Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1996, Page 25
MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 1996
41
LEIKFÉLAG
REYKJAVÍKUR
SÍMI 568-8000
STÓRA SVIÐ KL. 20.00:
HIÐ LJÓSA MAN
eftir íslandsklukku Halldórs
Laxness í leikgerð Bríetar
Héðinsdóttur
6. sýn. fim. 28/3, græn kort gilda, fáein
sæti laus 7. sýn. Id. 30/3, hvít kort
gilda, uppselt, 8. sýn. laud. 20/4, brún
kort gllda.
ÍSLENSKA MAFÍAN
eftir Einar Kárason og Kjartan
Ragnarsson.
Fös. 29/3, föd. 19/4. Sýningum fer
fækkandi.
Stóra sviðið kl. 14.00
LÍNA LANGSOKKUR
eftir Astrid Lindgren
Sud. 31/3, sud.14/4.
Einungis 4 sýn. eftir.
VIÐ BORGUM EKKI,
VIÐ BORGUM EKKI
eftir Dario Fo
Sun 31/3., laud. 13/4.
Þú kaupir einn miða, færð tvo!
Samstarfsverkefni
við Leikfélag Reykjavíkur:
Leikhópurinn Bandamenn sýna á Litla
sviði
AMLÓÐA SAGA
eftir Svein Einarsson og leikhópinn.
Fid. 28/3 kl. 20.30, Id. 30/3 kl. 17.00,
id. 30/3, kl. 20.00, sud. 31/3, kl.
17.00. Einungis þessar sýningar
eftir!
Alheimsleikhúsið sýnir á
Litla sviði kl. 20.00:
KONUR SKELFA
toilet-drama eftir Hlín
Agnarsdóttur.
Mið. 27/3, uppselt, fös. 29/3, uppselt,
lau. 30/3, kl. 23.00, uppselt, sud. 31/3,
fid. 11/4, fös. 12/4, fáein sæti laus, Id.
13/4, örfá sæti laus.
Barflugurnar sýna á
Leynibarnum.
BAR PAR
eftir Jim Cartwright
Föst. 29/3, kl. 23.00, örfá sæti laus,
sud. 31/3, kl^20.30, örfá sæti laus, fös.
12/4, uppselt, Id. 13/4, fáein sæti laus.
Tónleikaröð LR
á stóra sviðinu kl. 20.30
Þrid. 2/4. Caput - hópurinn. Saga
dátans eftir Igor Stravinsky. miðaverð
kr. 800.
Höfundasmiðja LR
laugardaginn 30/3 kl. 16.00.
Bragi Ólafsson: Spurning um orðalag -
leikrit um auglýsingagerð og vináttu.
Miðaverð kr. 500.
Fyrir börnin: Línu-bolir og
Linupúsluspil.
Miðasalan er opin alla daga frá
kl. 13-20, nema mánudaga frá
kl. 13-17, auk þess er tekið á
móti miðapöntunum i síma
568-8000 alla virka daga.
Greiðslukortaþjónusta.
Gjafakortin okkar
- frábær tækifærisgjöf.
Leikfélag Reykjavíkur -
Borgarleikhús
Faxnúmer 568-0383.
Safnaðarstarf
Árbæjarkirkja: Félagsstarf aldraðra.
Opið hús i dag kl. 13.30-16.00. Börn úr
kór Árbæjarkirkju undir stjórn Sig-
rúnar Steingrímsdóttur. Handavinna
og spii. Fyrirbænaguðsþjónusta kl.
16.00. Bænarefnum er hægt að koma
til presta safnaðarins. Fundur fyrir
drengi og stúlkur 11-12 ára kl.
17.00-18.00.
Áskirkja: Samverustund fyrir for-
eldra ungra barna í dag kl. 13.30-15.30.
Starf fyrir 10—12 ára böm kl. 17.00.
Föstumessa kl.* 20.30. Kirkjubíllinn
ekur. Árni Bergur Sigurbjörnsson.
Breiðholtskirkja: Kyrrðarstund í dag
kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrb:-
Leikhús
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
STÓRA SVIÐIÐ KL. 20.00:
TRÖLLAKIRKJA
eftir Ólaf Gunnarsson í leikgerð
Þórunnar Sigurðardóttur.
7. sýn. fid. 28/3, uppselt, 8. sýn. sud.
31/3 kl. 20.00. nokkur sæti laus, 9.
sýn. föd. 12/4,10. sýn. sud. 14/4.
ÞREK OG TÁR
eftir Ólaf Hauk Símonarson
Föd. 29/3, uppselt, 50. sýn. lau 30/3
uppselt, fid. 11/4, Id. 13/4, uppselt, fid.
18/4, föd. 19/4, uppselt.
KARDEMOMMUBÆRINN
eftir Thorbjörn Egner
Ld. 30/3 kl. 14.00, uppselt, sud. 31/3 kl.
14.00, uppselt, 50. sýn. Id. 13/4 kl.
14.00, nokkur sæti laus, sud. 14/4 kl.
