar í Keflavík Sinfóníuhljómsveit íslands heldur tónleika í tónfeikaröðinni Tónlist fyrir alla í íþróttahúsinu í Keífavík kl. 20.00 í kvöld. Einleikari er Andrés Bjömsson trompetleikari. Skemmtifundur í Valhöll Sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt held- ur skemmtifund í Valhöll í kvöld. Fundarstjóri er Rósa Ingólfsdóttir. Tríó Ólafs Stephensen. Afmælistónleikar Hið kunna djasstríó Ólafs Stephen- sen heldur afmælistónleika í Norræna húsinu í kvöld kl. 20.30. í tríóinu leika auk Ólafs Tómas R. Einarsson og Guð- mundur R. Einarsson. Ferðabúnaður til fjalla Björgunarskóli íslands og Slysa- vamafélag íslands standa fyrir fræðslu- fundi fyrir almenning um ferðabúnað til göngu- og fjallaferða i Hlíðarenda, Hvolsvelli, í kvöld kl. 20.00. Saga kristni og kvenna á íslandi Inga Huld Hákonardóttir rithöfund- ur flytur fyrirlestur i Hallgrímskirkju í kvöld kl. 20.30 á vegum Reykjavíkur- prófastsdæmis vestra um sögu kristni og kvenna á íslandi. Samkomur Tónleikar og ljóðalestur verða i Listasafni Kópavogs - Gerðar- safni í kvöld. Flytjendur era tónlistar- mennimir CamÚla Söderberg og Snorri Örn Snorrason og Arnar Jóns- son leikari. Tvímenningur Bridge, tvímenningur, verður í Ris- inu kl. 13.00 í dag. Leiksýning kl. 16.00. Réttindi og skyldur opin- berra starfsmanna er yfirskrift hádegisverðarfúndar á Hótel Borg á morgun kl. 12.00 til 13.30. Frummælendur: Gunnlaugur Sig- mundsson og Eiríkur Tómasson. Ráðstefna úm húsnæðiskerfið Húsnæðiskerfið - Miklir peningar, lítill árangur? er yfirskrift ráðstefhu sem verður í Komhlöðunni við Lækjar- brekku i dag kl. 16.30. Fyrirlestrar og pallborðsumræður. Eilífðin og eilífa lífið er yfirskrift fyrirlestrar sem séra Vigfús Þór Ámason, sókn- arprestur í Grafarvogi, heldur hjá Digranessöfnuði í kvöld kl. 20.30. Skálafell 771 m.y.s. Stólalyfta Lengd 1200 m Flutningsgeta 1200 manns pr. klst. Skíðasvæðið Skálafelli Létt leiö Tjalz Gizur á Gauki á Stöng: Frumsamið í bland við annað Gaukur á Stöng býður upp á lif- andi tónlist í kvöld eíns og önnur kvöld vikunnar. Staður þessi, sem er í hjarta Reykjavíkur og er einn grónasti „pöbbinn“ í bænum, hef- ur lengi verið í fararbroddi þeirra staða sem flytja lifandi tónlist. í kvöld er það hljómsveitin Tjalz Gizur sem leikur fyrir gesti stað- Skemmtanir arins. Hljómsveitarmeðlimir eru búnir að starfa saman í nokkurn tíma og spilað víða. í kvöld flytja þeir frumsamið efni í bland við þekkt lög. Munu þeir sjálfsagt flytja lög sem prýða munu fyrstu plötu sveitarinnar en stefnt er að því að hún komi út í sumar. Þeir sem skipa Tjalz Gizur eru: Kristinn Júníusson, sem er söngv- Tjalz Gizur leikur á Gauknum í kvöld. ari sveitarinnar, Guðlaugur Júní- usson, leikur á trommur, Egill Tómasson, á gítar, Einar Hjartar- son, einnig á gítar, og Amar Dav- íðsson, á bassa. Tónleikar Tjalz Gizur hefjast í kringum 10.30. Helstu þjóð- vegir færir Allir helstu þjóðvegir landsins eru færir en víða er hálka á fjallveg- um og snjór er á vegum sem liggja hátt. Á vesturleið er snjór á Stein- grímsfjarðarheiði og Eyrarfjall er ófært vegna snjóa. Verið er að lag- færa Flateyrarveg og eru bílstjórar Færð á vegum beðnir að sýna aðgát. Á Austurlandi er það aðeins Mjóafjarðarheiði sem er ófær en snjór er á Oddsskarði, Hellisheiði eystri og Fjarðarheiði. Á Norðurlandi er vert að benda á að hálka er á Lágheiði. í Borgarfirði er hámarksöxulþungi 5 tonn á Geld- ingadraga. 