Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1996, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1996, Síða 17
Iþróttafréttir eru einnig á bls. 34 tilboð frá Stjörnunni MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 1996 MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 199611 íþróttir íþróttir Aldursforseti handknattleiksdómara í 1. deildinni: „Gefst ekki upp fyrr en ég dett dauður niður" - segir Gunnlaugur Hjálmarsson í hressilegu viðtali við DV Stjörnumenn hafa sent Sigurði Gunnars- syni tilboð um að ger- ast næsti þjálfari 1. deildarliðs félagsins. Eins og DV skýrði frá á mánudag þá voru Stjömumenn spenntir að fá Sigurð til að taka við þjálfun félagsins af Viggó Sig- urössyni og í gær með staðfestu stjórnar- menn hjá Stjömunni að Sigurður væri þessa dagana að skoða tilboð frá félag- inu sem hann fékk í vikunni. Valdimar áfram með Selfyssinga Valdimar Gríms- son verður áfram við stjórnvölinn hjá Sel- fyssingum og var gengið frá samning- um þar að lútandi á dögunum. Enginn hefur yfirgefið her- búðir félagsins og er stefnt að því að styrkja liðið fyrir næsta tímabil. -GH Gunnlaug Hjálmarsson þekkja margir unnendur íþrótta. Um ára- tugaskeið hefur hann verið í eld- línunni, fyrst sem leikmaður og dómari í handknattleik, en sem dómari í seinni tíð. Gunnlaugur er 58 ára gamall en lætur engan bilbug á sér finna. Hann dæmir enn í 1. deild karla og stendur sig ekki lakar þar en margir þeirra yngri. Gunnlaugur er elsti starfandi handknattleiksdómarinn. Margir þekktir dómarar hafa lagt flautuna á hilluna um fimmtugt en þá mega þeir ekki lengur dæma alþjóðlega leiki. Gunnlaugur er ekki á þeim buxunum að hætta: „Ég hætti ekki að dæma fyrr en ég dett dauður niður eða þeir reka mig endanlega. Mér finnst það mesta furða miðað við aldur hvað ég hef fengið að dæma í vetur þvi auðvitað átti ég að vera hættur þessu fyrir löngu. En ég hef svo mikið gaman af þessu, að koma innan um fólk og ekki síst unga fólkið. Ég vil ekki alveg slíta sam- bandi við þetta fólk. Þetta hefur verið manns hálfa líf fram til þessa,“ segir Gunnlaugur. Byrjaði 1961 á Hálogalandi og sér ekki eftir því „Ég byrjaði að dæma árið 1961. Ég hef því dæmt í 35 ár og það er ágætt. Þetta byrjaði þannig að eng- inn fékkst í þetta og oftar en ekki dreif maður sig í sturtu til að dæma næsta leik á eftir. í byrjun varð maður að dæma í meistara- flokki þó að maður væri að spila leiki. Það gengi varla i dag.“ - Hverju þakkar þú góða heilsu og að þú ert enn að dæma á meðal þeirra bestu, 58 ára gamall? „Ætli ég segi ekki bara eins og gamanleikarinn George Burns: „Pakki af sígarettum á dag og eitt- hvað af koníaki með. Nei, í alvöru talað, þá er maður líklega bara þokkalega af guði gerður. Svo má auðvitað ekki gleyma þvi að dóm- gæslan er óskaplega mikil rútínu- vinna." - Hvernig eru íslenskir dómarar í dag? „Stærsti gallinn og helsta vanda- málið hjá íslenskum dómurum í dag er að þeir eru alltaf að dæma hjá sömu leikmönnunum. Menn eru farnir að þekkja alla út og inn og það er sáralítið sem kemur á óvart. Ég held að dómarar hér hafi staðið sig mjög sæmilega í vetur og fengið góða umíjöllun, betri en oft áður. Annars er ég stoltastur af því í gegnum minn dómaraferil að hafa verið með nokkra af bestu dómur- um