Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1996, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1996, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 21. MARS 1996 9 Utlönd Réttarhöldunum yfir Menendez-bræörunum lokið: Sekir um morð á foreldrunum Bræðurnir Erik og Lyle Menendez voru fundnir sekir um að hafa myrt foður sinn og eiginkonu hans fyrir rétti í Los Angeles í gær eftir fimm mánaða löng réttarhöld þar sem dómarinn leyfði þeim ekki að byggja vöm sína á kynferðislegri og andlegri misnotkun. Þetta voru önnur réttarhöldin yfir bræðrunum fyrir morðin sem voru framin í ágúst 1989. Dómsúrskurðurinn felur í sér ákvæði sem gæti leitt tO þess að bræðurnir yrðu dæmdir til dauða. Auk þess fann kviðdómurinn þá Lyle, sem er 28 ára, og Erik, sem er 25 ára, seka um samsæri. Við réttarhöldin kom fram að bræðurnir gerðu sér ferð til San Diego til að kaupa haglabyssur og nökkrum dögum síðar myrtu þeir foreldra sína, gáfu sér meira að segja tíma til að endurhlaða byssur sínar. Þeir skutu foður sinn, hinn 45 ára vellauðuga plötuframleiðanda Jose Menendez í hnakkann, en eig- inkona hans, hin 47 ára gamla Kitty, var skotin niður þegar hún reyndi að flýja. Bræðurnir komu grátandi til lög- reglunnar síðar sama kvöld og til- kynntu morðin, sögðust hafa fundið líkin þegar þeir komu heim af bíó. Mörgum mánuðum síðar voru þeir svo handteknir og ákærðir snemma árs 1990. Þeir hafa setið i fangelsi allar götur síðan. Bræðurnir viðurkenndu að hafa drepið foreldra sína en sögðust hafa gert það vegna þess að þeir óttuðust um líf sitt eftir margra ára illa með- ferð. Saksóknari hélt því fram að fég- ræðgi hefði legið að baki morðun- um, að bræðumir hefðu viljað kom- ast með krumlurnar í 14 milljón dollara auðæfi foreldra sinna. í fyrri réttarhöldunum gat kvið- dómurinn ekki komið sér saman um úrskurð eftir tilfinningaþrungn- ar vitnaleiðslur bræðranna um ára- langa misnotkun af hálfu foreldr- anna. Bræðurnir sýndu engin svip- brigði þegar úrskurðurinn var kveðinn upp í gær. Refsiþáttur rétt- arhaldcmna hefst á mánudag og þar til honum lýkur er lögfræðingum málsaðila bannað að tjá sig um mál- ið. Reuter Grímuklæddi mexíkóski glímukappinn Superbarrio Gomez tilkynnti framboð sitt til forsetaembættis Bandaríkjanna í Mexíkóborg í gær undir slagorðinu „Við setjum traust okkar á blautbakana". Þar vísar hann í þrautagöngu margra mexíkóskra innflytjenda til Bandaríkjanna. Símamynd Reuter Pavarotti skilinn við konuna Tenórsöngvarinn Luciano Pavarotti og eiginkona hans til 35 ára tilkynntu í gær að þau hefðu skilið að borði og sæng. Nokkrum vikum áður viður- kenndi stórsöngvarinn að hafa átt í ástarsambandi við Nicolettu Mantovani, 26 ára gamlan einkaritara sinn. í stuttri yfirlýsingu sem lögfræðing- ur Aduu Pavarotti afhenti fjölmiðlum sagði að þau hjónin hefði náð sam- komulagi um skilnaðinn „af virðingu hvort fyrir öðru og fjölskyldunni". Söngvarinn og ritarinn höfðu stað- fastlega neitað að eiga i ástarsambandi þar til ljósmyndari tímarits stóð þau að því að kyssast á baðströnd og birti myndina. Reuter iJ ÚTBOÐ Einkasímstöðvar Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboðum í tvær ISDN-einkasímstöðvar í samræmi við útboðsgögn RKS-01. