Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1996, Page 4
4
MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 1996
Fréttir
Úthafskarfaveiðarnar:
Atök um úthlutun afla-
heimilda í uppsiglingu
„Nei, það er ekki búið að ákveða
með hvaða hætti úthlutun aflaheim-
ilda til úthafskarfaveiða- verður,"
sagði Jón B. Jónasson, skrifstofu-
stjóri sjávarútvegsráðuneytisins, í
samtali við DV í gær. Hann sagði að
úthafsveiðinefnd væri með málið til
meðferðar.
Um er að ræða 45 þúsund lestir af
úthafskarfa sem féflu í hlut íslands
á fundi Norðaustur-Atlantshafsveið-
iráðsins í siðustu viku. í fyrra stun-
duðu 29 íslenskir togarar veiðar á
Reykjaneshryggnum en 28 árið 1994.
Ljóst er að i uppsiglingu eru
hörkuátök um hvaða reglur veröi
látnar gilda við úthlutun kvótans.
Uppi eru mörg sjónarmið. Lands-
Varasarair gaskveikjarar:
Tættist í
sundur
DV sagði frá því fyrir nokkru
er gaskveikjari sprakk skyndi-
lega í loft upp þar sem hann lá á
eldhúsbekk.
Þetta virðist ekki einsdæmi
því að Ólína Haraldsdóttir lenti
í því sama fyrir nokkrum mán-
uðum úti á Spáni. Hún var úti í
sólbaði og gaskveikjarinn í sí-
garettuveski við hlið hennar
sprakk skyndilega og tættist sí-
garettuveskið og pakkinn innan
í því í sundur í sprengingunni.
Báðir kveikjaramir voru af
þeirri gerð sem er hvað algeng-
ust hér á landi og fást í flestum
matvörubúðum og sjoppum.
-SÁ
- engar reglur til um við hvað á að miða úthlutunina
samband íslenskra útvegsmanna
vill að veiðireynsla skipanna verði
látin gilda. Sumir vilja láta miða við
aflareynslu í fyrra en aðrir að tekið
verði tillit til lengri tíma. Enn aðrir
vilja að útgerðarfélögin fái kvótann
því sum útgerðarfyrirtæki eru með
fleiri en eitt skip. Og svo eru þeir
sem benda á að taka verði tilliti til
skipa sem eru að koma inn í veiðina
eftir breytingar, eins og Hringur frá
Grundarfirði, svo dæmi sé tekið.
Það verður allavega ekki auðvelt að
búa til úthlutvmarreglur svo öllum
líki og sjálfsagt verða uppi deilur
hver sem lendingin verður.
í fyrra veiddu 29 íslenskir togarar
27.215 lestir af úthafskarfa sem er 20.
Krefjast af-
sagnar biskups
„Meint brot Ólafs Skúlasonar
gegn konunum eru alvarleg og þau
eru refsiverð," segir í ályktun sem
Kvenna- og karlakeðjan, samtök
gegn kynferðisofbeldi, hafa sent frá
sér. Þar er þess krafist að Ólafur
Skúlason biskup víki úr starfi, ann-
aðhvort að fullu eða tímabundið.
-GK
Sýsluvegur -
ekki sýslumaður
- leiörétting á kjallaragrein
Þau leiðu mistök urðu í setningu
kjallaragreinar Jóns Kjartanssonar
í DV sl. mánudag að fyrirsögnin
brenglaðist.
Fyrirsögnin átti að vera „Sýslu-
vegur klýfur jörð“. - Þetta leiðrétt-
ist hér með og biður blaðið viðkom-
andi aðila afsökunar á mistökun-
um.
þúsund lestum minna en árið 1994.
Ástæðan fyrir því var sjómanna-
verkfallið sem stóð yfir á besta tíma
karfaveiðanna sem eru mánuðirnir
apríl og maí.
Veiðin á úthafskarfanum er þegar
hafin enda þótt úthlutunarreglurn-
are séu ekki tilbúnar og úthlutun
kvótans því ekki byrjuð. -S.dór
Landaður úthafskarfi
Hólmadrangur ST
Baröi NK
Tjaldur SH
Ottó N. Þorl. RE
Kaldbakur EA
Sléttanes ÍS
Már SH
Rán HF
Gnúpur GK
Sturlaugur H. Bööv. AK
Skagfiröingur SK
Haröbakur EA
VíöirEA
Ólafur Jónsson GK
Guöbjörg ÍS
Breki VE
Snorri Sturluson RE
Svalbakur EA
Höfrungur III AK
Vestmannaey VE
Ýmir HF
Júlíus Geirmundsson ÍS
Vigri RE
Þerney RE
Haraldur Kristj. HF
Örfirisey RE
Málmey SK
Baldvin Þorsteinsson EA
Siglir Sl
- ísl. skipa frá jan. '95 til des. '95 -
449.487
514.412
520.258
529.503
546.948
549.054
652.685
691.266
742.844
760.898
1.120.228
1.120.325
1.299.898
1.487.637
■■ 1.920.014
■IMS9I 2.291.463
■■■■■ 2.310.238
3.085.616
4.563.402
DV
Dagfari
Hvað sagði biskupinn?