landsins í dag í uppeldi þegar ég var formaður dómaranefndar. Hér má nefna Rögnvald Erlings- son, Stefán Arnaldsson, Ólaf Har- aldsson og fleiri. Það kostaði oft blóð, svita og tár þegar þessir dóm- Gott mót fatlaðra Körfuknattleikur: Williford áfram með Haukum - fór af landi brott með undirskrifaðan samning Eurar voru að koma upp og enginn vildi dæma með þeim. Ég er mjög stoltur af því að eiga þessa dómara sem uppeldissyni í dómgæslunni." „Ruddi að vissu leyti braut- ina á íslandi" „Það má segja að ég hafi gegnt öllum störfum sem hugsast getur i kringum þetta. Ég var formaður Handknattleiksdómarafélags Reykjavíkur, formaður dómara- nefndar og fyrsti íslenski hand- boltadómarinn sem stóðst alþjóð- legt próf. Það má segja að maður hafi að vissu leyti rutt brautina og þess vegna kannski á maður erfitt með að hætta þessu. Handboltinn er auðvitað spenn- andi í dag en mér finnst getumun- urinn alltof mikill á liðunum. Það má líka segja að okkur vanti af- burða handknattleiksmenn. Þeir virðast ekki liggja á lausu þessa stundina. Valur og KA bera höfuð og herðar yfir hin liðin. Enn er maður að bíða eftir því að Hauk- arnir verði eitthvað meira en efni- legir. Svo veit maður ekki hvað þeim tekst að gera í framtíðinni kjúklingabændunum I Mosfells- bænum." „Ein skytta í deildinni og hinir drífa ekki að marki“ „Leikimir hjá Val og KA verða auðvitað mjög spennandi. Hitt er svo annað mál að lið KA hefði ekki verið fugl né fiskur í vetur ef það hefði ekki haft Kúbumanninn Duranona innan sinna raða. Það verður að segjast eins og er að þaö er sorglegt fyrir íslenskan hand- knattleik að aðeins einn leikmaður í 1. deild karla skuli geta skotið á markið fyrir utan eða frá punkta- línu. Og þessi eini sem þetta getur er erlendur leikmaður. Þessi mörk öll eru skoruð með gegnumbrotum og menn virðast verða að koma sér langt inn í vítateig andstæðingsins til þess að skjóta á markið og eiga möguleika á að skora. Það er ein skytta í deildinni. Hinir drífa varla á markið. Duranona hefur verið að gera stórkostlega hluti. Og mest fyrir hans tilstilli og góðs gengis liðsins er KA orðið stórveldi í ís- lenskum handknattleik. Mér skilst aö um 80 strákar æfi með 5. flokki karla hjá KA. Alfreð Gíslason á auðvitað mjög stóran þátt í þessu líka.“ „HM skildi ekkert eftir sig“ „íslenskur handknattleikur á í vanda í dag. Menn misstu auðvitað af stórkostlegu tækifæri þegar heimsmeistarakeppnin fór fram hér og skildi lítið sem ekkert eftir sig nema vandræði og slæma um- fjöllun. Þetta var keppni sem átti að auka veg íþróttarinnar en hún skilaði akkúrat engu fyrir íþrótt- ina. Kannski bara slæmri umfjöll- un og málaferlum. Þetta var mótið sem átti að lyfta íþróttinni örlítið upp á við. Niðurstaðan varð allt önnur,“ sagði Gunnlaugur. Hann lék á sínum tíma 47 lands- leiki í handknattleik og missti ekki úr leik í áratug. Þá dæmdi Gunn- laugur tæplega 150 landsleiki eða Evrópuleiki og deildaleikir hér heima skipta mörgum hundruð- um. -SK Gunnlaugur Hjálmarsson er elsti starfandi dómarinn í 1. deild og liggur ekki á skoðunum sínum frekar en vant er. Gunnlaugur segir Duranona hjá KA eina leikmanninn sem talist geti skytta í 1. deildinni. DV-mynd Brynjar DV, Akranesi: íslandsmót fatlaðra íþróttamanna í bogfimi, lyftingum