Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1996, Blaðsíða 6
6
FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 1996
Fréttir
Heilsuhornið:
Nýtt bæti-
efni úr
ostrum
Heilsuhornið á Akureyri hef-
ur hafið innflutning á nýju bæti-
efni úr ostrum. Þær hafa löng-
um þótt mikill sælkeramatur og
í gegnum tíðina hafa þær þótt
búa yfir ýmsum eiginleikum.
Nýja bætiefnið kallast Ostrin
Plus GTZ 611 og er það blanda
ýmissa efna á borð við ginseng,
niacin, sink en þó fyrst og
fremst taurin. Taurin er einnig
til staðar í mannslíkamanum,
sérstaklega í hjartavöðvanum,
taugavef og heilanum. Það hefur
eitt og sér áður náð vinsældum
sem bætiefni fyrir íþróttamenn
þar sem það hefur verið talið
búa yfir styrktaraukandi eigin-
leikum. Útsölustaðir eru, auk
Heilsuhornsins á Akureyri,
Heilsuhúsið í Kringlunni, Korn-
markaðurinn á Laugavegi og
Hollt og gott á Skagaströnd.
Smjörvinn:
Vinsælasta
viðbitið
í Mjólkurfréttum frá Osta- og
smjörsölunni kemur fram að
heildarsala viðbits á öllu land-
inu 1995 var 6,2 kg á hvern íbúa
Feitmetisneysla
- landsmanna 1994 -
15,7% smjör
15,1%
Smjörvi
8,2%
Létt og
laggott
2,3% Klípa
59% smjörllki
nw.
og minnkaði um 0,25 kg frá ár-
inu áður. Þar af er smjör 2,36 kg,
Smjörvi 2,26 kg, Létt og laggott
1,23 kg og Klípa 0,35 kg.
Smjörvinn er vinsælastur og
hélst neysla á honum í jafnvægi
en neysla á hinu dróst saman.
Af Smjörva seldust 530 tonn hjá
Osta- og smjörsölunni, 493 tonn
af smjöri, 307 tonn af Léttu og
laggóðu og 88 tonn af Klípu.
Heildarsamdráttur á viðbiti frá
1994 nam 61 tonni.
Aukin
ostasala
- þrátt fyrir innflutning
I Mjólkurfréttum kemur fram
að ostasala jókst á árinu 1995
eins og svo mörg undanfarin ár.
Söluaukningin nam alls 121
tonni og meðalneysla á hvern
íbúa iandins 1995 var 13,3 kg á
móti 12,9 kg árið 1994. Að með-
töldum innfluttum ostum var
neyslan tæplega 13,5 kg á íbúa
en innflutningur nam 45 tonn-
um. Heildarsala osta hér innan-
lands á árinu 1995 var 3.556
tonn. Ekkert var flutt út af ost-
um á árinu frekar en á árinu
áður þar sem framleiösla á hon-
um dugði rétt til þess að full-
nægja þörfum innanlandsmark-
aðarins. -sv
I>V
DV kannar verö á níu lausasölulyfjum í nokkrum apótekum:
Allt að fjorðungsmunur
á höfuðborgarsvæöinu
- ódýrasti pakkinn í Keflavík, engin samkeppni á Akureyri
Mikil umræða hefur átt sér stað í
landinu að undanförnu um sam-
keppni á lyfjamarkaðnum. Sitt sýn-
ist hverjum um ágæti nýrra laga
um frjálsa verðlagningu á lausa-
sölulyfjum og að nýjum aðilum
skuli hafa verið heimilað að hefja
rekstur lyfjaverslana. Samkvæmt
niðurstöðu verðkönnunarinnar sýn-
ist þó ljóst að þessar breytingar séu
neytendum í hag. Menn hafa keppst
við að lýsa því yflr að þeir væru að
bjóða ódýrustu lyfin á markaðnum
og til þess að kanna hvað rétt væri
í því skoðaði DV verð á níu lyfjateg-
undum í sjö apótekum á höfuðborg-
arsvæðinu og sjö á landsbyggðinni.
