Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1996, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1996, Síða 7
FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 1996 7 DV Sandkorn Gamalt hús Fundur sá sem prestar lands- ins héldu 1 Iðn- aðarmannahús- inu síðastliðinn máhudag hótti að vonum for-: vitnilegur. Þeir ákváðu að hafá fulla leynd að kalla yfir því sem þar fór fram. Samt fengu nú göl- miðlamenn að vera í húsinu en ekki í fundarsalnum. Snemma tóku fréttir að berast í loftmiðlum írá fundmum. Einhver fúndar- manna uppgötvaði þetta, fór fram og sá að fjölmiðlamenn voru fyrir utan fundarsalinn. Hann fór aftur inn á fundmn og fullyrti að einhver læki fréttum af fúndinum í frétta- mennina. Það var hms vegar ekki rétt. Hið rétta er að húsið er gamalt og hljóðbært og heyrðist vel það sem fram fór á fundinum. Einn fréttamanna sagðist hafa heyrt orðaskipti á fundinum þegar hann var staddur á hæðinni fyrir neðan fundarsalmn. Margir hafa undrast hina iniklu vel- gengni Ólafs Raghars Gríms- sonar í skoð- ahakönnunum vegna forseta- framboðsms. Sumir telja hann öruggan orðinn um að ná kjöri og eru gárungar í þeim hópi þeg- ar famir aö velta ýmsu fyrir sér. Margir segjast til aö mynda vilja vera fluga á vegg ef Ólafur Ragnar, sem forseti íslands, veitir Davíð Oddssyni umboð til stjómarmynd- unar. Einnig að handhafar forseta- valds á næsta ári gætu orðið Davíð Oddsson, Ólafur G. Emarsson og Pétur Kr. Hafstein. Þeir fylgja for- seta út á flugvöll, fari hann til út- landa, og sækja hann þegar hann kemur heim. Eins segjast margir bíða í ofvæni eftir því að heyra Davíð Oddsson forsætisráðherra standa upp eftir þmgsetningu næsta haust og segja: Heill forseta vorum og fósturjörð, húrra ... Bóndi einn kom til prests og bað hann að skíra fyrir sig barn. Þetta var í 11. sinn sem hann baö prest- inn að skíra fyrir sig barn. Þau hjónm voru fátæk af veraldlegum auði og því spurði prestur hvort þau ætl- uðu ekki að láta hér staðar numið. Bóndinn tók ekki vel í þessa óbeinu ráðleggingu prestsins og svaraði: „Er það ekki rétt hjá mér að í hinni helgu bók, Biblíunni, standi ein- hvers staðar: Verið fijósöm og upp- fyllið jörðina?" „Jú, rétt er það,“ svaraði prestur, „en þaö stendur hms vegar hvergi skrifað að þiö hjónin eigið að gera það ein.“ Bragarbót Nokkrar svo- nefndar brag- arbótaýísur hafa orðið landsfr ægar. Hér á eftir fer ein sem margir þekkja. En fyrst vísan sem bragarbótin var gerð við. Margt er hér sem miður fer og mætti helst ei ber’ á. Veiga í Skógum ólétt er eftir Jón á Þverá. Stúlkan reiddist vísunni og krafðist bragarbótar þar sem eng- inn fótur væri fyrir þvi að hún væri ólétt. Höfundurinn varð við þessari ósk og orti: Vísunni skal verða breytt, Yeigu ekkert sér á. Átti sem sé aldrei neitt undir Jónl á Þverá._________ Umsjón: Sigurdór Sigurdórsson Kveðjan Fréttir Einar Kristbjörnsson kafari 1 eldlínu átakanna í Líbanon: Heldur kyrru fyrir 500 metra frá fallbyssunum - bíöum í viku og sjáum hvaö setur, segir Einar og segist vera á öruggum stað Beirútborg er mj'ög illa farin eftir átök í meira en fimmtán ár. Nú er enn verið að sprengja í borginni. „Hér heyrist núna ekki mannsins mál fyrir skothríðinni. Líbanski herinn kom núna í morgun upp fall- byssum í um 500 metra fjarlægð frá íbúðinni þar sem ég bý. Þeir eru núna að skjóta á ísraelskan tundur- spilli hér rétt fyrir utan,“ sagði Ein- ar Kristbjörnsson kafari þegar DV ræddi við hann þar sem hann held- ur nú til í Beirút í Líbanon. Þegar DV náði tali af Einari var mikil heift í átökunum milli ísraels- manna og skæruliða Hisbollah. Lí- banski stjórnarherinn virtist einnig hafa blandað sér í átökin því EinaT taldi að falibyssurnar, sem mestum hávaða ollu við íbúð hans, væru frá hernum. „Ég hef ágæta yfirsýn yfir það sem er að gerast hér sunnan við Beirút og eins út á hafið. Ég sé ísra- elska tundurspillinn í kíki og það er ekki að sjá að fallbyssuskotin hafi Einar Kristbjörnsson kafari hefur í vetur unnið við stækkun alþjóða- fiugvallarins í Beirút. hæft hann í morgun. Ég sé líka reykinn sem stígur upp frá borginni en þar er erfiðara að átta sig á því sem er að gerast," segir Einar. Einar hefur verið í Beirút frá því í mars og sér þ’ar um vinnu við leng- ingu flugbrautar við alþjóðaflugvöll- inni í borginni. Brautin verður lengd út í sjó og