og boccia fór fram á Akranesi á dögunum og voru kepp- endur alls 430 víðs vegar af landinu. íslandsmót fatlaðra var síðast hald- ið á Akranesi árið 1982. Þá voru ýms- ar endurbætur gerðar á íþróttamann- virkjum á Skaganum sem komu sér vel á dögunum. Það voru íþróttafélag- ið Þjótur á Akrariesi og íþróttabanda- lag Akraness sem sáu um undirbún- ing og framkvæmd mótsins. Kiwanis- klúbburinn Esja í Reykjavík gaf öll verðlaun til mótsins. Jón M. Árnason, ÍFR, sigraði I flokki fátlaðra I bogfimi, Óskar Kon- ráðsson, ÍFR, varð annar. Þröstur Steinþórsson, ÍFR, sigraði í opnum flokki í boccia og annar varö Ásmund- ur Marteinsson, ÍFR. í kvennaflokki í bogfimi sigraði Est- er Finnsdóttir, ÍFR, en Ester Stein- dórsdóttir, Akri, varð önnur. í lyftingum hreyfihamlaðra sigraði Arnar Klemensson, Viljanum, en ann- ar varð Atli Brynjarsson, ÍFR. Gunnar Erlingsson, Ösp, sigraði í lyftingum þroskaheftra og þar varð Ásmundur Pétursson, Ösp, í öðru sæti. í boccia var um hörkukeppni að ræða eins og í hinum greinunum. I U- flokki sigraði c-lið Grósku, a-lið Akurs varð í ööru sæti og b-lið Grósku í þriðja sæti. I atrennuflokki sigraði a- lið ÍFR, b-lið ÍFR varð í öðru sæti og bronsið vann a-lið Aspar. Eik H sigraði í 3. deild og Nes C varð í öðru sæti og Ösp M I þriðja. Þjótur A vann 2. deild, Kveldúlfur A varð í öðru sæti og b-liðið í þriðja sæti. Ösp A vann 1. deild, ÍFR B 1 öðru sæti og Akur A í þriðja sæti. -SK Gífurleg þátttaka var á íslandsmóti fatlaðra á Akranesi um síðustu helgi en keppendur voru alls um 430. -DV-mynd DÓ Bikarmeistarar Hauka í körfuknattleik eru bjartsýnir á að Bandaríkjamaðurinn Jason Willi- ford muni leika áfram með Haukaliðinu á næsta keppnistíma- bili. Williford reyndist Haukunum mjög sterkur, hann féll vel inn í lið- ið og hann átti drjúgan þátt í vel- gengni liðsins í vetur. „Hann fór með undirskrifaðan samning frá okkur út í dag (í gær) og við gáfum honum smáfrest að skila honum aftur til baka. Við erum mjög bjartsýnir á að hann komi aftur til okkar enda líkaði honum dvölin hjá okkur mjög vel,“ sagði Sverrir Hjörleifsson, formað- ur körfuknattleiksdeildar Hauka, í samtali við DV í gærkvöldi. Byrjar næsta tímabil í tveggja leikja banni Fari svo að Williford spili næsta vetur með Haukunum eins og allt útlit er fyrir byrjar hann næsta keppnistímabil í tveggja leikja banni en aganefnd Körfuknattleiks- sambands íslands úrskurðaði Bandaríkjamanninn í tveggja leikja bann eftir leikinn gegn Grindavík þar sem Williford var rekinn út úr húsinu. Að sögn Sverris er ekki búið að ganga frá þjálfarararáðningu en rætt verður fyrst við Reyni Krist- jánsson, þjálfara Hauka í vetur. Haukarnir stefna á að halda öllum sinum mannskap og hafa í hyggju aö styrkja leikmannahópinn. -GH Páll Beck hjá Nyborg í Danmörku: Stjarnan og Fram hafa sýnt honum áhuga Páll Beck handknattleiksmaður, sem leikið hefur með danska 1. deildarliðinu Nyborg í vetur og lék með KR-ingum, er með tilboð um að leika áfram með danska liðinu á næsta keppnistímabili. Páll er að íhuga tilboðið frá Dön- unum og eins þaö aö koma aftur heim og samkvæmt heimildum DV þá hafa Stjarnan og Fram sýnt áhuga á að fá þennan skemmtilega leikmann í sínar raðir fyrir næsta keppnistímabil. Páll hefur staðið sig vel með Ny- borg