Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1996, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1996, Page 8
8 FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 1996 Stuttar fréttir Útlönd i>v Hert öryggi Miklar öryggisráðstafanir eru í miðborg Oklahomaborgar í dag á ársafmæli sprengjutilræðisins sem varð 168 manns að bana. Berlusconi í ham Silvio Berlusconi, fyrrum for- sætisráð- herra Ítalíu, ætlar að gera úrslitatilraun í dagtilfáóá- kveðna kjós- endur á sitt band til að eiga möguleika á að komast aftur til valda eftir kosningarnar á sunnudag. Reynt að miðla málum Sáttasemjarar frá Gana eru í Líberíu að reyna að stilla til frið- ar í höfuðborginni. Átján skotnir Hryggð og reiði ríkir í Grikk- landi eftir að átján ferðamenn, flestir Grikkir, voru skotnir til bana í Egyptalandi og fimmtán til viðbótar særðir. Duidar William Perry, land- varnaráð- herra Banda- ríkjanna, lét að því liggja í gær að Bandaríkja- menn kynnu að grípa til hernaðaraðgerða gegn Líbýu til að koma í veg fyr- ir framleiðslu efnavopna í áburð- arverksmiðju sem verið er að reisa. Digrir sjóðir Clinton Bandaríkjaforseti átti 1300 milljónir króna í kosning- asjóði í marslok, mun meira en Bob Dole, helsti keppinautur hans í forsetakosningunum í haust. Reuter hótanir Eitt fórnarlamba árásar ísraela á flóttamannabúðir Sameinuðu þjóðanna í Líbanon er hér borið inn í sjúkrahús. Símamynd Reuter Yfir 100 fórust þegar ísraelar sprengdu flóttamannabúöir SÞ í Líbanon: Árásir halda áfram í kjölfar blöðbaðsins Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Stillholti 16-18, Akranesi, sem hér segir, á eftirfarandi eignum: Akursbraut 22, efsta hæð, þingl. eig. Selma Guðmundsdóttir, Bettý Guð- mundsdóttir, Björgheiður Jónsdóttir og Kristrún Guðmundsdóttir, gerðar- beiðendur Jöfur hf., Landsbanki ís- lands, lögfrdeild, og Lífeyrissjóður starfsm. ríkisins, þriðjudaginn 23. apríl 1996 kl. 11.00.___________ Bárugata 15, þingl. eig. Halldór J. Júl- íusson, gerðarbeiðandi Akraneskaup- staður, þriðjudaginn 23. apríl 1996 kl. 11.00.__________________________ Deildartún 7, neðri hæð, þingl. eig. Svavar Hafþór Viðarsson og Kolbrún Belinda Kristinsdóttir, gerðarbeið- andi Byggingarsjóður ríkisins, þriðju- daginn 23. aprfl 1996 kl. 11.00. Einigrund 6, 02.02., þingl. eig. Sigrún Damelsdóttir, gerðarbeiðendur Bygg- ingarsjóður verkamanna og sýslu- maðurinn á Akranesi, þriðjudaginn 23. aprfl 1996 kl. 11.00.__ Jaðarsbraut 35, miðhæð, 02.01., þingl. eig. Ingveldur M. Sveinsdóttir og Guðni Jónsson, gerðarbeiðendur Akraneskaupstaður, Amarfell sf., Líf- eyrissjóður Akraneskaupstaðar og sýslumaðurinn á Akranesi, þriðju- daginn 23. aprfl 1996 kl. 11.00. Jaðarsbraut 7, efri hæð, þingl. eig. Eu- femia Berglind Guðnadóttir og Davíð Jón Pétursson, gerðarbeiðandi Bún- aðarbanki íslands, Akranesi, þriðju- daginn 23. aprfl 1996 ki. 11.00. Kirkjubraut 58, efri hæð, þingl. eig. Stefán Þorsteinsson, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins, þriðjudag- inn 23. aprfl 1996 kl. 11.00. Krókatún 4a, neðri