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, frá og með fimmtudeginum 25. mars 1996, gegn óafturkræfu gjaldi að upphæð kr. 1.000 með VSK fyrir hvert eintak. Tekið verður á móti tilboðum á skrifstofu Landsvirkjunar að Háaleitisbraut 68, Reykjavík til opnunar mánudaginn 15. apríl 1996, kl. 14.00. Fulltrúum bjóðenda er heimilt að vera viðstaddir opnunina. MEGA DRIVE LEIKJATÖLVA M/STÝRIPINNA BRAUTARHOLTI OG KRINGLUNNI Stuttar fréttir NATO sendir hersveitir NATO hefur sent hersveitir inn í hverfi í Sarajevo vegna aukinnar spennu um mörk hverfa múslíma og Serba. Hermenn studdu löggæslu- sveitir Sameinuðu þjóðanna vegna frétta um að Serbar smygluðu vopn- um inn í borgarhverfm. Engir samningar Bill Clinton forseti og Bob Dole, öldunga- deildarþingmað- ur og væntan- legt forsetaefni repúblikana, hittust til við- ræðna um fjár- lagahaliann. Raunverulegum viðræðum hefur þó veriö frestað þar til eftir páska og jafnvel þar til eftir forsetakosningar. Skuidir ræddar Hjá Alþjóðagjaldeyrissjóönum ræddu menn leiðir til að koma í veg fýrir að fátækustu ríki heims yrðu enn fátækari og gætu ekki greitt skuldir sínar. Ný lög um lífeyrissjóði Ernesto Zedillo, forseti Mexíkó, kynnti lagafrumvarp um fyrstu einkareknu lífeyrissjóði landsins sem búist er við að útibú erlendra banka muni reka. Skoti frestað Vegna vinda var frestað um sólar- hring að skjóta geimskutlunni Atl- antis á loft frá Canaveralhöfða. Næturklúbbaherferð Yfirvöld á Filippseyjum hafa haf- ið herferð gegn næturklúbbum með ófullnægjandi útgönguleiðum eftir brunann um helgina þar sem 151 lét lífið. Róar Jeltsín Javier Sol- ana, fram- kvæmdastjóri NATO, hittir Jeltsfn Rúss- landsforseta í dag í tilraun til að koma á nán- ari tengslum við Rússa og slá á ótta vegna stækkunar hemaðar- bandalagsins. Dóu úr gaseitrun Þrír laumufarþegar sem falið höfðu sig í kakófarmi skips á leið frá Afríku til Bandaríkjanna dóu vegna gaseitrunar. Sjálfsmorðstilræði Sjálfsmorðsskæruliöi Hizbollah- samtakanna varð einum ísraelskum hermanna að bana og særði fimm í Líbanon. Reuter AT&T324S NetturGSM- sími-en öflugur! • Fastloftnet • 20 tíma rafhl • Aðeins 280 t • KALIMAR MYNDAVÉLAR SPIRIT F 35 mm myndavél. Fæst í fjórum lltum. Verð kr. 1.590 SPIRIT FUN PACK 35 mm myndavél. Filma og rafhlaða fylgja. Verð kr. 1.995 SPIRIT AF 35 mm myndavél. Alsjálfvirkur með sjálfvirkum fókus. Verð kr. 3.990 SPIRIT AT 35 mm myndavél. Alsjálfvirk - Engin rauð augu - Getur tekið gleðimyndir. Verð kr. 7.990 AWIO Vatnsheld myndavél. Tilvalin í sundlaugina eða á ströndina. Verð kr. 3.990 AF CASE Taska fyrir myndavél. Verð kr. 1.280 TWIN CASE Taska fyrir myndavél. Verð kr. 995 ÉMÍÉgMÉÉIl Ármúla 38 (Selmúlamegin), 108 Reykjavík Sími 553 1133 • Fax 588 4099

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.