í vetur en liðinu tókst ekki að komast í úrslitakeppnina um danska meistaratitilinn. -GH/VS Titillinn blasir við Keflvíkingum „Nú er það engin spurning að við ætl- um að klára þetta á fóstudaginn," sagði Björg Hafsteinsdóttir, leikmaður Kefla- víkur, eftir annan sigur Keflavíkur á KR í úrslitum 1. deildar kvenna. KR-stúlkur komu mjög grimmar til leiks, staðráðnar í að hefna tapsins í Keflavík á sunnudag. Þær léku mjög góða vörn á Keflavíkurstúlkurnar og leiddu með einu stigi í hálfleik, 30-29. Síðari hálfleikur var mjög kaflaskipt- ur. KR-ingar skoruðu fyrstu sjö stigin og komust i 37-29, þá kom mjög góður leikkafli hjá Keflavíkurstúlkum og þær komust í 37-41. KR náði að bíta frá sér og minnka muninn jafnt og þétt, en Keflavík er með leikreyndasta lið deild- arinnar og það kom þeim að góðum not- um og sigruðu þær, 60-63. Leikurinn var mjög hraður og skemmtilegur, bæði lið léku mjög góða vörn án þess þó að leika grófan leik. „Við vissum að þær myndu koma al- veg brjálaðar í þennan leik. Þær fóru strax í 3-2 vöm, sem gekk mjög vel hjá þeim f fyrsta leiknum en okkur tókst að komast fram hjá henni. Þá fóru þær í maður á mann vörn og tókst að loka á Veronicu og Önnu Maríu, sem hafa ver- ið okkar stigahæstu leikmenn og okkur gekk illa að koma boltanum inn á þær í fyrri hálfleik. En við fundum leið út úr því í seinni hálfleiknum og ætlum að vinna þær í þriðja sinn á fostudaginn og komast í páskaleyfi,“ sagði Björg Haf- steinsdóttir. Anna María Sveinsdóttir var stiga- hæst í liði Keflavíkur með 17 stig og Veronica Cook skoraði 16. Guðbjörg Norðfjörð var langbest og stigahæst í liði KR með 26 stig, Kristín Jónsdóttir skoraði 6 stig. -ih Anna Maria Sveinsdóttir, Keflavík, smeygir sér fram hjá Helgu Þorvaldsdóttur, KR,í öðrum leik liðanna í Hagaskóla í gær. Keflavík vann leikinn og þarf nú aðeins einn sigur til að tryggja sér íslandsmeistaratitilinn. DV-mynd Brynjar Gauti Körfuknattleikur kvenna - úrslit: Gullit til BBC Margir hafa velt því fyrir sér hvort Ruud Gullit spilar í Evr- ópukeppninni á Englandi í sum- ar en svo verður ekki. Hann hef- ur gert samning við bresku sjón- varpsstöðina BBC og verður sér- fræðingur stöðvarinnar við lýs- ingar á leikjum í keppninni. Giggs launahæstur Ryan Giggs, hinn frábæri leik- maður Manchester United, hefur skrifað undir risasamning við íþróttavörufyrirtækið Reebook og er samningurinn til 6 ára. Samningurinn er sá stærsti sem gerður hefur verið við leikmann í ensku knattspyrnunni. Giggs mim fá 600 milljónir næstu 6 árin og meira ef hann vinnur meistaratitil eða bikar með United. Með þessum samningi veröur Giggs launahæsti leik- maður á Englandi. Ferguson áfram Martin Edwards, stjómarfor- maður Manchester United, hefur kveðið niður þær sögusagnir að United vilji ekki endumýja samning við Alex Ferguson, stjóra liðsins. „Ferguson á eftir 18 mánuði af samningi sínum og við ætlum að reyna að fram- lengja hann til þriggja ára í sum- ar,“ sagði Edwards. Brolin til Liverpool? Sænska blaðið Aftonbladet greinir frá því í gær að tvö félög séu nú á höttunum eftir Tomas Brolin eftir að hann lýsti því yfir að hann vildi fara frá Leeds. Það eru Parma, sem seldi hann til Leeds, og Liverpool. Rush til Portsmouth? Terry Fenwick, framkvæmda- sfjóri Portsmouth, hefur