hæð, þingl. eig. Guðrún Birgisdóttir og Guðlaugur J. Ragnarsson, gerðarbeiðendur Heim- ilistæki hf., húsbréfadeild Húsnæðis- stofnunar og Tryggingamiðstöðin hf., þriðjudaginn 23. aprfl 1996 kl. 11.00. Presthúsabraut 24, þingl. eig. Bára Kolbrún Guðmundsdóttir og Þor- steinn Hermannsson, gerðarbeiðandi húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar, þriðjudaginn 23. apríl 1996 kl. 11.00. Presthúsabraut 31, þingl. eig. Ragn- heiður Gunnarsdóttir, gerðarbeið- andi Byggingarsjóður ríkisins, þriðju- daginn 23. apríl 1996 kl. 11.00. Skagabraut 26, þingl. eig. Helga Þór- isdóttir og Hans Þorsteinsson, gerð- arbeiðendur Akraneskaupstaður og Lífeyrissjóður Vesturlands, þriðju- daginn 23. aprfl 1996 kl. 11.00. Skagabraut 5a, efri hæð og ris, þingl. eig. Sigurður Þór Gunnarsson, gerð- arbeiðendur Akraneskaupstaður og Byggingarsjóður ríkisins, þriðjudag- inn 23. aprfl 1996 kl. 11.00. Skarðsbraut 13, 03.01., þingl. EIG. Þóra Jónsdóttir og Oddur Pétur Ott- esen, gerðarbeiðandi húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar, þriðjudaginn 23. aprfl 1996 kl. 11.00. Skarðsbraut 9,01.02., þingl. eig. Krist- ín Svavarsdóttir, gerðarbeiðandi Al- þjóða líftryggingarfélagið hf., þriðju- daginn 23. apríl 1996 kl. 11.00. Sóleyjargata 6, neðri hæð, þingl. eig. Valdimar Bjami Guðmundssson, gerðarbeiðandi húsbréfadeild Hús- næðisstofnunar, þriðjudaginn 23. aprfl 1996 kl. 11.00._____________ Suðurgata 111, þingl. eig. Steindór Óli Ólason og Sigurrós Allansdóttir, gerðarbeiðendur húsbréfadeild Hús- næðisstofnunar, Lífeyrissjóður verk- stjóra og Sameinaði Lífeyrissjóður- inn, þriðjudaginn 23. aprfl 1996 kl. 11.00. Vallarbraut 9, 02.02., þingl. eig. Helga Jónsdóttir, gerðarbeiðandi Lífeyris- sjóður sjómanna, þriðjudaginn 23. aprfl 1996 kl. 11.00. SÝSLUMAÐURINN Á AKRANESI Ekkert lát var á átökum ísraela og Hisbollah-skæruliða í Líbanon í nótt og í morgun þrátt fyrir mikinn alþjóðlegan þrýsting um að báðir aðilar láti af vopnaskaki sínu. Eld- flaugum rigndi yfir norðurhéruð ísraels og ísraelar svöruðu árásun- um strax með loftárásum. Það vakti hrylling og fordæmingu um allan heim þegar ísraelar sprengdu flóttamannabúðir Samein- uðu þjóðanna í þorpinu Quana nærri Tyros í Líbanon í gær. Sprengjur þeirra urðu yfir 100 lí- bönskum flóttamönnum að bana, þar á meðal mörgum konum og börnum. Fórnarlömbin tættust í sundur eða brunnu til bana þegar skýli þeirra sprungu. Israelar segja að árásin á flóttamannabúðirnar hafi verið mistök og hörmuðu mannfallið. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti samhljóða að hvetja til vopnahlés í Líbanon í gærkvöldi en lét vera að fordæma hina stríðandi aðila. Áður hafði ályktun frá araba- þjóðunum, sem fordæmdu aðgerðir ísraelsmanna, verið felld. Leiðtogar stærstu iðnríkja heims, sem koma saman til kjarnorkuráð- stefnu í Moskvu á morgun, munu ræða átökin í Líbanon sem kostað hafa yfir 130 manns lífið, aðallega óbreytta borgara. Engir Israelar hafa látið lífið í átökunum. Bill Clinton Bandaríkjaforseti, sem hefur gefið þegjandi