Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1996, Blaðsíða 10
10
FIMMTUDAGUR 21. MARS 1996
Spurningin
Tekurðu mark á skoðana-
könnunum?
■ Aðalsteinn Ólafsson sjómaður:
Já.
Fanney Þórðardóttir nemi: Já,
þess vegna.
Egill Egilsson trésmiður: Já,
ósjálfrátt geri ég það.
Iöunn Eiríksdóttir nemi: Bara
stundum.
Þórir Karlsson afgreiðslumaður:
Nei.
Sigurlaug Sverrisdóttir flug-
freyja: Já, upp að vissu marki.
Lesendur
Kirkjan í blóra við
samkeppnislögin
Trúfélög eru frjáls og þá á ekki að styrkja eitt þeirra eins og kirkjuna, segir
m.a. í bréfinu. - Sóknarnefndarfundur í Langholtskirkju.
B. Árnason skrifar:
Kirkjan og þjónar hennar hafa frá
örófi alda sýnt tilhneigingu til
valdhroka og græðgi, ásamt misk-
unnarleysi í garð þeirra sem þeir
áttu að þjóna og hjálpa. Prestar
síns tíma létu krossfesta Krist
vegna ótta þeirra um völd sín, því
Kristur gagnrýndi störf þeirra og
fannst þeir ekki hjálpa og þjóna al-
menningi eins og þeir ættu að
gera. - Á tímum krossfaranna
voru það menn er sóttust eftir
völdum er notfærðu sér kristnina
sem yfirskin til að fara í tilgangs-
lausan hernað til að frelsa Jerúsal-
em úr höndum heiðingja.
Á miðöldum gengu prestar og
kirkja fremst í því að brenna fólk á
báli fyrir galdraofsóknir og villu-
trú. Þar hefur margur maður verið
ranglega sakaður vegna valda-
græðgi og blindni kirkjunnar
manna.
Á tímabili var bannfæring aðal-
vopn kirkjunnar til að halda niðri
„villutrúnni" og rétttrúnaðarkirkj-
an bannfærði t.d. Galíleó fyrir að
halda því fram að jörðin væri
hnöttótt. Ekki eru nema nokkur ár
síðan þeirri bannfæringu var aflétt
af páfanum í Róm. Reyndi einhver
bannfæringu í dag væri hlegið að
slíku. Um sinn hefur létt á ógnar-
tökum þeim sem kirkjan og þjónar
hennar höfðu á almenningi. Fjöl-
miðlar eiga siðan drjúgan þátt í
því að fólk getur tjáð sig um mál-
efni líðandi stundar.
í dag finnst manni sjálfgefið að
biskupinn yfir íslandi hljóti að
vikja sæti, þótt ekki sé hægt að
sanna á hann þær sakargiftir sem
á hann eru bornar. Þær konur eru
kjarkmiklar að leggja fram opin-''
berlega reynslu sína af biskupn-
um. Sjálfum finnst mér biskup
vera mikill leikari og hann virðist
hafa tilhneigingu til að láta dýrka
sig sem persónu. - Þetta kom vel
fram í þætti hjá Eiríki á Stöð 2 ný-
lega, þar sem kona ein kvaðst frek-
ar trúa biskupi ef hann segðist
vera saklaus en guði ef hann segði
biskup sekan! - Lítil var guðstrú
þeirrar konu.
Stjórnvöld hér vilja ekki skipta
sér af deilu kirkjunnar manna og
vonast til þess að þeir leysi sín mál
sjálflr. Kirkjan og þjónar hennar
gætu séð um sig sjálf eins og ann-
ar félagsskapur þarf að gera í
þessu landi. Guðdóminn nálgast
maðurinn ekki síður i sköpunar-
verki guðs, sem er lífríkið og jörð-
in sjálf ásamt velvild og kærleika í
garð hver annars.
Trúfélög eru frjáls og þá á ekki að
styrkja eitt þeirra eins og kirkj-
una. Ef til vill má segja að það
stangist á við samkeppnislögin
eins og nú er títt vitnað til varð-
andi samskipti og þjónustu hvers
konar.
