Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1996, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 21. MARS 1996 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Sfjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftan/erð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Betri leikreglur Páll Pétursson félagsmálaráöherra hefur. kynnt frum- varp til laga um stéttarfélög og vinnudeilur, sem á rætur að rekja til nefndar, er skilaði skýrslu um málið skömmu fyrir áramót. Sú nefnd var skipuð með þátttöku aðila vinnumarkaðarins, en komst samt að niðurstöðu. Ráðamenn Alþýðusambandsins og Bandalags starfs- manna ríkis og bæja fengu hins vegar bakþanka og vildu fá svigrúm til að semja milli aðila vinnumarkaðarins um breytingarnar, án þess að þær væru beinlínis lögfestar. Þær tilraunir náðu ekki árangri á tilsettum tíma. Félagsmálaráðherra sagðist verða að leggja frumvarp- ið núna fyrir Alþingi til þess að unnt yrði að lögfesta það að vori. Búast má við, að eitthvert framhald verði á efa- semdum samtaka launafólks, þótt þær komi tæpast í veg fyrir, að frumvarpið verði að lögum í vor. Rauði þráðurinn í frumvarpinu er færsla ákvörðunar- valds frá forustu til óbreyttra félagsmanna. Þrengdir eru möguleikar stjóma, trúnaðarráða og fámennra félags- funda til að taka afdrifarfkar ákvarðanir í vinnudeilum án samráðs við breiðari hóp félagsmanna. Felld er niður heimild samninganefhda, félagsstjórna og trúnaðarráða til að boða vinnustöðvun án skýrrar heimildar félagsmanna. Leynileg og skrifleg atkvæða- greiðsla þarf fyrst að fara fram meðal félagsmanna, 'þar sem minnst einn fimmti hluti þeirra tekur þátt. Lagafrumvarpið er ekki róttækara en svo, að fræðilega séð getur rúmlega einn tíundi hluti félagsmanna ákveð- ið fyrir hönd þeirra allra að hefja vinnustöðvun. Frum- varpið er því ekki hár þröskuldur í vegi verkfalls, ef málsástæður knýja á, að því vopni verði beitt. Sami lági þröskuldurinn verður samkvæmt frumvarp- inu í vegi þess, að fámenn atkvæðagreiðsla í stéttarfélagi felli gerðan kjarasamning. Minnst einn fimmti hluti fé- lagsmanna þarf að taka þátt í atkvæðagreiðslu til þess að meirihluti í henni geti fellt kjarasamninginn. Til þess að auðvelda almenna þátttöku í atkvæða- greiðslum um vinnustöðvun og kjarasamninga heimilar frumvarpið notkun póstatkvæðagreiðslu. Ef slík at- kvæðagreiðsla fer fram, nægir einfaldur meirihluti greiddra atkvæða til að binda félagið í heild. Tvö atriði önnur eru mikilvæg í frumvarpinu. Annað er heimild til að stofna vinnustaðafélög í fyrirtækjum, sem hafa að minnsta kosti 250 starfsmenn. Þessi félög geta samkvæmt frumvarpinu samið fyrir hönd starfs- fólks, ef þrír fjórðu hlutar þess eru í félaginu. Samkvæmt þessu er dregið úr ýmsum vandræðum, sem hljótast af því, að mörg stéttarfélög koma við sögu á fjölmennum vinnustöðum, svo sem dæmin sanna hjá Flugleiðum. En hvers eiga að gjalda aðrir fjölstétta vinnustaðir, þar sem eru innan við 250 starfsmenn? Hitt atriðið er, að sáttasemjari fær aukið vald. Hann má leggja fram sameiginlega miðlunartillögu, sem nær til margra hópa, og má ákveða, að fram fari póstatkvæða- greiðsla um miðlunartillögu. Til þess að fella slíka tillögu þarf þriðjungur að taka þátt í