samþykki fyrir aðgerðum ísraela síðustu daga, hvatti strax til vopnahlés og sendi fulltrúa sinn til svæðisins. Warren Christopher, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var síðan væntan- legur þangað í dag. Simon Peres, forsætisráðherra ísraels, sagði að hann mundi verða Gerum heiminn eins öruggan og við getum - segir Bill Clinton Bandaríkjaforseti Mikill fjöldi þjóðarleiðtoga kemur saman til tveggja daga fundar í Moskvu í dag til að ræða öryggi í kjarnorkumálum en drjúgur hluti fundartímans mun þó fara í tilraun- ir til að finna leiðir til að leysa ófremdarástandið fyrir botni Mið- jarðarhafsins. Boðað var til leiðtogafundarins tíu árum eftir kjarnorkuslysið mikla í Tsjernobýl. Á fundinum verða samþykktar áætlanir um að loka kjarnorkuverinu í Úkraínu fyr- ir árið 2000, aðgerðir til að koma í veg fyrir smygl á efni í kjarna- sprengjur og ýmislegt annað sem við kemur kjarnorkuöryggi. Borís Jeltsín Rússlandsforseti og Jacques Chirac Frakklandsforseti sitja í forsæti fundarins, sem Jeltsín vonar að verði til að auka líkurnar á endurkjöri hans í forsetakosning- unum í júní. Fundinn sækja leiðtog- ar sjö helstu iðnríkja heimsins, auk Bill Clinton Bandaríkjaforseti. Símamynd Reuter leiðtoga Rússlands og Úkraínu. „Við erum bara að reyna að gera það sem í okkar-valdi stendur til að gera heiminn eins öruggan og hægt er og ganga frá nokkrum kalda- stríðsmálum sem ekki var búið að ljúka við,“ sagði Bill Clinton Banda- ríkjaforseti í gær. Reuter tafarlaust við óskum Clintons svo fremi sem Hisbollah-skæruiliðar hættu að senda elflaugar sínar yfir landamærin. Talsmenn Hisbollah kröfðust á móti að friðarsamningar frá 1993 yrðu virtir en þar er lagt bann við árásum á óbreytta borgara beggja vegna landamæranna. Peres þykir í vanda en árásirnar á Hisbollah-skæurliða áttu að vinna honum fylgi fyrir þingkosningarnar 29. maí. Hafði hann vonast til að árásirnar neyddu stjórnvöld í Lí- banon og Sýrlandi til að hemja Hisbollah- skæruliða. En hætti hann árásunum nú mun líta út fyr- ir að hann hafi látið undan alþjóð- legum þrýstingi. Er því talið að hann þarfnist vopnahléssamninga sem tryggja algera stöðvun eld- flaugaárása Hisbollah fram yfir kosningar. Reuter Breskir sjómenn mótmæla við þinghúsið Á annað þúsund breskir sjó- menn söfnuðust saman við þing- húsið í Lundúnum í gær til að mótmæla fiskveiðistefnu Evrópu- sambandsins og krefjast þess að bresk stjórnvöld höfnuðu henni. Reiðir sjómenn veifuðu kröfu- spjöldum sem á stóð „Bjargið breskum fiski“ . „Þeir hafa svikið okkur alla og fómað okkur á Evrópualtarinu." sagði skipstjórinn George Steven sem kom alla leið frá Skotlandi til að taka þátt í fundinum. „Fiskur er síðasta náttúrulega fæðuteg- undin í þessu landi sem óhætt er að borða.“ Sjómennirnir eru andvígir þeirri stefnu ESB að skip allra landa bandalagsins skuli hafa jafnan aðgang að breskum fiski- miðum. Fjórir togarar sigldu upp Thames að Tower-brúnni þar sem áhafnir þeirra vildu ekki missa af fundinum. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.