14.00., nokkur sæti laus, Id. 20/4, kl.
14.00, sud. 21/4, kl. 14.00, sud. 21/4, kl.
17.00.
LITLA SVIÐIÐ KL. 20.30.
KIRKJliGARÐSKLÚBBURINN
eftir ívan Mencheil
Fid. 28/3, uppselt, sud. 31/3, uppselt,
föd. 12/4, uppselt, sud. 14/4.
SMÍÐAVERKSTÆÐIÐ KL. 20.00:
LEIGJANDINN
eftir Simon Burke
Fid. 28/3, næst síðasta sýn., sud. 31/3,
síðasta sýning.
Sýningin er ekki við hæfi barna.
Ekki er hægt að hleypa gestum inn í
salinn eftir að sýning hefst.
Gjafakort í leikhús -
sígila og skemmtileg gjöf!
Miðasalan er opin alla daga nema
mánudaga frá ki. 13.00-18.00 og
fram að sýningu sýningardaga.
Einnig símaþjónusta frá kl. 10.00
virka daga.
Greiðslukortaþjónusta.
Fax: 561 1200
SÍMI MIÐASÖLU: 551 1200
SÍMI SKRIFSTOFU: 551 1204
VELKOMIN í ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ!
sýnir í Tjarnarbíói
sakamálaleikinn
PÁSKAHRET
eftir Árna Hjartarson, leikstjóri
Hávar Sigurjónsson.
Frumsýning föd. 29. mars
2. sýn. sund. 1. aprfl
3. sýning miðd. 3. aprfl
4. sýn. föd. 12. apríl
5. sýn. fid. 18. apríl
Sýningar hefjast kl. 20.30.
Miðasala opnuð kl. 19.00 sýningardaga.
Miðasölusími 5512525, símsvarl allan
sólarhringinn.
bænir. Léttur málsverður í safhaðar-
heimilinu eftir stundina. Starf fyrir
13-14 ára unglinga kl. 20.00.
Bústaðakirkja: Félagsstarf aldraðra.
Opið hús kl. 13.30-16.30.
Dómkirkjan: Hádegisbænir kl. 12.10.
Léttur hádegisverður á kirkjuloftinu á
eftir. Lesmessa kl. 18.00. Sr. Jakob Á.
Hjálmarsson.
Fella- og Hólakirkja: Helgistund i
Geröubergi fimmtudaga kl. 10.30.
Grafarvogskirkja: Fundur KFUK,
stúlkur 9-12 ára í dag kl. 17.30.
Grensáskirkja: Starf fyrir 10-12 ára
börn kl. 17.00.
Hallgrímskirkja: Opiö hús fyrir for-
eldra ungra bama kl. 10.00-12.00, Jóna
Margrét Jónsdóttir hjúkrunarfræðing-
ur. Kyrrðarstund meö lestri Passíu-
sálma kl. 12.15. Opið hús fyrir aldraða
kl. 14.00. Föstumessa kl. 20.30. Sr.
Ragnar Fjalar Láusson.
Háteigskirkja: Foreldramorgnar kl.
10.00. Kvöldbænir og fyrirbænir í dag
kl. 18.00.
Hjallakirkja: Fundur fyrir 10-12 ára
(TTT) í dag kl. 17.00.
Keflavíkurkirkja: Kirkjulundur
Afmæli
Georg Magnússon
Georg Magnússon hljóðmeistari,
Hellisgötu 29, Hafnarfirði, er fer-
tugur í dag.
Starfsferill
Georg fæddist í Reykjavík en
ólst upp á Seltjarnarnesinu. Georg
er rafeindavirki að mennt en
hann hefur starfað hjá Ríkisút-
varpinu frá 1979.
Þá hefur hann verið hljóðmeist-
ari hjá Þjóðleikhúsinu, m.a. á
Pétri Gaut, Oliver Twist, Sound of
Music og nú síðast við leiksýning-
una Leigjandann.
Fjölskylda
Georg kvæntist 25.6. 1994 Mar-
gréti Blöndal, f. 6.11. 1961, dag-
skrárgerðarmanni. Hún er dóttir
Björns Brynjólfssonar og Guðborg-
ar Blöndai á Akureyri.
Dóttir Georgs og fyrri konu
hans, Ólínu Elínar Thoroddsen, er
Hrafnhildur Yrsa, f. 1981.
Fósturdóttir Georgs er Sigyn
Blöndai Kristinsdóttir, f. 1982.
Dóttir Georgs og Margrétar er
Sara Hjördís, f. 1989.
Systur Georgs eru Nína Hildur
Magnúsdóttir, f. 5.7. 1953, búsett í
Njarðvík; Pálína Magnúsdóttir, f.
15.11. 1963, búsett á Seltjarnarnesi.
Foreldrar Georgs eru Magnús
Georgsson, f. 24.12. 1930, fram-
kvæmdastjóri íþróttamiðstöðvar
Seltjarnarness, og Sveinbjörg Sím-
onardóttir, f. 20.1. 1934, ritari.
Georg Magnússon.