atkvæðagreiðslunni. Sumum mun finnast ástæðulaust að reisa slíka þrö- skulda í vinnudeilum. Aðrir munu telja þær vinnudeilur ekki vera mjög brýnar, sem ekki njóta nægilegs stuðn- ings til að komast yfir þröskuldana. Flestir alþingismenn munu væntanlega vera á síðari skoðuninni. Leikreglur frumvarpsins eru siðferðilega betri en þær leikreglur, sem nú er farið eftir, og ættu að draga úr þeirri skoðun, að vinnudeilur séu tímaskekkja. Jónas Kristjánsson Sjúkrarúmaþörf er ekki föst útreiknanleg stærð, heldur að stórum hluta afleidd af þjónustu á öðrum sviðum, segir Skúli m.a. í greininni. Kostnaðarlækkun í heilbrigðisþjónustu Eins og fram kom í grein hér fyrir nokkru er skýr greinarmun- ur á sparnaðaraðgerðum og kostn- aðarlækkunaraðgerðum innan heilbrigðisþjónustunnar. Kostnaðarlækkunaraðgerðir byggja fyrst og fremst á endur- skipulagningu og á breyttum áherslum. Þær miða einkum að því að samræma framboðið við eft- irspumina. Erfitt er að draga úr eftirspurninni nema þá að koma í veg fyrir oflækningar og ofhjúkr- un og ætti að sinna því mun meira én gert er. Framboðshliðina eiga stjórnendur að geta haft í hendi sinni og þar er unnt að breyta áherslum ef þjónustan er samþætt, þ.e. ef rekstrarábyrgð og fjármála- stjórn allra þátta þjónustunnar er sett á eina hendi eftir héruðum. Kjallarinn Skúli G. Johnsen héraðslæknir í Reykjavík töluverð og reyndar víðast afger- andi áhrif til kostnaðarlækkunar með færri sjúkrahúsainnlögnum, færri göngudeildar- eða sérfræð- ingsheimsóknum og minni lyfja- og rannsóknarnotkun. Einnig leiddi hún til minnkandi ofnotk- unar á þjónustu, sem alls staðar er vandamál þar sem afnot þjónust- unnar er sjúklingnum annaðhvort að kostnaðarlausu eða þar sem þeir greiða aðeins brot af heildar- kostnaðinum eins og hér á landi. Stýring á sjúklingastreymi Af yfirferð yfir rannsóknirnar mátti draga fjórar eftirfarandi ályktanir: 1. Til að saman fari gæði og hag- kvæmni í heilbrigðisþjónustunni þurfa hinir ýmsu þættir í þjón- „Erfitt er að draga úr eftirspurninni nema þá að koma í veg fyrir oflækningar og of- hjúkrun og ætti að sinna því meira en gert er.“ Heilsugæsla til kostnaðar- lækkunar Margar vestrænar þjóðir hófu kringum 1970 að breyta heilbrigð- iskerfum sínum og gera frumþjón- ustuna (heilsugæsluna) að megin- undirstöðu í nýju skipulagi. Það var markmiðið að byggja upp og bæta starfsaðstöðu heimilislækna og hjúkrunarfræðinga í heilsu- gæslu svo unnt væri að ljúka við og afgreiða að fullu erindi flestra þeirra sem leituðu til frumþjónust- unnar. Viðast voru breytingar þessar ákveðnar með sérstökum lögum og má þar nefna Finna sem settu ný lög 1972, Bandaríkjamenn sem settu lög um „Health Maintenance Organizations" á sama ári, Bretar árið 1974, Svíar árið 1976 og Norð- menn árið 1981. Eftir 1973 lagði Al- þjóðaheilbrigðisstofnunin meginá- herslu á að styðja þjóðir í að byggja upp frumþjónustuna (Primary Health Care). Fyrir allmörgum árum birtist i Læknablaðinu grein eftir undirrit- aðann sem nefnist „Áhrif heilsu- gæslu á sjúkrahússinnlagnir og aðsókn að göngudeildum". Með göngudeOdum var átt við göngu- deildir á sjúkrahúsum og sjálf- stætt starfandi sérfræðinga. Leitað var að öllum rannsóknum, sem unnt var að finna, þar sem beint var