Frelsi á flótta
E.E. skrifar:
Það er ekki verið að gefa fólki í
Grímsey neina kosti eins og mætti
skilja á frétt i Mbl. sunnudaginn 10.
þ.m. á bls. 19. - Guðmundur Bjama-
son landbúnaðarráðherra virðist
ekki vilja skilja raunverulegar or-
sakir og afleiðingar gerræðis stjórn-
málamanna gagnvart landsbyggð-
inni og smábátaútgerðinni, svo þýð-
ingarmikil sem hún er þjóðinni.
Landbúnaðarráðhera og sam-
gönguráðherra vita sem alþjóð hvað
rekur fólk úr Grímsey. Menn á
æðstu stöðum hér á landi eru að
gera sama hlutinn og kommúnistar
í Rússlandi og Rúmeníu; skáka fólki
til og frá að geðþótta. Þarna víkur
lýðræðið fyrir einræðinu. í okkar
þjóðfélagi eiga slík vinnubrögð ekki
að líðast.
Smábátaútgerð á sér langa sögu
með þjóðinni, og átti ekki hvað síst
þátt í að gera hana frjálsa. Það var
sagt hér áður að þeir sem stunduðu
útræði og búskap væru mennirnir
sem best kæmust af gegnum allar
þrengingar. Það er heimskulegt að
forsmá reynslu kynslóðanna. Þeim
farnast ekki vel í landinu sem það
gera. Stefnan ætti að vera sú að sem
flestir gætu lifað af gæðum lands-
ins, ekki fáir útvaldir einkavinir
spilltra stjórnmálamanna.
í bananalýðveldum blómstrar
slík stefna á meðan henni er sætt en
þá hverfa vinirnir úr landi með
þjóðarauðinn og skilja eftir sig
sviðna jörð. Við íslendingar erum of
upplýstir til að láta slíkt yfir okkur
ganga. Kannski er kominn sá tíma-
punktur að endurreisa þurfi lýð-
ræðið eða þá sem nú deila því til
þegnanna.
Dagsbrun, hvað nú?
Gunnar Halldórsson skrifar:
Og allir arka heim, væntanlega glaðir í bragði og með enn fleiri loforð, segir
m.a. í bréfi Halldórs.
með gott dagsverk og enn þá fleiri
loforð.
Ég skora á öll verkalýðsfélög á höf-
uðborgarsvæðinu að efna til úti-
fundar nú þegar (og einmitt fyrir 1.
maí) vegna sívaxandi atvinnuleysis.
Ég hvet Alþýðusambandið, Verka-
mannasambandið og öll verkalýðs-
félög, sem mögulega geta mætt þar,
til þess að sýna samtakamátt sinn.
En hvernig er það, lofaði ekki
Framsóknarflokkurinn eitthvað um
12000 nýjum störfum fyrir síðustu
kosningar? í staðinn er verið að
skerða ýmsa þætti hjá atvinnuleys-
ingjum. Ég vona að verkalýðshreyf-
ingin í landinu haldi vöku sinni og
verjist skuggalegum áformum ríkis-
stjórnarinnar til að þrengja að laun-
þegum.
Hvað ætlar Dagsbrún, sterkasta
verkalýðsfélag landsins, að gera í
baráttunni gegn atvinnuleysinu?
Eða er það búið að gefast upp?
Bráðlega rennur upp baráttudagur
verkalýðshreyfingarinnar, 1. maí.
Þá þramma skrúðgöngur verkalýðs-
hreyfíngarinnar niður Laugaveginn
og þá verður húllum hæ. Þá verða
haldnar ræður og kaftiveislur í höf-
uðborginni og víðar um land, ræðu-
höld og annað í þeim dúr. - En þar
með er allt búið. Allir arka heim til
sín og væntanlega glaðir í bragði
[L(ͧ)[I®[M þjónusta
ailan
sima
5000
kl. 14 og 16
DV
Biö í Geirfinns-
máli?