farið fram á við Liverpool að félagið selji hann til Portsmouth eftir þetta keppnistímabil. Fyrr í vet- ur ákvað Liverpool að Rush fengi frjálsa sölu frá Liverpool í lok leiktíðarixmar. Torino rekur og ræður ítalska 1. deildarlið Torino rak í gær Franco Scoglio þjálfara í kjölfarið á slökum árangi liðsins á tímabilinu en liðið er í fjórða neðsta sæti deildarinnar og er í mikilli fallhættu. ístað Scoglio réð Torino Lido Vieri en hann hefur þjálfað varalið félagsins og verið markmannsþjálfari. Fowler á bekknum Terry Venableas tilkynnti í gær byrjunarlið Englendinga sem mætir Búlgörum í vináttu- lardsleik á Wembley í kvöld. Flestum á óvart er Robbie Fowler ekki í byrjunaliðinu en talið var víst að hann fengi tæki- færi þar sem Alan Shearar er meiddur. Terry Venableas ákvað hins vegar að tefla fram Les Ferdinand og Teddy Sheringham í fremstu víglínu. Byrjunarliðið Byijunarliðið er þannig skip- að: David Seaman er i markinu. Varnarmenn eru Gary Neville, Stewe Howey, Gareth Southgate og Stuart Pearce. Miðjumenn eru Steve Stone, Paul Gascoigne, Paul Ince og Steve McManaman og framherjar eru þeir Teddy Sheringham og Les Ferdinand. Paul Ince leikur I ensku lands- liðstreyjunni í fyrsta sinn í eitt ár og Gareth Southgate hjá Aston Villa leikur í fyrsta sinn I byrjunarliði Englendinga. Króatar unnu Króatia sigraði ísrael, 2-0, í vináttuleik, í Króatíu í gær. Igor Stimac og Goran Vlaovic skoruðu mörkin. -GH ÍA vann aftur Skagamenn munu leika áfram í úrsvalsdeildinni í körfuknattleik en þeir unnu sig- ur á Þór Þorlákshöfn í öðrum leik liðanna um úrvalsdeildar- sæti í Þorlákshöfn í gær, 89-105, eftir að heimamenn höfðu yfir- höndina í hálfleik, 54-49. Þróttur N er yfir Þróttur Neskaupstað sigraði HK, 2-3, í þriðja úrslitaleik lið- anna um íslandsmeistaratitil- inn í blaki kvenna í Digranesi í gær og tóku forystu, 2-1, í ein- vígi liðanna um titilinn. Úrslit í hrinunum urðu: 12-15, 15-2, 3-15, 15-10, 7-15. Tékkar sigruðu Tékkar unnu 3-0 sigur á Trykjum í vináttulandsleik í knattspyrnu í Tékklandi í gær. -GH Fylkir sigraði Leiftur Fylkir sigraði Leiftur frá Ólafsfirði, 1-0, í deilda- bikarkeppninni í knattspymu í gær en leikurinn fór fram á malarvellinum í Árbænum. Eina mark leiksinS skoraði Þorsteinn Þorsteinsson í fyrri hálf- leik. Þetta var þriðji leikur Árbæjarliðiðsins og hefur það unnið aÚa leiki sína en leikurinn var sá fyrsti sem Ólafsfirðingar spila í keppninni. Næst verður leikið í deildabikarkeppninni aimað kvöld en þá mætast nafnarinir Þróttur Reykjavík og Þróttur Neskaupsstað og fer leikurinn fram á Ás- völlum í Hafnarfirði og hefst klukkan 20.30. -GH Sigurjón \ góðu formi Sigurjón Amarson, kylfingur úr GR, keppti um síðustu helgi á tveimur eins dags mótum á Tommy Armour mótaröð atvinnumanna. Á fyrra mótinu, sem fram fór á Stoncrest golf- vellinum í Flórída, hafnaði Siguijón í 8. sæti af 35 keppendum með 72 högg sem er par vallarins en mótið vannst á 67 höggum. Á síðara mótinu, sem fram fór á Oaks golfvellin- um í Flórída, var Sigurjón í 11. sæti á 74 höggum, eða tveimur höggum yfir pari vallarins. 45 keppend- ur tóku þátt í mótinu. Sigurjón hefur tekið þátt í mörgum mótum að undanfornu og virðist í góðu formi. -GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.