rannsóknaraugum að því hvernig uppbygging heilsugæsl- unnar hefði haft áhrif á aðrar þjónustugreinar, s.s. sjúkrarúma- notkun. Með uppbyggingu er hér átt við bætta starfsaðstöðu í frumþjónust- unni en þó miklu frekar það, sem er mikilvægara og vandasamara en að byggja hús, þ.e. að koma fram þeirri skipulagsbreytingu að heilsugæslan yrði undirstaða heil- brigðiskerfisins í raun. Af 32 rann- sóknum, sem margar voru fjöl- þjóðlegar, þar af ein sem náði til 25 borga i jafn mörgum löndum, voru aðeins tvær sem sýndu að heilsugæslan hafði ekki haft nein áhrif til kostnaðarlækkunar né til breytinga á sjúklingaflæði í áttina að ódýrara þjónustusviði. Allar hinar rannsóknirnar sýndu að heilsugæslan hafði haft ustuframboðinu að hafa rétt vægi og vera sniðnir í samræmi við eft- irspurnina. Til að ná þessu fram er viss stýring á sjúklingastreymi nauðsynleg. 2. Það er sjáifkrafa tilhneiging til aukinnar eftirspurnar eftir sér- hæfðri, tæknivæddri og dýrari þjónustu. Góð heimilislæknaþjón- usta dregur úr þessari tilhneig- ingu. 3. Sjúkrarúmaþörf er ekki föst útreiknanleg stærð heldur er hún að stórum hluta afleidd af þjónustu á öðrum sviðum og háð því hve öfl- ug heilbrigðisþjónustan utan sjúkrahúsa er. 4. Ýmsir þættir aðrir en sjúk- dómar og skipulag heilbrigðis- og sjúkraþjónustu hafa áhrif á eftir- spurn eftir sjúkrarúmum. Þar má nefna rúmaframboö, aldursdreif- ingu, félagsaðstæður og byggða- hætti (þéttbýli/dreifbýli). Skúli G. Johnsen Skoðanir annarra Ríkiö greiddi töpin „Þegar Útvegsbankinn var sameinaður háeffunum þremur - Iðnaðarbanka, Alþýðubanka og Verzlunar- banka - tók ríkið að sér að greiða öll vafasöm útlán Útvegsbankans - upp á 700 milljónir að sagt var - með peningum skattborgaranna, auk þess sem ann- ar heimanmundur ríkisins við bankasameininguna nam yflr tvö þúsund milljónum króna. Það hefði ekki verið ónýtt fyrir Landsbankann ef ríkið hefði t.d. tekið að sér að greiða fyrir hann töpin vegna SÍS eða af fiskeldinu, svo dæmi séu tekin.“ Sverrir Hermannsson í Mbl. 20. mars. Versta óréttlætið „Nú hefur komist mikil hreyfing á umræðu um kynferðislega áreitni og áhugi löggjafarsamkomunn- ar vakinn á vandanum. . . . Það verður að fara var- lega að ef ætlunin er að sníða af þá vankanta sem fylgt geta samskiptum kynjanna með nákvæmri og ítarlegri lagasetningu um kynferðislega áreitni. Óvíst er að slík lagasetning hafl nokkuð annað í för með sér en að búa til lagalega mismunun sem elur af sér nýtt og enn frekara óréttlæti; versta óréttlæt- ið er það sem staðfest er með lögum.“ Sigurður Már Jónsson í Viðskiptablaðinu 20. mars. Dýr skrásetning „í ár er ætlunin að skrásetningargjöld skili HÍ132 milljónum króna. . . . Ég tel að gjalda beri mikinn varhug við vinnubrögðum af því tagi sem hér um ræðir. Stjórnvöld, sem hafa nú þegar reynt að fara þessa leið einu sinni og fengið skömm fyrir, ætla nú að lögfesta skattlagningu á háskólastúdenta undir dulnefninu skrásetningargjöld. Verði þetta frum- varp að lögum, sem allar líkur standa til, er ljóst að ákvörðun um fjárhæð skrásetningargjalds mun í framtíðinni fyrst og fremst taka mið af fjárhagsstöðu ríkissjóðs hverju sinni.“ Lúðvík Bergvinsson í Alþbl. 20. mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.