hefur Einar umsjón með sjóvinnunni. Það er þýskt-lí- banskt fyrirtæki sem annast fram- kvæmdirnar. „Við ætlun að sjá til í viku til tíu daga. Ef ástandið batnar ekki á þeim tíma förum við sjálfsagt í frí og byrjum svo aftur þegar átökun- um er lokið, í dag var byrjað að vinna á venjulegum tíma en örygg- isins vegna var ákveðið að hætta um hádegið þegar þeir fóru að skjóta af fallbyssunum hér við hlið- ina. Það má búast við loftárás á byssurnar hvenær sem er,“ sagði Einar. Hann sagðist vera á öruggum stað en halda kyrru fyrir innan dyra meðan skotið væri. Aðstæður væru í raun góðar og heimamenn tækju þessum atburðum með mikilli ró. „Það er greinilegt að þetta er stríðsvön þjóð. Núna þegar byrjað var að skjóta af fallbyssunum við flugvöllinn stoppaði ekki einu sinni umferðin á veginum við þær,“ sagði Einar. -GK Kaupfélag Skagfirðinga: Hagnaður vegna togarasölu DV; Fljótuiu: Hagnaður af rekstri Kaupfélags Skagfirðinga á síðasta ári nam 20,3 milljónum króna og var 114,8 millj- ónir króna af rekstri dótturfélags KS - Fiskiðjunnar Skagfirðings hf. Sá hagnaður er að mestu tilkominn vegna sölu togarans Drangeyjar. Heildarvelta KS og Fiskiðjunnar nam 5.400 milljónum 1995. Þar af velti sjávarútvegurinn 3.000 miiljón- um. Fjárhagsstaða kaupfélagsins er sterk eins og undanfarin ár. Eignir í árslok námu 2.200 milljónum og eiginfjárhlutfall í fyrirtækinu er 55,15%. Hafði það hækkað um 2,8% á árinu. Árið 1994 var hagnaður af rekstri KS 24,8 milljónir. Þá var hins vegar tap á sjávarútvegsfyrirtækinu lið- lega 11 milljónir. Fyrirtækið í heild var þá með 13,5 millj. króna hagnað. -ÖÞ Tvær skólaskrifstof- ur á Vesturlandi DV, Akranesi: Nýverið var stofnað byggða- samlag um rekstur Skólaskrif- stofu Vesturlands og verður hún að öllum líkindum í Borgamesi. Sveitarfélögin, sem standa að skrifstofunni, eru 23 talsins frá Hvalfirði að Sauðbæjarhreppi í Dölum. Á svæðinu búa níu þús- und manns. Búið er að kjósa stjórn fyrir skólaskrifstofuna og er Guðjón Petersen, bæjarstjóri í Snæfells- bæ. formaöur hennar. Gengiö verður frá ráðningu forstjóra skólaskrifstofunnar á næstu dög- um. Sjö sóttu um stöðuna. Akumesingar taka ekki þátt í þessari skólaskrifstofu því á Akranesi verður sér skólaskrif- stofa. Búist er þó við að samstarf verði milli skrifstofanna. -DÓ Framsóknarflokkurinn mótar eigin stefnu í ferðamálum: Hef beðið eftir opinberri stefnu í tíu ár - segir Unnur Stefánsdóttir sem er í forsvari ferðamálahóps flokksins „Það er fullt af duglegu fólki sem hefur rutt ferðamálum áfram en það hlýtur að vera ýmislegt sem ríkið getur lagfært þannig að það verði enn betra. Þar sem ríkið hef- ur ekki mótað neina stefnu í þessu hefur þetta gengið einhvern veg- inn,“ segir Unnur Stefánsdóttir sem er i forsvari fyrir'ferðamálahóp Framsóknarflokksins. Flokkurinn hefur hafið fundaröð með yfirskrift- inni Stendur islensk ferðaþjónusta á brauðfótum? „Þetta er ekki bara pólitískt held- ur líka faglegt. Það tekur margt fólk þátt í þessu sem hefur unnið í ferðaþjónustunni,“ tekur Unnur fram. Hún getur þess aö ferðaþjónusta og vöxtur hennar hafi alltaf verið til umræðu á þingum Framsóknar- flokksins. Nú sé ætlunin að leggja fram stefnumörkun flokksins í ferðamálum á flokksþingi í haust og verði unnið úr því efni sem fram kemur á fundunum um málefni ferðaþjónustunnar. Þegar Unnur var varaþingmaður Framsóknarflokksins 1987 flutti hún þingsályktunartillögu um að mótuð yrði opinber stefna í ferða- málum. „Það hafði aldrei fyrr kom- ið tillaga um slíkt á þingi. Tillagan var samþykkt og þáverandi sam- gönguráðherra, Steingrímur J. Sig- fússon, skipaði starfshóp sem vann í eitt og hálft ár að þessari stefnu- mótun. Sú tillaga var lögð fram á þingi rétt áður en rikisstjórnin fór frá 1991 þannig að það tókst ekki að samþykkja hana. Síðan hefur máliö legið niðri í skúffu. Það var ekkert gert síðasta kjörtímabil en Halldór Blöndal samgönguráðherra ákvað síðastliðið sumar að skipa stefnu- mótunarnefnd sem tekin er til starfa." Unnur segist vera búin að bíða eftir því í 10 ár að eitthvað gerist í þessum málum. „Það er mjög gott að stefnumótun sé í vinnu fyrir al- þingi. Ferðaþjónusta hefur vaxið rosalega á hverju ári og það eru margir farnir að horfa til þess að fá atvinnu í þessum geira," segir Unn- ur. -IBS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.