Jóhann skrifar:
Nýlega var gerð skyndikönnun
hjá DV meðal fólks á því hvort
taka ætti á ný upp Geirfmnsmálið
fyrir dómstólum. I þessari könnun
kom fram að yfir 90% töldu að svo
ætti að gera en um 8% svöruðu
neitandi. Þetta þýðir að réttlætis-
kennd almennings er misboðið
með því að láta ekki fara fram
rannsókn á öllum málavöxtum og
forsögu dómsúrskurðar í þessu
mikla sakamáli. Fullyrðingar
þeirra dæmdu geta ekki og mega
ekki hanga í lausu lofti öllu leng-
ur. Hvers vegna alltaf þessi langa
bið?
Flókalistarnir
ógildir
íbúi í Langholtssókn skrifar:
Ég var einn þeirra sem fengu
heimsókn tveggja manna með lista
í hendi og báðu þeir mig að skrifa
undir mótmælin gegn prestinum
okkar, séra Flóka. Ég neitaði því
að sjálfsögðu. Á þeim listum sem
ég sá voru hvorki heimilisfóng né
nafhnúmer og því eru þessir listar
ógildir. Ég var líka spurður hvort
ekki væru einhverjir unglingar á
heimilinu. Um þá var ekki að
ræða á mínu heimili en hræddur
er ég um að einhverjir unglingar,
jafnvel einhverjir yngri hafi,
freistast til að láta undan þrýstingi
eftirgangsmanna um undirskriftir.
Mann frá
Verkamanna-
sambandinu
Jóna Guðmundsdóttir hringdi:
Mér finnst ekki koma til greina
að bera upp og styðja annan mann
í forsetastól ASÍ en úr Verka-
mannasambandinu. Ég get ekki
séð að nokkru máli skipti þótt VR
sé með einhverjar yfirlýsingar í
þessu efni gegn þeirri hugmynd. -
Fulltrúar innan VMSÍ verða hrein-
lega að sameinast um mann úr
sínum röðum í forsetastólinn. Það
er komið nóg af ofurvaldi þeirra
VR-manna og iðnaðarliðsins í ASÍ.
Nú er rööin komin að Verka-
mannasambandinu.
Vælt „í viku-
lokin“ hjá RÚV
Magnús Ólafsson hringdi:
Ég sakna þáttanna „I vikulok-
in“ þegar Páll Heiðar hafði um-
sjón með þeim. Þar var gaman-
semi í bland við ákúrur frá menn-
ingarmafíunni. Nú er þessi þáttur
orðinn hið mesta væl og leiðinda-
samtíningur þátttakenda. Á laug-
ardaginn var kom einn þátttak-
andinn með þá bráðsnjöllu hug-
mynd - eða hitt þó ... - að leggja
meiri og hærri skatt á allt vatn
sem við notum. Því hærri skatt
því betra, sagði hann! Já, þetta
eru hinir mestu vælukjóar eða of-
stækismenn þegar vælinu sleppir.
Og pistlahöfundarnir hafa versn-
að til muna; hliðra sér hjá komm-
únismanum en prédika þess í stað
sósíalismann án atláts.
Guðrún P.
er inni
Örnólfur skrifar:
Ég læt mig ekki dreyma um að
nokkur þori í forsetaframboð
gegn þeirri konu sem þorði að
ríða á vaðið. Ég sé ekki nokkra
glóru fyrir einhvern, hvað þá ein-
hverja fleiri, að etja kappi við
Guðrúnu Pétursdóttur. Þeir
myndu einfaldlega reyta fylgi
hver frá öðrum og falla hver um
annan þveran. Guðrún P. er því
líklega inni að öllu samanlögöu. -
En um hana verður að kjósa, þótt
ein sé í framboði, þjóðin verður
að fá að vita hvert fylgi hennar er
í atkvæðum talið þótt „sjálfkjör-
in“ sé.