Biskupinn yfir íslandi hefur
dvalið erlendis að undanfórnu.
Skrapp til Strassbourg til að sinna
skyldustörfum og var sagður taka
sér nokkurra daga frí á eftir. Lái
honum hver sem vifl. En séra Ólaf-
ur sleppur ekki svo auðveldlega frá
vandamálunum. Það fær víst eng-
inn flúið sjálfan sig og þjóðkirkjan
er ekki tilbúin að sleppa biskupn-
um þótt hann bregði sér til út-
landa. Vandamál kirkjunnar eiga
sér engin landamæri og jafnvel
þótt lögfræðingar hafi tekið að sér
að kljást við aflar konumar í lífi
biskups og jafnvel þótt vígslubisk-
upinn að norðan hafi tekið að sér
að setja niður deilur í Langholts-
sókn þá reynist kirkjunnar mönn-
um tiltölulega auðvelt að grafa upp
ný mál sem biskupinn varða.
Nú er það nýjast í biskupssögum
nútímans að biskup er sagður hafa
sagt eitthvað í síma við sóknar-
nefndarformanninn i Langholts-
sókn skömmu fyrir jólin sem bisk-
up segist alls ekki hafa sagt. Bisk-
up er með öðrum orðum borinn
fyrir því að hafa leyft Jóni Stefáns-
syni að fara í leyfi yfir jólahátíð-
amar og þar með siglt öllu kirkju-
starfi í sókninni í strand. Þetta
kemur meðal annars fram í
salómonsdómi vígslubiskups þegar
hann komst að þeirri niðurstöðu
að deiluaðilar í Langholtssókn
skyldu sitja sem fastast og halda
áfram deilum sínum.
Nú er sem sé ekki lengur deilt
um það hvort séra Flóki fari eða
veri, né heldur hvort Jón organisti
fari eöa veri, heldur um hitt hver
hafi leyft Jóni að fara áður en hann
kom aftur! Biskup er sakaður um
að hafa ráðlagt sóknarnefndinni að
leyfa Jóni að fara. Þessu vísar bisk-
up á bug með þeim orðum að hann
hafi ekki lengur neina tiltrú á hinu
góða í manninum ef hið illa er
mögulegt í staðinn. Það eina sem
biskup gerði var að hann svaraði
því til í símtali við sóknameíhdar-
formanninn hér heima að ef Jón
ætti frí þá ætti hann frí. Eitthvað
hefúr þetta svar biskups skolast til
og enn er biskupinn agndofa yfir
hinum illu öflum sem elta hann á
röndum. Enda hefur biskupinn yfir
íslandi játað það í síma frá Strass-
bourg að hann sé búinn að týna
trúnni. Þaö var eins gott að hann
var kominn úr landi áður en hann
gaf út þessa yfirlýsingu og það var
líka eins gott að þaö er talsamband
við Strassbourg svo biskup geti
lýst skoðun sinni á trúarlífinu á ís-
landi.
Ef ekki er lengur hægt aö treysta
því að rétt sé eftir manni haft það
sem maður segir í innanlandssím-
anum hér heima þá er öruggara að
komast í símann í útlöndum til að
rétt sé hermt. Biskup mun fram-
vegis aldrei tala í síma nema frá
útlöndum og aldrei tala í síma
nema öll þjóðin hlusti á. Sóknar-
nefndarformaðurinn hefur gefið út
sjálfstæða yfirlýsingu þar sem seg-
ir að viðtöl hans við biskup hafi
verið trúnaðarmál og þess vegna
geti hann hvorki játað né neitað
hvað þeim fór í milli, en hitt er
rétt, segir sóknamefndarformaður-
inn, að leyfi til handa Jóni var
samþykkt samhljóða i sóknar-
nefndinni, án þess að biskupinn
kæmi þar að öðru leyti nærri.
Eftir stendur þess vegna spum-
ingin hvað biskupinn sagði við
sóknarnefndarformanninn og
hvort vígslubiskup fer með ósatt
mál eða biskupinn fer rangt með.
Af þessu öllu sést að það er ekki
einfalt mál að vera biskup yfir ís-
landi þegar menn em hættir að
taka mark á því sem biskupinn
segist hafa sagt af því að sagt er að
hann hafi sagt annað en hann
sagði, sem er að minnsta kosti skil-
ið öðmvísi en það var sagt. Er
nema von að biskupinn haldi til í
Strassbourg? Er nema eðlilegt að
biskupinn flýi kirkjuna sína, eftir
að hafa týnt trúnni? Dagfari