Rétt er að geta þess að hér eru að-
eins tekin nokkur apótek, nokkurn
veginn af haridahófi, og því aðeins
verið að sýna dæmi um verðlagn-
ingu en ekki að gera einhverja tæm-
andi úttekt. Ekkert mat var lagt á
þjónustu apótekanna sem farið var
í.
Lausasölulyf
Lyfin sem skoðuð voru hjá öllum
apótekunum voru eftirfarandi lyf
sem hægt er að kaupa án lyfseðils:
Nicorett tyggjó, 2 mg, 30 stk., Nicor-
ett plástur, 10 mg, 7 stk., Parkódín
(verkjalyf), 10 stk. Paratabs (verkja-
-11 ■ W&pMif, i
I é' £ém} á |
Nú keppast sumir tyfsalar við að bjóða afslátt af lyfjum. Með tilkomu nýrra laga um lyfjasölu
hefur komið titringur á markaðinn. Ekki er séð fyrir endann á afleiðingum þess. Myndin er tek-
in í Lyfju, nýju lyfjabúðinni sem opnuð var á dögunum. DV-mynd GVA
Verð úti á landi
Apótek Suðurnesja
lyf), 500 mg, 20 stk., Ein á dag
(fjölvítamín), 100 töflur, Lactúlósa
(hægðalyD 100 ml, Teldanex (of-
næmislyf), 60 mg, 20 stk. Hýdró-
kortisón (exemkrem), 20 g, og Otri-
vin (nefúðalyf - skammtari fyrir
börn), 10 ml.
Mikill munur á
höfuðborgarsvæðinu
Á höfuðborgarsvæðinu var farið í
Laugavegsapótek, Reykjavíkurapó-
tek, Lyfiu, Borgarapótek, Ingólfs-
apótek, Apótek Kópavogs og Apótek
Norðurbæjar í Hafnarfirði. Með því
að bera verðið saman á þessum
stöðum kom í ljós að 23,3 prósenta
munur er á verðinu i Laugavegsapó-
teki þar sem það er lægst og í Apó-
teki Norðurbæjar þar sem það er
hæst. í Laugavegsapóteki er 10% af-
sláttur af öllu í apótekinu og þar
virðist miðað við lægri gjaldskrá en
annars staðar. Öryrkjar og félagar í
Félagi eldri borgara fá 15% stað-
greiðsluafslátt. Þar kostuðu lyfin öll
4.675 kr. en í Hafnarfirði kostuðu
þau 5-765 kr. og þar er veittur 20%
afsláttur af hluta sjúklings af lyf-
seðlaskyldum lyijum og 10% afslátt-
ur af öllu til ellilífeyrisþega og ör-
yrkja. Athygli er vakin á því að
hlutur sjúklings af lyfseðlaskyldum
lyfjum er um 30% af heildarverðinu
þannig að þegar um slíkan afslátt erv
að ræða er verið að veita 20% afslátt
af 30%. Af lyfi sem kostar 100 kr. er
veittur 20% afsláttur af um 30 krón-
um.
Lítill munur hjá grönnunum
Ef verðið er borið saman hjá ná-
grönnunum í Lyfju og Borgarapó-
teki kemur í
ljós að hvergi
munar meira
en einni krónu
á yerði þeirrar
vöru sem til er
á báðum stöð-
um.
Fjölvítamínið
Ein á dag var
ekki til í Lyfju
og því er
reiknað meðal-
verð þar. Lyfja
veitir 20% af-
slátt af lausa-
sölulyfjum en
Borgarapótek er með 20% afslátt af
öllum lyfjum, sumum vítamínum og
að auki 10% afslátt af öðrum vörum
til handa félögum í Félagi eldri
borgara, ellilífeyrisþegum og ör-
yrkjum. Þar er gefinn 3% stað-
greiðsluafsláttur af öðrum vörum.
Rétt er að geta þess að þegar
könnunin var gerð, 17. apríl síðast-
liðinn, var Apótek Kópavogs með
20% tilfallandi afslátt þann daginn.
