Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1996, Side 11
MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 1996
11
Fréttir
Lax- og silungsveiðin 1995:
Flestir laxar ur Norðura
Úrvinnslu veiðiskýrslna fyrir lax-
og silungsveiðina árið 1995 er nú
lokið hjá Veiðimálastofnun.
í stangaveiði var skráður 34.241
lax sumarið 1995 og var veiðin 6.200
löxum meiri en hún var 1994.
Stangaveiðin var 4,5% minni en
meðalveiði áranna 1974-1994. Alls
voru skráðir 25.552 (74,6%) smálax-
ar og 8.689 (25,4%) stórlaxar veiddir
á stöng.
Flestir laxar veiddust á Vestur-
landi, 14.086. Mest var veiðin í Norð-
urá, 1.697 laxar, Þverá og Kjarrá
voru í öðru sæti með 1.638 laxa og
Laxá á Ásum með 1.549 laxa.
Aflahæstu laxveiðiár 1995
1800
1600
1400
1200
1000
800
600
400
200
0
1697
Aflahæstu
urriðaárnar 1995
4000
3638
Aflahæstu
bleikjuárnar 1995
7000
6000
5000
4000
3000
2000
1000
0
6928
3485
2151
1063 977
® 1 ! 111
DV
Unglingamódelkeppnin
verður haidin i Tunglinu
28. mars n.k.
og hefst kt. 20:00.
Keppendur verða
kynntlr ásamt þvf að
taka þátt I ýktri
tiskusýningu.
PlRtakcndur kynnlir.
Jótww 0. m#ó óv»nf atrtót.
Tiskusýning fri 17. KjaJtoranum
ogSpúMk.
Emiliana Torrini.
Úrtðtin Ung'96.
D.J. UUrgH fri Pwlyzorw
sér um músfkku.
ewasrr
Uté
1
0 A G S K R Á : 1
í veiðiskýrslur voru skráðir
56.996 silungar, 20.344 urriðar og
36.652 bleikjur. Flestir urriðar
veiddust í Grenlæk, 3.638, og flestar
bleikjur í Fljótaá, 6.928. Ekki er
gerður greinarmunur á urriða og
sjóbirtingi, sjóbleikju og staðbund-
inni bleikju.
Aukning varð í silungsveiði frá
fýrra ári. Skráning á silungsveiði
hefur farið batnandi á undanföm-
um árum, samkvæmt upplýsingum
frá Veiðimálastofnun, en þó vantar
á að öll silungsveiði sé skráð.
Netaveiði í ám hefur einkum ver-
ið stunduð í stóru jökulánum, Hvítá
i Borgarfírði, Ölfusá-Hvítá og Þjórsá
og lítils háttar í öðram jökulám.
Skráðir voru 13.185 laxar veiddir í
net, 6.717 veiddust í ám og 6.468 í
sjó. Netaveiði í ám var svipuð og
1994. Veiði i sjávarlagnir við Vest-
urland hefur farið vaxandi og var
sú mesta sem skráð hefur verið. Að
mati Veiðimálastofnunar er þessi
aukning eftirtektarverð, einkum
vegna þess að ísland hefur þá sér-
stöðu að almennt eru sjávarveiðar
óheimilar nema frá fimm jörðum á
Vesturlandi.
í hafbeit endurheimtust 88.953
laxar og var það svipað og endur-
heimtist 1994. Alls var veiði og end-
urheimtur úr hafbeit 135.953 laxar á
íslandi sumarið 1995.
-ÞK
Komdu sæl Auður m1n!
Hvernig visslröu ad þetta var ég?
Ég fann það bara á mér. Veistu það Auður að ég held að
straumarnir á milli okkar séu svo sterkir að ég hreinlega vissi
að þetta varst þú að hringja áður en ég lyfti símtólinu...
Sækja þarf um þjónustuna hjá Pósti og síma. Ársfjóröungsgjald er kr. 190,-
Til að sjá númerið þarf síma með sérstökum skjá.
Einnig er hægt að festa kaup á þar til gerðum skjá sem tengdur er við símann.
Athuga skal að númer þess sem hringir birtist ekki þegar hringt er
frá útlöndum eða úr NMT farsímakerfinu.