Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1996, Side 32
V
K
IV G A
IfTTt
ti f v & i
v-' v
KIN
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
i hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
Frjálst.oháÖ dagblað
MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 1996
Kaupmannahöfn:
íslendingur
í gæslu-
varðhald
- fyrir ofbeldishótanir
DV, Kaupmannahöfn:
47 ára gamall íslendingur var í
gær úrskurðaður í 27 daga
gæsluvarðhald, þar af átta daga í
einangrun, í lögregludómstólnum í
Kaupmannahöfn. Maðurinn er
sakaður um að hafa hótað beitingu
valds og þannig náð rúmlega 411
þúsund dönskum krónum, jafnvirði
4,7 milljóna íslenskra króna, af 37
ára gömlum Dana allt frá því í júli í
fyrra. Daninn, sem býr í úthverfi
Kaupmannahafnar, segir að
íslendingurinn hafi bæði hótað sér
og fjölskyldunni beitingu ofbeldis ef
— hann neitaði að borga. -Ari
Skeiöarárhlaup:
Gæti tekið
viku að ná
hámarki
- segir Stefán Benediktsson
„Þetta gerist ekki í stökkum.
_ Vatnið eykst frekar hægt en jafnt og
■ ~"*þétt og ég ætla að það geti tekið allt
að viku að það nái hámarki," sagði
Stefán Benediktsson, þjóðgarðsvörð-
ur í Skaftafelli, um Skeiðarárhlaup
sem nú er hafið.
Hann sagði að vatn hefði verið
með allra mesta móti í Grímsvötn-
um. Það hefði ekki verið jafn mikið
vatn þar í síðustu hlaupum og nú
er. Samt sagðist hann ekki eiga von
á neinum ósköpum í sambandi við
þetta hlaup.
„Og ef maður tekur mið af fortíð-
inni, síðustu 20 árum eða svo, þá
held ég að mannvirki, vegir og brýr,
séu ekki í hættu,“ sagði Stefán
Benediktsson. -S.dór
~ í höfn í
Litháen
„Þeim var einfaldlega ýtt út úr
brúnni og bannað að hafa samband
við land. Þeir eru þreyttir en nú er
þessum leik að ljúka og ég á von á
að mennirnir komist bráðlega
heim,“ sagði Sigurður Grétarsson
hjá Úthafsafurðum hf. við DV í
morgun.
Litháíski togarinn Vydunas var
væntanlegur til hafnar í Litháen um
hádegið í dag. Þar tekur lögfræðing-
ur Úthafsafurða við þeim og aðstoð-
ar við að komast heim eftir langa og
^ sögulega sjóferð. Mennirnir fengu
að láta vita af sér í gær en síðan
ekki söguna meir. -GK
L O K I
Framkvæmdastjóri stoðtækjasmiöjunnar Össurar hf. segir upp störfum:
Sakaður um að
hafa stolið aðal-
hugmyndinni
- tilhæfulaus rógburður, segir Tryggvi Sveinbjörnsson
„Þeir nota það sem átyllu að ég
hafi ætlað að stela aðalhugmynd
fyrirtækisins og hefja framleiðslu
í eigin nafni í útlöndum. Þaö er
rakalaus lygi og rógburður," segir
Tryggvi Sveinbjömsson, fyrrum
framkvæmdastjóri stoðtækjafyrir-
tækisins Össurar, en hann sagði
upp störfúm í gær eftir langvar-
andi ágreining við eiganda fyrir-
tækisins.
Á fundi með starfsmönnum var
sagt að Tryggvi væri grunaður um
að hafa ætlað sjáifúr að hefja fram-
leiðslu á svokallaðri silíkonhulsu,
sem er aðalframleiðsluvara Össur-
ar hf. og hefur borið hróður fyrir-
tækisins víða um lönd. Eigandinn,
Össur Kristinsson stoðtækjasmið-
ur, var m.a. útnefndur maður árs-
ins í íslensku viðskiptalífi á síð-
asta ári.
Pétur Guðmundsson, stjórnar-
formaður Össurar hf., sagði í sam-
tali við DV í morgun að sam-
skiptaörðugleikar hefðu verið or-
sök þess að Tryggvi hætti.
„Þetta var orðið ástlaust hjóna-
band,“ sagði Pétur. Hann vildi
ekki staðfesta að Tryggvi heföi
verið borinn sökum um að hafa
stolið aðalhugmynd fyrirtækisins.
„Ég get ekkert um það sagt. Ég
trúði hins vegar að vandamálin
hefðu verið leyst nú í janúar en
svo var ekki,“ sagði Pétur.
Össur Kristinsson hefur nú
sjálfur tekið við daglegum rekstri
fyrirtækis síns. Það er með fram-
leiðslu í Reykjavík, Lúxemborg og
í Kalifomíu.
„Það hefur gengið illa að vinna
með eigandanum. Þessi ágreining-
ur hefur magnast síðustu þrjá
mánuði. Eigandinn vildi hafa af-
skipti af daglegum rekstri án þess
að vera ætlað hlutverk þar sam-
kvæmt skipuriti fyrirtækisins.
Það hafa margir hætt þama vegna
samstarfsörðugleika og nú var
röðin komin að mér,“ sagði
Tryggvi.
Ekki náðist í Össur Kristinsson
vegna þessa máls í morgun.
-GK
Ræðuskörungarnir í áttunda og níunda bekk Rimaskóla keppa á morgun í Ráðhúsi Reykjavíkur til úrslita á móti tí-
unda bekk Hagaskóla í ræðukeppni grunnskólanna. Krakkarnir heita Jón Hjörleifur Stefánsson, Gústaf Ólafsson,
Ingvar Lárusson og Ásta Mekkin Pálsdóttir. Umræðuefnið er fréttir. -em/DV-mynd GS
Veðrið á morgun:
Víða
skýjað
Á morgun verður hæg norð-
an- og norðvestanátt um norð-
anvert landið en víðast hægari
annars staðar. Bjartviðri aust-
an til á landinu en víða skýjað
annars staðar.
Veðrið í dag
er á bls. 44
Langholtssókn:
Áminning
eða jafn-
vel brott-
vikning
- segir sr. Ragnar Fjalar
Sr. Ragnar Fjalar Lárusson, pró-
fastur í Reykjavíkurprófastsdæmi
vestra, mun halda fundi með aðilum
að deilunni í Langholtskirkju í þess-
ari viku en hann fylgist með því
hvort úrskurður vígslubiskups, sr.
Bolla Gústavssonar, sé haldinn.
Sr. Ragnar Fjalar segir við DV að
hann hafi orðið fyrir vonbrigðum
með útvarpsviðtal við sr. Flóka
Kristinsson i þættinum Þriðji mað-
urinn um sl. helgi. Honum hafi
fundist lítill sáttatónn í viðtalinu.
„Það er ómögulegt að segja hvað
gerist, en ef deilan heldur áfram og
klögumálin ganga á víxl þá verður
að koma til áminning og jafnvel
brottvikning, eins og úrskurður
vígslubiskups kveður á um.“ -SÁ
REIMAR OG
REIMSKÍFUR
Powlseti
Suðurlandsbraut 10. S. 568 6499
Súpa og salatbar