Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1996, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1996, Side 24
40 MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 1996 Sviðsljós John Travolta kemur til óskarsverð- launahátíðarinnar ásamt eiginkonu sinni, Kelly Preston. Símamyndir Reuter Brad Pitt var tilnefndur fyrir besta leik i aukahlutverki en hann lék í myndinni Seven. Með honum er unnustan, Gwyneth Paltrow, en þau munu vera í giftingarhugleiðingum. Mira Sorvino sem hlaut óskarinn fyrir besta leik í aukahlutverki í myndinni The Aphrodite. Þar leikur hún símavændiskonu. Með Miru er leikstjórinn Quentin Tarantinos og fylgdi hann unnustunni tii hátíðar- Innar. Þýska fyrirsætan Claudia Schiffer lét sig ekki vanta enda ein frægasta og ríkasta fyrirsæta heims og gefur mörgum helstu leikurum ekkert eftir í tekjum. Með í för er eiginmaður hennar, sjónhverfingamaðurinn David Copperfield. Fjórmenningarnir sem hér brosa sínu breiðasta fengu aðalleikaraverðlaunin við óskarsverðlaunaafhendinguna. Frá vinstri eru: Nicolas Cage, valinn besti aðalleikari fyrir leik sinn í Leaving Las Vegas, Susan Sarandon, valin besta leikkonan fyrir frammistöðu sína í Dead Man Walking, Mira Sorvino, best í auka- hlutverki í myndinni Mighty Aphrodite og loks Kevin Spacey sem fékk óskarinn fyrir aukahiutverk í The Usual Suspects. Símamynd Reuter Stj örnu veisla Það var mikið um dýrðir í Hollywood í fyrrinótt þegar ósk- arsverðlaunin voru afhent í Dorothy Chandler leikhúsinu að viðstöddu fjölmenni. Þar mátti sjá allar helstu stjörnur kvikmyndaiðnaðarins vestra. Kynnir var Whoopi Goldberg sem þótti örugg en létt í fasi og stjórna samkundunni með myndarbrag. Annars gengu hlutirnir samkvæmt venju. Til- nefningar voru lesnar upp áður en hinar frægu setningar „The winner is ..." eða „The Oscar goes to ..." hljómuðu frá svið- inu. Tækifærið er einnig notað til að heiðra hina og þessa sem talið er að hafi unnið þrekvirki fyrir kvikmyndimar. Þá rísa allir úr sætum og klappa vel og lengi. Höfðu menn á orði að aldrei hefði verið risið jafn oft úr sætum við óskarsverðlauna- afhendingu. Margir hvarmar flóðu í tárum þegar hrós eða þakkarræður voru fluttar. Að þessu sinni var Kirk gamli Dou- glas heiðraður fyrir framlag sitt til kvikmyndanna og þykir hann vel að þeim heiðri kom- inn. En tárin fóru ekki að renna fyrir alvöru fyrr en Christopher Reeve, gamli Súperman, rúllaði inn á sviðið í rafstýrða hjóla- stólnum sínum. Hann lamaðist Whoopi Goldberg stjórnaði verð- launaafhendingunni af miklum myndarskap. fyrir neðan mitti eftir slys á hestbaki í fyrra en lét það ekki aftra sér frá þátttöku í veisl- unni. Það kom reyndar flestvun í opna skjöldu að hann skyldi birtast á sviðinu þar sem hann flutti tölu um mikilvægi þess að fjalla um félagsleg málefni kvikmyndum. Þegar leið á athöfnina fór spennan að magnast enda aðalverðlaunaafhendingam- ar í aðsigi. Eins og frá verið greint fagnaði Mel Gibson mest allra en mynd hans, Braveheart, hlaut fimm óskarsverðlaun. Gib carsverðlaunahafinn Susan Sarandon spjallar hér við Christopher Reeve sem kom öllum á óvart þegar hann rúllaði inn á sviðið í hjólastólnum sínum. Símamynd Reuter neðst á síðunni, var hrærður en sló þó á létta strengi og sagði: „Eins og flesta leikstjóra þá langar mig í raun og veru bara að leika.“ Reuter son, sem styttun- um sín- um I < < ( ( ( í i í í í I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.