Slíkur afsláttur verður veittur ann-
að veifið en ekki alla daga. Verðið
sem gefið er upp í töflunni miðast
við afsláttarverðið. Þar er örorku-
og elllífeyrisþegum veittur 10%
staðgreiðsluafsláttur og 5% afslátt-
ur fyrir þá sem borga með greiðslu-
korti. í Reykjavíkurapóteki er alltaf
gefinn 10% staðgreiðsluafsláttur af
nikótínvörunum og verðið hér er
miðað við það. Þar er enn fremur
veittur 5% staðgreiðsluafsláttur og
ellilífeyrisþegar og öryrkjar fá 10%
afslátt, hvort sem borgað er með
peningum eða greiðslukorti. I Ing-
ólfsapóteki er veittur 20% afsláttur
af hluta sjúklings af lyfseðlaskyld-
um lyfium.
Ódýrast og dýrast
á landsbyggðinni
Ef borið er saman verðið á öllu
landinu kemur í ljós að 26 prósenta
verðmunur er á öllum pakkanum
þar sem hann var dýrastur og þar
sem hann var ódýrastur. I Apóteki
Keflavíkur fékkst pakkinn á lægsta
verðinu, 4.588 kr., en dýrastur var
hann í Akureyrarapóteki á 5.777 kr.
Suðurnesjamenn hella sér út í
verðslaginn en á Akureyri virðast
menn enn bíða átekta. Bæði apótek-
in þar miða við taxta. Þar í bæ eru
engir afslættir gefnir, staðgreiðslu-
afslættir eða afslættir fyrir aldraða
og öryrkja. i Egilsstaðaapóteki, Sel-
fossapóteki og í apótekinu á Siglu-
firði var miðað við taxta eins og á
Akureyri og eini verðmunurinn í
öllum pakkanum var á fjölvítamín-
inu, Ein á dag. Á Egilsstöðum er
ellilífeyrisþegum og öryrkjum boð-
inn 10% afsláttur af öllum vörum.
Apótek Keflavíkur býður 20% af-
slátt af öllu, lyfjum og vítamínum
og sjúklingshluta lyfseðlaskyldu
lyfjanna. Apótek Suðurnesja er með
20% afsl. fyrir aldraða og öryrkja af
lyfseðlaskyldum lyfjum og 10% af-
slátt af öllum lyfjum fyrir aðra.
Ekki langvarandi
Lyfjafræðingum sem DV hefur
talað við sýnist sitt hverjum í sam-
bandi við hver þróunin verði. Marg-
ir eru á því að þessi afsláttarhrina
muni ekki verða langlíf en aðrir
segja verðið enn geta lækkað.
Landsbyggðarmenn bíða og sjá hver
þróunin verður. Enn sem komið er
sýnist mönnum lægra verð á höfuð-
borgarsvæðinu og á Suðurnesjum
ekki hafa haft áhrif á sölu í apótek-
um úti á landi.
-sv
Verðkönnun á lyfjum
Laugav- apótek Borgar- apótek Lyfja Apótek Norðurb. Rvíkur- apótek Apótek Kópav. Ingólfs- apótek
Nicor. tygg, 2 mg/30 stk. 592 558 558 698 628 558 698
Nicor. plást, 10 mg/7 stk. 1717 1746 1745 2182 1964 1745 2182
Parkódín, 10 stk. 149 170 169 212 212 170 212
Paratabs, 500 mg/20 stk. 113 142 141 217 177 140 177
Ein á dag, 100 töflur 515* 527 515* 513 511 515 498
Lactúlósa, 100 ml 244 254 254 318 318 254 318
Teldanex, 60 mg/20 stk. 564 534 533 667 667 534 667
Hýdrókortisón, 20 g 455 440 440 550 550 440 550
Otrivin 326 326 326 408 408 326 408
Samtals kr: 4675 4697 4681 5765 5435 4682 5710
*Ekki til, reiknaö meöalverö.