0 Hálka og snjór 0 Vegavinna-aögát @ Öxulþungatakmarkanir Q) LokaörStÖÖU H Þungfært @ Fært fjallabílum Tvíburarnir Sif og Arna Þessar myndarlegu stúlkur á myndinni eru tvíburar sem fædd- ust á fæðingardeild Landspítalans 2. mars. Þær hafa fengið nöfnin Sif og Ama Fannberg. Sif varð fyrri í Barn dagsins heiminn. Hún fæddist kl. 2.12 og var 2244 grömm að þyngd og 46,5 sentímetra löng. Arna fæddist kl. 2.38 og var 2430 grömm að þyngd og 46,5 sentímetra löng. Foreldrar tví- buranna eru Sigrún K. Halldórs- dóttir og Þór Fannberg Gunnars- son. Baddi ásamt fósturmóður sinni. Fjársvínið Baddi Sam-bíóin hafa sýnt undanfarið við góða aðsókn hina vinsælu kvik- mynd Babe en víst er að engin kvik- mynd kom jafn rækilega á óvart í fyrra og endaði hún sem ein vinsæl- asta kvikmynd ársins og hefur af- rekað það að fá sjö tilnefningar til óskarsverðlauna, meðal annars sem besta kvikmynd, það kemur síðan í ljós aðfaranótt þriðjudags hvort hún hreppir einhverja óskara. Babe er áströlsk/bandarisk fram- leiðsla, gerð að öllu leyti í Ástralíu. Aðalpersónan er grísinn Baddi sem leyfir sér að vera öðruvísi en önnur svín. Baddi hefur nefnilega tekið það í sig að hann geti orðið fjár- hundur. Framleiðandi myndarinnar er hinn kunni ástralski leikstjóri, Ge- orge Miller. Meðal kvikmynda sem Kvikmyndir hann hefur leikstýrt eru Mad Max myndirnar. Leikstjóri Babe er Chris Noonan sem búinn er að vera tutt- ugu og fimm ár í bransanum í Ástr- alíu en Babe er fyrsta kvikmynd hans. Bandariski leikarinn James Cromwell leikur bóndann á bænum þar sem svínið er og hefur hann ver- ið tilnefndur til óskarsverðlauna. Hægt er velja um að sjá myndina með ensku tali eða íslensku. Nýjar myndir Háskólabíó: Ópus herra Hollands Háskólabíó: Dauðamaður nálgast Laugarásbíó: Nlxon Saga-bíó: Fair Game Bíóhöllin: Babe Bíóborgin: Faðir brúðarinnar II Regnboglnn: Fordæmd Stjörnubió: Einkaspæjarinn Gengið Almennt gengi LÍ 21. mars 1996 kl. 9,15 Eininq Kaup Sala Tollgenqi Dollar 65,980 66,320 65,900 Pund 101,570 102,080 101,370 Kan. dollar 48,490 48,790 47,990 Dönsk kr. 11,5790 11,6400 11,7210 Norsk kr. 10,2950 10,3520 10,3910 Sænsk kr. 9,9450 10,0000 9,9070 Fi. mark 14,3440 14,4290 14,6760 Fra. franki 13,0590 13,1330 13,2110 Belg. franki 2,1756 2,1886 2,2035 Sviss. franki 55,2500 55,5600 55,6300 Holl. gyllini 39,9500 40,1800 40,4700 Þýskt mark 44,7300 44,9500 45,3000 ít. lira 0,04241 0,04267 0,04275 flusf. sch. 6,3560 6.3950 6,4450 Port. escudo 0,4324 0,4350 0,4364 Spá. peseti 0,5318 0,5351 0,5384 Jap. yen 0,61910 0,62280 0.63330 jrskt pund 104,430 105,080 104,520 SDR 96,35000 96,93000 97,18000 ECU 82,8600 83,3600 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270 Krossgátan Lárétt: 1 ósvífin, 8 aur, 9 frístund, 10 klefi, 11 sting, 13 flaut, 15 illgresi, 17 bar- dagi, 18 tjóna, 20 brúnina, 21 æst, 22 átt. Lóðrétt: 1 hönk, 2 tíðum, 3 fuglinn, 4 heppnast, 5 fjær, 6 mánuöur, 7 fljótum, 12 borga, 14 hlunnindi, 16 uppgötvaði, 19 farfa, 20 róta. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 mjöll, 6 óm, 8 aur, 9 auka, 10 urtu, 11 net, 13 töngin, 16 art, 18 aumi, 19 sauð, 20 auð, 21 klifra. Lóðrétt: 1 maula, 2 jurt, 3 ört, 4 launaði, 5 lungu, 6 ók, 7 mat, 12 eimur, 14 ötul, 15 niða, 17 rak, 19 sá, 20 af.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.