Fréttir
Alþjóða leikhúsdagurinn í dag:
Ávarp frá Kristbj örgu
Kjeld leikkonu
I tilefni af alþjóða leikhúsdeginum 27. mars 1996 hef-
ur DV borist eftirfarandi ávarp frá Kristbjörgu Kjeld
leikkonu sem nýlega hlaut menningarverðlaun DV í
leiklist:
„í dag, 27. mars, er alþjóða leikhúsdagurinn. Leikhús-
fólk um allan heim staldrar við í dag og hugar að hlut-
verki leikhússins.
í nútíma samfélagi á leikhúsið í stöðugt harönandi
samkeppni við alls konar afþreyingarefni. Þess vegna
þarf leikhúsið að marka skýrt sína sérstöðu.
Leiklistin á rætur í trúarþörf og þeirri viðleitni
mannsins í skööunarverkinu, sannleiksleitina. Sann-
leikann, sem gerir manninn frjálsan. Á þeim sjaldgæfu
stundum þegar list leikhússins nær að snerta okkur
djúpt, upplifum við sannleikann. Við verðum fyrir ein-
stakri reynslu sem nærir okkur andlega, gefur okkur
styrk. Þess vegna lifir leikhúsið enn í dag.
En það er ekki bara listamaðurinn, sem er aflgjafi
leikhússins, áhorfandinn á þar einnig sinn þátt og sá
þáttur helgast af kröfunni um andlegar þarfir, þannig er
áhorfandinn samofmn leikhúsinu - ábyrgð beggja er
mikil. Ábyrgð leikhússins er að feta braut sannleikans
og ábyrgð áhorfandans er að leikhúsið víkji ekki af
þeirri braut.
Á tímum vaxandi hraða og skyndilausna gefst minni
og minni tími til að sinna andlegum þörfum. Þegar svo
er komið er full ástæða til að staldra við og spyrja:
Speglar leikhúsið líf okkar - sannleikann?
Kristbjörg Kjeld.
Spyrjum þessarar spurningar, leikhúslistamenn jafrit
sem áhorfendur. Spurningin er brýn!“
Framkvæmdastjóri Evrópuráðsins:
Áhyggjur af kommúnisma
Daniel Tarschys, framkvæmda-
stjóri Evrópuráðsins í Strasborg,
hefur verið hér á landi og átt við-
ræður við stjórnvöld og alþingis-
menn um málefni ráðsins sem
varða einkum hin nýju aðildarríki,
Rússland og Úkraínu.
Fram kom á fundi með Tarchys í
gær að hjá ráðinu væri vel fylgst
með ástandi í stjórnmálum og
mannréttindamálum í þessum ríkj-
um og stuðlað með margvíslegum
hætti að þróun lýðræðis og lýðrétt-
inda í þessum löndum. Hann sagði
að hjá ráðinu hefðu menn áhyggjur
af vaxandi áhuga á að taka upp hið
sovéska skipulag á ný. -SÁ
Keflavík. Bænanámskeið I kvöld kl.
20.00.
Kópavogskirkja: Kyrrðar- og bæna-
stund í dag kl. 17.30.
Langholtskirkja: Foreldramorgnar
kl. 10.00. Kirkjustarf aldraðra: Sam-
verustund kl. 13.00-17.00. Akstur fyrir
þá sem þurfa. Spilað, léttar leikfimiæf-
ingar. Dagblaðalestur, kórsöngur, ritn-
ingarlestur, bæn. Kaffiveitingar. Aft-
ansöngur kl. 18.00. Lestur Passiusálma
fram að páskum.
Neskirkja: Kvenfélag Neskirkju hefur
opiö hús í dag kl. 13.00-17.00 í safnað-
arheimili kirkjunnar. Kínversk leik-
fimi, kafii og spjall. Fótsnyrting á
sama tíma. Litli kórinn æfir kl. 16.15.
Umsjón Inga Backman og Reynir Jón-
asson.
Seljakirkja: Fyrirbænir og íhugun í
dag kl. 18.00. Beðið fyrir sjúkum. Allir
hjartanlega velkomnir. Tekiö á móti
fyrirbænaefnum í kirkjunni, sími 567
0110. Fundur i Æskulýðsfélaginu Sela
kl. 20.00.
Seltjarnarneskirkja: Kyrrðarstund
kl. 12.00. Söngur, altarisganga, fyrir-
bænir. Léttur hádegisverður í safnað-
arheimilinu.
UPPBOÐ
Að beiðni Guðmundar Pálmasonar hdl. verður fimm metra
kæliborð af gerðinni Criosbanc og innbyggður kælir ásamt
Gould kæliblásara og Dupont kælipressa seld á opinberu
nauðungaruppboði sem haldið verður þann 3. apríl nk.
að Fjarðargötu 13-15, Hafnarfirði, og hefst kl. 15.
Sýslumaðurinn í Hafnarfirði
Vinningar í | HAPPDRÆTTI Jj HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings
Heiti potturinn 26. mars ‘96
kom á miða nr. 36450