Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1996, Qupperneq 4
4
FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 1996
Fréttir
Snubbóttur endir á tónlistarnámi 18 ára íslendings í Noregi:
Rekinn úr landi fýrir að
reykja hass í skólanum
- rektorinn hefur sagt af sér vegna ástandsins í skólanum
Ungur íslendingur slapp með
væga sekt en var rekinn úr skóla og
úr landi í Noregi fyrir að reykja
hass í skólanum þar sem hann var
við tónlistamám. íslendingurinn er
nú kominn heim og til vinnu í
heimabyggð sinni. Hann fær ekki að
koma til Noregs næstu tvö árin.
íslendingurinn er 18 ára gamall
og var hann við nám í lýðhá-
skólanum í Holtekilen skammt frá
Ósló I vetur. í skólanum eru aðeins
um 40 nemendur og voru fimm
þeirra reknir fyrir að neyta eitur-
lyQa. Lögreglan réðst til inngöngu í
skólann föstudagskvöld nokkurt í
mars og lagði þá hald á 3 grömm af
hassi og ýmis tæki tU neyslunnar.
Þrír nemendur á tónlistarbraut
voru handteknir og þeir síðan rekn-
ir úr skólanum fyrir að eiga og
neyta efnanna. Tveir nemendur
voru síðar einnig reknir fyrir sömu
sakir.
Skömmu eftir brottreksturinn úr
skólanum var íslendingurinn aftur
handtekinn og nú að kröfu útlend-
ingaeftirlitsins í Noregi. Þrátt fyrir
mótmæli lögfræöings hans var hon-
um vísað úr landi og hann fluttur
þann 14. mars út á Fomebuflugvöll
og um borð í Flugleiðavél á leið til
íslands.
Norsk lög heimUa svo harkalegar
aðgerðir við brotum á fíkniefnalög-
gjöfínni. Þeim mun þó ekki oft beitt.
Aðrir nemendur við skólann sleppa
með 20 þúsund íslenskar krónur í
sekt.
Mál þetta vakti nokkra athygli í
Noregi, einkum vegna brottvísunar-
innar og eins þess að fíkniefna-
neyslan kom upp í skóla sem trúfé-
lag baptista rekur. Voru uppi sögu-
sagnir um að í skólanum væri fíkni-
efnanotkun útbreidd og fór svo í síð-
ustu viku að rektorinn, Knut
Duesund, sagði af sér.
íslendingurinn, sem hér um ræð-
ir, vildi ekki ræða mál sitt við DV.
-GK
Stuðningur við forsetaefni eftir stjórnmálaflokkum:
Fýlgi Olafs Ragnars kemur úr öllum áttum
- bláleitt fylgi Péturs og Guðrúnar P.
Ólafur Ragnar Grímsson hefur
stuðning úr öllum stjórnmálaflokk-
um sem næsti forseti íslands. Mest
er fylgið úr Sjálfstæðisflokki, Fram-
sóknarflokki og Alþýðubandalagi en
ópólitískir kjósendur eru fjölmennir
í stuðningsmannahópi Ólafs. Þetta
má m.a. lesa úr nýrri skoðanakönn-
un DV um fylgi við forsetaframbjóð-
endur sem birtist í blaðinu á mið-
vikudag. Sem kunnugt er varð Ólaf-
ur Ragnar langefstur með 61% fylgi
þeirra sem tóku afstöðu, fjórfalt
meira fylgi en næsti frambjóðandi.
Tekið skal fram að þessi greining er
meira til gamans gerð. Frekar skal
líta á þessar niðurstöður sem vís-
bendingu, sérstaklega hvað Ólaf
Ragnar varðar vegna mikils fylgis
við hann. Þrír fjórðu úrtaksins tók
afstöðu í könnuninni sem er besta
svörun frá því forsetakannanir hóf-
ust í haust.
Þegar fylgi fjögurra vinsælustu
forsetaefnanna er skoðað eftir
stjórnmálaflokkum kemur fljótlega í
ljós að stuðningsmenn Guðrúnar
Pétursdóttur og Péturs Kr. Hafstein
koma einkum úr Sjálfstæðisflokkn-
um. Stuðningsmenn Guðrúnar eru
næstflestir óákveðnir í stjórnmálum
og þar á eftir koma stuðningsmenn
Alþýðuflokksins, ef marka má
könnunina.
Bláleitast er fylgi Péturs eða 57
prósent úr Sjálfstæðisflokknum.
Næst koma óákveðnir og framsókn-
armenn. Minnst er að marka flokka-
skiptingu stuðningsmanna Guðrún-
ar Agnarsdóttur sökum lítils fylgis
við framboð hennar. Stuðningur úr
Kvennalistanum kemur þó í ljós og
óákveðnir kjósendur í pólitík virð-
ast fjölmennir með Guðrúnu.
Fylgisskipting eftir flokkum sést
nánar á meðfylgjandi grafi. Sem
kunnugt er stendur A fyrir Alþýðu-
flokk, B fyrir Framsóknarflokk, D
fyrir Sjálfstæðisflokk, G fyrir Al-
þýðubandalag, J fyrir Þjóðvaka og
V fyrir Kvennalista.
-bjb
Karfaveiðarnar:
Á sjötta
tug fiski-
skipa þeg-
ar kominn
- spænurok og afli dræmur
Samkvæmt upplýsingum stjórn-
stöðvar Landhelgisgæslunnar eru
nú um 56 skip að karfaveiðum á
Reykjaneshrygg. Af þeim eru 20
rússnesk en af öörum þjóðernum
má nefna Eista, Þjóðverja, Spán-
verja, Litháa, Færeyinga og Norð-
menn. I gær voru 12 íslensk skip að
veiðum og hafði fækkað nokkuð en
flest voru þau 16.
Afli hefur verið fremur dræmur,
eða um eitt tonn á togtimann og í
gær hafði flotinn fært sig nokkru
utar og fjær 200 mílna mörkunum
en fyrir helgina.
Varðskipið Ægir er á þessum
slóðum og eru stjórnendur íslensku
togaranna á svæðinu mjög á verði
gagnvart því hvort erlendir togarar
fari inn fyrir landhelgislínuna.
í gær voru 10 vindstig á þessum
slóðum og ekki veiðiveður.
-SÁ
Sléttanes ÍS hefur verið að veiðum á Reykjaneshrygg og hér er verið að taka inn trollið, fullt af karfa.
DV-mynd Aðalsteinn
Danskeppnin í Blackpool
Úrslitin
tvo
síðustu
dagana
íslensk danspör náðu góðum
árangri í óopinberri heimsmeist-
arakeppni í samkvæmisdönsum í
Blackpool i Englandi nýlega. Hér
koma úrslitin úr keppninni tvo
síðustu keppnisdagana.
Davíð Jónsson og Halldóra
Halldórsdóttir náðu 5. sæti í riðli
12 ára og yngri í suðuramerísk-
um dönsum. Þau komust líka í
undanúrslit í enskum vals.
Brynjar Þorleifsson og Sesselja
Sigurðardóttir náðu 1. sæti í jive
í flokki 12-16 ára og 3. sæti í
QuickStep. Benedikt Einarsson
og Berglind Ingvarsdótth- lentu í
2. sæti í sama flokki í jive. Þau
komust einnig í undanúrslit í
QuickStep.
-GHS/Þröstur